Re: Listi yfir þá sem lofa viðskiptum og svíkja.
Sent: Fös 21. Jún 2019 19:28
Veit ekki alveg hvort þetta ætti að vera í þessum þræði þar sem viðskiptin höfðu þegar gerst en ég keypti Switch af notandanum trausti164 fyrir þónokkrum mánuðum (Febrúar). Allt fór frekar vel en stuttu seinna fatta ég að ég gleymdi að fá login-ið og hleðslutækið. Sendi skilaboð á trausti164 og við reynum að finna tíma til ná í hleðslutækið og aðganginn. Þetta samtal er yfir nokkra daga því við erum báðir ekki mjög aktívir á spjallinu svo ég fæ númerið hjá honum. Hringi víst ekki á besta tímanum svo hann segir mér að hann muni hringja aftur í mig. Fæ svo skilaboð á spjallinu að hann hafi gleymt að savea númerið mitt svo ég hringi aftur, þar sem hann segir mér að hann muni hringja í mig á morgun. Gleymi sjálfur þessu máli í nokkurn tíma og sendi honum þónokkur skilaboð á spjallinu en hann hefur ekki verið virkur síðan 1. Apríl. Alltaf þegar ég hef hringt segir hann það hitta illa á, en ég þó sjálfur ekki að ýta mjög ákaflega á hann. Síðast þegar ég hringi segir hann mér að þurfi að finna hleðslutækið og að ég ætti að senda honum leiðbeiningarnar hvernig ætti að skipta um email á aðganginn, sem ég hafði þó sent áður. Held að ég muni bara aldrei fá þennan aðgang og hleðslutæki og er eiginlega satt að segja ráðalaus.