Síða 3 af 4
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Fös 09. Jan 2015 08:13
af Plushy
bigggan skrifaði:Miklu betra að nota NFC kort eins og bensínstöðvarnar notar, miklu öruggara og flotlegri og eru ekki að skanna andlitinu þínu eða eikvað svoleiðis...
Þau notuðu fingrafaraskanni á flugvellirnar i Noregi, en þau fóru frá þvi og yfir i NFC / app staðin, af þvi þetta var mikið af villum og alltaf eikvað að "puttann" á manni.
Það myndi virka fyrir flugvelli þar sem það er miklu hærra öryggistig og eftirlit á flugvelli miðað við líkamsræktarstöð.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Fös 09. Jan 2015 08:52
af Moldvarpan
Þetta er þokkalegt overkill.
Er orðið svona erfitt að veita fólki þjónustu í dag? Eða er græðgin að drepa allt og fólki pakkað þarna inn í sal,,,, eins og dýr í sláturhúsi?
Ég myndi aldrei eiga viðskipti við WC, það kemur ekki til greina.
Mín ráðgjöf væri bara að fara á minni líkamsræktarstaði/stöðvar, sem eru persónulegri og ekki jafn pakkaðar, þar sem markmiðið er að selja sem allra flest líkamsræktar kort.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Fös 09. Jan 2015 09:24
af rattlehead
Hefur engin pælt í að senda WC eða öðrum líkamsræktarstöðvum línu og spyrja um skannana og verkferla í kringum þá? Persónulega finnst mér þetta þæginlegra. Veit ekki hvað líkamsræktarstöðvar ættu að gera við mynd af auganu mínu annað enn að hleypa mér inn.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Fös 09. Jan 2015 09:48
af AntiTrust
Moldvarpan skrifaði:Þetta er þokkalegt overkill.
Er orðið svona erfitt að veita fólki þjónustu í dag? Eða er græðgin að drepa allt og fólki pakkað þarna inn í sal,,,, eins og dýr í sláturhúsi?
Ég myndi aldrei eiga viðskipti við WC, það kemur ekki til greina.
Mín ráðgjöf væri bara að fara á minni líkamsræktarstaði/stöðvar, sem eru persónulegri og ekki jafn pakkaðar, þar sem markmiðið er að selja sem allra flest líkamsræktar kort.
Ég skil ekki þessi rök, erfitt að veita þjónustu? Þetta er akkúrat góð þjónusta, og alveg er ég handviss um það að langstærsti hluti viðskiptavina WC og annarra sem nota augnskanna sjá þetta sem aukin þægindi en ekki brot á einkalífi.
Ég er ekki hrifinn af WC, þ.e. ekki hrifinn afþví hvernig það er rekið og hvað þá vel við eigandann, en það eru fáar stöðvar sem bjóða upp á sömu kjör fyrir svipað verð. Góð tæki, nóg af tækjum, stöðvar í hverju bæjarfélagi, stöð sem ég kemst í 24/7, fínir klefar, etc.. Hef oft gælt við að færa mig úr WC en finn bara aldrei neitt betra.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Fös 09. Jan 2015 10:05
af starionturbo
IRIS er mjög fín leið til að auðkenna, face recognition líka.
Þessi mynd er náttúrulega alvarlegt brot á persónuverndum, sagði enginn, aldrei.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Fös 09. Jan 2015 10:07
af starionturbo
AntiTrust skrifaði:Moldvarpan skrifaði:Þetta er þokkalegt overkill.
Er orðið svona erfitt að veita fólki þjónustu í dag? Eða er græðgin að drepa allt og fólki pakkað þarna inn í sal,,,, eins og dýr í sláturhúsi?
Ég myndi aldrei eiga viðskipti við WC, það kemur ekki til greina.
Mín ráðgjöf væri bara að fara á minni líkamsræktarstaði/stöðvar, sem eru persónulegri og ekki jafn pakkaðar, þar sem markmiðið er að selja sem allra flest líkamsræktar kort.
Ég skil ekki þessi rök, erfitt að veita þjónustu? Þetta er akkúrat góð þjónusta, og alveg er ég handviss um það að langstærsti hluti viðskiptavina WC og annarra sem nota augnskanna sjá þetta sem aukin þægindi en ekki brot á einkalífi.
Ég er ekki hrifinn af WC, þ.e. ekki hrifinn afþví hvernig það er rekið og hvað þá vel við eigandann, en það eru fáar stöðvar sem bjóða upp á sömu kjör fyrir svipað verð. Góð tæki, nóg af tækjum, stöðvar í hverju bæjarfélagi, stöð sem ég kemst í 24/7, fínir klefar, etc.. Hef oft gælt við að færa mig úr WC en finn bara aldrei neitt betra.
Hvað með Reebok Fitness ? að vísu bara tvær stöðvar, en tvær mjög góðar stöðvar, ekki sumt gott og annað slæmt eins og WC.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Fös 09. Jan 2015 12:26
af Moldvarpan
Pointið mitt er,
Hvar dregur maður línuna?
Ef það er svona erfitt að muna eftir líkamsræktarkortinu eða þurfa að bíða augnablik áður en maður kemst inn í salinn,
Afhverju ekki að örmerkja kúnnana?
Þá geta þeir haft lesara sem flokkar kúnnanna áður en þeir komast að hurðinni.
Það myndi gera allt svo æðislegt, ekki satt?
Svo ekki sé minnst á 3 mánaða uppsagnarfrestinn og bindisamningana, þetta er komið út í algjöra vitleysu.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Fös 09. Jan 2015 12:30
af hagur
Moldvarpan skrifaði:Pointið mitt er,
Hvar dregur maður línuna?
Ef það er svona erfitt að muna eftir líkamsræktarkortinu eða þurfa að bíða augnablik áður en maður kemst inn í salinn,
Afhverju ekki að örmerkja kúnnana?
Þá geta þeir haft lesara sem flokkar kúnnanna áður en þeir komast að hurðinni.
Það myndi gera allt svo æðislegt, ekki satt?
Svo ekki sé minnst á 3 mánaða uppsagnarfrestinn og bindisamningana, þetta er komið út í algjöra vitleysu.
Af því að
það væri fáránlegt. Augnskannar eru það hinsvegar ekki.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Fös 09. Jan 2015 12:34
af Moldvarpan
Fyrir mér er þetta jafn fáránlegt.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Fös 09. Jan 2015 12:43
af rattlehead
http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi ... ar/nr/1076 Hér var eitthvað hitamál eftir að starfsmaður fór í gagnagrunninn. Enn það sem kemur á eftir svarar þessum þræði í eitt skiptið:
þar kemur meðal annars
) Um mjög takmarkaðar upplýsingar var að ræða, þ.e. komustaðfestingu í líkamsrækt en ekkert annað.
2) Koma eða vera í líkamsrækt telst ekki til viðkvæmra persónuupplýsinga.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Fös 09. Jan 2015 12:44
af rattlehead
http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi ... ar/nr/1076 Hér var eitthvað hitamál eftir að starfsmaður fór í gagnagrunninn. Enn það sem kemur á eftir svarar þessum þræði í eitt skiptið:
þar kemur meðal annars
) Um mjög takmarkaðar upplýsingar var að ræða, þ.e. komustaðfestingu í líkamsrækt en ekkert annað.
2) Koma eða vera í líkamsrækt telst ekki til viðkvæmra persónuupplýsinga.
Og niðurstaðan var meira að segja að samkv persónuvernd var starfsmanninum heimilt að segja hvort viðkomandi hafi verið í ræktinni á umræddum tíma.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Fös 09. Jan 2015 15:10
af Pandemic
urban skrifaði:Pandemic skrifaði:Bendi líka á að augnskönnun er hrikalega lélegt auðkenni þar sem þú getur ekki breytt því.
Haaa ?
ég hefði haldið að það væri akkurat það frábæra við þetta sem auðkenni
Það er lélegt auðkenni ef það er ekki hægt að óvirkja eða breyta því þegar því er stolið. Augu eru líka sýnileg öllum og því mögulegt að auðveldlega að stela þeim. Og það er enginn auðveld leið fyrir þig að vita hvort auðkenninu hefur verið stolið.
Það er almenn vitneskja innan öryggisiðnaðarins að augnskönnun sé lélegt auðkenni og eigi ekki að nota eitt og sér.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Fös 09. Jan 2015 15:18
af urban
Moldvarpan skrifaði:
Svo ekki sé minnst á 3 mánaða uppsagnarfrestinn og bindisamningana, þetta er komið út í algjöra vitleysu.
Þú getur alveg pottþétt sleppt því og borgað uppsett verð fyrir hvern tíma.
En það er aftur á móti töluvert miklu dýrara fyrir þig
Til þess að fá "afslátt" á tímann þá þarft þú að vera tilbúin til þess að setja eitthvað á móti og þá finnst mér það bara ofureðlilegt að það sé ætlast til þess að borga allavegana einhverja % af samningnum fyrir að ætla sér að segja honum upp.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Fös 09. Jan 2015 15:29
af depill
urban skrifaði:Moldvarpan skrifaði:
Svo ekki sé minnst á 3 mánaða uppsagnarfrestinn og bindisamningana, þetta er komið út í algjöra vitleysu.
Þú getur alveg pottþétt sleppt því og borgað uppsett verð fyrir hvern tíma.
En það er aftur á móti töluvert miklu dýrara fyrir þig
Til þess að fá "afslátt" á tímann þá þarft þú að vera tilbúin til þess að setja eitthvað á móti og þá finnst mér það bara ofureðlilegt að það sé ætlast til þess að borga allavegana einhverja % af samningnum fyrir að ætla sér að segja honum upp.
Hér erum við komnir út á aðrar ellur. Reyndar hjá WC er 6 mánaða uppsagnarfrestur og það finnst mér alveg brútal. Þessi bindisamningar eru alveg óþolandi og auðvita kemur þetta í veg fyrir samkeppni. Hey best að kíkja í Reebok, ahh nei ég þarf að bíða HÁLFT ár áður en samningurinn minn er búinn...
Reebok fá prik fyrir enga bindingu samt.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Fös 09. Jan 2015 16:06
af bigggan
Sallarólegur skrifaði:bigggan skrifaði:Miklu betra að nota NFC kort eins og bensínstöðvarnar notar, miklu öruggara og flotlegri og eru ekki að skanna andlitinu þínu eða eikvað svoleiðis...
Þau notuðu fingrafaraskanni á flugvellirnar i Noregi, en þau fóru frá þvi og yfir i NFC / app staðin, af þvi þetta var mikið af villum og alltaf eikvað að "puttann" á manni.
Þá getur einn aðili keypt kort og hver sem er getur notað það. Það er klárlega ekki "miklu betra" fyrir líkamsræktarstöðvarnar.
Skiftir máli hvort hann eða ein hverjir annar gæti notað þetta? Það er nu þegar búin að borga fyrir plássins fyrir þetta kort...
Og þetta kort er nú ekki að fara langt frá viðkomandi sem á kortinu, annað en vinir sem vilja nota möguleikann.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Fös 09. Jan 2015 20:36
af Icarus
Ég veit ekki með ykkur en ef ég væri með kort sem kæmi mér inn í líkamsræktastöðvar myndi ég aðeins lána fólki sem ég virkilega treysti það, en ef fólk sem ég þekki vel væri að æfa í sömu líkamsrækt og ég, myndi ég vilja æfa með þeim. Komum við aftur niður á að við þurfum sitthvort kortið.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Fös 09. Jan 2015 21:31
af urban
bigggan skrifaði:Sallarólegur skrifaði:bigggan skrifaði:Miklu betra að nota NFC kort eins og bensínstöðvarnar notar, miklu öruggara og flotlegri og eru ekki að skanna andlitinu þínu eða eikvað svoleiðis...
Þau notuðu fingrafaraskanni á flugvellirnar i Noregi, en þau fóru frá þvi og yfir i NFC / app staðin, af þvi þetta var mikið af villum og alltaf eikvað að "puttann" á manni.
Þá getur einn aðili keypt kort og hver sem er getur notað það. Það er klárlega ekki "miklu betra" fyrir líkamsræktarstöðvarnar.
Skiftir máli hvort hann eða ein hverjir annar gæti notað þetta? Það er nu þegar búin að borga fyrir plássins fyrir þetta kort...
Og þetta kort er nú ekki að fara langt frá viðkomandi sem á kortinu, annað en vinir sem vilja nota möguleikann.
ástæðan fyrir því að þetta er gert er væntanlega sú að koma í veg fyrir það að 1 kaupi kort og aðrir noti það.
þannig að já, það skiptir máli hvort að einhverjir aðrir noti það.
Ef að Sallarólegur kaupir sér kort, þá er hann að kaupa aðgang að salnum fyrir sig
ekki aðgang að salnum, heldur aðgang að salnum fyrir sig, heilmikill munur þarna á.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Lau 10. Jan 2015 08:32
af Sallarólegur
bigggan skrifaði:Sallarólegur skrifaði:bigggan skrifaði:Miklu betra að nota NFC kort eins og bensínstöðvarnar notar, miklu öruggara og flotlegri og eru ekki að skanna andlitinu þínu eða eikvað svoleiðis...
Þau notuðu fingrafaraskanni á flugvellirnar i Noregi, en þau fóru frá þvi og yfir i NFC / app staðin, af þvi þetta var mikið af villum og alltaf eikvað að "puttann" á manni.
Þá getur einn aðili keypt kort og hver sem er getur notað það. Það er klárlega ekki "miklu betra" fyrir líkamsræktarstöðvarnar.
Skiftir máli hvort hann eða ein hverjir annar gæti notað þetta? Það er nu þegar búin að borga fyrir plássins fyrir þetta kort...
Og þetta kort er nú ekki að fara langt frá viðkomandi sem á kortinu, annað en vinir sem vilja nota möguleikann.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Lau 10. Jan 2015 09:20
af Gúrú
Pandemic skrifaði:Það er almenn vitneskja innan öryggisiðnaðarins að augnskönnun sé lélegt auðkenni og eigi ekki að nota eitt og sér.
Það er almenn vitneskja innan öryggisiðnaðarins að biometrics eigi ekki að koma í stað lykilorða heldur notendanafna.
Málið er að sem neytandi geri ég enga kröfu til World Class að þeir passi að enginn komist inn sem er ekki áskrifandi. Kemur mér ekki við.
Það er því mér alveg óviðkomandi hvaða, ef einhverjar, ráðstafanir þeir gera til að tryggja stöðvarnar sínar.
Ef mér líkar ekki við þær ráðstafanir er mitt recourse að sleppa því að vera viðskiptavinur, t.d. því að stöðvarnar væru of fullar.
Þegar að þú horfir á málið frá sjónarhorni World Class er valið milli þess að vera nauðgað af fylgihlutamisnotkun, eða
að vera með starfsmann í fullu starfi á öllum stöðvum við að passa að notandi fylgihlutsins stemmi við mynd á skrá,
eða að nota biometrics sem er
hentugra fyrir viðskiptavini en allir aðrir valmöguleikar og lágmarkar misnotkun og ódýrara.
Það er ekki flókið val, er það?
Og hvaða máli skiptir það ef að "einkafyrirtæki út í bæ" er með gagnagrunn af myndum af augum ef að það er:
Augu eru líka sýnileg öllum og því mögulegt að auðveldlega að stela þeim.
World Class notað í innlegginu því ég er áskrifandi þar en ekki hjá Hreyfingu.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Lau 10. Jan 2015 10:56
af Frikkasoft
Er enginn að lenda í því eins og ég að augnskannin í WC þarf alltaf tvær tilraunir til að hleypa manni inn?
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Lau 10. Jan 2015 11:43
af KermitTheFrog
Frikkasoft skrifaði:Er enginn að lenda í því eins og ég að augnskannin í WC þarf alltaf tvær tilraunir til að hleypa manni inn?
Nei, hef ekki lent í því. Held að málið sé bara að standa tiltölulega kjurr Og hafa augun opin.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Lau 10. Jan 2015 16:22
af beggi90
Frikkasoft skrifaði:Er enginn að lenda í því eins og ég að augnskannin í WC þarf alltaf tvær tilraunir til að hleypa manni inn?
Ég gat a.m.k aldrei notað þessa skanna, þurfti alltaf að fá starfsmann til að hleypa mér í gegn.
Bölvað vesen.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Lau 10. Jan 2015 16:43
af Tesy
Frikkasoft skrifaði:Er enginn að lenda í því eins og ég að augnskannin í WC þarf alltaf tvær tilraunir til að hleypa manni inn?
Ég lenti í þessu þegar ég var í WC en aldrei í Reebok Fitness. Ættir kannski að láta starfsmann í WC taka annan mynd.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Lau 10. Jan 2015 17:03
af vesley
Frikkasoft skrifaði:Er enginn að lenda í því eins og ég að augnskannin í WC þarf alltaf tvær tilraunir til að hleypa manni inn?
Ég lendi alltaf í því, búið að vera þannig í mörg ár þó að augun séu skönnuð hjá mér upp á nýtt.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Sent: Lau 10. Jan 2015 18:20
af Pandemic
Gúrú skrifaði:Pandemic skrifaði:Það er almenn vitneskja innan öryggisiðnaðarins að augnskönnun sé lélegt auðkenni og eigi ekki að nota eitt og sér.
Það er almenn vitneskja innan öryggisiðnaðarins að biometrics eigi ekki að koma í stað lykilorða heldur notendanafna.
Málið er að sem neytandi geri ég enga kröfu til World Class að þeir passi að enginn komist inn sem er ekki áskrifandi. Kemur mér ekki við.
Það er því mér alveg óviðkomandi hvaða, ef einhverjar, ráðstafanir þeir gera til að tryggja stöðvarnar sínar.
Ef mér líkar ekki við þær ráðstafanir er mitt recourse að sleppa því að vera viðskiptavinur, t.d. því að stöðvarnar væru of fullar.
Þegar að þú horfir á málið frá sjónarhorni World Class er valið milli þess að vera nauðgað af fylgihlutamisnotkun, eða
að vera með starfsmann í fullu starfi á öllum stöðvum við að passa að notandi fylgihlutsins stemmi við mynd á skrá,
eða að nota biometrics sem er
hentugra fyrir viðskiptavini en allir aðrir valmöguleikar og lágmarkar misnotkun og ódýrara.
Það er ekki flókið val, er það?
Og hvaða máli skiptir það ef að "einkafyrirtæki út í bæ" er með gagnagrunn af myndum af augum ef að það er:
Augu eru líka sýnileg öllum og því mögulegt að auðveldlega að stela þeim.
World Class notað í innlegginu því ég er áskrifandi þar en ekki hjá Hreyfingu.
Efast um að World Class sé að pæla í einhverju öryggi með þessu, ég er hinsvegar að benda á að fólk hérna sem heldur að þessar upplýsingar séu svakalegt leyndarmál að svo er ekki.