Síða 3 af 3
Re: Game of Thrones S03 umræða
Sent: Þri 11. Jún 2013 10:25
af Stutturdreki
siggik skrifaði:vildi samt meiri spennandi endi, en núna er bara bíða eftir næsta seasoni, það verður sennilega epic
mikið að gerast þá, margar spurningar sem komu eftir þennan þátt
Búðu þig undir vonbrigði..
Minnir reyndar að ég hafi lesið að bók 3 hafi verið skipt niður í s3 og s4, en annars eru bækur 4 og 5 frekar langdregnar og leiðinlegar miðað við fyrri bækurnar. Átti fyrst að vera ein bók en kallinn hélt alltaf áfram að bæta við svo það var ákveðið að skipta henni í tvennt (bók 4 og 5) því þetta var orðið svo umfangs mikið. Enda tók það George þónokkur ár að klára þetta (liðu 5 ár frá bók 3 og þangað til bók 4 kom út og svo 6 ár frá bók 4 og bók 5).
Smá von að þættirnir skipi bara yfir alla útúrdúrana og tilgangslausu aukapersónurnar og haldi sig við aðal söguþráðinn.
Re: Game of Thrones S03 umræða
Sent: Þri 11. Jún 2013 12:22
af hrafn1995
Ég hef heyrt að 3 og 4 seríur verða báðar úr bók 3 þannig að..
verður 4 sería úr 4 bókinni eða var skipt 3 bókinni á milli 3 og 4 seríu?
Til að einfalda, get ég byrjað að lesa fjórðu bókina núna ef ég er búinn að horfa á alla þættina, eða kláraðist þriðja sería í miðri bókinni?
Re: Game of Thrones S03 umræða
Sent: Þri 11. Jún 2013 12:27
af dori
Þriðja sería kláraðist í miðri bókinni.
Re: Game of Thrones S03 umræða
Sent: Þri 11. Jún 2013 16:13
af Xovius
Þriðja serían kláraðist næstum akkúrat í miðri þriðju bókinni.
En ég verð nú að vera ósammála Stutturdreki varðandi það að bæði fjórða og fimmta bókin séu langdregnar og leiðinlegar. Fjórða bókin er sú slakasta af þeim öllum fannst mér en sú fimmta fannst mér hinsvegar alveg snúa þessu við, hún trónir á toppnum í mínum augum!
Re: Game of Thrones S03 umræða
Sent: Lau 15. Jún 2013 21:11
af g0tlife
Re: Game of Thrones S03 umræða
Sent: Lau 15. Jún 2013 23:42
af CendenZ
Stutturdreki skrifaði:
Smá von að þættirnir skipi bara yfir alla útúrdúrana og tilgangslausu aukapersónurnar og haldi sig við aðal söguþráðinn.
Ég vona það líka, en það eru bara því miður meirihlutinn sem horfir í USA sem ræður því. Þessi meirihluti vill drama, kynlíf, sambandsslit, auka persónur, óvænt systkyni etc allskonar þvælu og rithöfundar verða bara að hlýða því.
Það eru alveg fullt af seríum sem byrja vel en enda sem froða, örfáir hafa haldið sig við aðalpersónurnar og sleppt "drama" aukahlutverkinu. Ég meina, og hvaða þættir eru það ? Það eru þættir sem eru ekki sýndir á besta tíma, ekki með fáum dýrum auglýsingum heldur mörgum stuttum og leikararnir eru oft að leika í B-myndum til að fá meiri laun, þ.a.l miklu oftari season break.
Guð sé lof fyrir torrent þegar kemur að því, ég gæti ekki nennt að vera horfa td. á NCIS ef ég væri kani, líða stundum einhverjar vikur á milli þátta og þegar þetta er sýnt úti þá eru stundum svo mikið af auglýsingum að einn þáttur er kannski 25 mín er 40 mín á dagskrá

Re: Game of Thrones S03 umræða
Sent: Sun 16. Jún 2013 12:46
af gulrotin
Er virkilega ánægður hvernig framleiðendur og handritshöfundar eru sannir bókunnum
Hafði smá áhyggjur að þeir myndu "Hollywood"væða þetta
P.S er brálaður eftir síðustu bók svo það er nóg eftir

Re: Game of Thrones S03 umræða
Sent: Sun 16. Jún 2013 17:52
af Gúrú
Stutturdreki skrifaði:Smá von að þættirnir skipi bara yfir alla útúrdúrana og tilgangslausu aukapersónurnar og haldi sig við aðal söguþráðinn.
Fáránlegasta sem ég hef lesið.