Ef á að leyfa vímuefni, þá ætti að gera það undir handleiðslu sbr. jöklaferðir.. afhverju er ekki hægt að leyfa vímuefnaneyslu undir handleiðslu og á ábyrgð einhverja sem hægt er að lögsækja ef einhver hlítur skaða af eða í "partýinu".
Þá er vímuefnaneyslan orðin að þjónustu og jafnvel einhver svæði innan borgarinnar þar sem neysla er leyfð og þar er haft strangara eftirlit lögreglu og meiri viðbúnað heilbrigðisstarfsfólks.
En ef einhver finnst með fíkniefni utan svæða, þá verður hann sendur í Hunger Game í Hljómskálagaðinum og öllu sjónvarpað...
Ég þekki svo rosalega mikið af fólki sem virðist ekki hafa neina stjórn á hvað það lætur ofan í sig. Eigum við þá ekki bara líka að banna fólki að elda mat, nema hafa réttindi til þess. Það verða bara staðir þar sem þú getur farið og borðað undir handleiðslu næringarfræðings sem segir þér hvað og hversu mikið þú átt að borða. Þannig getum við komið í veg fyrir offitu og ofneyslu á mat. Svo ef einhver sést borða/elda/selja mat án leyfis eða utan svæðis er honum hent í fangelsi.
Ekki vera að rugla einhverju lífsnauðsynlegu eins og að borða saman við vímuefni sem gera þig að tímabundnum "kálhaus".
En offita er stærra vandamál en vímuefnaneysla, ég er sammála því.
Og það er milljónum ef ekki milljörðum varið í að rannsaka, merkja, fræða og hafa efirlit með matvælum og neyslu fókls til að fyrirbyggja það vandamál.
Það er t.d. DDV sem er akkúrat svona fyrirbrigði sem viktar matinn, hefur eftirlit með neyslu fólks s.s. með matardagbókum.
Örlítið strangara fyrirkomulag með dóp ætti að vera í boði.
Það verður svo að sjálfsögðu réttur allra atvinnuveitenda að kanna hvort starfsfólkið sé "dópað".
Það er nefnilega ekki jafn áberandi og að vera fullur.
Þannig að vinnueftirlitið þarf að búa til verklag fyrir slík tékk o.s.frv.
Slíkt væri sjálfsagður fylgifiskur svona lögleiðingar.
Re: Fullur eða freðinn?
Sent: Fim 29. Ágú 2013 00:11
af Gunnar
Stærsta hættan við að leyfa þetta er að þetta er svo lengi í kerfinu á mann, ferð að keyra daginn eftir og í hættu við að missa bílprófið.
Mér persónulega þykir meira vænt um bílprófið mitt heldur en að verða freðinn, frekar drekk ég og keyri svo daginn eftir (ef ég er ekki þunnur og verð bara heima )
Re: Fullur eða freðinn?
Sent: Fim 29. Ágú 2013 00:43
af dori
Það eru auðvitað allskonar hlutir sem þarf að taka á. T.d. hvernig við viljum skilgreina "undir áhrifum" einhverra efna (nú þekki ég ekki kannabis enda hef ég aldrei notað það en mér skilst að það sé verið að mæla niðurbrotsefni sem haldast í blóðinu mun lengur en efnin hafa áhrif á þig). Þetta eru allt hlutir sem er ekki hægt að breyta í dag því að það er gengið út frá því að það megi ekki nota þessi efni og þ.a.l. er engin afsökun gild fyrir því að hafa nokkru sinni notað þetta. Þá þarf ekkert að spá í þessu og allir sem eru með THC í pissinu sínu eru dópistar og hefðu bara ekki átt að vera að keyra í fyrsta lagi.
Annars þá virðist ég vera ósammála mörgum hérna. Ég er ekkert bara að tala um kannabis. Sterar og kókaín er eitthvað sem ég er líka á því að eigi ekki að vera bannað eins og í að þú sem neytandi ert handtekinn fyrir fíknina/veikindin þín. Það mætti alveg selja það útí búð (ekki fara í strámannaleik, ég er ekki að tala um Bónus og afgreitt af 15 ára krökkum) í einhverjum hentugum skömmtum sem væri sannað að væru ekki blandaðir hættulegum efnum. Þannig er hægt að fylgjast með neyslunni (það er alveg hægt að segja að einhver stefni sjálfum sér í hættu og svipta sjálfræði tímabundið þó að hann sé ekki endilega að gera eitthvað ólöglegt er það ekki rapport?) og aðstoða fíkla. Þá væru auðvitað sambærilegar reglur um þessi efni og áfengi. Það væru einhver aldurstakmörk og þú myndir almennt ekki vera undir áhrifum þeirra þegar þú ert við vinnu og þú myndir augljóslega ekki stjórna ökutækjum.
Re: Fullur eða freðinn?
Sent: Fim 29. Ágú 2013 15:28
af Minuz1
littli-Jake skrifaði:
dori skrifaði:
littli-Jake skrifaði:Með öðrum orðum af því að ég er á annari skoðun en þið er ég óþroskaður með lélegan skilning á mannlegu eðli ( sem ég hef ekki en fengið nánari skýringu á)
Eru semsagt rökin fyrir því að við eigum að leifa kanabis þau að það er hvort sem er svo mikið af þeim í umferð að það er bara sýndarmenska, vesen og leiðindi að hafa þetta ólöglegt? Hey hér er hugmynd. Afhverju hættum við ekki bara að hafa ólöglegt að stela? Meina. Fólk er hvort sem er að sutunda þetta grimt. Hverjir eru núna með fáránleg rök?
Þið talið um víðara samhengi. Skilning. Þið talið eins og lögleiðing á eyturlifi sé einhverskonar krossferð. Að villutrúarmönnum eins og mér sé ekki viðbjargandi. Emdilega útlistaðu þetta víðara samhengi fyrir mér. Ég get ekki beðið eftir að vera upplýstur.
Kanabis er ekki gott fyrir fólk. Þegar þið getið hnekt þessari staðhæfingu skal ég hlusta á þær pælingar um að lögleiða þetta en þangað til sé ég enga ástæðu fyrir því.
Þú ert aðallega kjáni. Það sem ég átti við með að þú sýnir ekki mikinn skilning á mannlegu eðli (og þú hefur í rauninni bara staðfest það með seinni innleggjum í þessa umræðu) er að það virkar ekki að banna eitthvað og ætlast til að það hverfi. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að alltaf þegar eitthvað, sem fólk vill, er bannað (og það er ekki farið í að banna eitthvað sem enginn reynir að gera) þá hættir fólk ekkert að framkvæma/neyta heldur færist framboðið bara í undirheimana. Því fylgir mikill vandi fyrir utan það að allur eiturlyfjavandinn er áfram. Það þarf ekki mjög mikla greind til að sjá að það er slæmt (ekki eins og tveir mínusar sem gera plús). Auk þess gerir það allt eftirlit með neyslu (þó svo að hún sé slæm) miklu erfiðari og allt að ómögulega.
Af hverju eru allir sem verja kjánalegan málsstað svona æstir í að líkja þeirri iðju sem þeir telja að eigi að vera glæpsamleg við að stela? Núna ert þú kominn á lista yfir fólk með rökfærslusnilli á við Snæbjörn herra litli-jake. Til hamingju.
Nú ert þú farinn að gera mér upp skoðanir. Ég sagði hvergi að ég héldi að með því að þráast við að halda banni við kanabis uppi mundi það hverfa. Ég geri mér alveg grein fyrir því að kanabis er ekkert að fara að hverfa. En það eru ekki rök til að lögleiða kanabis að það sé hvort sem er til staðar. Þá getum við alveg eins lögleitt kókaín og stera. Nó til af báðu.
Bæði eru lyf og eru notuð sem slík, þau hafa sína kosti og galla.
Re: Fullur eða freðinn?
Sent: Fim 29. Ágú 2013 16:03
af Sallarólegur
Rétt eins og lífið í heild sinni hafa öll lyf sína kosti og galla, það gildir um kannabis eins og öll hin.
Re: Fullur eða freðinn?
Sent: Fim 29. Ágú 2013 17:32
af rapport
Re: Fullur eða freðinn?
Sent: Fös 30. Ágú 2013 00:08
af Danni V8
Ég reyki ekki, hvorki tóbak né cannabis. Þegar ég var ungur fann ég smjörþefinn af þessu efni. Það eru komin meira um 10 ár síðan.
Ég er hlynttur lögleiðingu, þrátt fyrir að ég þekki til fólks sem hefur farið illa útaf þessu efni. Ég þekki líka til fólks sem hefur farið illa útaf áfengi, tóbaks reykingum og fjárhættuspilum. Ég vill samt ekki banna áfengi, tóbak og peninga.
Það kom meira að segja í grein á mbl.is eða visir.is um daginn að áfengi er líklegra sem "gateway drug" ss. að það leiði til neyslu á sterkari efnum á meðan kannabis er það ekki.