Síða 3 af 6
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 15:21
af Tbot
Þetta er sorglegt mál.
Þessi skot hjá honum áður en lögreglan kom.
Skaut hann inni í íbúð, úti á svölum eða stigagangi?
Var það kannski tilviljun að enginn saklaus borgari varð ekki fyrir skoti? Og hefði slasast eða látist?
Sá sem fer að hleypa af haglabyssu inni hjá sér er ekki í lagi en þá kemur upp þessi sígilda spurning hvað á að gera.
Síðan má einfaldlega íhuga ef hann er veikur.... hvar komst hann yfir haglabyssu og ef hann átti hana, hvers vegna var ekki búið að gera hana upptæka og skotvopnaleyfið ógilt.
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 15:24
af dori
Garri skrifaði:Get ekki að því gert en mér þykir voða margir tilbúnir að dæma þetta á einn veg frekar en annan.
Auðvitað er það ekki verjanlegt að snappa með skotvopn. En þarna var búið að rýma svæðið og það hljóta að vera til meðul til að vinna úr svona aðstæðum öðrum en þau að skjóta vandræðagripina til bana.
Er til dæmis ekki til gas sem sljóvgar eða svæfir menn?
Meðvirknin minnir óþægilega mikið á þegar lögreglumenn í Whasington skutu einstæða móðir til bana mörgum skotum fyrir það eitt að keyra á staur.
Ef fólk heldur að réttlæti náist með svona aðgerðum.. þá er það ekki að lesa þetta rétt.
Lögreglan hefur ekki þau þægindi að geta velt því fyrir sér hvaða efni eru til sem hugsanlega yfirbuga menn nóg til að það sé hægt að afvopna þá og handtaka án þess að þeir séu ennþá hættulegir. Þeir hafa sína aðferðafræði og aðgerðir sem þeir hafa æft og þó svo að það sé hörmulegt að maðurinn hafi látið lífið þá vil ég trúa því að þetta sé það besta sem þeir gátu gert í þessari stöðu (ekki dæma eitthvað þegar þú veist ekkert um aðstæður og hvað var búið að reyna). Núna hlýtur að vera farið í rannsókn á því hvað var gert og hvernig það fór fram og verkferlar væntanlega bættir í kjölfar þessa þar sem við á.
M.v. það sem maður les þá var bankað uppá hjá honum og hann skýtur úr haglabyssu á lögregluna. Þeir reyndu gasspengjur og það virkaði augljóslega ekki (nógu vel). Hvað hefði verið rétt að gera í þessari aðstöðu?
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 15:38
af biturk
Eina rétta ráðið
Gerið þið ykkur líka grein fyrir því hvað er erfitt að skjóta eitthvað á hreifingu á réttan stað svo hann lifi en verði skaðlaus
Þeir hafa svona 1-2 sek að miða og skjóta eða vera skotnir sjálfir
Held að menn ættu að setja sig í þessi spor áður en þeir tjá sig og átta sig hvað þetta hafa verið gríðarlega krefjandi aðstæður fyrir aumingjans lögreglu mennina
Svo mætti taka netsambandið af þessari heiðu
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 15:43
af Garri
Vissulega veit ég ekkert meir en þið.
Finnst það samt eins rökrétt og hugsast getur að einstaklingur sem framkvæmir svona gangi ekki alveg á öllum.. hvort sem er vegna lyfja eða andlegs-sjúkdóms.
Í því ljósi hlýtur það að vera umhugsunarefni hversu mikið menn eru tilbúnir að ganga til að bjarga lífum eins og þegar menn eru að glíma við stórhættuleg dýr, þá er oft notast við svæfingarpílur eða önnur úrræði, en þegar menn glíma við ehmmm.. "hættulegar" mannskepnur, þá eru það oftar en ekki byssur og skotið til að drepa einasta úrræðið, samanber móðirin sem var drepin í bíl sínum.. óvopnuð og stöðvuð.
Þarna skýtur skökku við.
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 15:43
af steinarorri
Mér skildist líka á blaðamannafundinum að þegar búið er að skjóta inn táragasi og maðurinn kemur ekki sjálfur úr gasmettuðu rými þá er í reglum að þeir verða að fara og sækja hann inn.
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 15:45
af Moldvarpan
Mikið agalega er öll umræða hérna á vaktini komin á lágt plan...
Sum ummælin hérna eru virkilega ósmekkleg. Skora á stjórnendur að fara gera eitthvað í þessu.
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 15:57
af rapport
paze skrifaði:dandri skrifaði:Ég held þú myndir líka brjóta af þér ef þér væri smalað saman í gettó, hefðir enga menntun og lifðir í fátækt.
Jahá. Segðu mér, hver er að smala innflytjendum saman í ghettó?
Refugee er ekki innflytjandi, það er flóttamaður.
En þér er líklega sama um það...
Þú kannski lest áfram fram yfir fystu línuna. En segjum að við séum þá bara að tala um flóttamenn...Erum við þá tilbúin að játa að þeir eru bad news?
Nei, þá játum við að þeir séu fólk hefur hlotið skaða og þarf stuðning og hjálp. Það er lærdómurinn sem við ættum að draga af þessum tölum, ekki að það eigi að banna þeim að koma til landsins.
Hjálpin til þerra á ekki að vera mæld í fermetrum, hún á að vera mæld með svona tölum og við erum augljóslega ekki að hjálpa þeim ef þetta er raunin.
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 16:38
af Hnykill
Þeir skutu reyksprengjum inn til hans en það virkaði víst ekki sem skildi :/ ..en eiga þeir ekki Flashbang þessir sérsveitamenn ? það á víst að gera menn heyrnalausa og blinda í smástund, svo það sé hægt að yfirbuga þá án þess að það þurfi að skjóta þá.
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 16:58
af kizi86
þekkti þennan mann af eigin raun, og skil vel af hverju það var svona mikið umstang í kringum hann.. hann er og hefur lengi verið hættulegur sjálfum sér og öðrum..
hann skuldaði mér pening eftir vörusvik á blandinu, tók mjög langan tíma að fá hann til baka, og þurfti næstum ofbeldi til, (reyndar reyndi hann að ráðast á mig) sem betur fer frétti ég af þessum manni áður svo tók 2 vini mína með mér, og þeir komu í veg fyrir að eitthvað skeði.. þessi maður var algerlega siðblindur og búinn að brenna allar brýr að baki sér.. sorglegt samt að þetta hafi farið svona, hefði miklu frekar viljað sjá þennan mann inná geðdeild fyrir löngu..
og gott að lögreglumönnunum varð ekki meint af!
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 17:05
af Plushy
Hnykill skrifaði:Þeir skutu reyksprengjum inn til hans en það virkaði víst ekki sem skildi :/ ..en eiga þeir ekki Flashbang þessir sérsveitamenn ? það á víst að gera menn heyrnalausa og blinda í smástund, svo það sé hægt að yfirbuga þá án þess að það þurfi að skjóta þá.
Maður þarf ekki heyrn eða sjón til að taka í gikkinn og skjóta út um allt
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 17:16
af littli-Jake
Plushy skrifaði:Hnykill skrifaði:Þeir skutu reyksprengjum inn til hans en það virkaði víst ekki sem skildi :/ ..en eiga þeir ekki Flashbang þessir sérsveitamenn ? það á víst að gera menn heyrnalausa og blinda í smástund, svo það sé hægt að yfirbuga þá án þess að það þurfi að skjóta þá.
Maður þarf ekki heyrn eða sjón til að taka í gikkinn og skjóta út um allt
Nákvæmlega. Mér finst svoltið eins of fólk geri sér ekki alveg grein fyrir því hverslags áhætta það er fyrir lögreglumenn að fara inn í svona aðstæður. Þó að þeir séu með varnarbúnað þá erum við að tala um skotvopn. Finst tildæmis alveg ótrúlegt að ein af sérsveitarmönnunum hafi fengið skot í höfuðið og ekki hlotið stórskaða af. Högið sem filgir haglaskoti er ekkert smáræði.
Auðvitað hefði verið betra ef að maðurinn hefði bara gefist upp. Auðvitað vildu allir að hann væri en á lífi en miðað við myndböndin sem nágranarnir tóku upp. Miðað við öll skötin sem maðurinn skaut út í loftið get ég ekki gagnrýnt lögregluna fyrir að fara inn til að stöðva mannin.
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 17:22
af GuðjónR
Þegar menn byrja að skjóta hægri og vinstri í fjölbýli þar sem saklaust fólk er með börnin sín þá á lögreglan að sýna þeim zero tolerance.
Þetta voru hárrétt viðbrögð hjá lögreglunni. Ef eitthvað mætti gagnrýna þá er það hugsanlega af hverju skutu þeir hann ekki fyrr? Maðurinn var búinn að vera stjórnlaus og stórhættulegur í margar klukkustundir áður en hann var drepinn.
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 17:36
af lukkuláki
Ég er á því að þarna hafi lögreglan og sérstaklega sérsveitin gert allt sem þeir gátu til að ná manninum í sínar hendur og gera viðeigandi ráðstafanir.
En maðurinn var sennilega ekki á því að láta ná sér og því fór sem fór.
Hann skaut úr haglabyssu að 2 sérsveitamönnum það segir meira en segja þarf um stöðu þeirra sem í þessu lentu það var ekkert annað hægt að gera en að taka manninn niður með öllum tiltækum ráðum, því miður fór svo að maðurinn lést en það var ekki upphaflega planið að drepa manninn, ef það er það sem þarf til að stöðva þennan stórhætulega mann þá er það bara þannig.
Ég finn til með aðstandendum mannsins sem var greinilega eitthvað veikur á sálinni en ég finn ennþá meira til með sérsveitarmönnunum og aðstandendum þeirra og vona að þeir jafni sig á þessu.
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 17:46
af Garri
Nú er það komið fram sem mig grunaði.
Maðurinn hefur átt við geðræn vandamál að stríða í mjög langan tíma.
Maðurinn sem lést í dag eftir skotbardaga við lögreglu hafði átt við langvarandi geðræn vandamál að stríða og var í mikilli neyslu vímuefna undanfarin ár, samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði á Íslandi og í Noregi.
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 17:52
af Plushy
Garri skrifaði:Nú er það komið fram sem mig grunaði.
Maðurinn hefur átt við geðræn vandamál að stríða í mjög langan tíma.
Maðurinn sem lést í dag eftir skotbardaga við lögreglu hafði átt við langvarandi geðræn vandamál að stríða og var í mikilli neyslu vímuefna undanfarin ár, samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði á Íslandi og í Noregi.
http://visir.is/sorgarsaga-byssumannsin ... 3131209846" onclick="window.open(this.href);return false;
sjáið meira um þetta hér.
Ævilangt bann úr Noregi fyrir glæpi og þjófnað, sneri aftur til Noregs 1986 og var handtekinn við innbrot. Þegar lögreglan kom að honum við innbrotið beindi hann sjálfvirkri skammbyssu (sem hann btw stal úr Þýskalandi) að þeim og var svo kærður fyrir tilraun til manndráps, fór í ýmis fangelsi og stofnanir en sagði ekki neitt.
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 17:57
af Black
Held að Hraunbær og Rofabær verði áfram ódýrustu göturnar í monopoly
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 18:04
af Stuffz
Fyrst af öllu. leiðindamál, eins og sms skilaboð sem nú eru að leka um allt, ekki skrítið að sumir séu reiðir, veit samt ekki hvort þessi tvö mál tengjast.
Mér sýnist í fljótu bragði þegar ég horfi á fréttamyndirnar að þetta sé íbúð fyrir neðan hjá fólki sem ég þekki og var í heimsókn hjá í gærkveldi, þ.e.a.s ef þetta er Hraunbær 20..
Hef verið að lesa og heyrt sumt en örugglega ekki allt í fjölmiðlum og kem með nokkrar vangaveltur hérna uppá hvort hægt sé að hafa fyrirbyggjandi áhrif á að þetta gerist aftur næst þegar svona aðstæður skapast..
Ef var búið að "secure" svæðið og engir gíslar eða íbúar í hættu í íbúðinni eða nálægum íbúðum lá eitthvað á að gera atlögu hefði ekki mátt reyna fleiri passív úrræði
án þess að fara í aðgerð sem svo stofnuði lífi sérsveitarmanna og þessa borgara í lífshættu, líka hvenær eru vaktaskipti hjá lögreglunni?
svo hefði ekki verið betra að leggja þessum lögreglubílum ofar í götunni en ekki nokkra metra fyrir framan íbúðina með vopnuðum mann í vafasömu ástandi í.
Ég held allt sem virkar sem "Intimidation" hafi ekki góð áhrif á jákvæða endingu í svona aðstæðum, hálfblindur af táragasi með skotvopn sjálfsagt með kexruglaða maníu í gangi og svo sérsveit að ryðjast inn eins og í bíómynd.. frekar slæm mixtúra
"Intimidation" virkar kannski á eitthverja dópsala eða hverstagslega skipulagða glæpamenn afþví þeir þekkja verklagsreglur lögreglunnar og sjá að þeir hafa engann séns á að strjúka eða veita mótspyrnu, en eitthver geðveik/tæpur aðili sem á jafnvel við vímuefnavanda að stríða bregst kannski allt öðruvísi við og tekur þessu sem persónulegri ögrun og staðfestingu á þeir umhverfis hann vilji veita honum skaða.. ég er ekki sálfræðingur en ég velti fyrir mér var eitthver sálfræðingur til taks á staðnum til að aðstoða við úrlausn mála?
Eitthver sagði mér að sæmi rokk hefði verið besti samningamaður landsins í svona málum, hver var að reyna að hafa sambandi við manninn og ef hann svaraði ekki síma var t.d. notað gjallhorn og þá hvað var sagt, var reynt að róa manninn niður eða setja honum eitthverja úrslitakosti, ég spyr því ég veit ekki en fyndist fróðlegt að vita..
Það væri mjög gagnlegt ef eitthver fjölmiðillinn birti timeline af atburðarásinni, ég er viss um að lögregla mun endurskoða sína forgangsröðun í sambærilegum málum í framtíðinni ef niðurstaðan er að hluti hefði mátt gera betur.
Það er eðlilega fyrir mestu fyrir alla aðila að fyrirbyggja að svona endurtaki sig.
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 18:22
af Plushy
Stuffz skrifaði:Fyrst af öllu. leiðindamál, eins og sms skilaboð sem nú eru að leka um allt, ekki skrítið að sumir séu reiðir, veit samt ekki hvort þessi tvö mál tengjast.
Mér sýnist í fljótu bragði þegar ég horfi á fréttamyndirnar að þetta sé íbúð fyrir neðan hjá fólki sem ég þekki og var í heimsókn hjá í gærkveldi, þ.e.a.s ef þetta er Hraunbær 20..
Hef verið að lesa og heyrt sumt en örugglega ekki allt í fjölmiðlum og kem með nokkrar vangaveltur hérna uppá hvort hægt sé að hafa fyrirbyggjandi áhrif á að þetta gerist aftur næst þegar svona aðstæður skapast..
Ef var búið að "secure" svæðið og engir gíslar eða íbúar í hættu í íbúðinni eða nálægum íbúðum lá eitthvað á að gera atlögu hefði ekki mátt reyna fleiri passív úrræði
án þess að fara í aðgerð sem svo stofnuði lífi sérsveitarmanna og þessa borgara í lífshættu, líka hvenær eru vaktaskipti hjá lögreglunni?
svo hefði ekki verið betra að leggja þessum lögreglubílum ofar í götunni en ekki nokkra metra fyrir framan íbúðina með vopnuðum mann í vafasömu ástandi í.
Ég held allt sem virkar sem "Intimidation" hafi ekki góð áhrif á jákvæða endingu í svona aðstæðum, hálfblindur af táragasi með skotvopn sjálfsagt með kexruglaða maníu í gangi og svo sérsveit að ryðjast inn eins og í bíómynd.. frekar slæm mixtúra
"Intimidation" virkar kannski á eitthverja dópsala eða hverstagslega skipulagða glæpamenn afþví þeir þekkja verklagsreglur lögreglunnar og sjá að þeir hafa engann séns á að strjúka eða veita mótspyrnu, en eitthver geðveik/tæpur aðili sem á jafnvel við vímuefnavanda að stríða bregst kannski allt öðruvísi við og tekur þessu sem persónulegri ögrun og staðfestingu á þeir umhverfis hann vilji veita honum skaða.. ég er ekki sálfræðingur en ég velti fyrir mér var eitthver sálfræðingur til taks á staðnum til að aðstoða við úrlausn mála?
Eitthver sagði mér að sæmi rokk hefði verið besti samningamaður landsins í svona málum, hver var að reyna að hafa sambandi við manninn og ef hann svaraði ekki síma var t.d. notað gjallhorn og þá hvað var sagt, var reynt að róa manninn niður eða setja honum eitthverja úrslitakosti, ég spyr því ég veit ekki en fyndist fróðlegt að vita..
Það væri mjög gagnlegt ef eitthver fjölmiðillinn birti timeline af atburðarásinni, ég er viss um að lögregla mun endurskoða sína forgangsröðun í sambærilegum málum í framtíðinni ef niðurstaðan er að hluti hefði mátt gera betur.
Það er eðlilega fyrir mestu fyrir alla aðila að fyrirbyggja að svona endurtaki sig.
Ég held að þú lítur meira á þetta eins og þetta væri maður sem væri að íhuga sjálfsmorð í stað þess að myrða annað fólk.
Hvað ætti sálfræðingur að gera ef að hann reynir að tala við hann og hann skýtur bara á hann út um eldhúsgluggann? þegar svona einstaklingur er að skjóta út um allt og á alla þarf sem allra fyrst að stoppa hann af áður en hann skaðar sjálfa sig eða aðra, það var reynt með ýmsum aðferðum m.a. einhverskonar gasi (táragas?) sem hafði ekki tilætluð áhrif. Þeir ætluðu svo inn í íbúð (mögulega að tala bara við hann) en fyrsta sem hann gerir er að skjóta lögreglumann í hausinn sem væri líklega dauður núna ef ekki fyrir hjálminn hans.
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 18:24
af Garri
Sammála Stuffz..
Vill bæta við þetta að ef fréttin er rétt höfð eftir, það er, af skotríð lögreglu á glugga og íbúð mannsins sem svar við skotríð hans út um gluggann, þá er það að minni hyggju í það minnsta jafn glórulaust eins og skotríð hins geggjaða.
Hver var tilgangur slíkrar skotríðar?
Og skv. þessu myndbandi á mbl.is voru það ófá skotin. Þarna heyrist myndatökumaður segja.. "shiiitt.. ætla þeir að drepa gæjann"
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... er_latinn/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 18:29
af Gúrú
paze skrifaði:Ef það væri bara jafn vangefið og það sem þú ert að segja.
GuðjónR byrjar á því að segja að svona komi ekki fyrir nema bara í útlöndum og þá spyr ég hvort þetta sé þá ekki jafnvel útlendingur (þar sem íslendingar hafa enga sögu af því að skjóta á lögreglumenn).
Það er himinn og haf milli þess að segja að manni líði eins og maður sé í útlöndum þ.e. "eitthvað sem hefur aldrei gerst áður var að gerast"
og að segja að maðurinn sem skaut á lögreglu sé ábyggilega útlendingur af því að... hvað? Þú ert fordómafullur?
Ekki segja að þú hafir komið með tölfræðilega gott gisk, því þetta var það ekki.
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 18:34
af Plushy
Garri skrifaði:Sammála Stuffz..
Vill bæta við þetta að ef fréttin er rétt höfð eftir, það er, af skotríð lögreglu á glugga og íbúð mannsins sem svar við skotríð hans út um gluggann, þá er það að minni hyggju í það minnsta jafn glórulaust eins og skotríð hins geggjaða.
Hver var tilgangur slíkrar skotríðar?
Og skv. þessu myndbandi á mbl.is voru það ófá skotin. Þarna heyrist myndatökumaður segja.. "shiiitt.. ætla þeir að drepa gæjann"
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... er_latinn/" onclick="window.open(this.href);return false;
Finnst líklegt að þeir hafi gert það til að 1) láta hann hætta að skjóta á þá/aðra og draga sig í hlé 2) geta kastað inn táragasi og geta svo mögulega farið upp í íbúðina og yfirbugað hann
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 18:36
af Garri
Finnst þér það eðlilegt að byssur og skotvopn séu notuð í slíkum tilgangi?
Hér er mynd af nokkrum skothylkjum lögreglunnar.
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 18:46
af rubey
Einhverstaðar las ég að maðurinn byrjaði að skjóta útaf gasinu sem þeir skutu inn? En ef svo er þá eru þetta fáránleg vinnubrögð. Veit ekki hvað lá svona á að ráðast inn til hans, annarstaðar er setið um svona lið í fleiri fleiri tíma og endar oftast að þeir gefist upp eða skjóta sjálfa sig sem er skárra en að leyfa manninum að skjóta á tvo lögreglumenn. En maður veit svo sem ekkert nákvæmlega hvað gerðist svo maður þarf bara að bíða eftir fleiri fréttum
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 18:54
af HalistaX
rubey skrifaði:Einhverstaðar las ég að maðurinn byrjaði að skjóta útaf gasinu sem þeir skutu inn? En ef svo er þá eru þetta fáránleg vinnubrögð. Veit ekki hvað lá svona á að ráðast inn til hans, annarstaðar er setið um svona lið í fleiri fleiri tíma og endar oftast að þeir gefist upp eða skjóta sjálfa sig sem er skárra en að leyfa manninum að skjóta á tvo lögreglumenn. En maður veit svo sem ekkert nákvæmlega hvað gerðist svo maður þarf bara að bíða eftir fleiri fréttum
Hann var löngu byrjaður að hleypa af byssuni áður en löggan mætti á staðinn, enda ástæða fyrir því að hún var kölluð út til að byrja með.
Re: Hvað er í gangi í Árbænum?
Sent: Mán 02. Des 2013 18:57
af urban
Garri skrifaði:
Meðvirknin minnir óþægilega mikið á þegar lögreglumenn í Whasington skutu einstæða móðir til bana mörgum skotum fyrir það eitt að keyra á staur.
http://rt.com/usa/miriam-carey-police-capitol-733/" onclick="window.open(this.href);return false;
alveg lágmark að koma með rétta sögu.
þessi kona var hvergi nálægt því að bara "keyra á staur"
þetta gerist rétt við hvítahúsið
þetta er eitthvað sem að er LANGT frá því að vera eðlilegt viðbörgð við því að "keyra á staur"
hún var mjög nálægt því að keyra niður lögreglumenn, fer EKKI eftir skipunum þeirra og hvað vita menn um annað að þetta hafi verið hriðjuverkamanneskja.
eða er það málið kannski, þetta var einstæð móðir.
hefði þetta kannski litið öðruvísi út ef að þetta hefði verið einhver frá mið austurlöndum.
Garri skrifaði:Finnst þér það eðlilegt að byssur og skotvopn séu notuð í slíkum tilgangi?
Hér er mynd af nokkrum skothylkjum lögreglunnar.
Nú ætla ég ekki að reyna að verja lögregluna neitt sérstaklega.
En það var augljóslega ekki búið að ná að rýma allt svæðið, miðað við myndbönd sem að eru tekin úr grendinni (enda hvernig rýmiru svæðið ef að maðurinn er að skjóta út um gluggann)
miðað við það sem að ég hef lesið í fréttum þá skaut hann 2 lögreglumenn, 2 lögreglumenn sem að eru þá væntanlega á lífi eingöngu vegna þessa búnaðar sem að þeir hafa (eða allavega ekki stórslasaðir)
hann virðist hafa verið brjálaður í hálfan sólarhring samkvæmt einhverjum nágrönnum
hann virðist ENGAN samstarfsvilja hafa sýnt.
hann var augljóslega vopnaður og augljóslega stórhættulegur.
menn hafa væntanlega ekkert vitað um birgðir þessa manns, annars vegar matarbirgðir og hinnsvegar vopnabirgðir.
persónulega er ég mjög ánægður að þetta mál var klárað áður en fólk fór að fara enþá meira á ferðina, áður en börn fóru á stjá og álíka.
bottom lineið er algerlega þetta.
stórhættulegur maður með skotvopn sem að þegar að var búinn að skjóta 2 lögreglumenn.
persónulega finnst mér bara furðulegt að hausinn hafi ekki verið skotinn af honum.
finnst hreinlega (já ég er sjálfsagt voðalega hjartlaus og voðalega röng hugsun og allt það) eðlilegt að maðurinn hafi ekki komist lífs af frá þessu.
ég er aðalega feginn því að honum tókst ekki að drepa neina, það má ekki gleyma því að þetta er í fjölbýlishúsi við fjölmennustu götu landsins.
hefði þetta gerst í einhverju úthverfi þar sem að "auðvelt" væri að rýma hús í 500 metra radíus hefði alveg mátt skoða það að fara öðru vísi að hlutunum.