Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Lau 18. Maí 2019 13:39
Þetta er mikill áfangasigur fyrir íslenska smásala og álagningastefnu þeirra á mjög ódýrar (innnan við 10 bandaríkjadali) vörur.
Tölvu og tækniáhuga samfélagið.
https://gamma.vaktin.is/
Af hverju kostar þetta 'rosalega mikið'? Hvað kostar hvert stöðugildi hjá póstinum per klukkutíma og hvað getur stöðugildið komið mörgum kínapökkum til skila? Ekki er þetta hálaunafólk. Hver fær tollmeðferðar gjaldið? Er það pósturinn? Tollurinn sjálfur hefur sínar tekjur sem hlutfall af því sem þeir rukka. Tollmeðferð er ekkert nema slá eina upphæð inn í tölvu. Er einhver að fylgjast með rekstri ohf félaga? Geta þau almennt verið með reksturinn í rugli og safnað skuldum í mörg ár, án þess að gripið sé inn í?appel skrifaði:Það er rétt að Pósturinn hefur verið rekinn illa.
En ein af orsökum þess að Pósturinn stendur illa er útaf þessari niðurgreiðslu á pakkasendingum frá þróunarlöndum, þ.e. Kína, sem er þó orðið þróað. Þar eru t.d. bílar og farsímar búnir til, engir bílar og farsímar búnir til á Íslandi! Erum við ekki þá vanþróað land? En hvað um það.
En skattfé er notað til að niðurgreiða pakkasendingar frá Kína.
Jafnvel þó Pósturinn væri rekinn fullkomlega vel, þá þyrfti alltaf að koma til skattfé til að niðurgreiða þessar pakkasendingar frá Kína því þetta er svo mikið og varla hægt að réttlæta að nota aðra liði hjá Póstinum til að niðurgreiða þetta, t.d. hækka verð á bréfasendingum innanlands til að niðurgreiða pakkasendingar frá Kína.
Svo er ekki hægt að mismuna einu landi með svona sérstöku gjaldi, þetta þarf að leggjast á allar sendingar til að tryggja jafnræði. Þið þurfið að spyrja alþjóða póstmálastofnunina (sem er hluti af S.Þ. batterínu) afhverju þetta er svona mikið rugl þetta kerfi.
Og þrátt fyrir þetta aukagjald, þá er samt verið að halda áfram að niðurgreiða þessar pakkasendingar frá Kína, þetta kostar rosalega mikið. Þarna er bara verið að reyna dekka tapið, ekki allan kostnað.
Við getum bara látið frjálsa markaði ráða för. Ekki veitt Póstinum neinn ríkisstyrk, og hann endar í gjaldþroti. Við stöndum uppi með engan Póst. Kannski er það best, enginn Póstur. Þá er ansi erfitt að panta pakka frá Kína á 0 kr. Held það myndi kosta ansi mikið að panta ef einkafyrirtæki sæi um það og það yrði rukkað í samræmi við raunkostnað.
Það er nákvæmlega það sem það er.KristinnK skrifaði:Þetta er mikill áfangasigur fyrir íslenska smásala og álagningastefnu þeirra á mjög ódýrar (innnan við 10 bandaríkjadali) vörur.
Þetta er ekki eitthvað sem ég get svarað. Þú ættir að rannsaka þetta sjálfur.Hizzman skrifaði:Af hverju kostar þetta 'rosalega mikið'? Hvað kostar hvert stöðugildi hjá póstinum per klukkutíma og hvað getur stöðugildið komið mörgum kínapökkum til skila? Ekki er þetta hálaunafólk. Hver fær tollmeðferðar gjaldið? Er það pósturinn? Tollurinn sjálfur hefur sínar tekjur sem hlutfall af því sem þeir rukka. Tollmeðferð er ekkert nema slá eina upphæð inn í tölvu. Er einhver að fylgjast með rekstri ohf félaga? Geta þau almennt verið með reksturinn í rugli og safnað skuldum í mörg ár, án þess að gripið sé inn í?appel skrifaði:Það er rétt að Pósturinn hefur verið rekinn illa.
En ein af orsökum þess að Pósturinn stendur illa er útaf þessari niðurgreiðslu á pakkasendingum frá þróunarlöndum, þ.e. Kína, sem er þó orðið þróað. Þar eru t.d. bílar og farsímar búnir til, engir bílar og farsímar búnir til á Íslandi! Erum við ekki þá vanþróað land? En hvað um það.
En skattfé er notað til að niðurgreiða pakkasendingar frá Kína.
Jafnvel þó Pósturinn væri rekinn fullkomlega vel, þá þyrfti alltaf að koma til skattfé til að niðurgreiða þessar pakkasendingar frá Kína því þetta er svo mikið og varla hægt að réttlæta að nota aðra liði hjá Póstinum til að niðurgreiða þetta, t.d. hækka verð á bréfasendingum innanlands til að niðurgreiða pakkasendingar frá Kína.
Svo er ekki hægt að mismuna einu landi með svona sérstöku gjaldi, þetta þarf að leggjast á allar sendingar til að tryggja jafnræði. Þið þurfið að spyrja alþjóða póstmálastofnunina (sem er hluti af S.Þ. batterínu) afhverju þetta er svona mikið rugl þetta kerfi.
Og þrátt fyrir þetta aukagjald, þá er samt verið að halda áfram að niðurgreiða þessar pakkasendingar frá Kína, þetta kostar rosalega mikið. Þarna er bara verið að reyna dekka tapið, ekki allan kostnað.
Við getum bara látið frjálsa markaði ráða för. Ekki veitt Póstinum neinn ríkisstyrk, og hann endar í gjaldþroti. Við stöndum uppi með engan Póst. Kannski er það best, enginn Póstur. Þá er ansi erfitt að panta pakka frá Kína á 0 kr. Held það myndi kosta ansi mikið að panta ef einkafyrirtæki sæi um það og það yrði rukkað í samræmi við raunkostnað.