Síða 3 af 3
Re: Net yfir rafmagn
Sent: Þri 15. Sep 2015 08:49
af Dúlli
Akkurat hugsaði það sam að maður þarf sendi og mótakara.
Re: Net yfir rafmagn
Sent: Þri 15. Sep 2015 12:38
af hagur
KermitTheFrog skrifaði:hagur skrifaði:Powerline adaptorar (net yfir rafmagn) koma oftast í pörum og þú verður að nota bæði, annar er sendir og hinn móttakari.
Netumferð getur farið í báðar áttir. Hvernig ætlarðu að vera með "sendi" og "móttakara"? Báðar einingarnar þurfa að geta sent og móttekið.
En annars hef ég ágæta reynslu af Trendnet dótinu sem Tölvutek selur:
https://tolvutek.is/vorur/netbunadur_net-yfir-rafmagn - þeim fylgir þægilegur hugbúnaður til að para saman mismunandi einingar og sjá statusinn á þeim.
Vissulega, þetta var svona "figure of speech". Bottomline, þú þarft tvö stykki, einn á hvoran enda.
Re: Net yfir rafmagn
Sent: Mið 16. Sep 2015 03:48
af zedro
Græjurnar hjá Kísildal eru plug and play!
Þarft 1 sendi og svo geturðu verið með X marga móttakara (var einhver slatti, of þreyttur til að fletta því upp).
Ég er að nota TP-Link dúdda úr Kísildal og virkar vel, er í eldgamalli blokk síða ég veit ekki hvenær.
Félagi minn er að nota sömu græju ásamt Wifi útgáfunni og virkar vel hann er í tveggja hæða húsi með 3-4 útstöðvar minnir mig.
Re: Net yfir rafmagn
Sent: Þri 13. Okt 2015 20:50
af Dúlli
Þakka fyrir allar hugmyndirnar, Endaði við að versla Netgear hjá elko og þetta er bara snildar græja fæ topp hraða ekkert hikkst eða neitt og þetta var bara plug and play ekkert vesen.
Re: Net yfir rafmagn
Sent: Sun 25. Okt 2015 15:15
af Dúlli
Auka Spurning.
Eru þessar net yfir rafmagn græjur betri en aðrar ?
Til dæmis er á að prófa núna Netgear
Powerline 500 - XAVB5221 Spurninginn er, get ég fengið öflugri græju en þetta sem sendir betra net yfir sig ?
Re: Net yfir rafmagn [Auka Spurning 1]
Sent: Sun 25. Okt 2015 16:04
af BugsyB
Það er til helvíti góð wifi lausn sem notar 5ghz og er að skila margfallt meiri hraða en PowerLine getur gert
Re: Net yfir rafmagn [Auka Spurning 1]
Sent: Sun 25. Okt 2015 16:08
af Dúlli
BugsyB skrifaði:Það er til helvíti góð wifi lausn sem notar 5ghz og er að skila margfallt meiri hraða en PowerLine getur gert
Og hún er ?
Málið er líka að ég vill ekki sprengja veskið og er með nokkur tæki sem eru ekki með wifi, eingöngu cat og vill ekki fara spreða wifi kort í þetta allt svo þegar félagar koma að lana þá munu þeir þvingast í að hafa wifi kort sem gengur heldur ekki.
Re: Net yfir rafmagn [Auka Spurning 1]
Sent: Sun 25. Okt 2015 16:38
af BugsyB
Re: Net yfir rafmagn [Auka Spurning 1]
Sent: Sun 25. Okt 2015 16:42
af Dúlli
Já akkurat, er líka helst að skoða innanlands svo ég gæti prufað og ef það er ekki að gera mig glaðan þá skila ég græjunni.
Og þarna gengur þessi lausn ekki upp því mig vantar að geta tengst með CAT streng.
Re: Net yfir rafmagn [Auka Spurning 1]
Sent: Sun 25. Okt 2015 16:55
af BugsyB
þetta er akkurat svoleiðis lausn , þetta eru 2 sendar, snurutengir annan við routerinn og staðsetur hinn hjá tölvunni og svo færðu 2 gig port úr honum.
Re: Net yfir rafmagn [Auka Spurning 1]
Sent: Sun 25. Okt 2015 17:02
af Dúlli
BugsyB skrifaði:þetta er akkurat svoleiðis lausn , þetta eru 2 sendar, snurutengir annan við routerinn og staðsetur hinn hjá tölvunni og svo færðu 2 gig port úr honum.
Já ok nú skil ég, las þetta ekki nægilega vel seinast sýndist þetta bara vera fyrir Wifi. En þarf maður þá ekki líka að hafa eithvern ofur Router með þessu ?
Re: Net yfir rafmagn [Auka Spurning 1]
Sent: Sun 25. Okt 2015 17:04
af BugsyB
nei alls ekki, þetta er næstum því eins og að vera snurutengdur beint í routerinn, þú setur snuru í fyrri sendinn, hann svo sendir beint í annan sendi bara á 5ghz og svo er hægt að snurutengja beint í þann sendi.