Hérna er listi yfir uppáhalds öppin mín:
* Titanium Backup (root)
Þetta app nota ég til að taka backup af öllum öppum í símanum mínum. Svo þegar ég hreinsa símann þá er ég enga stund að koma símanum í sama horf og áður. Einnig er hægt að "frjósa" öpp eða gera þau óvirk í símanum. Þetta á t.d. við um system öpp sem eru sífellt að halda símanum vakandi.
* AirDroid
Þetta er app sem gerir manni kleift að komast inn á símann í gegnum browser og LAN. Get uploadað og stjórnað skrám, tengiliðum, sent og lesið sms, og margt fleira. Algjört snilldar app.
* CamScanner
Þetta er app sem virkar eins og skanni. Þú tekur mynd með appinu, appið vinnur svo myndina þannig hún verði jafn skýr og úr alvöru skanna. Ég nota þetta rosalega mikið í skólanum þegar ég þarf t.d. að koma glósum á tölvutækt form.
* Dolphin Browser
Að mínu mati besti browserinn.
* Dropbox
Ég fer varla í gegnum daginn án þess að nota Dropbox.
* Evernote
Evernote er mjög líklega uppáhalds appið mitt af þessum öllum, sem ég kæmist varla af án. Ég nota Evernote í öllu; skólanum, vinnunni og bara í lífinu fyrir sjálfan mig. Ég skrifa t.d. allar glósur í skólanum í þetta. Það syncast svo við cloudið, símann, spjaldtölvuna, og bara hvað sem er. Þannig ég kemst í allar glósur hvar sem ég er staddur. Mesta snilldar þjónusta sem til er. Mæli með Evernote fyrir alla.
* QuickPic
Að mínu mati besta gallery appið. Mun betra en það sem fylgir með Android.
* TeamViewer
Með þessu get ég stjórnað tölvunum mínum hvar sem ég er staddur, annað hvort úr annarri tölvu, úr símanum eða úr spjaldtölvunni. Jafnvel get ég hjálpað vinum með tölvurnar sínar ef þeir lenda í vandræðum með eitthvað. Það eina sem þeir þurfa er að hafa TeamViewer uppsett á tölvunni sinni. Besta "remote controlling" sem til er.
* Safe In Cloud
Ég nota þetta fyrir öll lykilorð og aðgangsorð sem ég þarf að muna. Þetta er dulkóðað á 256 bita AES staðli og syncast sjálfkrafa við Dropboxið mitt. Rosalega þægilegt app.
* Tapatalk
Þetta er app sem ég nota til að lesa spjallborð, þ.á.m. Vaktina, XDA, ofl.
* Unified Remote
Þetta nota ég sem fjarstýringu fyrir tölvuna mína. Fyrir ofan rúmið mitt er ég með 42" sjónvarp tengd með HDMI í tölvuna mína. Svo nota ég þetta ef ég ligg uppi í rúmi og nenni ekki að fara fram úr til að gera eitthvað í tölvunni.
* Solid Explorer
Að mínu mati besti skráarstjórinn fyrir Android. Hann kostar reyndar, en það eru alveg til ágætis fríir staðgenglar, t.d. File Expert.
* Pocket
Þetta er bráðsniðugt. Ef ég rekst á áhugaverða grein/frétt/síðu og langar að lesa/skoða hana seinna, smelli ég henni bara í Pocket og les hana seinna. Hægt að vista í Pocket í Chrome eða í símanum, svo get ég lesið það hvar sem er. Syncast allt við cloudið og er svo fáanlegt annað hvort í appinu eða bara venjulegum browser.
* Press
Frábær RSS Google Reader. Ég er áskrifandi af mjög miklu efni (á Google Reader) og þetta app hjálpar mér að lesa efnið á þægilegan máta.
* Google Drive
Ég nota Google Drive rosalega mikið í skólanum, í hópverkefnum þá sérstaklega. Bý til skjal og allir geta breytt skjalinu á sama tíma. Svo syncast þetta beint í símann með þessu frábæra appi. Algjör snilld.