Já það er hundleiðinlegt að þetta skuli vera svona cappað...
Væri ekki miklu réttara og betra að gera bara eins og vodafone... rukka bara fyrir umframmagn? (og kannski cappa líka?)
Er eitthvað óeðlilegt við að notendur borgi fyrir notkun? Rétt eins og að ég hef aðgang að rafmagn og vatni, að þá borga ég fyrir eftir hversu mikið ég nýti mér þjónustuna.
Hin leiðin er náttúrulega að hafa kostnað fyrir notendur lægri, og takmarka umferðina bara. Sem verður til þess að 5% notendanna fara í fílu fyrir að gera ekki downloadað bíómyndum og þ.h., og kannski færa sig, og ráðleggja einstaka vinum & fjölskyldumeðlimum að gera slíkt hið sama.
Depill: Já þetta er fljótt að koma líka ef þú downloadar linux distrói og java upp á annan hvern dag. En jafnvel þeir sem eru að leika sé rmeð linux, að þó að linux distró sé "ókeypis", þá er ekki eins og maður sé að downloada nýjum iso skrám á hverjum degi. Heck, það telst oft ef að þú værir að downloada nýju linux distrói einusinni í mánuði.
Ég nota netið töluvert; en ekki til að downloada (höfundarréttarvörðu) efni.
Ég einmitt næ í linux eða bsd distró nokkrum sinnum yfir árið. Enda lifi ég ekki fyrir það að setja vélina mína upp uppá nýtt.
Ég nota netið fyrir vinnuna, þ.e.a.s. til þess að ná mér í upplýsingar og uppfærslur á þann búnað sem að ég vinn með.
Og ég skoða allskonar heimasíður, bloggsíður, facebook/myspace/insertname.
Bróðurparturinn af umferðinni minni er svo innanlands (tenging við vinnuna og önnur fyrirtæki).
Þannig að netnotkun mín erlendis frá er netnotkun einstaklings sem að notar ekki torrent eða önnur p2p forrit.
En hérna er hún:
Skráð gagnanotkun þín (
...@simnet.is) frá útlöndum á tímabilinu 01.05.2008 til 25.05.2008 er 1.047 MB.
Skráð gagnanotkun þín (
...@simnet.is) frá útlöndum á tímabilinu 01.04.2008 til 27.04.2008 er 1.457 MB.
Skráð gagnanotkun þín (
...@simnet.is) frá útlöndum á tímabilinu 01.03.2008 til 30.03.2008 er 5.175 MB.
Skráð gagnanotkun þín (
...@simnet.is) frá útlöndum á tímabilinu 01.02.2008 til 24.02.2008 er 3.651 MB.
Skráð gagnanotkun þín (
...@simnet.is) frá útlöndum á tímabilinu 01.01.2008 til 27.01.2008 er 1.035 MB.
Skráð gagnanotkun þín (
...@simnet.is) frá útlöndum á tímabilinu 01.12.2007 til 30.12.2007 er 1.114 MB
Skráð gagnanotkun þín (
...@simnet.is) frá útlöndum í þessum mánuði, frá 01.11.2007 til 25.11.2007, er 423 MB.
Skráð gagnanotkun þín (
...@simnet.is) frá útlöndum í þessum mánuði, frá 01.10.2007 til 28.10.2007, er 69 MB.
Skráð gagnanotkun þín (
...@simnet.is) frá útlöndum í þessum mánuði, frá 01.09.2007 til 23.09.2007, er 103 MB.
Skráð útlandanotkun þín (
...@simnet.is) frá 01.08.2007 til 26.08.2007 er 411 MB.
Þó svo að netnotkunin mín erlendis frá sé ekki mikil, þá er hún critical til þess að ég geti sinnt minni vinnu.
Svo skoðar maður netmælingarnar, og sér að tengingar fyrirtækjanna til útlanda eru næstum fullnýttar og eru að peak-a upp í topp við og við. Og þá er enginn vafi um að 90% af allri umferðinni er frá nokkrum prósentum notenda sem eru að downloada bíómyndum, leikjum og forritum.
Þannig að netumferðin mín til útlanda er stundum hæg vegna þess að aðrir notendur eru að fullnýta línuna. Og þetta kemur stundum niður á minni vinnu ef að ég er að vinna að heiman (kvöld & helgar t.d.).
Þessi hópur notenda vill að það sé ekkert cap á þá, engar takmarkanir. Nú heyrir maður af því að það er alltaf einhver að kvarta yfir því að vera að lenda í þessum takmörkunum.
Hvernig væri það ef þessar takmarkanir yrðu teknar af?
Í staðinn fyrir að tengingar til útlanda væru "næstum fullnýttar" þá væru þá alltaf ALVEG fullnýttar. Sem myndi skila sér í því að vafr mitt til útlanda, sem og hinna 95% "venjulegra" heimilisnotendanna, yrði ennþá skertara.
Þegar tengingar eru fullnýttar þá væri eðlilegt að stækka tengingarnar bara? Er það ekki? Hvaðan á sá peningur að koma?
Á sá peningur að koma með því að hækka verð á öllum endanotendum, jafnvel þó að meirihluti notenda sé með lítinn hluta af bandvíddinni? Eða á að hækka verðið á fyrirtækjum? Eða á kannski að sleppa cap, og lækka töluna með "innifalið" gagnamagn, og rukka svo heilan helling fyrir hvert megabyte eftir það (með annaðhvort ekkert verðþak eða töluvert hærra verðþak)? Þannig að "stórnotendur" myndu einfaldlega sjá um kostnaðinn ef það þyrfti að stækka tengingarnar?
%5 af notendunum vilja alveg örugglega ekki borga fyrir kostnaðinn fyrir tenginguna út. Hvort sem um ræðir tengingu við aðila erlendis, strengina, eða búnaðinn sem að er notaður til þess að tengja sem þarf að geta annað þessari umferð.
Það er ekkert verið að tala um að vorkenna fyrirtækjunum. En fólk verður líka að átta sig á að þetta er ekki góðgerðarstarfssemi.
Það er engin samkeppni í strengjum til og frá íslandi, og ekki er það að bæta neitt.
Það sem að mér finnst vanta er að fyrirtæki og einstaklingar geti ekki keypt forgangsþjónustu. Þannig að hægt væri að tryggja að "business" tengingar væru ekki að líða fyrir bíómyndir.
En ég er þá bara forvitinn, hvað mynduð þið vilja að sé gert?
Ef að við tökum einfalt dæmi:
ISP er með 1.5gb tengingu við útlönd.
Erlent niðurhal hjá þessum ISP er að meðaltali 1.4gb, og á álagstímum er það oft að fara upp í 1.5gb þakið (sem að skilar sér í pakkatapi).
10% af þessum notendum eru með 1.3gb af umferðinni, en 90% af notendunum eru með 100mb af þessari umferð.
ISPinn sér svo fram á að innan skamms verði þessi lína 100% fullnýtt (netnotkun að aukast, youtube að byrja með hd efni etc.)
Hvað á þessi ISP að gera?
Á að setja einhverjar hömlur á þessa 10% notendur sem að borga jafn mikið og hin 90%? En samt að nota töluvert meira af umferðinni?
Á að stækka tenginguna við útlönd? Og hvaðan á sá peningur að koma? Á að hækka ADSL gjaldið og láta þá 90% af notendum borga fyrir að 10% af notendunum geti downloadað meira? Hvað á þá að gera næst þegar línan er við það að fyllast? Eða á að setja eitthvað "hámark" og rukka fyrir umframmagn?
Hvað á þessi ISP að gera?