Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu
Sent: Fim 01. Jan 2015 20:54
Er vinnan þín þá ekki bara hluti af þessum 2% ? Sé ekki hvað er gróft við þessa fullyrðingu, nema hún sé beinlínis röng.
Tölvu og tækniáhuga samfélagið.
https://gamma.vaktin.is/
Ertu viss um að þið séuð ekki á ljósleiðarasvæði? Vefurinn hjá gagnaveitunni gagnast ekki til að skoða fyrirtækjatengingar. Þarft að hafa samband við GR til þess að ganga úr skugga hvort ljósleiðari liggi að húsinu.hfwf skrifaði:Er ekki gróft að segja 98%, þegar ég í vinnunni þarf að sitja undir ADSL-i, sem er bara enganveginn nægilega gott fyrir fyrirtækið.
Og heldurðu að þeir séu að fara að bjóða upp á sérdíla hérna á Vaktinni tuttugu mínútum eftir að þeir tala um að reyna alltaf að sýna sanngirni í ljósleiðaravæðingunni?benediktkr skrifaði:Ég var nú að beina spurniguni minni að starfsmönnum GR sem hafa verið hér að svara
Ef ég uppfæri ljósleiðaraboxið hjá mér, þarf þá nýja boxið að fara upp á sama stað og það gamla? Að því gefnu að það þurfi ekki að fara nýjar lagnaleiðir, má ekki alveg eins setja það annars staðar?
Ég er bara að tala um íbúðir/heimili.hfwf skrifaði:Er ekki gróft að segja 98%, þegar ég í vinnunni þarf að sitja undir ADSL-i, sem er bara enganveginn nægilega gott fyrir fyrirtækið.
Ágætis spurning.benediktkr skrifaði: Ef ég uppfæri ljósleiðaraboxið hjá mér, þarf þá nýja boxið að fara upp á sama stað og það gamla? Að því gefnu að það þurfi ekki að fara nýjar lagnaleiðir, má ekki alveg eins setja það annars staðar?
Sæll og takk fyrir greinagott svar.sigurfr skrifaði:Ágætis spurning.
Þú átt og berð ábyrg á þínum innanhússlögnum sem við lögðum þegar fyrst var pöntuð þjónusta í íbúðinni. Það gerum við til að einfalda fyrir íbúum að koma í viðskipti við okkur, því innanhússljósleiðaralagnir eru aldrei til staðar (nema í sumum nýbyggingum). Eftir uppsetningu gerir þú það sem við vilt við þínar lagnir og mátt færa þær eða nota þær í að hengja upp þvott okkar vegna. Við bjóðum hinsvegar upp á færslu á lögnum gegn gjaldi, til að þjónusta okkar viðskiptavini.
Svo það er eitt gjald fyrir færslu á lögnum (31.375 kr) og annað fyrir uppfærslu á netaðgangstæki (18.825 kr), en óneitanlega mundi ein heimsókn frá verktaka okkar samnýtast að miklu leiti og soldið hart fyrir þig að greiða bæði gjöldin. Ég man ekki eftir tilviki líkt þessu og mér finnst ekki óeðlilegt að við komum til móts við þig að einhverju leiti, án þess að ég viti hvernig.
En svo er líklega einfaldast að ef þú pantar uppfærslu, að þú dílar sjálfur við verktaka okkar um viðbótarþjónustu vegna breytingu á lögnum. Þá er það bara viðskipti ykkar á milli og við hvetjum fólk endilega til að nýta sér það til að fá einhvern frekari frágang.
Hérna er yfirlit yfir okkar verktaka: http://gagnaveita.is/Heimili/Framkvaemd ... Verktakar/benediktkr skrifaði:
Sæll og takk fyrir greinagott svar.
Ég valdi ekki staðsetninguna á ljósleiðaraboxinu, það voru fyrri eigendur (sem ég kaupi íbúðina af). Ljósleiðaraboxið er á (að mínu mati) afar óhentugum stað. Ég var einmitt búinn að sjá verðskránna og ég var að velta fyrir hvort ég myndi þurfa að borga bæði gjöldin.
Minn hugsunargangur var sá, að ef ég læt uppfæra boxið þá þarf væntanlega að skrúfa það gamla niður og setja upp hið nýja. Þar sem ég vill frekar hafa það við hliðina á rafmangstöfluni (og ljósleiðarinn liggur þar í gegn) þá fannst mér eins og það myndi svosem ekki skipta máli fyrir ykkur (eða ykkar verktaka) hvort nýja væri skrúfað upp á vegg nokkrum metrum fyrir innan upprunnanlega veggin og það splæstur nýr endi á ljósleiðaran. Í raun væri splæsingin það eina sem ég þyrfti hjálp við og mér þætti ekki óeðlilegt að borga fyrir hana.
Það væri best ef hægt væri að tala við verktakana áðuren ég fengi þá til að skipta um boxið.