Síða 3 af 3

Re: Loftræsting húss sem halda á yfirþrýstingi.

Sent: Sun 21. Apr 2013 21:59
af Bjosep
Síðan er spurningin, viltu búa í húsi með yfirþrýsting? Þrýstingurinn fellur væntanlega í hvert skipti sem þú opnar dyr, að teknu tilliti til afkasta viftunnar sem dælir loftinu inn, en þú munt finna væntanlega finna þrýstingsbreytingarnar með hljóðhimnunni í hvert skipti sem þær verða.

Ég velti þessu bara fyrir mér því ég sat á "veitingahúsi" um daginn og þar var yfirþrýstingur og mikill umgangur, kannski stórtækara dæmi en það sem um ræðir í þínu tilfelli. En það var allaveganna þannig að það var ekkert sérstakt að vera þarna inni og mikið um grenjandi börn.

Re: Loftræsting húss sem halda á yfirþrýstingi.

Sent: Mán 22. Apr 2013 09:49
af Dazy crazy
Ég er ekki að hugsa um mikinn yfirþrýsting, bara svipað og að hafa gluggana opna sem snúa upp í vindinn og lokaða hlémeginn, það virðist vera nóg og ég finn ekkert fyrir þrýstingnum sem er þá.

En þetta með að nota tölvuna til að hita upp loftið sem kemur inn er bráðsniðug hugmynd, fyrir utan það hvað hún er langt frá opnanlegum glugga.

Re: Loftræsting húss sem halda á yfirþrýstingi.

Sent: Mán 22. Apr 2013 10:20
af JReykdal
http://www.youtube.com/watch?v=FR2h5FU92Ag" onclick="window.open(this.href);return false; <---- verður að vera með þetta í gangi á meðan þú vinnur.

Re: Loftræsting húss sem halda á yfirþrýstingi.

Sent: Mán 22. Apr 2013 11:48
af tlord
þú ættir að getað notað ryksugu. settu bara sogendann út um glugga

Re: Loftræsting húss sem halda á yfirþrýstingi.

Sent: Mán 22. Apr 2013 11:57
af Garri
Það eru til stórar viftur sem snúast til þess að gera hægt en moka inn lofti. Svoleiðis tæki eru meira notuð erlendis og þá oftast á baðherbergisgluggum sem jafnvel hafa einn póstinn bara fyrir viftu.

Slík vifta gæti mokað inn lofti. En vissulega yrði að kynda meir, sérstaklega á veturna þegar frost er eitthvað.