Síða 3 af 4
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Sun 13. Ágú 2017 13:31
af Klemmi
ingibje skrifaði:Mig langar að vita afhverju gaf tölvutækni sig svona fljótt?
Finnst það alveg rétt ákvörðun hjá þeim.
Sama hversu sterk þín hlið sögunnar er, þá er það ekki þess virði að halda þessu til streitu þegar einhver er að djöflast í fjölmiðlum. Ef sú leið hefði verið farin, þá tel ég að það hefði ekki verið neinn sigurvegari.
Í þessu tilfelli er Dr. Gunni búinn að sýna það að hann er ósanngjarn bully sem svífst einskis til að fá sínu fram.
Nútíminn er búinn að sanna að þeir birta hvað sem er ef þeir telja að það skili einhverjum síðuflettingum hjá þeim.
Tölvutækni hafa sýnt að þeir nenna ekki að taka þátt í svona vitleysu.
Án þess að hafa heyrt neitt í Pétri eða hinum strákunum, þá efast ég um að Dr. Gunni hafi fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim. Finnst líklegra að Pétur hafi hringt í hann, sagt að hann myndi endurgreiða honum þessa tölvu til að klára þetta mál, en á sama tíma lesið honum pistilinn yfir því að fara í búð og birta opinberlega myndband þar sem hann er að áreita saklausan starfsmann.
En þetta eru þó bara getgátur hjá mér.
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Sun 13. Ágú 2017 14:02
af ojs
Er þá ekki bara næsta mál að lýsa yfir gjaldþroti Dr. Gunna? Skora á alla fjölmiðla að hætta að birta efni eftir hann (eins og fjölmiðlar muni nokkurntíman taka þátt í slíku), nota hann ekki í framleiðslu þátta, mæta ekki á tónleika eða aðra gjörninga tengda honum etc etc? :-)
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Sun 13. Ágú 2017 14:36
af hagur
ingibje skrifaði:
Mig langar að vita afhverju gaf tölvutækni sig svona fljótt?
"Sá vægir sem vitið hefur meira"
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Sun 13. Ágú 2017 16:46
af kiddi
Klemmi skrifaði:En hann postar bara og segist vera búinn að loka veggnum almenningi, og þannig laus við "allskonar vitleysinga með sín skitakomment"... Alveg óþolandi þegar það er nánast enginn sammála manni, hljóta allir aðrir að vera vitleysingar.
Ég kommentaði líka á þennan þráð eins og þú, og ég gat ekki betur séð einmitt en að öll spjót gegn honum reyndust vera mjög málefnaleg og nákvæmlega engin "skítakomment". Greinilegt að það er eitthvað meira að bögga hann þessa dagana, menn fara ekki út í svona nornaveiðar nema það sé eitthvað annað að.
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Sun 13. Ágú 2017 17:45
af urban
Já ég kommentaði þar líka og var nú ekki dónalegur eða vitlaus held ég.
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Sun 13. Ágú 2017 20:27
af chaplin
kiddi skrifaði:Klemmi skrifaði:En hann postar bara og segist vera búinn að loka veggnum almenningi, og þannig laus við "allskonar vitleysinga með sín skitakomment"... Alveg óþolandi þegar það er nánast enginn sammála manni, hljóta allir aðrir að vera vitleysingar.
Ég kommentaði líka á þennan þráð eins og þú, og ég gat ekki betur séð einmitt en að öll spjót gegn honum reyndust vera mjög málefnaleg og nákvæmlega engin "skítakomment". Greinilegt að það er eitthvað meira að bögga hann þessa dagana, menn fara ekki út í svona nornaveiðar nema það sé eitthvað annað að.
Hvenær sástu hann síðast í fjölmiðlum og hvaða "stærstu" fréttamiðlar birtu streymið hans hjá Tölvutækni? Nútíminn var sá eini sem beit á agnið, kemur kannski ekki á óvart að þetta er einn af þeim fjölmiðlum sem ég hef aldrei kíkt á ef þeim fannst þetta krassandi "frétt".
Hann er orðinn bitur að það taki enginn mark á honum, fólk orðið þreytt á endalausu tuði í honum og nenna ekki að hlusta á hann.
Þetta er algjör synd hvernig þetta hefur þróast hjá honum, Okur síðan hans byrjaði ágætlega, var að benda á hluti sem voru ekki í lagi, hinsvegar eru flest allir á tánum enda samkeppni orðin rosalega, þegar hann hefur ekkert til að fjalla um býr hann eitthvað til í hausnum á sér og þeir sem mótmæla eru með skítakast.
Mjög sorglegt.
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Sun 13. Ágú 2017 21:47
af hagur
Þetta kom ekki einu sinni í DV og þá er nú mikið sagt.
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Sun 13. Ágú 2017 21:56
af GuðjónR
Held að þetta sé að verða ein besta auglýsing sem Tölvutækni hefur fengið í áraraðir.
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Sun 13. Ágú 2017 22:18
af BrynjarD
GuðjónR skrifaði:Held að þetta sé að verða ein besta auglýsing sem Tölvutækni hefur fengið í áraraðir.
Verð að vera sammála því. Hef ekki enn prófað að versla þar en er ekki frá því að ég prófi að beina viðskiptum mínum þangað næst.
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Sun 13. Ágú 2017 22:44
af ÓmarSmith
Fjandinn hvað doktorinn tapaði gjersamlega öllu kúli þarna á einu bretti .... fyrir hvað, hundraðþúsundkall, pfff
#teamtölvutækni
#teamhannesson
.)
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Sun 13. Ágú 2017 22:44
af rbe
hef alltaf haft gaman af dr gunna hingað til.
aðallega af þvi hannn er gamall pönkari
"Fuck the system" og allt það.
virðist svo sem hann hafi verið "Fucked by the system" ?
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Mán 14. Ágú 2017 09:51
af Sallarólegur
Hef bara heyrt góða hluti um Tölvutækni síðan það var stofnað og yfirleitt mælt með þeim hér á þessu spjallborði, svo maður er algerlega með þeim í liði í þessu.
Það kemur hvergi fram hvað Tölvutækni eiga að hafa gert rangt, virðist bara sem að þessi frekja hafi ætlað að fá nýja tölvu strax og verið með dónaskap og læti.
Auðvitað taka svona mál extra langan tíma þegar fólk er með dónaskap, maður fer ekki "the extra mile" fyrir fávita.
Nútíminn fær skammarverðlaun í þessu máli fyrir að taka þátt í svona frekjukasts-kúgun.
Dr.Gunni er þarna algerlega að misnota aðstöðu sína og greiðan aðgang að fjölmiðlum.
Tölvan bilaði skömmu seinna og þegar hann leitaði til fyrirtækisins fékk hann slæma þjónustu að sögn Gunna sem varð til þess að hann strunsaði út og skellti hurðum.
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Mán 14. Ágú 2017 12:44
af Haukursv
hahaha þetta er svo steikt
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Mán 14. Ágú 2017 12:48
af jericho
Kræst hvað það var pínlegt að hluta á Gunna í Tvíhöfða um helgina.
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Mán 14. Ágú 2017 14:31
af nidur
lol festist á nútímanum í 5 mín, déskotans steypa.
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Mán 14. Ágú 2017 15:08
af littli-Jake
ojs skrifaði:Er þá ekki bara næsta mál að lýsa yfir gjaldþroti Dr. Gunna? Skora á alla fjölmiðla að hætta að birta efni eftir hann (eins og fjölmiðlar muni nokkurntíman taka þátt í slíku), nota hann ekki í framleiðslu þátta, mæta ekki á tónleika eða aðra gjörninga tengda honum etc etc? :-)
Væri ekki frekar að mæta á tónleika hjá honum með bilaðar fartölvur og biðja hann um að fara í málið?
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Mán 14. Ágú 2017 17:45
af Alfa
Anskotin er engin með þetta myndband, mig langar svo að sjá hvað hann gerði sig að miklu fífli.
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Mán 14. Ágú 2017 19:11
af ÓmarSmith
littli-Jake skrifaði:ojs skrifaði:Er þá ekki bara næsta mál að lýsa yfir gjaldþroti Dr. Gunna? Skora á alla fjölmiðla að hætta að birta efni eftir hann (eins og fjölmiðlar muni nokkurntíman taka þátt í slíku), nota hann ekki í framleiðslu þátta, mæta ekki á tónleika eða aðra gjörninga tengda honum etc etc? :-)
Væri ekki frekar að mæta á tónleika hjá honum með bilaðar fartölvur og biðja hann um að fara í málið?
Vá hvað ég hló mikið upphátt !!
En þetta er sennilega ein sú besta hugmynd sem ég hef heyrt lengi
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Mán 14. Ágú 2017 19:18
af gotit23
þetta verður gott áramótaskaups efni
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Mán 14. Ágú 2017 21:10
af Halli25
Hjaltiatla skrifaði:Hann keypti sér Acer tölvu
Öfunda ekki Tölvutek á því að hann þurfi að koma með vélina annað slagið.
skil ekki þetta acer hatur, hef átt 2, önnur dó 10 ára gömul og er að skrifa á hina sem ég keypti 2009..
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Mán 14. Ágú 2017 21:48
af Frost
Halli25 skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:Hann keypti sér Acer tölvu
Öfunda ekki Tölvutek á því að hann þurfi að koma með vélina annað slagið.
skil ekki þetta acer hatur, hef átt 2, önnur dó 10 ára gömul og er að skrifa á hina sem ég keypti 2009..
Verð að vera sammála þér þar. Ég hef ágætis reynslu af Acer, í þeim tilvikum sem ég hef heyrt af þeim bila þá er það yfirleitt user error. Félagi minn átti Acer tölvu sem var við það að detta í sundur en samt mætti hann alltaf með hana á lan, virkar örugglega ennþá í dag
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Mán 14. Ágú 2017 21:56
af Hjaltiatla
Halli25 skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:Hann keypti sér Acer tölvu
Öfunda ekki Tölvutek á því að hann þurfi að koma með vélina annað slagið.
skil ekki þetta acer hatur, hef átt 2, önnur dó 10 ára gömul og er að skrifa á hina sem ég keypti 2009..
"failure rate pc manufacturers" á Google gefur þér einhverjar vísbendingar.
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Mán 14. Ágú 2017 22:49
af ÓmarSmith
Halli25 skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:Hann keypti sér Acer tölvu
Öfunda ekki Tölvutek á því að hann þurfi að koma með vélina annað slagið.
skil ekki þetta acer hatur, hef átt 2, önnur dó 10 ára gömul og er að skrifa á hina sem ég keypti 2009..
á ennþá 2009 módel af Acer vél sem sló aldrei feilpúst.
Væri gaman að sjá hvað ssd myndi gera fyrir hana .
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Mán 14. Ágú 2017 22:53
af Hjaltiatla
ÓmarSmith skrifaði:Halli25 skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:Hann keypti sér Acer tölvu
Öfunda ekki Tölvutek á því að hann þurfi að koma með vélina annað slagið.
skil ekki þetta acer hatur, hef átt 2, önnur dó 10 ára gömul og er að skrifa á hina sem ég keypti 2009..
á ennþá 2009 módel af Acer vél sem sló aldrei feilpúst.
Væri gaman að sjá hvað ssd myndi gera fyrir hana .
Svipað og að setja túrbínu á Daewoo
Re: Dr. Gunni ósáttur með Tölvutækni..
Sent: Þri 15. Ágú 2017 12:40
af littli-Jake
ÓmarSmith skrifaði:littli-Jake skrifaði:ojs skrifaði:Er þá ekki bara næsta mál að lýsa yfir gjaldþroti Dr. Gunna? Skora á alla fjölmiðla að hætta að birta efni eftir hann (eins og fjölmiðlar muni nokkurntíman taka þátt í slíku), nota hann ekki í framleiðslu þátta, mæta ekki á tónleika eða aðra gjörninga tengda honum etc etc? :-)
Væri ekki frekar að mæta á tónleika hjá honum með bilaðar fartölvur og biðja hann um að fara í málið?
Vá hvað ég hló mikið upphátt !!
En þetta er sennilega ein sú besta hugmynd sem ég hef heyrt lengi
Er að vona að þessi hugmynd hjá mér "trendi"