Síða 3 af 3
Re: Sjónvarp Símans - uppfæra myndlykil
Sent: Lau 30. Apr 2016 15:31
af einarth
Daginn.
Þarf víst að tyggja sömu tugguna einu sinni enn
Það er vel þekkt staðreynd að Síminn kýs að veita ekki sína þjónustu yfir Ljósleiðarann frá Gagnaveitu Reykjavíkur..
Ljósleiðarinn er opið dreifikerfi - það geta allir veitt þjónustu yfir kerfið sem það kjósa og það sitja allir við sama borð.
S.s. það stendur ekkert á okkur að Sjónvarp Símans sé í boði á Ljósleiðaranum..
Kv, Einar.
Re: Sjónvarp Símans - uppfæra myndlykil
Sent: Sun 01. Maí 2016 02:09
af Hizzman
Síminn
Er Síminn eðlilegt fyrirtæki ?
Re: Sjónvarp Símans - uppfæra myndlykil
Sent: Sun 01. Maí 2016 13:35
af Pandemic
Síminn stendur nú í framkvæmdum við að leggja sinn eigin ljósleiðara, getið þið ímyndað ykkur ef þið væruð með tvær rafmagnslagnir inn í húsið ykkar? Hvenær endar þessi vitleysa hjá símanum?
Re: Sjónvarp Símans - uppfæra myndlykil
Sent: Sun 01. Maí 2016 13:46
af depill
Pandemic skrifaði:Síminn stendur nú í framkvæmdum við að leggja sinn eigin ljósleiðara, getið þið ímyndað ykkur ef þið væruð með tvær rafmagnslagnir inn í húsið ykkar? Hvenær endar þessi vitleysa hjá símanum?
Sama gæti reyndar verið þá sagt um GR, sem er að gera þetta fyrir útsvarspeningar Reykvíkinga.
Míla er að leggja þetta af ágætri skynsemi, eru að leggja í núverandi tengd hús ( eiga rörið inn til fólks vegna Breiðabandsverkefnis ) og tengja bara inn að húskassa. Hér er bara verið að reyna ná betri nýtingu úr fjárfestingu sem þeir eru búnir að fara í ( leggja rörið inn til fólks, sem er einn dýrasti parturinn ).
Míla á heimtaug inní hvert einasta heimili á Íslandi og hlýtur að ætla að einhverju leyti að ætla verja fjárfestinguna sína.
Re: Sjónvarp Símans - uppfæra myndlykil
Sent: Sun 01. Maí 2016 14:48
af GuðjónR
depill skrifaði:Pandemic skrifaði:Síminn stendur nú í framkvæmdum við að leggja sinn eigin ljósleiðara, getið þið ímyndað ykkur ef þið væruð með tvær rafmagnslagnir inn í húsið ykkar? Hvenær endar þessi vitleysa hjá símanum?
Sama gæti reyndar verið þá sagt um GR, sem er að gera þetta fyrir útsvarspeningar Reykvíkinga.
Míla á heimtaug inní hvert einasta heimili á Íslandi og hlýtur að ætla að einhverju leyti að ætla verja fjárfestinguna sína.
Okay, segjum að GR framkvæmi fyrir útsvarspeninga, en voru ekki flestar heimtaugarnar gerðar á sínum tíma fyrir skattfé þegar Síminn var ríkissfyrirtæki?
Ekki það að ég skil vel að Síminn sé farinn að leggja ljósleiðara inn í hús og þó fyrr hefði verið. En verður það þá ekki þannig að þeir leggja í hús eftir pöntunum? Fara varla að ganga á línuna og draga ljós í hús hjá öllum? Þeir sem þegar eru komnir með GR ljósleiðara hafa lítið að gera með tvo ljósleiðara.
Re: Sjónvarp Símans - uppfæra myndlykil
Sent: Sun 01. Maí 2016 16:38
af depill
GuðjónR skrifaði:
Okay, segjum að GR framkvæmi fyrir útsvarspeninga, en voru ekki flestar heimtaugarnar gerðar á sínum tíma fyrir skattfé þegar Síminn var ríkissfyrirtæki?
Ekki það að ég skil vel að Síminn sé farinn að leggja ljósleiðara inn í hús og þó fyrr hefði verið. En verður það þá ekki þannig að þeir leggja í hús eftir pöntunum? Fara varla að ganga á línuna og draga ljós í hús hjá öllum? Þeir sem þegar eru komnir með GR ljósleiðara hafa lítið að gera með tvo ljósleiðara.
Ég er reyndar ekki á móti GR, er mjög hrifinn af því sem þeir gera. Hins vegar eru þeir þeir upprunalegu sem lögðu "rafstreng númer tvö" ( sem er upprunalega umræðan ). Þetta er í raun og veru mikið sambærilegra við það að Míla myndi fara leggja rafstrengi í dag ( aðili sem er með ákveðna týpu af heimtaug, fer í að leggja aðra tegund ).
Og ef maður horfir á ársreikning OR ( og þá staðreynd að borgin verður rekin með 5 milljarða halla í ár ) finnst mér frekar erfitt fyrir GR að réttlæta expansion á netinu sínu sérstaklega þegar þeir hafa lokið/eru að ljúka við Reykjavíkurborg ( segi ég sem Reykvíkingur, sem er ósáttur við þjónustuna frá borginni og er ósáttur við uppbyggingu GR í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði ). En kerfið sem þeir eru með er flott og sanngjarnt sett upp.
Og jú Míla var og er alþjónustuhafinn hér á landi og þarf að leggja heimtaugar ( oft óhagstæðar ) inní öll heimili á landinu.
En er almennt að segja að hér er einkafyrirtæki að vernda fjárfestinguna sína. Þeir geta tengt mjög mörg heimili á höfuðborgarsvæðinu með mjög litlum kostnaði þar sem þeir eiga rörin frá tengiskáp yfir í heimili sem núna inniheldur COAX sem er ónýttur og þeir geta sett inn í staðinn ljósleiðara og allt í einu farið að fá tekjur af einhverju sem engar tekjur var að fá af.
Og þið megið heldur ekki gleyma því að Síminn og Míla eru algjörlega aðskilin fyrirtæki(með sameiginlegt eignarhald) og það eru MJÖG sterkar reglur að basicly Míla má ekki gera neitt ef það sé bara til gera gott við Símann ( og þarf að selja öllum þjónustu á sömu forsendum og á sama verði og til Símans ). Þannig fyrir Mílu maekar það 100% sens að reyna fá kúnna sem eru hættir að nota koparheimtaugar þeirra að koma aftur í viðskipti yfir ljósleiðaraheimtaugar ( Míla er ekki að fara versla af GR, þó að Síminn gæti gert það )
Og svo að fólk hafi ekkert að gera með ljósleiðara númer 2 inní hús, að þá má ekki gleyma því að verðskrá GR er ekki stýrt af PFS ( eins og mest af verðskrá Mílu er ) og þannig á endanum gæti þetta orðið gott fyrir neytendur ( en mögulega slæmt fyrir GR, sem er vont fyrir mig sem Reykvíking )
Re: Sjónvarp Símans - uppfæra myndlykil
Sent: Sun 01. Maí 2016 17:42
af einarth
Daginn.
Ætla nú ekki mikið að tjá mig um fjármál - en vil þá nefna eitt:
Gagnaveita Reykjavíkur fjármagnar sín verkefni á almennum fjármagnsmarkaði - þ.e. með lántökum sem síðan er greitt af með þeim tekjum sem hún aflar.
Þannig hefur framkvæmdahraði GR lítil áhrif á ársreikning OR eða Reykjavíkurborgar.
Kv, Einar.
Re: Sjónvarp Símans - uppfæra myndlykil
Sent: Sun 01. Maí 2016 17:51
af wicket
Orkuveita Reykjavíkur ábyrgist öll lán og alla fjármögnun GR, nýtur væntanlega góðs af því á almennum lánamarkaði en það þýðir samt að eigendur OR eru ábyrgir fyrir öllum lánum GR.
Re: Sjónvarp Símans - uppfæra myndlykil
Sent: Sun 01. Maí 2016 18:13
af einarth
Rétt...en ábyrgð er ekki sama og að borga reikninginn..eins og ýjað var að..
Sent from my SM-G935F using Tapatalk
Re: Sjónvarp Símans - uppfæra myndlykil
Sent: Sun 01. Maí 2016 19:03
af appel
einarth skrifaði:Rétt...en ábyrgð er ekki sama og að borga reikninginn..eins og ýjað var að..
Sent from my SM-G935F using Tapatalk
Reykjavíkurborg er í ábyrgð fyrir Orkuveitu Reykjavíkur.
Lánskjör Reykjavíkurborgar endurspeglast af lánshæfismati sem er byggt á hve miklum ábyrgðum Reykjavíkurborg er í.
Inn í þann pakka reiknast lán sem Gagnaveita Reykjavíkur hefur tekið, enda er OR í ábyrgð þar. Þannig myndast keðja af ábyrgðum sem hefur það í för með sér að það hefur áhrif á lánshæfismat Reykjavíkurborgar, sem þýðir e.t.v. lakari lánskjör, sem aftur þýðir að útsvarsgreiðendur þurfa að borga meira til þess að standa undir hærri vaxtagreiðslum.
Þar fyrir utan er ljóst að lánskjör GR endurspeglast af baktryggingum veitt af OR og Rvk. Það eru engar slíkar baktryggingar fyrir önnur fyrirtæki, og þá fá þau verri lánskjör, borga hærri vexti, og standa ekki jafnt að vígi.
Ég er ekki viss um að það sé búið að taka tillit til þessarar samkeppnisskekkju, t.d. að GR greiði fyrir þessa baktryggingu í þeim tilgangi að kostnaður við lántöku endurspegli raunverulegan lántökukostnað ef GR væri einkafyrirtæki með engar baktryggingar.
Á endanum munu útsvarsgreiðendur, í gegnum borgarsjóð, OR, þurfa að opna veskið lendi GR í vandræðum.
Re: Sjónvarp Símans - uppfæra myndlykil
Sent: Sun 01. Maí 2016 19:16
af Hizzman
En hvað með Sjónvarp Símans? Er þeim stætt á að bjóða þetta aðeins í lokuðum hóp?
Re: Sjónvarp Símans - uppfæra myndlykil
Sent: Sun 01. Maí 2016 20:15
af appel
Hizzman skrifaði:En hvað með Sjónvarp Símans? Er þeim stætt á að bjóða þetta aðeins í lokuðum hóp?
Nú segi ég bara einsog Sigmundur Davíð, "þú ert að spyrja um hluti sem ég veit ekkert um."
Eitt veit ég og það er að allir landsmenn sem þess kjósa geta fengið sér Sjónvarp Símans.
Re: Sjónvarp Símans - uppfæra myndlykil
Sent: Mán 02. Maí 2016 19:49
af Hizzman
appel skrifaði:Hizzman skrifaði:En hvað með Sjónvarp Símans? Er þeim stætt á að bjóða þetta aðeins í lokuðum hóp?
Nú segi ég bara einsog Sigmundur Davíð, "þú ert að spyrja um hluti sem ég veit ekkert um."
Eitt veit ég og það er að allir landsmenn sem þess kjósa geta fengið sér Sjónvarp Símans.
LOL - 'gamli góði' Síminn!
Re: Sjónvarp Símans - uppfæra myndlykil
Sent: Mán 02. Maí 2016 21:20
af Pandemic
appel skrifaði:Hizzman skrifaði:En hvað með Sjónvarp Símans? Er þeim stætt á að bjóða þetta aðeins í lokuðum hóp?
Nú segi ég bara einsog Sigmundur Davíð, "þú ert að spyrja um hluti sem ég veit ekkert um."
Eitt veit ég og það er að allir landsmenn sem þess kjósa geta fengið sér Sjónvarp Símans.
Nema þeir sem eru ekki með kopar, var að grúska í íbúð í kópavoginum og það var engin kopar inn. Gæti verið að hann sé í einhverjum tengiskáp í kjallara en allavegana hafði verktakinn ekki fyrir því að leggja hann inná gólf.
Ætli þetta sé ekki að verða eins og sjónvarpstenglarnir sem er ekki að finna í nýjum íbúðum í dag.
Re: Sjónvarp Símans - uppfæra myndlykil
Sent: Mán 02. Maí 2016 22:15
af arons4
Pandemic skrifaði:appel skrifaði:Hizzman skrifaði:En hvað með Sjónvarp Símans? Er þeim stætt á að bjóða þetta aðeins í lokuðum hóp?
Nú segi ég bara einsog Sigmundur Davíð, "þú ert að spyrja um hluti sem ég veit ekkert um."
Eitt veit ég og það er að allir landsmenn sem þess kjósa geta fengið sér Sjónvarp Símans.
Nema þeir sem eru ekki með kopar, var að grúska í íbúð í kópavoginum og það var engin kopar inn. Gæti verið að hann sé í einhverjum tengiskáp í kjallara en allavegana hafði verktakinn ekki fyrir því að leggja hann inná gólf.
Ætli þetta sé ekki að verða eins og sjónvarpstenglarnir sem er ekki að finna í nýjum íbúðum í dag.
Þá er sjónvarp símans í boði í því húsi, ekki á ábyrgð símans að tryggja að innanhússlagnirnar séu í lagi, þeir skaffa bara búnaðinn, alveg eins og GR(þeir rukka fyrir uppsetningu á búnaði en lagnavinna við ljósleiðarann fylgir því þó yfirleitt þar sem það er gríðalega sérhæft.)
Re: Sjónvarp Símans - uppfæra myndlykil
Sent: Mán 02. Maí 2016 22:35
af Predator
Pandemic skrifaði:appel skrifaði:Hizzman skrifaði:En hvað með Sjónvarp Símans? Er þeim stætt á að bjóða þetta aðeins í lokuðum hóp?
Nú segi ég bara einsog Sigmundur Davíð, "þú ert að spyrja um hluti sem ég veit ekkert um."
Eitt veit ég og það er að allir landsmenn sem þess kjósa geta fengið sér Sjónvarp Símans.
Nema þeir sem eru ekki með kopar, var að grúska í íbúð í kópavoginum og það var engin kopar inn. Gæti verið að hann sé í einhverjum tengiskáp í kjallara en allavegana hafði verktakinn ekki fyrir því að leggja hann inná gólf.
Ætli þetta sé ekki að verða eins og sjónvarpstenglarnir sem er ekki að finna í nýjum íbúðum í dag.
Míla þarf að skaffa inn amk eina heimtaug á hvert heimili hvort sem hún er ljós eða kopar. Ertu viss um að það hafi ekki verið ljós þarna inn frá Mílu? Þeir eru byrjaðir að gera slíkt í nýju húsnæði. Sjónvarp Símans er í boði í gegnum Mílu hvort sem það er yfir ljós eða kopar.
Re: Sjónvarp Símans - uppfæra myndlykil
Sent: Mán 02. Maí 2016 22:36
af appel
Pandemic skrifaði:appel skrifaði:Hizzman skrifaði:En hvað með Sjónvarp Símans? Er þeim stætt á að bjóða þetta aðeins í lokuðum hóp?
Nú segi ég bara einsog Sigmundur Davíð, "þú ert að spyrja um hluti sem ég veit ekkert um."
Eitt veit ég og það er að allir landsmenn sem þess kjósa geta fengið sér Sjónvarp Símans.
Nema þeir sem eru ekki með kopar, var að grúska í íbúð í kópavoginum og það var engin kopar inn. Gæti verið að hann sé í einhverjum tengiskáp í kjallara en allavegana hafði verktakinn ekki fyrir því að leggja hann inná gólf.
Ætli þetta sé ekki að verða eins og sjónvarpstenglarnir sem er ekki að finna í nýjum íbúðum í dag.
Ég held að það sé í reglugerðum um að koparlína þurfi að vera inn í öll lögheimil landsins, og að Míla hafi þá "alþjónustu" kvöð á sér að leggja þá koparlínu (á sinn kostnað).
Þannig að það er ólíklegt að það sé lögheimili í Kópavogi sem hafi ekki koparlínu einhversstaðar í inntakinu, því það er beinlínis ólöglegt
Re: Sjónvarp Símans - uppfæra myndlykil
Sent: Mán 02. Maí 2016 23:38
af depill
appel skrifaði:Pandemic skrifaði:appel skrifaði:Hizzman skrifaði:En hvað með Sjónvarp Símans? Er þeim stætt á að bjóða þetta aðeins í lokuðum hóp?
Nú segi ég bara einsog Sigmundur Davíð, "þú ert að spyrja um hluti sem ég veit ekkert um."
Eitt veit ég og það er að allir landsmenn sem þess kjósa geta fengið sér Sjónvarp Símans.
Nema þeir sem eru ekki með kopar, var að grúska í íbúð í kópavoginum og það var engin kopar inn. Gæti verið að hann sé í einhverjum tengiskáp í kjallara en allavegana hafði verktakinn ekki fyrir því að leggja hann inná gólf.
Ætli þetta sé ekki að verða eins og sjónvarpstenglarnir sem er ekki að finna í nýjum íbúðum í dag.
Ég held að það sé í reglugerðum um að koparlína þurfi að vera inn í öll lögheimil landsins, og að Míla hafi þá "alþjónustu" kvöð á sér að leggja þá koparlínu (á sinn kostnað).
Þannig að það er ólíklegt að það sé lögheimili í Kópavogi sem hafi ekki koparlínu einhversstaðar í inntakinu, því það er beinlínis ólöglegt
Neibb Míla skaffar heimtaug. Skiptir ekki máli hvort hún er ljós eða kopar. Ný hverfi eins og Lundur i Kópavogi eru bara með ljosheimtaugar
Re: Sjónvarp Símans - uppfæra myndlykil
Sent: Mán 02. Maí 2016 23:55
af appel
depill skrifaði:appel skrifaði:Pandemic skrifaði:appel skrifaði:Hizzman skrifaði:En hvað með Sjónvarp Símans? Er þeim stætt á að bjóða þetta aðeins í lokuðum hóp?
Nú segi ég bara einsog Sigmundur Davíð, "þú ert að spyrja um hluti sem ég veit ekkert um."
Eitt veit ég og það er að allir landsmenn sem þess kjósa geta fengið sér Sjónvarp Símans.
Nema þeir sem eru ekki með kopar, var að grúska í íbúð í kópavoginum og það var engin kopar inn. Gæti verið að hann sé í einhverjum tengiskáp í kjallara en allavegana hafði verktakinn ekki fyrir því að leggja hann inná gólf.
Ætli þetta sé ekki að verða eins og sjónvarpstenglarnir sem er ekki að finna í nýjum íbúðum í dag.
Ég held að það sé í reglugerðum um að koparlína þurfi að vera inn í öll lögheimil landsins, og að Míla hafi þá "alþjónustu" kvöð á sér að leggja þá koparlínu (á sinn kostnað).
Þannig að það er ólíklegt að það sé lögheimili í Kópavogi sem hafi ekki koparlínu einhversstaðar í inntakinu, því það er beinlínis ólöglegt
Neibb Míla skaffar heimtaug. Skiptir ekki máli hvort hún er ljós eða kopar. Ný hverfi eins og Lundur i Kópavogi eru bara með ljosheimtaugar
Ah, líklega hefur P&F heimilað slíkt. Ég var að hugsa um hvort það væri enn kvöð á að talsímar ótengdir rafmagni ættu að geta tengst símkerfinu einsog í gamla daga
þú flytur nefnilega ekki straum yfir ljósleiðara.