Síða 3 af 3

Re: Hvað finnst ykkur um þetta ?

Sent: Sun 07. Okt 2012 17:07
af Danni V8
Mín skoðun á öllu þessu máli er sú að ef einhver kann ekki á uppsetningu á vatnskælingu, kann hann ekki heldur á viðhald á vatnskælingu og ætti því ekki að eltast við vatnskælingu.

Ef maður vill fara í svona ætti maður að kaupa búnaðinn, gera test á öðru setupi þar sem hlutirnir mega fara úrskeiðis og þegar maður er orðinn nógu góður til að treysta sjálfum sér til að gera þetta, fara þá út í að setja þetta í aðal riggið.

Að vera algjörlega óreyndur að fá óreyndann mann til þess að hjálpa sér er boð um vandræði.

Fólk sem kann ekki að skipta um bremsur í bílum fær ekki annað fólk sem kann ekki að skipta um bremsur til þess að skipta um bremsur fyrir sig.

Re: Hvað finnst ykkur um þetta ?

Sent: Sun 07. Okt 2012 17:21
af AciD_RaiN
Danni V8 skrifaði: Fólk sem kann ekki að skipta um bremsur í bílum fær ekki annað fólk sem kann ekki að skipta um bremsur til þess að skipta um bremsur fyrir sig.
Einu sinni þurfti að skipta um bremsuklossa á fyrsta bílnum mínum og ég hafði aldrei séð bremsuklossa fyrr en ég fór og keypti þá hjá N1 sem hét þá bílanaust minnir mig.
Skrapp svo út í kaffinu í vinnunni og skipti um klossa og það tókst fyrir utan það að ég vissi ekki að maður þyrfti að pumpa einhverju lofti af bremsunum eftir á þannig ég bakkaði á bretti.

My point is: Betra að reyna þetta sjálfur og læra ag sínum eigin mistökum.

Er ekki annars komin sú niðurstaða að þeir eru bara báðir svolitlir pappakassar? ;)

Re: Hvað finnst ykkur um þetta ?

Sent: Sun 07. Okt 2012 17:33
af braudrist
Það er svo fáránlega einfalt að setja upp og viðhalda vatnskælingum að það er ekki fyndið. Getur hver sem er gert þetta, maður þarf bara að nenna að lesa sig aðeins til.

Re: Deila um vatnskælingu.

Sent: Mán 08. Okt 2012 15:35
af vesley
ég kíkti á hann í dag. staðsetningin á reservoir var hlægileg en ég fixaði þetta aðeins. ég skelli mynd af þessu í kvöld.

Re: Deila um vatnskælingu.

Sent: Mán 08. Okt 2012 16:07
af bulldog
Takk kærlega fyrir hjálpina Vesley :) Nú virkar vatnskælingin eins og draumur í dós. Hitinn er búinn að lækka um 10 gráður og ég er alveg rosalega sáttur með þetta.

Re: Deila um vatnskælingu.

Sent: Mán 08. Okt 2012 16:13
af chaplin
Samantekt.

Bulldog vantar e-h til að setja saman vatnskælingu fyrir sig.
Kubbur býður sig fram til að aðstoða hann en tekur það fram að hann hafi litla/enga reynslu í vatnskælingum. Hann vildi ekkert borgað fyrir þjónustuna.
Bulldog gefur honum loftkælingu í gjöf.
-
Vatnskælingin er ekki að skila nægilega góðum árangri og vill Bulldog að Kubbur lagi það.
Kubbur er upptekinn og kemst ekki v. vinnu, fjölskyldu og náms.
Bulldog verður mad - gerir þráðinn.
-
Good Guy Vesley bjargar málunum.
Þræðinum verður læst eftir að Vesley hendir inn myndum.
Fin.

Re: Hvað finnst ykkur um þetta ?

Sent: Mán 08. Okt 2012 17:04
af ronneh88
AciD_RaiN skrifaði:
Danni V8 skrifaði: Fólk sem kann ekki að skipta um bremsur í bílum fær ekki annað fólk sem kann ekki að skipta um bremsur til þess að skipta um bremsur fyrir sig.
Einu sinni þurfti að skipta um bremsuklossa á fyrsta bílnum mínum og ég hafði aldrei séð bremsuklossa fyrr en ég fór og keypti þá hjá N1 sem hét þá bílanaust minnir mig.
Skrapp svo út í kaffinu í vinnunni og skipti um klossa og það tókst fyrir utan það að ég vissi ekki að maður þyrfti að pumpa einhverju lofti af bremsunum eftir á þannig ég bakkaði á bretti.

My point is: Betra að reyna þetta sjálfur og læra ag sínum eigin mistökum.

Er ekki annars komin sú niðurstaða að þeir eru bara báðir svolitlir pappakassar? ;)
:wtf

Finnst mjög merkilegt og dálítið skondið hvernig þú færð út þessa niðurstöðu eftir að þú bakkaðir á eitthvað. Það er ágætt að læra af reynslunni, en það er dálítið undarlegt að ætla að læra af reynslunni þegar maður er að tala um bremsur í bíl.

Re: Deila um vatnskælingu.

Sent: Mán 08. Okt 2012 17:07
af dori
Ég las að hann hefði bakkað á eitthvað af því að hann gat ekki bremsað. En já, það er kannski ekki besti hluturinn til að vera að læra svona life lesson með... :P

Re: Deila um vatnskælingu.

Sent: Mán 08. Okt 2012 21:13
af vesley
Tekið á síma.

Mynd

Mynd

Ekki alveg fullkomin röðun á slöngunum en þar sem ég hafði ekki endalausann tíma og var ekki með nein verkfæri setti ég þetta bara upp eins og þetta er.

Þetta er allavega mikið skárra og dugar alveg fyrir hörku overclock.

Svo þarf bara að ganga frá köplum og gera þetta flott.

Ástæðan fyrir því að ég hef smá slaka á neðri slöngunum er svo að hann geti dregið "reservoir" út og fyllt á hann eða tæmt án vandræða

Re: Deila um vatnskælingu.

Sent: Mán 08. Okt 2012 21:22
af mercury
mikið betra ;)

Re: Deila um vatnskælingu.

Sent: Mán 08. Okt 2012 21:30
af C2H5OH
Ein svona off topic, bulldog hvað notarðu þessa monster vél í, ertu að spila einhverja alvöru leiki eða er það bara Minesweeper og til að athuga veðrið?

Re: Deila um vatnskælingu.

Sent: Mán 08. Okt 2012 21:30
af worghal
like á þetta hjá vesley :happy

Re: Deila um vatnskælingu.

Sent: Mán 08. Okt 2012 21:31
af bulldog
BIG LIKE :) og líka like á 3000 innleggið hjá worghal =D>

Re: Deila um vatnskælingu.

Sent: Mán 08. Okt 2012 21:37
af dori
Mjög fallegt.

Re: Deila um vatnskælingu.

Sent: Mán 08. Okt 2012 21:39
af worghal
oh shit, sóaði 3000 commentinu mínu :(

en hérna, varstu með einhverjar hitatölur svona before and after? :D

Re: Deila um vatnskælingu.

Sent: Mán 08. Okt 2012 21:41
af bulldog
það voru um 42-43 gráður fyrir en er um 37-38 gráður núna :)

Re: Deila um vatnskælingu.

Sent: Mán 08. Okt 2012 22:28
af AciD_RaiN
Now we're talking :D Allt annað að sjá þetta núna ;)

En strákar að keyra á því maður gleymdi að pumpa loftinu af er nú bara dropi í hafið miðað við hvað maður hefur lent í til að læra af reynslunni. Ég mun halda áfram að gera mistök sem munu kosta fullt af peningum og læra af þeim. That's just how I roll :guy

Re: Deila um vatnskælingu.

Sent: Þri 09. Okt 2012 02:25
af gardar
Ég hef bara eitt til málana að leggja í þessum þræði