Skemmtilegar umræður - ætla að láta hlutabréf/skuldabréfa umræða vera en;
Fasteign einstaklings er í einföldu máli er
algengasta fjárfestingarform almennings og þar sem þú/þið/fjölskyldan býr sjálf/ur í fasteigninni er sú fjárfesting almennt
ekki talin mjög áhættusöm. (tapar bara ef þú hættir að borga sjálfum þér leigu fyrir afborguninni eða borgar sjálfur ekki af láninu/gjöldin)
Atvinnuhúsnæði er allt annar handleggur en íbúðarhúsnæði en áhættan þar talin samt
töluverð (gjaldþrot og greiðslufall fyrirtækja)
Leiguhúsnæði hérlendis er talin
áhættusöm fjárfesting þar sem hlutfall þeirra sem greiða ekki leigu og sá tími sem það tekur að koma fólk út úr íbúðum er
langur. Auk þess er alltaf hætta á skemmdum á leiguhúsnæði þar sem leigutaki er ekki í standi til að borga viðgerðir / skemmdir. Viðgerðarkostnaður hérlendis er
hár og oft
hærri á leigusvæði eru í eldra hússnæði (101, hlíðar og vesturbær í versta standi hvað viðhald varðar t.d.)Til að fá hámarks leigu þarf að vera miðsvæðis oftast í eldra húsnæði. (mun
algengara en fólk heldur að leigutaki borgi ekki eða skemmi húsnæði)
Að kaupa eign til að leigja út getur borgað sig ef menn skulda
lítið í henni og ekki kemur til viðgerða.
Dæmi 1: 25mkr eign, skuldar 15-17mkr (eðlileg afborgun 100-150þ (fer eftir vtr/óvtr 20-40ára osfr), hússjóður 10-20þ, rafmagn+hiti 10þ = 120-190þ beinn kostnaður) - líklegast erfitt að leigja slíka eign nema miðsvæðis RVK fyrir 200þ plús (20% skattur af leigu ath)
Dæmi 2: 25mkr eign, skuldar 20-22mkr (eðlileg afborgun 125-175þ (fer eftir vtr/óvtr 20-40ára osfr) , hússjóður 10-20þ, rafmagn+hiti 10þ = 145-205þ -
segir sig sjálft að þetta dæmi borgar sig aldrei í leigu. (20% skattur af leigu ath)
Viðmið : Ef við hugsum samt dæmi út frá því að eiga 20mkr á sparnaðar reikning með 4% vöxtum (800.000kr á ári - 20% skattur = 640.000 kr.) - 5mkr á sparnaðarreikning með 4% vöxtum = 160.000kr eftir skatt.
En athugið að hér er
engin áhætta þar sem nýju reglur ESB sem gilda líka hérlendis tækla að einstaklingar eru tryggðir af viðkomandi ríki fyrir 140.000€ (ath. sögustund úr hruninu
2007) en áhætta fylgir alltaf leiguhúsnæði, sama hvað fjölmiðlar vilja heilaþvo almenning.
Leigudæmi miðað við vaxtatekjur af bankareikning.
Ef aðili fær 20þ krónur í vasann eftir kostnað af leigu og eftir skatta = 240.000kr
Ef aðili fær 30þ krónur í vasann eftir kostnað af leigu og eftir skatta = 360.000kr
Ef aðili fær 40þ krónur í vasann eftir kostnað af leigu og eftir skatta = 480.000kr
Ef aðili fær 50þ krónur í vasann eftir kostnað af leigu og eftir skatta = 600.000kr
Ef aðili fær 60þ krónur í vasann eftir kostnað af leigu og eftir skatta = 720.000kr
Auðvelt má sjá að það þarf að eiga
mjög stóran/frekar stóran eignarhluta í íbúð/húsnæði svo viðkomandi reikningsdæmi gengur upp sérstaklega á svæðum miðsvæðis.
Því er bankabókin
betri fjárfesting að mörgu leyti en leiguíbúð (ath. hér er ekki reiknað með hækkunum eða verðbólgu sem getur breytt öllu, bæði á jákvæðann hátt og neikvæðann - meira virði = hærri fasteignagjöld ef fasteignamat hækkar í samræmi, verðbólga hækkar lánið ofc.)
Líklegast í dag er of seint til að fjárfesta í leiguhúsnæði þar sem miklar hækkanir hafa þegar orðið á fasteignamarkaði, nema menn nái að kaupa á svæðum sem eru eftir t.d. Breiðholt, hluti af Kóp og hfj. (ath að þar er líka lægri leiga því þarf að reikna dæmið)
Hækkanir á húsnæði er samt ekki raunverulegur hagnaður þar sem sambærilegt/stærra húsnæði hækkar líka, því græða menn í raun ekki neitt nema fara út af fasteignamarkaðnum til að leysa út hagnaðinn eða fara á ódýrari svæði. (e.exit strategy)
Vona að ég drepi ykkur ekki úr leiðindum, þar var ekki ætlunin vildi eingöngu sýna einfalda mynd á mannamáli af frekar flóknum pælingum, en takk fyrir góðar umræður
Kv. fyrrum leiðinlegi bankalögfræðingurinn sem vann í lánadeild.
