Síða 3 af 16

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 00:25
af upg8
20-30 þúsund?

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 01:49
af Baldurmar
chaplin skrifaði:Ég veit að Tal bjóða upp á sundurliðun þar sem farið er yfir allt niðurhal, það er villa á þeirra enda er það frítt en ef þetta er í raun "feil" hjá þér þarftu að borga fyrir þjónustuna sem er um 20-35k.
Góð leið til að enginn þori að biðja um þetta

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 01:49
af ggmkarfa
indiemo skrifaði:
indiemo skrifaði:hmmmm...3 jan er líka risastór hjá mér.....fleiri með svoleiðis?

var 2 jan hjá mér líka sem var huge.....
1.janúar her :(

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 02:52
af Plushy
Baldurmar skrifaði:
chaplin skrifaði:Ég veit að Tal bjóða upp á sundurliðun þar sem farið er yfir allt niðurhal, það er villa á þeirra enda er það frítt en ef þetta er í raun "feil" hjá þér þarftu að borga fyrir þjónustuna sem er um 20-35k.
Góð leið til að enginn þori að biðja um þetta
Líka góð leið til þess að einhver einstaklingur eyði ekki löngum tíma í að sundugreina jafnvel 300GB af notkun fyrir ekki neitt..

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 09:35
af kthordarson
Þetta tíðkast ekki í neinum öðrum viðskiptum. Skil ekki hvernig þetta er látið viðgangast. Sjáiði fyrir ykkur að þurfa borga aukagjald fyrir kassa strimilinn í bónus ?

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 09:49
af Daz
Ég er nokkuð viss um að þeir eru skyldugir til að láta ykkur í té þær upplýsingar sem liggja á bak við rukkaða notkun. Það getur ekki kallast þjónusta.

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 10:13
af Frantic
Þið getið séð á notkun.tal.is sundurliðun niður á sólarhringsfjórðung sem er virkilega þæginlegt.
Held að þið séuð að rugla því við að geta látið fletta upp fyrir ykkur nákvæmlega hverju þið voruð að downloada.
Fjarskiptafyrirtæki á náttúrulega ekki að geta haft greiðan aðgang að þeim upplýsingum hvað þá að þurfa að telja upp fyrir þig þegar þú gleymir því hverju þú varst að downloada.
Þeir eru að leigja þér tengingu inná netið, ekki að selja þér það sem þú downloadar...

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 10:17
af Garri
Frantic skrifaði:Þið getið séð á notkun.tal.is sundurliðun niður á sólarhringsfjórðung sem er virkilega þæginlegt.
Held að þið séuð að rugla því við að geta látið fletta upp fyrir ykkur nákvæmlega hverju þið voruð að downloada.
Fjarskiptafyrirtæki á náttúrulega ekki að geta haft greiðan aðgang að þeim upplýsingum hvað þá að þurfa að telja upp fyrir þig þegar þú gleymir því hverju þú varst að downloada.
Þeir eru að leigja þér tengingu inná netið, ekki að selja þér það sem þú downloadar...
Rangt.

Þeir eru líka að rukka fyrir notkun. Ef þeir gera það, þá verða þeir að geta staðið við þessa notkunarmælingu. Og hún þarf að vera eftirlitsskyld.. rétt eins og með allar aðrar mælingar sem notaðar eru til gjaldmælinga.

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 10:32
af Daz
Frantic skrifaði:Þið getið séð á notkun.tal.is sundurliðun niður á sólarhringsfjórðung sem er virkilega þæginlegt.
Held að þið séuð að rugla því við að geta látið fletta upp fyrir ykkur nákvæmlega hverju þið voruð að downloada.
Fjarskiptafyrirtæki á náttúrulega ekki að geta haft greiðan aðgang að þeim upplýsingum hvað þá að þurfa að telja upp fyrir þig þegar þú gleymir því hverju þú varst að downloada.
Þeir eru að leigja þér tengingu inná netið, ekki að selja þér það sem þú downloadar...
Ef notendur gætur mælt sín megin sömu notkun og borið saman, þá liti málið öðruvísi við. Eins og er þá þurfa notendur að treysta á skilgreiningu síns þjónustuaðila á hvað "erlent niðurhal" er. Þá myndi ég telja þjónustuaðilanum skylt að gefa upplýsingar um hvað liggur á bak við rukkunina.

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 10:53
af Frantic
@Garri:
Já þeir eru að rukka fyrir notkun [á tengingu] ef þú vilt vera mjög nákvæmur.
Og já fjarskiptafyrirtækin geta yfirleitt alltaf bakkað upp þessar tölur.
Veit til þess að örsjaldan hafa þessar tölur ekki staðist þá er líka bara í lagi að vera í sambandi og vita hvort að fleiri séu í sömu sporum.
Fyrirtækið ætti þá að koma til móts við viðskiptavin, ef ekki þá er eitthvað að þín megin.

@Daz:
Geta notendur ekki mælt notkunina sína?
Mjög snemma á þessari öld var ég með teljara á tölvunum heima sem taldi allt erlent niðurhal en það var fyrir tíma notkunarsíðna sem ISPanir skaffa núna.
Fullt af flottum forritum í dag sem bjóða uppá þetta.
Það er hægt að krefjast þess að fá þessar upplýsingar en mér finnst að það þyrfti að vera eitthvað rosalegt að.

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 11:20
af kthordarson
Það er ekki á hendi "meðalnotanda" að setja upp mæli sem:
1) mælir allt niðurhal á heimilinu, öll heimili eru með fleiri en eina tölvu. Siḿar, i-tæki, fartölvur ofl ofl.
2) gerir greinamun á erlendu og innlendu niðurhali

Hvernig eru t.d. DDOS árasir mældar. UDP pakkar flæðandi inn frá random IP tölum í heiminum. Ég velti fyrir mér hvort niðurhalsteljarinn geri greinamun á slíkri umferð og torrent traffík sem birtist á UDP portum af handahófi? Ef gerð er DDOS árás á vodafone, tal eða símann og IP talan þín verður óvart fyrir valinu. Áttu að borga fyrir það "niðurhal" ?

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 12:51
af AntiTrust
kthordarson skrifaði:Hvernig eru t.d. DDOS árasir mældar. UDP pakkar flæðandi inn frá random IP tölum í heiminum. Ég velti fyrir mér hvort niðurhalsteljarinn geri greinamun á slíkri umferð og torrent traffík sem birtist á UDP portum af handahófi? Ef gerð er DDOS árás á vodafone, tal eða símann og IP talan þín verður óvart fyrir valinu. Áttu að borga fyrir það "niðurhal" ?
Þegar þú ert DDOSaður er sú traffík yfirleitt mjög auðgreinanleg á þann hátt að mælt gagnamagn fer langt yfir línugetu, og skiptir oft tugum GB á klst. Erfiðara líklega að sjá það með 100Mb+ tengingar en greinanlegt engu að síður.

Það virðist svo vera misjafnt eftir fyrirtækjum hvar thresholdið er þar sem sysadminar fá tilkynningar um DDOS, í sumum tilfellum þarf það að ná yfir TB til þess að þetta sé fellt sjálfkrafa niður. En það er/á að vera ekkert mál að fá viðkomandi fyrirtæki til að fara yfir hrágögn úr tengipunktum og athuga hvort það sé e-ð athugavert.

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 13:08
af vesley
var fyrst að kveikja á tölvunni fyrir 10 min og svona stendur 24 janúar hjá mér.

24. janúar 2014 10.240 MB 10,00 GB

venjulegur dagur er ekki nema 2-3gb þannig þetta er mjög spes


Edit: feill í mér þetta er aukalega niðurhalið,

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 13:10
af AntiTrust
vesley skrifaði:var fyrst að kveikja á tölvunni fyrir 10 min og svona stendur 24 janúar hjá mér.

24. janúar 2014 10.240 MB 10,00 GB

venjulegur dagur er ekki nema 2-3gb þannig þetta er mjög spes
Hvað segir device listinn hjá þér inná router?

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 13:21
af Frantic
Mjög sérstakt að það sé komið slétt 10 GB. Finnst þetta of slétt tala til að geta verið rétt.
Ertu búinn að láta Vodafone vita og spurja hvort það séu fleiri að lenda í því sama?
Eru engin önnur tæki tengd routernum en tölvan?

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 13:25
af vesley
AntiTrust skrifaði:
vesley skrifaði:var fyrst að kveikja á tölvunni fyrir 10 min og svona stendur 24 janúar hjá mér.

24. janúar 2014 10.240 MB 10,00 GB

venjulegur dagur er ekki nema 2-3gb þannig þetta er mjög spes
Hvað segir device listinn hjá þér inná router?

Eins og ég sagði rétt eftir svarið þitt þá var þetta aukalegt gagnamagn,

Þetta er reyndar fyrsti mánuðurinn í meira en 1 ár þar sem við förum yfir limitið, höfum vanalega verði töluvert frá því.

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 13:32
af AntiTrust
Má til með að benda ykkur á þetta hér - http://www.vodafone.is/internet/sjalfvirktgagnamagn/" onclick="window.open(this.href);return false;

Loksins hægt að afskrá sig úr þessu bölvaða sjálfvirka niðurhali, þeir fá kudos fyrir það. Ekki stórt, þar sem þetta hefði og á aldrei að vera sjálfgefið til að byrja með, en kudos engu að síður.

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 14:03
af kthordarson
AntiTrust skrifaði: Þegar þú ert DDOSaður er sú traffík yfirleitt mjög auðgreinanleg á þann hátt að mælt gagnamagn fer langt yfir línugetu, og skiptir oft tugum GB á klst. Erfiðara líklega að sjá það með 100Mb+ tengingar en greinanlegt engu að síður.
Ef ég skoða einn furðulega stórann dag hjá mér, 24. okt. Þar fer niðurhalið yfir 75GB á einum sólahring. Allir hinir dagarnir í sama mánuði eru 2-3GB.
Sama dag í nóvember kemur rosa skot c.a. 32GB, hinir dagarnir allir langt undir, sýnist meðalið vera í kringum 3GB. Samt hærra en mánuðin á undan.
Í desember er svo greinileg meðaltals aukning, meðaltalið að nálgast 5GB á dag, með stórum toppum inná milli.
Var ég búinn að taka fram að ég er ekki með netflix eða neitt þannig? Nota bara deildu fyrir torrent.

Skemmtileg samsæriskenning 1:
Voda er með botnet í gangi. Sendir gagnaflóð (mini-DDOS)á ljóstengingar sínar til að fá erlenda "niðurhalið" upp. Gerir það samt varlega, ekki of augljóst. Bara svona rétt til að ná hverjum degi í 4-6 GB.
Skemmtileg samsæriskenning 2:
google/youtube speglarnir á 193.4.115.241-251 (og mögulega fleiri íslenskum netum) er rukkað sem erlent niðurhal.

Finnst skýring 2 líklegri en 1.

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 14:16
af AntiTrust
kthordarson skrifaði: Ef ég skoða einn furðulega stórann dag hjá mér, 24. okt. Þar fer niðurhalið yfir 75GB á einum sólahring. Allir hinir dagarnir í sama mánuði eru 2-3GB.
Sama dag í nóvember kemur rosa skot c.a. 32GB, hinir dagarnir allir langt undir, sýnist meðalið vera í kringum 3GB. Samt hærra en mánuðin á undan.
Í desember er svo greinileg meðaltals aukning, meðaltalið að nálgast 5GB á dag, með stórum toppum inná milli.
Var ég búinn að taka fram að ég er ekki með netflix eða neitt þannig? Nota bara deildu fyrir torrent.

Skemmtileg samsæriskenning 1:
Voda er með botnet í gangi. Sendir gagnaflóð (mini-DDOS)á ljóstengingar sínar til að fá erlenda "niðurhalið" upp. Gerir það samt varlega, ekki of augljóst. Bara svona rétt til að ná hverjum degi í 4-6 GB.
Skemmtileg samsæriskenning 2:
google/youtube speglarnir á 193.4.115.241-251 (og mögulega fleiri íslenskum netum) er rukkað sem erlent niðurhal.

Finnst skýring 2 líklegri en 1.
Þú getur örugglega beðið um sundurliðun/skoðun á 24. okt, amk til að sjá hvort það er niðurhalsspike sem fer yfir línugetu og gefur til kynna e-rskonar árás.

Skýring 1 er fjarstæðukennd. Sektin við slíku myndi valda meiri tapi fyrir Voda heldur en gróðinn fyrir viðbótargagnamagni í mörg ár hjá notendum, tala nú ekki um svo mikla skemmd á orðsporinu að fyrirtæki ætti líklega ekki von um líf eftirá.

M.v. gagnamagnshækkanir hjá userum hérna á vaktinni sem þeir kannast ekki við gæti skýring 1 vel verið rétt.

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 14:43
af kjartanbj
kthordarson skrifaði:
AntiTrust skrifaði: Þegar þú ert DDOSaður er sú traffík yfirleitt mjög auðgreinanleg á þann hátt að mælt gagnamagn fer langt yfir línugetu, og skiptir oft tugum GB á klst. Erfiðara líklega að sjá það með 100Mb+ tengingar en greinanlegt engu að síður.
Ef ég skoða einn furðulega stórann dag hjá mér, 24. okt. Þar fer niðurhalið yfir 75GB á einum sólahring. Allir hinir dagarnir í sama mánuði eru 2-3GB.
Sama dag í nóvember kemur rosa skot c.a. 32GB, hinir dagarnir allir langt undir, sýnist meðalið vera í kringum 3GB. Samt hærra en mánuðin á undan.
Í desember er svo greinileg meðaltals aukning, meðaltalið að nálgast 5GB á dag, með stórum toppum inná milli.
Var ég búinn að taka fram að ég er ekki með netflix eða neitt þannig? Nota bara deildu fyrir torrent.

Skemmtileg samsæriskenning 1:
Voda er með botnet í gangi. Sendir gagnaflóð (mini-DDOS)á ljóstengingar sínar til að fá erlenda "niðurhalið" upp. Gerir það samt varlega, ekki of augljóst. Bara svona rétt til að ná hverjum degi í 4-6 GB.
Skemmtileg samsæriskenning 2:
google/youtube speglarnir á 193.4.115.241-251 (og mögulega fleiri íslenskum netum) er rukkað sem erlent niðurhal.

Finnst skýring 2 líklegri en 1.
193.4.0.0/16 netið hjá þeim þar sem speglarnir eru er talið sem erlent niðurhal, þó þeir séu bara að spegla og í raun sé það ekki erlent niðurhal , bara verið að hafa af okkur peninga
ég er með VPN og route'a íslenskum ip netum í gegnum default gateway, en öllu öðru gegnum vpn'in , fór svo að horfa á einhver youtube video og þá hlóðst upp erlenda dl hjá mér og ég fór yfir og fékk þetta asnalega auka gagnaman á mig, búin að breyta núna þannig ég fái ekki þetta sjálfvirka og tók út 193.4.0.0/16 netið af íslenska ip listanum hjá mér þannig speglarnir fara í gegnum vpn

finnst samt hálf aumt að spegla efni og "selja" það svo með innheimtu á erlendu gagnamagni, efni sem þeir eru með á sínum vélum
líka þá veit maður aldrei nákvæmlega hvort maður sé að vera rukkaður eða ekki, hvort að einhver ákveðinn spegill sé talin sem erlent gagnamagn eða ekki


þessir ákveðnu dagar hjá ykkur sem spike'a svona, getur þetta ekki verið eitthvað update sem kemur á þessum dögum , windows update, steam update eða eitthvað álíka

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 14:55
af kthordarson
kjartanbj skrifaði: 193.4.0.0/16 netið hjá þeim þar sem speglarnir eru er talið sem erlent niðurhal
Ertu alveg pottþéttur? Staðfest af vodafone? Augljóst svindl ef rétt er.
kjartanbj skrifaði: þessir ákveðnu dagar hjá ykkur sem spike'a svona, getur þetta ekki verið eitthvað update sem kemur á þessum dögum , windows update, steam update eða eitthvað álíka
Er með linux ubuntu og mint, ekkert Steam. Tek uppfærslur frá speglar.simnet.is. 30-70GB uppfærslu pakki? Naah.

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 15:26
af kjartanbj
já er viss, var ekki að dl neinu erlendis frá, bara horfa á youtube video og það kláraði erlenda gagnamagnið, átti ekki nema 2-3g eftir , sendi núna allt þarna í gegnum VPN

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 15:27
af Sallarólegur
kjartanbj skrifaði:var ekki að dl neinu erlendis frá, bara horfa á youtube video
YouTube er erlendis.

http://bgr.com/2013/11/11/netflix-youtu ... nsumption/" onclick="window.open(this.href);return false;
Mynd

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 15:27
af kjartanbj
allt þetta ip range er ekki talið sem erlent niðurhal, en að minnsta kosti speglarnir sem eru á því eru taldir sem erlent niðurhal , fannst bara auðveldast að senda allt á þessu ip range í gegnum vpn'in auðveldast

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Sent: Fös 24. Jan 2014 15:29
af kjartanbj
Sallarólegur skrifaði:
kjartanbj skrifaði:var ekki að dl neinu erlendis frá, bara horfa á youtube video
YouTube er erlendis.

ég veit vel að youtube er erlendis, en þeir spegla það hér, traffíkin á það fór í gegnum íslenskar ip tölur , íslenskan server , sem síðan sækir efnið út og speglar það
frá mínum dyrum séð var þetta innanlands traffík, en þeir rukka samt erlent fyrir það , ég þurfti að breyta stillingum þannig að þetta íslenska ip net sem þessir speglar eru á myndu fara út í gegnum vpn hjá mér