Síða 3 af 3
Re: Vantar hugmynd að góðri bíómynd?
Sent: Mið 23. Apr 2014 00:51
af worghal
Garri skrifaði:Gislinn skrifaði:
Skil ekki hvað það eru margir sem mæla með þessari mynd hérna. Ég ákvað að kíkja á þessa mynd í kvöld og verð að segja að hugmyndin er ágæt en fáranlega illa framkvæmd, það er svo margt slæmt við þessa mynd. Það mætti alveg örugglega taka sömu hugmynd og gera góða mynd úr henni.
Sammála... vantaði alla lógík í leikstjórann. Hrikalega mikill efnisviður og skautað yfir allt djúsí eins og til dæmis að láta kallinn tala einhverja af þeim tungum sem hann átti að hafa getað lært á sínum 14.000 árum, ljósmyndir af honum frá tímum ljósmynda og jafnvel málverk sem og aðrar sannanir fyrir sinni tilvist sem ættu að skipta þúsundum.
Mjög klaufalegt að láta kallinn vilja segja frá en síðan eyða öllum tímanum nánast í spennulaust kjaftæði.. klaufalegt.
Sama má reyndar segja um aðra mynd sem menn lofa og lofa en er hreint út sagt hrikalega illa gerð, eða District 9
the man from earth var hreinlega ekki með budgetið.
þeir voru með um 35þús dali.
Re: Vantar hugmynd að góðri bíómynd?
Sent: Mið 23. Apr 2014 09:37
af AntiTrust
Garri skrifaði:Sammála... vantaði alla lógík í leikstjórann. Hrikalega mikill efnisviður og skautað yfir allt djúsí eins og til dæmis að láta kallinn tala einhverja af þeim tungum sem hann átti að hafa getað lært á sínum 14.000 árum, ljósmyndir af honum frá tímum ljósmynda og jafnvel málverk sem og aðrar sannanir fyrir sinni tilvist sem ættu að skipta þúsundum.
Mjög klaufalegt að láta kallinn vilja segja frá en síðan eyða öllum tímanum nánast í spennulaust kjaftæði.. klaufalegt.
Sama má reyndar segja um aðra mynd sem menn lofa og lofa en er hreint út sagt hrikalega illa gerð, eða District 9
Karakterinn talar akkúrat um það hvað það væri þýðingarlítið fyrir hann að eiga endalaust af veraldlegum hlutum og tekur dæmið með pennann. Hann á hinsvegar greinilega málverk í myndinni eftir Van Gogh sem hann nafngreinir þó aldrei ef ég man rétt.
Ég er sammála þér með D9, en Man from Earth er ein besta dialogue og Sci-Fi mynd sem ég hef séð. Endirinn er fullkomlega súr-sætur.
Re: Vantar hugmynd að góðri bíómynd?
Sent: Mið 23. Apr 2014 09:51
af GuðjónR
Terminator 1-3 klikka ekki.
Re: Vantar hugmynd að góðri bíómynd?
Sent: Mið 23. Apr 2014 12:17
af SergioMyth
American Gangster, Goodfellas, So I Married an Axe Murderer, Sin City, Bad Grandpa og Date Night er líka fín..