Síða 3 af 7
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Fös 18. Jún 2021 22:50
af GuðjónR
jonfr1900 skrifaði:Það á ekki að reyna að bjarga Suðurstrandarvegi. Þetta er ekkert rosalega stór kafli sem fer undir hraun núna. Það á frekar að reyna að bjarga Grindavík og öðrum mannvirkjum síðar þegar að því kemur.
Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg (Rúv.is)
Þetta verður allt farið undir hraun innan næstu þrjátíu ára.
Hvernig ætli Grindvíkingum gangi að selja fasteignirnar dag?
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Fös 18. Jún 2021 23:51
af daremo
GuðjónR skrifaði:
Hvernig ætli Grindvíkingum gangi að selja fasteignirnar dag?
Örugglega ljómandi vel. Tryggingarnar borga þetta allt er það ekki?
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Lau 19. Jún 2021 00:34
af benony13
GuðjónR skrifaði:jonfr1900 skrifaði:Það á ekki að reyna að bjarga Suðurstrandarvegi. Þetta er ekkert rosalega stór kafli sem fer undir hraun núna. Það á frekar að reyna að bjarga Grindavík og öðrum mannvirkjum síðar þegar að því kemur.
Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg (Rúv.is)
Þetta verður allt farið undir hraun innan næstu þrjátíu ára.
Hvernig ætli Grindvíkingum gangi að selja fasteignirnar dag?
Ég er tek ljósmyndir fyrir fasteignasölu í Grindavík og það selst allt sem er eigulegt innan við viku. Það eru örfáar eignir til sölu en þær eiga það sameiginlegt að þarfnast mikils viðhalds. Það er svakalega mikil eftirspurn.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Lau 19. Jún 2021 19:03
af jonfr1900
Þá er eldgosið orðið þriggja mánaða.
Eldgosið þriggja mánaða: Svo margt hefur komið á óvart (Rúv)
Það er alveg ljóst að þetta eldgos mun kosta talsverða fjármuni þegar hraunið fer að breiða úr sér fyrir alvöru.
Hefði kostað hundruð milljóna að verja Suðurstrandarveg (Rúv)
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Lau 19. Jún 2021 21:55
af zetor
Sannarlega áhugavert innlegg. Nú spyr ég, hvað hafa Eldgos kostað hingað til. Hefur einhver tekið þetta saman. T.d. allar þessar aðgerðir í Eyjum á sínum tíma? Eyjafjallajökull? Hvað kostaði t.d. að endurbyggja vegi og brúarstæði eftir gosið og flóðin í Gjálp Vatnajökli 1996?
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Lau 19. Jún 2021 22:16
af jonfr1900
Ég finn ekki neinar heildartölur vegna eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010 en samkvæmt þessari frétt
hérna frá árinu 2011 töpuðu íslensku flugfélögin 1,7 milljörðum á þeim tíma.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Sun 20. Jún 2021 00:49
af jonfr1900
Það flæðir nóg hraun niður í Nátthaga núna.
- 2021-06-20 (3).png (1.47 MiB) Skoðað 3316 sinnum
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Sun 20. Jún 2021 15:05
af jonfr1900
Það er að sjá á vefmyndavél Rúv að það á að reyna að koma í veg fyrir að hraun fari niður í Nátthagakrika. Þarna er grafa og jarðýta á fullu. Það er einnig mikið af fíflum sem eru að troða sér fyrir framan vefmyndavél Rúv.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Sun 20. Jún 2021 16:10
af GuðjónR
benony13 skrifaði:GuðjónR skrifaði:jonfr1900 skrifaði:Það á ekki að reyna að bjarga Suðurstrandarvegi. Þetta er ekkert rosalega stór kafli sem fer undir hraun núna. Það á frekar að reyna að bjarga Grindavík og öðrum mannvirkjum síðar þegar að því kemur.
Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg (Rúv.is)
Þetta verður allt farið undir hraun innan næstu þrjátíu ára.
Hvernig ætli Grindvíkingum gangi að selja fasteignirnar dag?
Ég er tek ljósmyndir fyrir fasteignasölu í Grindavík og það selst allt sem er eigulegt innan við viku. Það eru örfáar eignir til sölu en þær eiga það sameiginlegt að þarfnast mikils viðhalds. Það er svakalega mikil eftirspurn.
Er þá ekki glimrandi viðskiptatækifæri þarna?
Kaupa upp lélegar eignir á hrakvirði og sækja svo peninga í viðlagasjóð þegar hraunið flæðir yfir?
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Sun 20. Jún 2021 16:40
af jonfr1900
Viðlagasjóður borgar aðeins brunabótamat en ekki markaðsvirði. Stórt vandamál á Seyðisfirði eftir skriðunar sem urðu þar fyrr á árinu.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Sun 20. Jún 2021 16:46
af Sallarólegur
jonfr1900 skrifaði:Viðlagasjóður borgar aðeins brunabótamat en ekki markaðsvirði. Stórt vandamál á Seyðisfirði eftir skriðunar sem urðu þar fyrr á árinu.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Sun 20. Jún 2021 16:51
af urban
jonfr1900 skrifaði:Viðlagasjóður borgar aðeins brunabótamat en ekki markaðsvirði. Stórt vandamál á Seyðisfirði eftir skriðunar sem urðu þar fyrr á árinu.
Brunabótamat ætti samt að vera mikið hærra en markaðsvirði á húsi sem að þarf mikils viðhalds.
http://fasteignir.visir.is/property/369 ... 13&index=3
Hérna er eitt í eyjum t.d.
Þarna er t.d. hús sem að þarfnast gríðarlegs viðhalds og ég myndi sjálfur ekki einu sinni borga þetta verð fyrir það
Brunabótamatið er samt margfalt hærra.
GuðjónR skrifaði:
Er þá ekki glimrandi viðskiptatækifæri þarna?
Kaupa upp lélegar eignir á hrakvirði og sækja svo peninga í viðlagasjóð þegar hraunið flæðir yfir?
Það þarf ekkert að segja mér að hrauninu verði leyft að fara yfir Grindavík, það hlýtur að vera komið í veg fyrir það.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Sun 20. Jún 2021 17:48
af mikkimás
urban skrifaði:Það þarf ekkert að segja mér að hrauninu verði leyft að fara yfir Grindavík, það hlýtur að vera komið í veg fyrir það.
Fólk með króníska dómsdagsspámennskusýki er tilbúið að trúa öllu.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Sun 20. Jún 2021 20:11
af jonfr1900
Sallarólegur skrifaði:jonfr1900 skrifaði:Viðlagasjóður borgar aðeins brunabótamat en ekki markaðsvirði. Stórt vandamál á Seyðisfirði eftir skriðunar sem urðu þar fyrr á árinu.
Ég víxlaði þessu saman. Samkvæmt þessari frétt þá borgar viðlagasjóður aðeins markaðsverð en ekki brunabótamat.
Óheimilt að búa í fjórum húsum við Stöðvarlæk (Seyðisfjörður, Rúv.is, Febrúar)
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Sun 20. Jún 2021 20:12
af jonfr1900
Þá styttist í að fyrstu húsin fari undir hraun.
Eru við það að missa bústaðinn undir hraun (Rúv.is)
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Sun 20. Jún 2021 20:20
af mjolkurdreytill
urban skrifaði:
Það þarf ekkert að segja mér að hrauninu verði leyft að fara yfir Grindavík, það hlýtur að vera komið í veg fyrir það.
Ef hraunið stendur það lengi að það myndar eiginlega Dyngju þá verður raunin mögulega sú að það sé ódýrara að fórna byggð en að byggja tugkílómetra langa varnargarða.
EN!
Grindavík er í 10 km fjarlægð frá Geldingadölum. Ef þarna myndaðist dyngja með 10 km radíus, þá yrði það ein stærsta dyngja Íslands mögulega sú stærsta.
Þannig að við verðum að vona að bréfin í Íslandsbanka breytist í bitcoin-ævintýri fyrir hönd GuðjónR. Ég er ekki viss um að þetta Grindavíkurdæmi hans sé að fara að skila hagnaði.
Eldgosið í Fagradalsfjalli - Horft yfir Nátthaga
Sent: Mán 21. Jún 2021 16:18
af Rafurmegni
Hér má sjá timelapse myndband af því hvernig Nátthaginn fyllist smám saman:
https://youtu.be/XG1Ryl53elc
Svo hér er horft í hina áttina, í átt að sjálfum gígnum (og "kaðalbrekkunni" )
https://youtu.be/T9gZFqLdd2s
kv, Megni
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Mán 21. Jún 2021 22:43
af jonfr1900
Þarna er kort sem sýnir stærð hraunsins eftir 50 ár.
Verðum að búa okkur undir að eldgosið standi árum saman (Rúv.is)
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Þri 22. Jún 2021 00:14
af GuðjónR
Nú ætla ég að vera sá bjartsýni og spá því að gosið endist ekki lengur en í 30 ár.
Sérfræðingar hafa neft háar tölur, allt að 300 árum þannig að 1/10 hljómar bara nokkið vel er það ekki?
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Þri 22. Jún 2021 01:14
af jonfr1900
Hraunið er orðið mjög sérstakt sem bendir á mjög djúpan uppruna. Það er farið að fækka kristöllum í hrauninu. Á ensku kallast þetta 'Akaline magmas' sem þýðir að hraunið er mjög frumstætt og kemur mjög djúpt að og er allt að 1300C gráðu heitt þegar það gýs. Það er ýmislegt sem bendir til þess að mjög djúpt kvikuhólf (meira dýpi en 300 km) komi með þessa gerði af kviku. Kvikuhólf á þessu dýpi eru hugsanlega mjög stór með gífurlega framleiðslu og ef það gýs beint úr því þá er ekki víst að eldgosinu fari að skorta efni á næstunni. Eldgosið í Holurauni var bara í 6 mánuði en það var líka mun stærra eldgos.
Nánar um þessa gerð af hrauni
Alkaline magma series (Wikipedia)
Magma (Wikipedia)
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Mið 23. Jún 2021 02:16
af jonfr1900
Það er búið að gefa út hraunfræðilíkan varðandi Suðurstandarveg á vef Veðurstofunnar.
Hraunflæðilíkön hafa sannað sig í eldgosinu við Fagradalsfjall (Veður.is)
Síðan á að reyna að verja Grindavík og nágrenni gegn hrauni þegar að því kemur eftir nokkra mánuði. Haldi eldgosið svo lengi áfram sem er mjög líklegt.
Til mikils að vinna að stýra hrauni frá Nátthagakrika (Rúv.is)
Síðan hefur mjög mikið verið að gerast í eldgosinu í nótt.
- 2021-06-23 (27).png (1.3 MiB) Skoðað 2773 sinnum
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Mið 23. Jún 2021 15:31
af jonfr1900
Ég er ansi hræddur um að vefmyndavél Stöðvar 2 eða Vísir.is sé farin undir hraun.
- 2021-06-23 (55).png (2.72 MiB) Skoðað 2713 sinnum
Annars er spurning hvort að ný gosop hafi opnast við gíginn þar sem hraun flæðir núna upp. Það byrjaði í gær á nokkrum stöðum við gíginn og hefur haldið áfram í dag.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Mið 23. Jún 2021 16:58
af zetor
Flæðir ekki orðið úr gígnum undir hraunið og kemur upp um op hér og þar?
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Mið 23. Jún 2021 17:50
af jonfr1900
zetor skrifaði:Flæðir ekki orðið úr gígnum undir hraunið og kemur upp um op hér og þar?
Það er flæði undir hraunið. Það er hinsvegar spurning hvort að þetta sé slíkt flæði þar sem opnast hefur upp á yfirborðið eða hvort að þetta sé einhverjar aðrar breytingar. Reyndar er gígurinn að hækkka sig núna með því að hlaða hrauni í kringum sig. Á þessum hraða þá verður hæðin kominn í 200 metra eftir nokkrar vikur.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Sent: Fim 24. Jún 2021 16:08
af jonfr1900
Það er farið að styttast í að allur útsýnishólinn fari undir hraun í heild sinni. Hraunið hefur hækkað rosalega fyrir framan þann hól síðustu tvo daga.