Re: N1 - smurning - Svindlarar ?
Sent: Sun 22. Feb 2015 03:14
VW gefur upp 15þús km á langtímaolíunni. Reyndar hefur umboðið breytt þessari reglu og er hún núna á 15þús km fresti eða á 12 mánuða fresti hvort kemur á undan. Á sjálfur Passat 2005 árgerð og þar lætur tölvan þig vita hvort kemur á undan. Fyrst þegar ég eignaðist hann (2006) var farið eftir því sem Vw sagði og þá fékk tölvan í bílnum allveg að ráða þessu. Hún var bara látin vita að olíuskifti hefðu farið fram og svo fylgdist hún með ástandi hennar (olíurnnar). Kom jafnvel fyrir að ég fór vel framúr þessum 15 þús km áður en hún byrjaði að kvarta. Allt bygðist þetta á aksturslagi, langtímakeyrslu og svo frv. Svo var þessu breytt í 15þús fast eða 12 mán.Dúlli skrifaði:Góðan dag, ég var að velta fyrir mér hver er minn réttur.
Ég fór með bílinn minn í smurningu þegar hann var komin í 45.995 km, núna er hann komin í sirka 54.000 km og það stendur að ég eigi að skipta næst í 61.000 km.
Fór í það í dag að fara í gegnum þetta basic, olia, rúðupiss og svoleiðis.
Þegar ég er búin að skoða olíuna þá sé ég að hún er næstum því kolsvört eins og sjá má á þessari mynd.
En mín spurning er sú, er N1 að skíta á sig, ég held að olíu sían sé orðin viðbjóður og þar sem ég er enginn bílakall þá sagði ég á staðnum að ætti að bara fara yfir allt sem þarf að gera, þurfti að greiða fyrir þetta eithvað í kringum 15.000 krónur.
og nú fer ég að skoða á heima síðu og þá stendur haugur af þjónustum og ekkert af því var gert. Sem á að vera innifalið. http://www.n1.is/n1/starfsemi/bilathjon ... thjonusta/
BTW, ég var allan tíman við hliðina á manninum sem gerði þetta og fylgdist vel með hvað hann gerði.
Á ég eithvern rétt ? ég vona að þetta sé ekki búið að gera nein skaða, þarf að fara strax á mánudaginn og láta að smyrja bílinn og skipta um þessa síu.
Mælt er með að skipta um á bílum með venjulega olíu á 5000-7500km fresti.
Reyndar er ég hissa á að þú hafir fengið að vera viðstaddur smurninguna. Venjan er sú að viðskiftavinum er bannað að vera í sal á meðan vinna við bílinn fer fram. Þetta tengist tryggingamálum, ef eitthvað kemur fyrir þig meðan þú ert að fylgjast með ertu ótryggður.
Olía byrjar að verða svört strax. Eftir fyrstu 1000km er hún venjulega farinn að taka á sig býsna mikinn lit og eftir 5000km er
hún orðin kolsvört. Þetta er eðlilegt. Ef olía væri td hvít (vatnsblönduð) þá væri ástæða til að hafa áhyggjur. Ertu viss um að þeir hafi ekki skift um síu. Þegar tappað er af bílnum er venjulega skift um síu um leið. Þeir gætu hafa verið ótrúlega snöggir að því þannig að ef þú hefur litið andartak af þeim þá gætu þeir hafa gert það. Var bara einn aðili að vinna í bílnum? Stundum hjálpast þeir að þannig að einn er að vinna við að sinna efri hlutanum þá gæti einn hafa verið ofaní gryfju að tappa af og skrúfa síuna úr.
Varðandi frjókornasíuna gætu þeir hafa skoðað þjónustubókina og séð að það hafi verið skift um hana síðast þegar hann var smurður. Frjókornasíu þarf venjulega ekki að skifta um í nema annað eða þriðja hvert skifti þannig að þegar þeir sjá í bókinni að skift hafi verið um hana síðast líta þeir ekki einu sinni á hana.
Bensínsíuna er sjaldnast skipt um. Oftast eru þessar síur í bensíntankinum ellegar þær eru framí húddi pressaðar fastar með spes járnklemmum við bensínleiðsluna, rándýrar og meiri háttar mál að eiga við.
Gírkassi og drif eru sama stykkið í þessum minni bílum og þar á sama við og með frjókornasíuna. Ef skipt hefur verið um hana í smurþjónustunni á undan eða athugað er sjaldnast spáð í því ef ekki sést einhvert smit eða áberandi leki í kringum kassann. Gírkassaolía er gefin upp með býsna langan líftíma. 100þús plús held ég.
Vökvastýri, bremsuvökvi og kælivatn er venjulega hægt að sjá ástand á án þess að opna endilega forðabúrin, reyndar er spurning með að athuga frostþolið en þegar bílar eru nýlegir á það venjulega að vera i lagi.
Eru einhverjir smurkoppar á bílnum? Flestir nýrri smábílar eru án koppa.
Voru einhverjar perur farnar? Oftast sjá þessir gaurar svona lagað strax. Þeir fylgjast með þessu þegar bíllin kemur inn og þegar honum er bakkað út. Einnig kvartar tölvan ofast yfir svona löguðu þannig að þegar þeir setjast inní bílinn til að taka km stöðu sjá þeir ef tölvan kvartar og einnig held ég að þeir sjái þetta þegar þeir tengja OBD tölvuna við bílinn til að núllstilla vélartölvuna varðandi smurið.
Margt sem talað er um í þessum lista sjá vanir starfsmenn mjög fljótt án þess endilega að þeir þurfi að grandskoða allt. Varðandi slitfleti þá er þar venjulega átt við gúmífóðringar, bremsur og svo frv og þegar bíll er svona nýlegur og ekki meira keyrður eru þeir venjulega ekki grandskoðaðir.
15þús kr reikningur er ekki svo ólíklegur.
olíusía er ca 2500kr
Loftsía er ca 3500
olía er ca 5000-6000 (3-4ltr) ((Langtímaolía er dýr))
rúðuvökvi er ca 500kr
Vinna ca 3000kr (15-20min)
Ef þú átt reikninginn síðan þú lést gera þetta síðast og það stendur á honum "Smursía xxxkr" þá hefur þú mjög litla von um að reyna að sanfæra þá hjá N1 að þú haldir því fram að þeir hafi ekki skipt um hana.
Ef afturá móti ekkert stendur á reikningum um smursíu þá gæti verið eitthvað skárra að eiga við þá en þá kemur á móti að það er næstum því liðið heilt ár síðan þetta var gert og þá gætu þeir staðið á því að þú hefðir átt að koma og kvarta fyrr.
Vertu feginn að þurfa ekki að skipta um á sjálfskiptingu á Vw. Þá sæir þú háan reikning. Held að líterinn hlaupi á býsna mörgum þúsundköllum.
Held að umboðið tali um 50-70þús kr fyrir svoleiðis aðgerð.
Það var allavega ótrúlega hár reikningur sem ég fékk síðast þegar ég lét gera það
Vil taka það fram að ég tengist N1 ekkert og tengist heldur ekkert neinum smurstöðvum eða bílaverkstæðum en ég hef aftur á móti verið með hausinn ofan í vélum og tækjum síðan ég var krakki og er vanur að "troða" mér inn í verkstæðið rýmin þegar eitthvað er verið að vinna í bílum og tækjum sem eru mér tengd, er sjálfur atvinnubílstjóri. Hef sjálfur alltaf farið á viðurkennt VW verkstæði til að láta smyrja síðan ég eignaðist Passatinn nema í eitt skifti.
Mæli með því að þú spjallir við þá í Bilson uppá Kletthálsi. Þeir eru sanngjarnir, gefa sér tíma í að spjalla við þig, vita venjulega um hvað þeir eru að tala, eru viðurkenndir VW þjónustuaðilar og eru á alla kanta viðkunnalegir, allavega er það mín reynsla af þeim bæði varðandi einn af vinnubílunum mínum og svo Passatinn. Við í vinnunni allavega nenntum ekki lengur að eiga við þá í Heklu nema eitthvað spes sé í gangi. Bilson er miklu skárri.
Svo gæti náttúrulega verið að þú hafir lent á einhverjum hjá N1 sem var allveg sama hvað hann var að gera en mér finnst það mjög ótrúlegt. Þeir færu mjög fljótlega fá það í hausinn ef þeir eru eitthvað að fúska.