Re: Slembingur.org
Sent: Fim 09. Sep 2010 22:56
Mér finnst fjarskiptafyrirtækin, bæði Síminn og Vodafone, vera að fara úr hlutverki sínu sem fjarskipta- og samskiptaaðilar yfir í það að vera einhvers konar dómarar á hvað sé okkur Íslendingum við hæfi á internetinu. Ég kýs að sjá um að velja og hafna sjálfur hvað það er sem ég skoða á netinu. Þó mér sé alveg sama um þessa tilteknu síðu er það bara það að það er núna búið að setja fordæmi um að það sé í lagi að ritskoða internetið. Að vísu var það fordæmi sett með lokuninni á Ringulreið í fyrra.
Nú þegar búið er að stíga fyrsta skrefið og setja fordæmi fyrir ritskoðun internetsins er ekkert því til fyrirstöðu að aðrir aðilar/samtök geti farið fram á að láta loka öðru á netinu. Til dæmis SMÁÍS og STEF hvað varðar Torrent síður og aðrar síður sem leyfa fólki að niðurhala höfundarréttarvörðu efni, Feministafélagið hvað varðar klám, o.s.frv.
En það hefur verið svolítið deilt um það hvort það sé í raun verið að brjóta í bága við fjarskiptalög- og reglugerðir.
Má Ríkislögreglustjóri fara þessa leið án dóms og laga?
Nú þegar búið er að stíga fyrsta skrefið og setja fordæmi fyrir ritskoðun internetsins er ekkert því til fyrirstöðu að aðrir aðilar/samtök geti farið fram á að láta loka öðru á netinu. Til dæmis SMÁÍS og STEF hvað varðar Torrent síður og aðrar síður sem leyfa fólki að niðurhala höfundarréttarvörðu efni, Feministafélagið hvað varðar klám, o.s.frv.
En það hefur verið svolítið deilt um það hvort það sé í raun verið að brjóta í bága við fjarskiptalög- og reglugerðir.
Skv. 1223/2007 7. gr. um vernd, virkni og gæði IP fjarskiptaþjónustu:
"Búnaður og samskiptahættir er stýra IP fjarskiptaumferð, skulu vera varin á sem æskilegastan máta gegn hvers konar þjónustusynjun og röngum leiðarupplýsingum."
Skv. 1221/2007 5. gr. um vernd upplýsinga í almennum fjarskiptanetum:
"Fjarskiptafyrirtæki skulu tryggja að viðskiptavinir þeirra njóti verndar gagnvart hlustun, hlerun, geymslu eða annars konar hindrun eða vöktun fjarskipta, þ.m.t. skilaboða og auðkenna, sem fara um fjarskiptanet þeirra, nema að slíkt fari fram með samþykki viðskiptavinanna eða samkvæmt heimild í lögum."
Má Ríkislögreglustjóri fara þessa leið án dóms og laga?