Síða 4 af 8

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 00:07
af Jim
Pfff... öll þessi IQ próf eru bull. Hvernig eiga nokkrar spurningar að geta sagt til um gáfur einhvers? Það er hægt að vera gáfaður án þess að þekkja höfuðborgina í Kasakstan eða að vita ferningsrótina af 96. Mannsheilinn er alltof flókinn og einstaklingsbundinn til þess að það sé hægt að rannsaka hann á örfáum mínútum.

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 00:19
af AntiTrust
dori skrifaði:Eða að gleyma því af því að svona próf hjálpar manni þannig séð ekkert?
Hestaflatalan í bílnum mínum. Tíðnin á örgjörvanum mínum. Snúningshraðinn á þvottavélinni minni. IQ talan mín. Þetta eru allt tölur sem skipta mig afskaplega litlu máli, þar sem virknin er sú sem hún er, og vitneskjan mín breytir litlu um hana. Þær hjálpa mér samt sem áður að vega og meta aðstæður.

Persónulega finnst mér líka gaman afþví að sjá IQ töluna mína hækka á milli ára, alveg eins og mér finnst gaman að taka meiri þyngdir í ræktinni á milli ára. Ég get ekki mælt hversu mikið ég er búinn að læra úr bókum og heimildarmyndum, hversu mikið ég er búinn að læra um tölvur, bíla eða aðra hluti síðustu ár. Ég get hinsvegar mælt almenna greind, og séð framfarir þar.

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 00:21
af GullMoli
thegirl skrifaði:Ég er þá í draumaheimi hér ef það er fólk sem fer ekki á böll og nennir ekki þannig hlutum:p þekki EINA manneskju sem er þannig fyrir utan mig.
En hér er prófið


http://www.piepalace.ca/blog/asperger-test-aq-test/
Hurrr, ég fékk 12.

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 00:23
af AntiTrust
Jim skrifaði:Pfff... öll þessi IQ próf eru bull. Hvernig eiga nokkrar spurningar að geta sagt til um gáfur einhvers? Það er hægt að vera gáfaður án þess að þekkja höfuðborgina í Kasakstan eða að vita ferningsrótina af 96. Mannsheilinn er alltof flókinn og einstaklingsbundinn til þess að það sé hægt að rannsaka hann á örfáum mínútum.
Að vita hver höfuðborgin í Kasakstan kemur greindarvísitölu ekkert við, ekkert frekar en að kunna uppskrift af súkkulaðiköku. Það er hægt að deila og gagnrýna endalaust IQ próf, en það er ekki hægt að neita því að þetta eru marktæk próf þegar kemur að virkni heilans á einn eða annan hátt. Það er líka búið að sýna fram á tengls á milli þess að skora hátt í IQ prófum og að skora hátt í EQ og CQ prófum.

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 00:26
af rapport
AntiTrust skrifaði:
dori skrifaði:Eða að gleyma því af því að svona próf hjálpar manni þannig séð ekkert?
Hestaflatalan í bílnum mínum. Tíðnin á örgjörvanum mínum. Snúningshraðinn á þvottavélinni minni. IQ talan mín. Þetta eru allt tölur sem skipta mig afskaplega litlu máli, þar sem virknin er sú sem hún er, og vitneskjan mín breytir litlu um hana. Þær hjálpa mér samt sem áður að vega og meta aðstæður.

Persónulega finnst mér líka gaman afþví að sjá IQ töluna mína hækka á milli ára, alveg eins og mér finnst gaman að taka meiri þyngdir í ræktinni á milli ára. Ég get ekki mælt hversu mikið ég er búinn að læra úr bókum og heimildarmyndum, hversu mikið ég er búinn að læra um tölvur, bíla eða aðra hluti síðustu ár. Ég get hinsvegar mælt almenna greind, og séð framfarir þar.

Svo kemur aldurinn og hirðir þetta af þér sama hvað þú reynir að halda í þetta...

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 00:37
af thegirl
GuðjónR skrifaði:Annað sem mér finnst ennþá fyndnara, það er að "thegirl" er 23 ára gamall strákur frá Litháen :)
Hahahah haettu nu alveg tessu rugli :p nokkrie stjornendur tekkja mig ;) teir geta stadfest tad ad eg er kvenmadur :D

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 00:40
af Jim
AntiTrust skrifaði:
Jim skrifaði:Pfff... öll þessi IQ próf eru bull. Hvernig eiga nokkrar spurningar að geta sagt til um gáfur einhvers? Það er hægt að vera gáfaður án þess að þekkja höfuðborgina í Kasakstan eða að vita ferningsrótina af 96. Mannsheilinn er alltof flókinn og einstaklingsbundinn til þess að það sé hægt að rannsaka hann á örfáum mínútum.
Að vita hver höfuðborgin í Kasakstan kemur greindarvísitölu ekkert við, ekkert frekar en að kunna uppskrift af súkkulaðiköku. Það er hægt að deila og gagnrýna endalaust IQ próf, en það er ekki hægt að neita því að þetta eru marktæk próf þegar kemur að virkni heilans á einn eða annan hátt. Það er líka búið að sýna fram á tengls á milli þess að skora hátt í IQ prófum og að skora hátt í EQ og CQ prófum.
IQ próf mæla aðeins einn hlut, og hann er hvað þú ert góður í að taka IQ próf.

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 00:43
af AntiTrust
Jim skrifaði:IQ próf mæla aðeins einn hlut, og það er hvað þú ert góður í að taka IQ próf.
Engan vegin rétt. Kynntu þér mismunandi tegundir og útgáfur IQ prófa.

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 00:46
af coldcut
Jim skrifaði:IQ próf mæla aðeins einn hlut, og það er hvað þú ert góður í að taka IQ próf.
says the guy with the low IQ...

sjálfur fékk ég 140 í score...veit samt að þetta er ekki 100% að marka.
Hins vegar er IQ ekki allt, það er t.d líka til Social IQ.

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 00:49
af AntiTrust
Svo má ekki gleyma EQ, sem er sú tala sem virðist tengjast árangri í starfi og í gegnum lífið yfirleitt hvað langbest.

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 00:50
af ManiO
thegirl skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Annað sem mér finnst ennþá fyndnara, það er að "thegirl" er 23 ára gamall strákur frá Litháen :)
Hahahah haettu nu alveg tessu rugli :p nokkrie stjornendur tekkja mig ;) teir geta stadfest tad ad eg er kvenmadur :D
Hverjir?

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 00:51
af Jim
AntiTrust skrifaði:
Jim skrifaði:IQ próf mæla aðeins einn hlut, og það er hvað þú ert góður í að taka IQ próf.
Engan vegin rétt. Kynntu þér mismunandi tegundir og útgáfur IQ prófa.
Mæla þau eitthvað annað þegar uppi er staðið? IQ er aðeins tala á blaði og segir voða lítið um gáfur viðkomandi. Ég hef tekið mörg svona próf í gegnum árin og þær niðurstöður sem ég hef fengið samræmast á engan hátt. Ég hef fengið 70 og 130 stig á sama degi í 2 mismunandi prófum. Ég hef reyndar ekki skoðað þessi EQ/CQ próf sem þú minntist á áðan en ég mun gera það núna.

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 01:02
af AntiTrust
Jim skrifaði:
AntiTrust skrifaði:
Jim skrifaði:IQ próf mæla aðeins einn hlut, og það er hvað þú ert góður í að taka IQ próf.
Engan vegin rétt. Kynntu þér mismunandi tegundir og útgáfur IQ prófa.
Mæla þau eitthvað annað þegar uppi er staðið? IQ er aðeins tala á blaði og segir voða lítið um gáfur viðkomandi. Ég hef tekið mörg svona próf í gegnum árin og þær niðurstöður sem ég hef fengið samræmast á engan hátt. Ég hef fengið 70 og 130 stig á sama degi í 2 mismunandi prófum. Ég hef reyndar ekki skoðað þessi EQ/CQ próf sem þú minntist á áðan en ég mun gera það núna.
Alveg öfugt við mína reynslu. Ég hef tekið mörg mismunandi próf (WAIS-III, Stanford-Binet-IV, GIGI og flr.) og mér finnst niðurstöður ekki reika það mikið að tölurnar verði ómarktækar. Mestan mun hef ég séð á prófunum hjá highIQsociety, og þá sérstaklega muninn á milli cultural og non-cultural relative prófunum, en það var samt sem áður enginn stórmunur.

Mér finnst þú líka vera með ranghugmyndir um hvað IQ segir manni. IQ tala segir manni ekki nákvæmlega hversu "gáfaður" (set orðið inn í gæsalappir þar sem þetta er mjög frjálslega notað hugtak) þú ert - heldur hversu vel þú getur tekið upplýsingar og nýtt þér þær við mismunandi aðstæður.

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 01:35
af rapport
Ég veit að ég er miklu gáfaðri en eitthvað próf getur mælt 8-[ :happy

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 01:36
af Klemmi
rapport skrifaði:Ég veit að ég er miklu gáfaðri en eitthvað próf getur mælt 8-[ :happy
x2

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 01:43
af Jim
AntiTrust skrifaði:
Jim skrifaði:
AntiTrust skrifaði:
Jim skrifaði:IQ próf mæla aðeins einn hlut, og það er hvað þú ert góður í að taka IQ próf.
Engan vegin rétt. Kynntu þér mismunandi tegundir og útgáfur IQ prófa.
Mæla þau eitthvað annað þegar uppi er staðið? IQ er aðeins tala á blaði og segir voða lítið um gáfur viðkomandi. Ég hef tekið mörg svona próf í gegnum árin og þær niðurstöður sem ég hef fengið samræmast á engan hátt. Ég hef fengið 70 og 130 stig á sama degi í 2 mismunandi prófum. Ég hef reyndar ekki skoðað þessi EQ/CQ próf sem þú minntist á áðan en ég mun gera það núna.
Alveg öfugt við mína reynslu. Ég hef tekið mörg mismunandi próf (WAIS-III, Stanford-Binet-IV, GIGI og flr.) og mér finnst niðurstöður ekki reika það mikið að tölurnar verði ómarktækar. Mestan mun hef ég séð á prófunum hjá highIQsociety, og þá sérstaklega muninn á milli cultural og non-cultural relative prófunum, en það var samt sem áður enginn stórmunur.

Mér finnst þú líka vera með ranghugmyndir um hvað IQ segir manni. IQ tala segir manni ekki nákvæmlega hversu "gáfaður" (set orðið inn í gæsalappir þar sem þetta er mjög frjálslega notað hugtak) þú ert - heldur hversu vel þú getur tekið upplýsingar og nýtt þér þær við mismunandi aðstæður.
Þessi próf mæla ekki hvað þú sem einstaklingur ert greindur en gefa hinsvegar mjög grófa hugmynd um stöðu þína gagnvart öðrum í samfélaginu. IQ próf snúast einnig venjulega aðallega um rökfræði og það eru margir hlutar heilans sem eru skildir eftir í þessum mælingum. Mozart og Einstein myndu örugglega fá mjög mismunandi niðurstöður úr IQ prófi en þeir eru samt báðir almennt kallaðir snillingar.

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 05:12
af Danni V8
Fékk 14 í AQ prófinu og 113 í IQ prófinu.

Ætli ég hafi ekki fengið nokkur stig í AQ prófinu fyrir að taka vel eftir smáatriðum og bílnúmerum, en aðal áhugamálið mitt eru bílar og ég tek eftir hverju einasta smáatriði á þeim og þekki marga bíla á númerinu einu saman.
Sömuleiðis þá er ég mjög góður að muna afmælisdaga annara.

Og tungumálaörðuleikar gerðu það að verkum að ég skildi ekki allar spurningarnar í IQ prófinu 100%

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 06:40
af urban
ManiO skrifaði:
thegirl skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Annað sem mér finnst ennþá fyndnara, það er að "thegirl" er 23 ára gamall strákur frá Litháen :)
Hahahah haettu nu alveg tessu rugli :p nokkrie stjornendur tekkja mig ;) teir geta stadfest tad ad eg er kvenmadur :D
Hverjir?
einsog svo vinsælt er að svara hérna.

x2

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 06:49
af snaeji
Mér finnst mjög ólíklegt að stelpur skýri sig thegirl þannig ég finn smá troll lykt af þessu :D

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 08:29
af nerd0bot
Jim skrifaði:Pfff... öll þessi IQ próf eru bull. Hvernig eiga nokkrar spurningar að geta sagt til um gáfur einhvers? Það er hægt að vera gáfaður án þess að þekkja höfuðborgina í Kasakstan eða að vita ferningsrótina af 96. Mannsheilinn er alltof flókinn og einstaklingsbundinn til þess að það sé hægt að rannsaka hann á örfáum mínútum.
samála þér

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 08:58
af GuðjónR
thegirl skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Annað sem mér finnst ennþá fyndnara, það er að "thegirl" er 23 ára gamall strákur frá Litháen :)
Hahahah haettu nu alveg tessu rugli :p nokkrie stjornendur tekkja mig ;) teir geta stadfest tad ad eg er kvenmadur :D
Nefndu þá :)

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 09:00
af thegirl
ManiO skrifaði:
thegirl skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Annað sem mér finnst ennþá fyndnara, það er að "thegirl" er 23 ára gamall strákur frá Litháen :)
Hahahah haettu nu alveg tessu rugli :p nokkrie stjornendur tekkja mig ;) teir geta stadfest tad ad eg er kvenmadur :D
Hverjir?
Snuddi, pandemic og intenz.

Þekki snudda fra Ödru spjallbordi og eg er i skola med intenz og pandemic

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 09:02
af GuðjónR
thegirl skrifaði:
Snuddi, pandemic og intenz.

Þekki snudda fra Ödru spjallbordi og eg er i skola med intenz og pandemic
Jæja...þar fór sú kenningin út um gluggann :dead

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 09:06
af thegirl
GuðjónR skrifaði:
thegirl skrifaði:
Snuddi, pandemic og intenz.

Þekki snudda fra Ödru spjallbordi og eg er i skola med intenz og pandemic
Jæja...þar fór sú kenningin út um gluggann :dead
Haha viljidi ekki hafa kolbiladan kvenmann herna inni? ;)

Re: Hahaha mér finnst þetta ógeðslega fyndið

Sent: Mán 07. Mar 2011 09:08
af AntiTrust
Jim skrifaði: Þessi próf mæla ekki hvað þú sem einstaklingur ert greindur en gefa hinsvegar mjög grófa hugmynd um stöðu þína gagnvart öðrum í samfélaginu. IQ próf snúast einnig venjulega aðallega um rökfræði og það eru margir hlutar heilans sem eru skildir eftir í þessum mælingum. Mozart og Einstein myndu örugglega fá mjög mismunandi niðurstöður úr IQ prófi en þeir eru samt báðir almennt kallaðir snillingar.
Jújú, að sjálfsögðu eru þetta viðmiðunartölur m.v. stærri hópa. Eins og ég tók fram hér fyrr í þræðinum er búið að sýna fram á tengls á milli hárra EQ talna og IQ, og Mozart hefur líklega haft bæði. Munurinn á Mozart og Einstein IQ-wise er svo best sem ég veit til um 5 stig, og þar var Mozart hærri aðilinn. Það er líka engin tilviljun að Mozart hafi bæði verið með háa IQ og samið klassíska tónlist, þar sem hlustun/smekkur á klassískri tónlist er yfirleitt sú eina sem fólk með háa IQ deilir, þar sem það kemur inn á rational og spatial hugsun/greind.