Re: Tölvuvirkni.is - [Komin leiðrétting]
Sent: Lau 29. Nóv 2014 02:00
Bara svo að ég skilji þig örugglega rétt, að þá ertu að tala um að ef Dúlli hefði ekki vakið athygli á þessu hérna á spjallinu - að þá væru þessi ummæli ennþá á vefnum og enginn vissi sannleikann í málinu?
Ég var á engan hátt að gagnrýna það að hann hefði verið að vekja athygli á þessu ef að þú einhverra hluta vegna skilur mig þannig. Ég benti honum hins vegar á það að það borgar sig sannarlega að gæta að því hvað þú birtir, hvort sem það er aðgengilegt einungis afmörkuðum hópi fólks eða opinberlega. Og þá gildir einu hvort það eru þín eigin orð, skoðanir eða annað sem um er að ræða. Dómstólar (einkum Héraðsdómur) hefur sýnt það með í fjölmörgum dómum (það gæti líklega talist sem dómvenja í dag að skýra lögin og dæma eftir þeim á þennan hátt vegna þess hve rótgróið það er orðið) að einstaklingum hefur verið refsað fyrir birtingu sem svipar mjög til þess sem um var að ræða hér.
Ég var á engan hátt að gagnrýna það að hann hefði verið að vekja athygli á þessu ef að þú einhverra hluta vegna skilur mig þannig. Ég benti honum hins vegar á það að það borgar sig sannarlega að gæta að því hvað þú birtir, hvort sem það er aðgengilegt einungis afmörkuðum hópi fólks eða opinberlega. Og þá gildir einu hvort það eru þín eigin orð, skoðanir eða annað sem um er að ræða. Dómstólar (einkum Héraðsdómur) hefur sýnt það með í fjölmörgum dómum (það gæti líklega talist sem dómvenja í dag að skýra lögin og dæma eftir þeim á þennan hátt vegna þess hve rótgróið það er orðið) að einstaklingum hefur verið refsað fyrir birtingu sem svipar mjög til þess sem um var að ræða hér.