Síða 3 af 3

Re: RÚV og 4k útsendingar

Sent: Lau 05. Sep 2020 12:24
af Zika
Er einhver med strauma a islensku sjonvarpstodvar?

Re: RÚV og 4k útsendingar

Sent: Lau 05. Sep 2020 18:28
af arons4
appel skrifaði:
kornelius skrifaði:Mér finnst það bara svo skrýtið að meðan að Netflix er að dreifa 4k til tug ef ekki hundruð milljóna að þá skuli RÚV ekki getað séð nokkur þúsund heimilum fyrir því?
Dreifingin er það ódýrasta. Það er enginn munur á að dreifa 4K merki eða HD merki fyrir Netflix, það er bara bandvíddarmunur, skrárnar stærri.
Það er framleiðslan á efninu sem er málið.

Netflix er með þúsundir forritara í vinnu og eyðir 100 milljörðum bandaríkjadollara í efniskaup og framleiðslu á ári.
RÚV er ekki Netflix, er bara með sína örfáu forritara og tæknistjóra sem geta allt, og minna budget árlega en Netflix hefur í eina þáttaröð, og í raun minna budget en Netflix eyðir í í sumar kvikmyndir.

Bara útaf því að Netflix getur það, þá þýðir það ekki að allir aðrir eigi að geta það.

Þetta er svoldið "fallacy" sem margir þjást af. Ég gæti sagt, afþví að Microsoft getur búið til Windows 10, hví getur ekki 2ja manna hugbúnaðarfyrirtæki á Íslandi ekki það?
Fyrir utan það þá er bitrate á 4k hjá netflix fimmalt lægri en 1080p á disk. Grunar að margar 1080p útsendingar á myndlyklum símans og vodafone séu með hærra bitrate en 4k hjá netflix.
Bitrate segir meira um raun myndgæði heldur en upplausn.