Síða 3 af 3

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Mið 17. Apr 2013 16:35
af Lexxinn
dori skrifaði:Ekki að ég sé að gera lítið úr því þegar fólk er að hegða sér eins og dick en hús fellur í allt annan flokk en bifreiðar fjárfestingarlega. Þú reynir að viðhalda/hámarka verðgildi fasteignar. Það eina sem þú getur gert fyrir bílinn þinn er að vona að hann hrapi ekki of mikið í verði.
Allt eru þetta einfaldar viðlíkingar sem oft á tíðum þarf bæði að koma í samhengi og ýkja svo fólk skilur.

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Mið 17. Apr 2013 16:47
af ASUStek
Ekki að ég sé að gera lítið úr því þegar fólk er að hegða sér eins og dick en hús fellur í allt annan flokk en bifreiðar fjárfestingarlega. Þú reynir að viðhalda/hámarka verðgildi fasteignar. Það eina sem þú getur gert fyrir bílinn þinn er að vona að hann hrapi ekki of mikið í verði.
Þú reynir að viðhalda/hámarka verðgildi fasteignar=auðvitað
Það eina sem þú getur gert fyrir bílinn þinn er að vona að hann hrapi ekki of mikið í verði.=rispur og dældir lækka verð á 5mill og á 500þ bíl. það eiga ekki allir bíla sem eru með hoodið hálft í förgun.ást þig sjálfan þarna.
það þarf að mála hús af og til, rispur og smádældir á bílum er í svipuðum klassa. Ég gerði einusinni sýnilega dæld á nýlegan bíl með að reka innkaupapoka með 2l gosflösku í hann. Sem betur fer fékk ég ekki taugáfall..
já fólk málar húsið sitt á NOKKURA ÁRA FRESTI ekki 5 sinnum á mánuði.

Ég gerði einusinni sýnilega dæld á nýlegan bíl með að reka innkaupapoka með 2l gosflösku í hann. Sem betur fer fékk ég ekki taugáfall..=væntanlega ekki ef þú skildir eftir tryggingar upplýsingar.

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Mið 17. Apr 2013 16:50
af tlord
minn bíll dældaðist þegar ég rak poka í hann....og ég var ekkert nálægt því að fremja sjálfsvíg

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Mið 17. Apr 2013 16:52
af ASUStek
sagðir ekki að það hafir verið þinn bíll. þá sýnir það að þér er bara alveg sama um eigur þínar, þannig persóna ert þú bara.

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Mið 17. Apr 2013 16:56
af AntiTrust
tlord, þú verður bara að fyrirgefa en ef það er e-r sem á við þroskavandamál að stríða þá sýnist mér það vera þú. Það er ekki nokkuð samasemmerki á milli þess að þér sé sama um þínar eigur, og að öðru fólki sé sama um þeirra, og það er hreinlega concept sem þú virðist eiga erfitt með að átta þig á.

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Mið 17. Apr 2013 17:03
af tlord
Mér er ekki sama um eigur mínar, ég varð alveg smá fúll í smá stund (ca 10 mín.).

Ég varð líka alveg þokkalega fúll yfir hurðunum þegar ég var yngri. Síðan fattaði ég að það er sóun á geðheilsu.

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Mið 17. Apr 2013 17:05
af Gúrú
tlord skrifaði:Mér er ekki sama um eigur mínar, ég varð alveg smá fúll í smá stund (ca 10 mín.).
Ég varð líka alveg þokkalega fúll yfir hurðunum þegar ég var yngri. Síðan fattaði ég að það er sóun á geðheilsu.
Má ég taka pening af þér og þú verður "ekki fúll því það er sóun á geðheilsu"?

Þessi "viska" þín er heimskuleg.

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Mið 17. Apr 2013 17:10
af tlord
Gúrú skrifaði:
tlord skrifaði:Mér er ekki sama um eigur mínar, ég varð alveg smá fúll í smá stund (ca 10 mín.).
Ég varð líka alveg þokkalega fúll yfir hurðunum þegar ég var yngri. Síðan fattaði ég að það er sóun á geðheilsu.
Má ég taka pening af þér og þú verður "ekki fúll því það er sóun á geðheilsu"?

Þessi "viska" þín er heimskuleg.

Þú mátt ekkert taka frá mér pening. ég verð ekkert glaður. en ég mun reyna að lágmarka skaðan

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Mið 17. Apr 2013 17:17
af rapport
Þetta er líka voðalega misjafnt eftir bílum...

Ég hef átt alskonar bíla, sumt sem maður nánast skammast sín fyrir að hafa keyrt... en þeir voru voðalega misjafnir hvað þeir þoldu af svona hurðaskellum.


Charade '89 var sama, pældi ekki í því
Nissan Sunny '95 rispaðist ekki, þoldi helling.
A-benz '99 Þoldi helling enda með plastbretti að framan.
Passat '99 Þoldi þetta semi vel
Town and country 2006 - Þoldi þetta vel
Subaru Legacy 2007 = Þoldi ekkert átti hann í rúman mánuð og hann var allur í skellum.
Sebring 2005 = Þolir þetta vel

Svo eru Micra, Tigra, Polo og líklega 1-2 aðrir bílar sem maður var sama um hvernig færu...

En Þessi Subaru Legacy var ekinn 6000km og ég var ógeðslega sár hvað hann þoldi ekkert...

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Mið 17. Apr 2013 17:26
af coldcut
Hvað er að ykkur? Ég hurðaði bíl í gær og keyrði svo í burtu án þess að spá neitt meira í því!

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Mið 17. Apr 2013 17:28
af kazzi
AntiTrust skrifaði:
tlord skrifaði:ef ég ætti svona svakalegan bíl (5m) myndi ég reikna með 50Þ á 6 mánaða fresti í einhverja rispumeðferð, frekar en að vera taugahrúga alltaf...
Þú ert þá að tala um fínmössun og leirhreinsun. Það eru hlutir sem ég sé um sjálfur, enda búinn að detaila bíla lengi vel, og get reddað smárispum sjálfur. Ég er búinn að þurfa að gera við hurðanir/smáskemmdir á bílnum mínum eftir aðra 3-4x á þessum 18mánuðum sem ég hef átt bílinn og það hefur sko kostað meira en 50þúsund á 6mánaða fresti að meðaltali - sem er btw EKKI kostnaður sem ég á að gera ráð fyrir afþví að ef fólk væri ekki SVONA MIKIÐ FÍFL(!) þá hefði ég ekki þurft að greiða krónu fyrir neina af þessum viðgerðum.
ertu með góðar hugmyndir hvernig er hægt að taka á þessum fínu rispum ?
væri gaman að sjá hvað hægt er að gera til að losna við þetta.

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Mið 17. Apr 2013 19:13
af Stuffz
Mér finnst að allir bílar eigi að vera framleiddir með gúmmíhring :D
Mynd


nei bara að það sé til nafn fyrir þetta "hurða" segir mér að þetta sé að gerast einum of oft
Mynd


bílar eru ekki spaceshuttles þótt þeir séu margir hannaðir einsog þeim sé ætlað að fljúga á milli pláneta í víðáttu geimsins þar sem eflaust er nóg pláss að leggja :D
Mynd


en ekki hannaðir til að standa í hinum hversdagslega borgartroðningi án óhappa.
Mynd

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Mið 17. Apr 2013 19:45
af gissur1
Djöfull hata ég fólk sem gerir svona!

Í Október í fyrra skipti ég út fyrsta bílnum mínum sem ég var búinn að eiga síðan ég fékk bílpróf og ég hafði aldrei pælt í beyglum á honum. En svo fékk ég mér bíl sem mér fannst og finnst bara frekar fínn bíll og ég mætti á honum voða ánægður í skólann (MK) og lagði bara í ósköp "venjulegt" stæði, en svo þegar ég kom út úr skólanum þegar ég var að fara heim og kom að bílnum, þá var búið að hurða hann og ekki bara öðru megin heldur báðum megin!

Síðan þá hef ég alltaf valið endastæðin í skólanum og lagt eins langt frá næsta bíl og hægt er, og þegar ég fer í smáralindina, kringluna, bónus whatever þá legg ég bara lengst frá versluninni og fæ mér smá labbitúr :P

Við getum ekki breytt öðrum, en við getum breytt okkur sjálfum, ef ykkur þykir vænt um bílana ykkar leggið þá bara í góðri fjarlægð frá hálfvitunum.

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Mið 17. Apr 2013 19:52
af cc151
Mjög sammála antitrust, ef þú sérð svona gerast þá áttu að fara með það eins og bílslys, hurðaskellir geta verið alvarlegar skemmdir og kostað mjög mikið í viðgerðir. Ég opna alltaf hurðina með vinstri hendinni á endanum á hurðinni þannig að puttarnir snerta bara næsta bíl ef það er þröngt, fæ bara hrikalegann hroll við að reka hurðir í aðra bíla.

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Mið 17. Apr 2013 20:02
af Benzmann
margir setja svona gúmmílista á hurðina hjá sér, svo þeir komi í veg fyrir að hurða óvart aðra bíla, finnst eins og allir bílar ættu að vera með þannig

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Mið 17. Apr 2013 20:48
af rapport
http://www.youtube.com/watch?v=dVkJT_hL6Zs" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Mið 17. Apr 2013 23:14
af Xovius
Það er líka bara svo einfalt að opna hurðina hægt og rólega þegar þú ert í þröngu stæði. Þá myndast ekki beygla jafnvel þó þú rekir hurðina óvart aðeins í næsta bíl.

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Fim 18. Apr 2013 02:04
af DaRKSTaR
þetta er stór vandamál.. virðist alltaf vera þannig að liðið verði að troða helst bílunum alveg upp í mann og bomba svo hurðinni á mann.. sérstaklega þessar spikfeitu kerlingar sem þurfa alveg heilt aukabílastæði til að komast úrúr bílunum hjá sér.. ég bíð bara eftir því að það verði fótspor á toppnum á bílnum hjá mér vegna þess að einhver hlussa á ofvöxnum jeppa komast ekki út nema labba yfir drusluna.

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Fim 18. Apr 2013 07:46
af olafurfo
Get verið sammála öllum með pirring og reiði sem dældir geta valdið manni. .
En þetta myndband er þó hugmynd í rétta átt :)
https://www.youtube.com/watch?v=Dr7S_fp ... ata_player" onclick="window.open(this.href);return false;

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Fim 18. Apr 2013 11:36
af Danni V8
Shitt.... tlord...

Það er eins og þú áttir þig ekkert á því að það er ekki allt fólk eins og þú. Sumir eiga bíla sem falla engan vegin í flokk venjulegra vísitölubíla sem gera ekkert nema lækka í verði, þangað til þeir verða ryðgaðir, ljótir og verðlausir.

Ég kýs að eiga flottan bíl, sem er orðinn 20 ára gamall og er sá eini sinnar útfærslu á landinu. Í frekar sérstökum lit í þokkabót miðað við bíla af þessari tegund. Þetta er bifreið sem mun ekki lækka í verði ef ég viðheld ástandinu á honum. Sambærilegir bílar seljast ekki undir milljón krónur erlendis í dag og eiga bara eftir að fara hækkandi með árunum. Ég eyddi 100 þúsund síðasta sumar í að láta sprauta bara aðra hliðina og losa mig við allar hurðadældir. Eðlilega varð ég mjög sár og reiður þegar ég kom að bílnum með ljóta hurðun á þeirri hlið innan við viku eftir að ég sótti hann af verkstæðinu.

Að lýsa því yfir að það sé óþroskað að þykja vænt um bílinn sinn sýnir í raun hversu óþroskaður einstaklingur þú ert. Í staðinn fyrir að gera lítið úr áhyggjum bílaunnenda og láta eins og þetta sé bara fullkomlega sjálfsagt, er nær að virða okkar skoðanir og skilja það að við sem kjósum að eiga flotta og vel með farna bíla, viljum halda þeim í lagi án þess að þurfa að eyða mörgum tugum þúsunda í viðgerðir á hagkaupsdælum á hverju ári.

Ég skil til dæmis ekki hvernig sumir geta farið alveg yfirum yfir einhverjum íþróttaleikjum í sjónvarpinu. Kaupa treyjur og trefla og fullt af dóti til að auglýsa hvaða lið þeir styrkja, öskra á sjónvarpið þegar leikur er í gangi eins og það hjálpi liðinu eitthvað. Mér finnst það vera sóun á geðheilsu. Ég er samt ekki að lítisvirða þessa menn því þeir hafa annað áhugamál en ég.

Hurðanir eru ekki óhjákvæmilegar. Þetta er ekki óþarfa pjatt. Það er ekki eðlilegt að reikna með háum fjárhæðum á hálfs árs fresti til að gera við skemmdarverk eftir aðra, sama hversu dýr bíllinn er og það er ekki vanþroskað að þykja vænt um bílinn sinn!

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Fim 18. Apr 2013 12:10
af tlord
mér finnst ekkert að því að fólk sé með dellu fyrir einhverjum hlutum eða athöfnum. Ég passa mig líka vel á að hurða ekki bíla.

Það er samt varla mögulegt að sleppa við að þetta gerist. Ég er bara að hvetja fólk til að tækla þetta með skynsemi..thats all

Re: Að hurða bíl, er fólki sama um aðra?

Sent: Fim 18. Apr 2013 22:17
af Stuffz
hmm

Ég held að fólk sem er með dót í fanginu sé einna hættast við þessu því það getur ekki auðveldlega haldið á dótinu og passað hurðina á sama tíma, þarf eflaust lítið til að missa takið á öðru hvoru.

plássleysi er viðvarandi vandamál, ekki furða að það teljist til lúxusar að hafa gott olnbogarými í bíóhúsum og um borð í flugvélum, kannski bílastæði mættu vera breiðari líka.