Re: Hversu mörgum flóttamönnum á Ísland að taka á móti?
Sent: Mið 09. Sep 2015 14:55
Trú hvers og eins er hans einkamál og samfélagið á ekki að neyða lífsskoðanir upp á einn né neinn sem stangast á við trú eða trúleysi viðkomandi. Að því sögðu þá er neysla svínakjöts ekki trúarleg, bacon er vissulega guðdómlegt en neysla þess er ekki trúarleg . Ef einhverjir vilja trúar sinnar vegna ekki neyta svínakjöts þá ætti ekki að vera stórmál að koma til móts við þá með því að framreiða eitthvað annað fyrir þessa einstaklinga eða þá að þeir sleppa því bara að borða kjötið og fá sér grænmeti. Það er þeirra val og frelsi. Það er enginn að neyða ofan í þá svínakjöt en þeirra trú á ekki að hindra annað fólk í að borða mat. Þá er þeirra trú hætt að vera þeirra einkamál og farið að vera annara vandamál.semper skrifaði:Veit ekkert um matseðil Austurbæjarskóla. Sýnist Rapport hafa einhverja þekkingu þar á. Það eina sem ég get bætt við að Gyðingar borða heldur ekki svínakjöt, bara svo því sé haldið til haga. En segjum sem svo að það sé bara það að múslimar aðlagast ekki okkar þjóðfélagi sem hefur valdið þessu máli með matseðilinn, þá er það ekki mikil fórn að færa fyrir okkur hin, ef sú er raunin. Það er sjálfsagt að sýna náunganum eitthvert tillit, sérstaklega ef það meiðir engan annan (nema svínakjötsframleiðendur í þessu tilfelli). Tillit og kurteisi kostar ekkert.Tbot skrifaði: Þá getur þú útskýrt hvers vegna svínakjöt er ekki lengur á matseðli í Austurbæjarskóla?
Það getur ekki fallið undir það að múslimar séu að aðlagast okkar þjóðfélagi er það?
Það að þú finnir svo mikið að þessu máli (sem varð til árið 2001 skv Rapport) að þú þurfir að býsnast yfir því á almennum spjallvefi sýnir hins vegar hversu djúpt andúð þín (á hinu óþekkta) ristir? Að lokum vil ég beina orðum mínum til allra sem vilja hafa og segja skoðun sína á þessu matseðilsmáli; Ekki fara út í það að svínakjöt sé tekið af matseðli eins skóla (sem er sérstaklega gefinn út fyrir það að vera fjölmenningarlegur í tilfelli Austurbæjarskóla) einn daginn og Sharia lög verði innleidd þann næsta og helmingur þjóðarinnar missir aðra höndina þríðja daginn.
Sleppum því í guðs bænum, við erum ekki það heimsk hérna á Vaktinni.
Við kennum um þróunarkenninguna í skólum, samt er fólk sem trúir því að guð hafi skapað manninn og það er þeirra trú og þeirra einkamál. Vill einhver halda því fram að þetta fólk eigi heimtingu á því að þróunarkenningin sé ekki kennd í skólum "af virðingu og tillitssemi" ?
P.S. Ef ég man rétt þá er ástæða þess að gyðingar og múslimar borða ekki svínakjöt talin vera sú að það lifa sníkjudýr í svínum og þessi sníkjudýr geta sýkt/drepið menn ef kjötið er ekki eldað rétt.
P.P.S. Það eru hömlur á fæðuvali í biblíunni.
GT: Þriðja Mósebók 11:10-12 „En öll smádýr, sem vötnin eru kvik af, og allar þær skepnur, sem lifa í vatni en hvorki hafa ugga né hreistur, skulu vera ykkur viðurstyggð. Sökum þess að þau eru ykkur viðurstyggð skuluð þið ekki neyta þeirra og ykkur skal bjóða við hræjum þeirra. Lagardýr, sem hvorki hafa ugga né hreistur, skulu vera ykkur viðurstyggð.“