Síða 3 af 3
Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?
Sent: Fim 10. Jan 2019 12:52
af everdark
Hauxon skrifaði:everdark skrifaði:...Vegtollar eru eins sanngjörn gjaldtaka og hægt er að ímynda sér, þar sem notendur þjónustunnar greiða fyrir hana. Þetta fyrirkomulag reyndist vel í Hvalfjarðargöngunum, þrátt fyrir gamaldags aðferðir við gjaldtöku. Við þurfum ekki að leita langt til að finna góða fyrirmynd í þessum efnum, enda eru norðmenn miklir snillingar í málefnum og framkvæmd vegtolla.
Það er nú ekkert sérlega sanngjarnt við Hvalfjarðargöng. Það mun aldrei nást sátt um að slíka mismunun eftir búsetu. Hver fjölskylda á Akranesi hefur greitt margar milljónir á þessum 20 árum í nefskatt til að borga þessi göng sem nú er búið að gefa ríkinu. Á meðan hefur fólk ekki borgað krónu fyrir afnot af stofnæðum borgarinnar eða á öðrum leiðum inn og út úr borginni. ...svo ekki sé minnst á rugl göng út á landi sem kostuðu 4 falt meira en Hvalfjarðargöng og ársumferð er á við eina viku í Hvalfirðinum.
Hins vegar fagnaði ég Hvalfjarðargöngum þegar þau komu og mun fagna Sundabraut (og borga glaður) verði hún gerð á meðan við erum á lífi.
Það er auðvitað ekki hlutverk hins opinbera að jafna aðstöðu borgara eftir búsetu - það er fullkomlega eðlilegt að þeir sem kjósa að búa langt frá höfuðborginni greiði meira fyrir samgöngur þangað enda vegalengdin meiri, svo ekki sé talað um þegar um dýrar framkvæmdir eins og Hvalfjarðargöng er að ræða. Þá er rangt að tala um gjaldið í göngin sem nefskatt, enda er þar um að ræða gjald fyrir veitta þjónustu. Þá búa ábúendur landsbyggðarinnar við mun hagstæðara fasteigna- og leiguverð en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu sem gerir búsetu þar álitlega óháð hærri samgöngukostnaði.
Ég er aftur á móti algjörlega sammála þér varðandi Vaðlaheiðargöng, enda var þar um fyrsta flokks kjördæmapot að ræða með ærnum tilkostnaði fyrir hinn almenna borgara.
Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?
Sent: Fim 10. Jan 2019 15:16
af Tbot
bigggan skrifaði:Tbot skrifaði:Það eru nokkrir fletir á þessu máli.
Einn er sá að það þurfi að gera jarðgöng í gegnum öll fjöll fyrir nokkur þúsund hræður þegar ekkert er gert á höfuðborgarsvæðinu fyrir yfir 100 þús manns.
Hluti af þessum vanda er kjördæma-rúnk aðila eins og Steingríms J og Kristjáns M vegna Vaðlaheiðarganga.
Meðan allir þingmenn Reykjavíkur eru eins og hálfvitar og láta Dag veruleikafyrta rúlla yfir sig og ekkert gerist.
Ég er samála þer i öllu nema hvað varðar reykjavik, vegagerðinn á stofnæðir i reykjavik og það er rikistjórning sem er ábyrgð fyrir að ekkert sé gert i reykjavik meðan vegkerfið þar er i rústi, á meðan þau setja 20 milljarða i göng fyrir hvað nokkur þúsund mans til að geta keyrt 15 min styttra... þrengslin og hellisheiðinn og leiðin milli hveragerði og selfoss er með margfalt meiri umferð en þar.
Þú ert að gleyma því að borgin og vegagerðin(ríkið) gerðu samning ekki alls fyrir löngu að engar framkvæmdir yrðu innan Reykjavíkur heldur yrði 1 eða 2 milljörðum bætt inn í almenningssamgöngur. Hvort það var ekki til að fá 1 eða 2 prósent meira fólk í strætó.
Á sama tíma er borgin á fullu að skipuleggja byggð í kringum gatnamótin miklabraut/kringlumýrarbraut þannig að þar er ekki hægt að koma við mislægum gatnamótum þar.
Þess vegna segi ég að þingmenn Reykvíkinga eru sauðir.
Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?
Sent: Fös 11. Jan 2019 14:13
af Hauxon
everdark skrifaði:
....
Það er auðvitað ekki hlutverk hins opinbera að jafna aðstöðu borgara eftir búsetu - það er fullkomlega eðlilegt að þeir sem kjósa að búa langt frá höfuðborginni greiði meira fyrir samgöngur þangað enda vegalengdin meiri, svo ekki sé talað um þegar um dýrar framkvæmdir eins og Hvalfjarðargöng er að ræða. Þá er rangt að tala um gjaldið í göngin sem nefskatt, enda er þar um að ræða gjald fyrir veitta þjónustu. Þá búa ábúendur landsbyggðarinnar við mun hagstæðara fasteigna- og leiguverð en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu sem gerir búsetu þar álitlega óháð hærri samgöngukostnaði.
...
Ríkið hefur skildur að jafna aðstöðu borgara eftir búsetu og hefur alltaf verið sátt um það. Það er frekar einfalt að halda að fólk "kjósi" sér búsetu eins og að það fæðist hvergi og velji sér við fæðingu hvar það elst upp. Ríkið hefur alltaf leitast við að jafna kostnað og áhættu þegna sem eiga ekki heima í höfuðborginni. Það er t.d. gert með því að reka Herjólf og aðrar ferjur og td. þegar Reykjanesbraut og Hellisheiði eru tvöfladaðar, þegar boðið er upp á þjónustu um allt land þrátt fyrir meiri kostnað við að halda henni úti heldur en í Reykjavík. Lágt fasteigna og leiguverð á landsbyggðinni er tvíeggjað sverð því að í því eru líka faldir átthagafjötrar þar sem fólk er fast í eignum sínum eða er dæmt til að tapa ef það selur eða leigir auk þess sem laun á landsbyggðinni eru mun lægri og "taka mið" af lægri húsnæðiskostnaði. Aftur á móti er aðeins um 20 mín akstur frá Mosó upp á Akranes á grensunni að telja Akranes utan höfuðborgarsvæðisins. Íbúðaverð hefur líka hækkað í takt við það.
Það er hægt að líta á Hvalfjarðargöng sem gjöf íbúa á Akranesi til íslensku þjóðarinnar. Framkvæmdin er af frumkvæði Akurnesinga og stærstu "einkaaðilarnir" sem stóðu á baki framkvæmdinni voru Akraneskaupsstaður og Faxaflóahafnir. Framkvæmdin hefur skilar ríkinu gríðarlegum fjármunum í formi virðisaukaskatts auk þess að losna við viðhald á veginum um Hvalfjörð í 20 ár. Líklega má svo meta verðmæti gangnanna á 20-30 milljarða. Þakklætið er hins vegar hótun um áframhaldandi gjaldtöku, áframhaldandi "nefskatt" í stað þess að þakka fyrir og laga t.d. veginn að göngunum sem er dauðagildra.
Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?
Sent: Fös 11. Jan 2019 21:47
af Nariur
Það er alveg magnað hvernig enginn hefur hugmynd um hvernig Vaðlaheiðargöng voru fjármögnuð en hafa samt sterkar skoðanir á því.
Það fór ekki ein króna úr ríkissjóði í göngin og þau hafa engin áhrif á aðrar vegaframkvæmdir.
Eina aðkoma ríkisins að Vaðlaheiðargöngum er að það er ábyrgðaraðili fyrir lánunum sem voru tekin.
Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?
Sent: Þri 29. Jan 2019 13:52
af Tbot
Veit ekki hvort einhverjir tóku eftir því í blöðunum í dag eða gær að Vegagerðin fékk annað hvort í síðasta ári eða 2017 27 milljarða til sín í framkvæmdir. en tekjur ríkisins af bifreiðum og eldsneyti var 45 milljarðar.
Síðan ætlar þingið að setja á vegatolla núna til að dæla í hítina.
T.d. að fjölga aðstoðarmönnum sem eru með milljón á mánuði.