ValliNammi skrifaði:Stuffz skrifaði:hjómar vel en fyrir mína parta þá held að ég myndi ekki hafa notið góðs af þessu ef ég hefði beðið með nýleg kaup miðað við að shopusa flokkaði Onewheel Pint sem ég keypti á cyber monday (og ég er enn að bíða eftir að afhendist) sem "Íþrótta- og tómstundavörur - Hooverboard"
óvenjuleg græja sem sjálfsagt erfitt er að staðsetja en veit samt að framleiðandinn tekur margsinnis fram að þetta sé ekki hoverboard, en meira í ætt við snjóbretti/rafmagnshlaupabretti.
var áður búinn að fá mér raf-einhjól í maí, xiaomi hlaupahjólið í ágúst, og þetta einhjóla pint hlaupabretti núna er svo nýjast viðbótin við "flotann".
er hluti af nokkurskonar meiri útiveru/tilbreytingar, rafmagns/umhverfis, lífstýls/heilsu prógrammi samhliða flottum nýstárlegum upptökugræjum einsog insta360 ONE X og svo bara að apa eftir youtube videóum sem maður sér af öðru græjuliði lol
Ég er síðustu daga búinn að vera í bölvuðu basli að fá samþykki fyrir OneWheel+ XR hjá Samgöngustofunni þar sem að fram kemur hjá framleiðandanum að það nái hámarkshraðanum 30km/klst og öll rafknúin farartæki sem fara fram yfir 25km hraða þarf að fá COC vottun fyrir. OneWheel er því ekki á skrá hjá þeim og telst allavena XR gerðin sem ólöglegt farartæki að minni bestu vitund...
Hvernig hafið þið verið að útfæra þetta þegar þið pantið slíkar græjur til landsins? er ég að ofhugsa þetta eða flækja þetta meira en ég þarf með því að vera spurja samgöngustofuna út í þetta?
Fékk allavena þær upplýsingar frá tollinum að það er felldur niður vsk af svona græjum svo lengi sem ég fæ CE eða COC vottun frá samgöngustofunni.
Veit að OneWheel Pint er með hámarkshraðann 16mph (25.7km/h), það kanski sleppur til þess að fá CE vottun.... en ég hef svosem enga reynslu af þvi að kaupa þessar græjur af netinu. Eruð þið með einhver ráð fyrir mig?
Tja hvaðan á að koma að þessum málum, svo mörg horn..
Fyrst kerfið er alltaf eftirá með flest allt svo maður veit aldrei hvort eða hvenær maður fær rýtinginn í bakið þegar maður er með eitthvað sem er nýtt og lítt þekkt
Pint er niðurfærð útgáfa af hinu öflugara Onewheel XR, og þar af leiðandi meira tilvalin fyrir byrjendur og yngri notendur enda smærri, hægari, og ekki eins langdrægari, tilvalið í stutta rúnta í nánasta umhverfi eða almenningsgarði.
XR er kraftmeira, hraðara og stærra og meira gert fyrir afl og drægni, útivistar offroad sport.?
Fólk er að nota þetta í heitari löndum allann ársins hring, ekki margir sem þora að auka fjölbreytni íslenskrar afþreyingar/umferðarmenningar með því fjárfesta í svona nýstárlegum farskjótum, spurning hvar draga á mörk og hvenær næg reynsla er komin af tækjum í fjarveru þess hreinlega að copy/paste eittvað erlendis í reglugerð hér uppá klakanum sem kannski er ekki 100% sambærilegt.
Pint er t.d við mörkin þarna sem þú nefndir 25km sem er sennilega það sem framleiðendurnir höfði í huga með útgáfu á sem fyrr segir kraftminni græju.
Varðandi reglugerðir þá finnst mér hjálmaskylda mætti vera meiri, ef eitthvað þá hef ég notað frekar meiri en minni hlífðarfatnað sem er kannski óþarfi, maður er í langtum meiri hættu gangandi á gangbraut við hliðina á bíla umferðargötu en nokkurntímann á svona hægfara litlum græjum, samt better safe than sorrý sér í lagi þegar fólk er enn að læra á hlutina, það man sennilega enginn þegar hann þurfti að læra á reiðhjól fyrst því það er svo langt síðan en einu sinni voru þau nýja græjan og að þesstíma frumkvöðlar þurftu að sannfæra aðra um að með æfingu þá geta 2 dekk haldist uppi nógu lengi til að flytja mann frá A ti Ö, nú með tækni rafmagnsins erum við eins ótrúlegt sem það er komin niður í eitt dekk og hver veit ef þessar ultra-compact transport lausnir verði ekki fararmáti framtíðarinnar, og sé nú hver aftastur á merinni að greiða leið notkunar þeirra.
Annars mega menn alveg skjóta sig í fótinn með offorsi ef þeir vilja, bara meira í sarpinum.
Pint sem ég pantaði var flokkað sem íþrótta/tómstundar tæki, er ekki einu sinni búinn að fara neitt á þessu ennþá vegna veðurs, þarf að finna góðan stað til að æfa.. páskar, afþreying og útivist eitthvað mjög viðeigandi á þessum vírusar tíma.
Láttu mig vita hvernig gengur með þetta XR.. alltaf fróðlegt að sjá hvernig svona lagað gengur fyrir sig.