Síða 3 af 3

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Mið 28. Mar 2012 01:12
af AciD_RaiN
Mér dettur nú ekki í hug hvernig þetta væri gerlegt en hún móðir mín var að stinga upp á því hvort það væri ekki hægt að gera eitthvað app sem léti mann vita þegar eitthvað ákveðið væri búið í ísskápnum á heimilinu... Ef þetta væri gerlegt þá væri þetta nú ekki svo vitlaus hugmynd :-k

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Mið 28. Mar 2012 01:14
af Swooper
SteiniP skrifaði:Svo er líka örugglega hægt að stilla einhver af þessum email forritum til að sækja bara ný skilaboð þegar þú opnar þau.
GMail appið t.d., ef maður er ekki með það stillt á að synca sjálfkrafa, eins og ég.

Skil reyndar ekki að menn séu að dissa gaurinn fyrir að vilja ekki að emailið hans synci gegnum 3G, myndi líklega nota þannig fídus sjálfur og ímynda mér að fleiri myndu gera það. Það ætti hins vegar að vera bara feature request á GMail appið eða eitthvað annað email forrit sem honum finnst þægilegt heldur en að það þurfi splunkunýtt app bara fyrir það.
AciD_RaiN skrifaði:Mér dettur nú ekki í hug hvernig þetta væri gerlegt en hún móðir mín var að stinga upp á því hvort það væri ekki hægt að gera eitthvað app sem léti mann vita þegar eitthvað ákveðið væri búið í ísskápnum á heimilinu... Ef þetta væri gerlegt þá væri þetta nú ekki svo vitlaus hugmynd :-k
Stutt svar: Nei, það er ekki hægt.

Langt svar: Hannaðu nettengdan ísskáp með skynjara sem nema nákvæmlega hvaða vörur eru í honum og í hve miklu magni og þá getum við talað saman kannski... :roll:

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Mið 28. Mar 2012 01:28
af AciD_RaiN
Swooper skrifaði:
SteiniP skrifaði:Svo er líka örugglega hægt að stilla einhver af þessum email forritum til að sækja bara ný skilaboð þegar þú opnar þau.
GMail appið t.d., ef maður er ekki með það stillt á að synca sjálfkrafa, eins og ég.

Skil reyndar ekki að menn séu að dissa gaurinn fyrir að vilja ekki að emailið hans synci gegnum 3G, myndi líklega nota þannig fídus sjálfur og ímynda mér að fleiri myndu gera það. Það ætti hins vegar að vera bara feature request á GMail appið eða eitthvað annað email forrit sem honum finnst þægilegt heldur en að það þurfi splunkunýtt app bara fyrir það.
AciD_RaiN skrifaði:Mér dettur nú ekki í hug hvernig þetta væri gerlegt en hún móðir mín var að stinga upp á því hvort það væri ekki hægt að gera eitthvað app sem léti mann vita þegar eitthvað ákveðið væri búið í ísskápnum á heimilinu... Ef þetta væri gerlegt þá væri þetta nú ekki svo vitlaus hugmynd :-k
Stutt svar: Nei, það er ekki hægt.

Langt svar: Hannaðu nettengdan ísskáp með skynjara sem nema nákvæmlega hvaða vörur eru í honum og í hve miklu magni og þá getum við talað saman kannski... :roll:
Vissi nú alveg að þetta væri ekki hægt en það væri samt snilld ef það væri það ;)

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Mið 28. Mar 2012 01:32
af capteinninn
AciD_RaiN skrifaði:Mér dettur nú ekki í hug hvernig þetta væri gerlegt en hún móðir mín var að stinga upp á því hvort það væri ekki hægt að gera eitthvað app sem léti mann vita þegar eitthvað ákveðið væri búið í ísskápnum á heimilinu... Ef þetta væri gerlegt þá væri þetta nú ekki svo vitlaus hugmynd :-k
Ég sá þetta held ég í Lifandi vísindi fyrir nokkrum árum síðan, var aftast þar sem "nýjasta tækni" dálkurinn var alltaf. Þetta væri awesome.

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Mið 28. Mar 2012 01:47
af Swooper
hannesstef skrifaði:
AciD_RaiN skrifaði:Mér dettur nú ekki í hug hvernig þetta væri gerlegt en hún móðir mín var að stinga upp á því hvort það væri ekki hægt að gera eitthvað app sem léti mann vita þegar eitthvað ákveðið væri búið í ísskápnum á heimilinu... Ef þetta væri gerlegt þá væri þetta nú ekki svo vitlaus hugmynd :-k
Ég sá þetta held ég í Lifandi vísindi fyrir nokkrum árum síðan, var aftast þar sem "nýjasta tækni" dálkurinn var alltaf. Þetta væri awesome.
Jújú, þetta væri alveg mögulega sniðugt... ég er bara ekki viss um að markaðurinn fyrir svona ísskápa væri nógu stór til að það væri praktískt að fara út í þróunina á þeim. Hvað værirðu tilbúinn að borga aukalega fyrir þennan fídus á ísskáp?

Annars, ef maður pælir í því, þá.. ef eitthvað er að klárast í ísskápnum, þá er það af því að þú tókst það út úr honum. Það er bara ekkert sérstaklega flókið að fylgjast með því sjálfur hvað er mikið eftir af helstu nauðsynjavörum - t.d. væri hægt að gera svona tékklista yfir hluti sem eiga alltaf að vera til og hengja hann á ísskápinn. Gera það að reglu að fara yfir hann alltaf þegar maður tekur eitthvað út. Ef eitthvað vantar skrifarðu það á innkaupalistann (eða í innkaupalista-appið þitt) eða, í einhverjum tilvikum, sendir mömmu þinni SMS svo hún geti keypt það á leiðinni heim úr vinnunni. Því meira sem ég spái í þessari pælingu því minni þörf sé ég á að leysa þetta "vandamál" með einhverjum (eflaust rándýrum) svaka skynjara-net-ísskáp og appi. :| Appið væri meira að segja óþarft, það væri hægt að láta hann senda bara SMS.

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Mið 28. Mar 2012 08:06
af vesi
Stutt svar: Nei, það er ekki hægt.

Langt svar: Hannaðu nettengdan ísskáp með skynjara sem nema nákvæmlega hvaða vörur eru í honum og í hve miklu magni og þá getum við talað saman kannski... :roll:[/quote]

http://www.gizmag.com/go/1132/" onclick="window.open(this.href);return false; :-"
http://www.slashgear.com/samsungs-rf428 ... -08125040/" onclick="window.open(this.href);return false; \:D/ \:D/ \:D/

http://www.google.is/#hl=is&sugexp=frgb ... 24&bih=537" onclick="window.open(this.href);return false;

I has been done..

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Mið 28. Mar 2012 10:11
af Swooper
vesi skrifaði:
Swooper skrifaði:Stutt svar: Nei, það er ekki hægt.

Langt svar: Hannaðu nettengdan ísskáp með skynjara sem nema nákvæmlega hvaða vörur eru í honum og í hve miklu magni og þá getum við talað saman kannski... :roll:
http://www.gizmag.com/go/1132/" onclick="window.open(this.href);return false; :-"
http://www.slashgear.com/samsungs-rf428 ... -08125040/" onclick="window.open(this.href);return false; \:D/ \:D/ \:D/

http://www.google.is/#hl=is&sugexp=frgb ... 24&bih=537" onclick="window.open(this.href);return false;

I has been done..
Touché :lol: Sýnist þessir ísskápar samt aðallega vera til að geta fokkað í fólki með því að pósta á facebook "via refridgerator" heldur en sem birgðakerfi, en þetta eru ekkert rosalega miklar upplýsingar svo mér gæti skjátlast...

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Mið 28. Mar 2012 10:39
af dori
vesi skrifaði:
Swooper skrifaði:Stutt svar: Nei, það er ekki hægt.

Langt svar: Hannaðu nettengdan ísskáp með skynjara sem nema nákvæmlega hvaða vörur eru í honum og í hve miklu magni og þá getum við talað saman kannski... :roll:
I has been done..
Ég highlightaði mikilvæga partinn. Nettengingin er minnsta vesenið. Bara embedduð tölva. Svona skynjarar eru vesenið. Hugsanlega þyrfti þetta að vera gert með myndavél og rosa myndgreiningu því að þú vilt auðvitað geta notað ísskápinn þannig að þú setur bara hlutina þar sem þú vilt en ekki beint ofaná einhvern skynjara sem er hugsaður fyrir nákvæmlega þá vöru. Svo þyrfti líka nákvæmar vogir sem gætu fundið út hversu þungur einhver hlutur er sem er á einhverjum x, y hnitum á einhverri hillu.

Ég held að hugmyndin með að fylgjast með þessu sjálfur og skrifa niður sé örugglega meira economic.

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Mið 28. Mar 2012 11:29
af vesi
minnir að einhver ísskápsframleiðanda sem hafði hugsað beintengingu við búð, svo eru flögur í umbúðunum sem segja hvað sé langt síðan að varan var oppnuð og miðar við hitastig í skápnum hvenar varan verður súr, s.s. eins og mjólk,skinka og fleirra. Búðinn mindi senda þér mjólk eða ískápurinn pósta því á skjá, snjallsíma að þú þyrfti að fara og versla inn...

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Mið 28. Mar 2012 11:31
af PepsiMaxIsti
Hvernig væri að vera með app sem að sér um að breyta af 3g wifi, sem sagt þegar að maður er tengdur á wifi net þá fer síminn á 2g netið, svo þegar maður fer af wifi þá fer síminn sjálfkrafa á 3g, veit reyndar ekki allveg hvort að þetta er til, en þetta væri sniðugt og myndi líklega spara einhvað af battery.

Bara hugmynd :D

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Mið 28. Mar 2012 11:36
af HalistaX
steinarorri skrifaði: Væri frábært... svo ef það væri hægt að kaupa miða og fá miðann sendan í símann... djöfuls snilld væri það
Já, maður fengi kóða í sms eða einhverju álíka sem yrði þá 'miðinn' þinn. Svo sýniru skvísunum í afgreiðsluni bara kóðann og þær staðfesta hann. Djöfull væri það töff :D
hannesstef skrifaði: Það er til m.kvikmyndir.is og þar geturðu séð allar myndir í bíó og fleira. Það er samt auðvitað ekki jafn responsive og forrit myndi vera en ég nota þetta frekar mikið þegar ég er að meta að fara í bíó
Haha ég gleymdi auðvitað að hugsa til Kvikmyndir.is og Miði.is. :P

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Mið 28. Mar 2012 11:41
af steinarorri
HalistaX skrifaði:
steinarorri skrifaði: Væri frábært... svo ef það væri hægt að kaupa miða og fá miðann sendan í símann... djöfuls snilld væri það
Já, maður fengi kóða í sms eða einhverju álíka sem yrði þá 'miðinn' þinn. Svo sýniru skvísunum í afgreiðsluni bara kóðann og þær staðfesta hann. Djöfull væri það töff :D

Ekki einu sinni kóða heldur strikamerki sem er svo skannað við að fara inn í bíóið... þarft ekki að fara í röð til að fá miðann.
Senubíóin eru(eða voru) með svona ef þú kaupir miðann á netinu en Sambíóin ákváðu að vera stupid og fara í kerfi sem getur ekki skannað af skjám (eða svo skildist mér á starfsmanni).
Pælingin væri að geta keypt miða í öll bíóin í símanum og fengið miða með strikamerki í "möppu" í appinu. Þá geturðu líka haft sögu yfir fyrri bíóferðir.

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Mið 28. Mar 2012 12:45
af Orri
steinarorri skrifaði:
HalistaX skrifaði:
steinarorri skrifaði: Væri frábært... svo ef það væri hægt að kaupa miða og fá miðann sendan í símann... djöfuls snilld væri það
Já, maður fengi kóða í sms eða einhverju álíka sem yrði þá 'miðinn' þinn. Svo sýniru skvísunum í afgreiðsluni bara kóðann og þær staðfesta hann. Djöfull væri það töff :D
Ekki einu sinni kóða heldur strikamerki sem er svo skannað við að fara inn í bíóið... þarft ekki að fara í röð til að fá miðann.
Senubíóin eru(eða voru) með svona ef þú kaupir miðann á netinu en Sambíóin ákváðu að vera stupid og fara í kerfi sem getur ekki skannað af skjám (eða svo skildist mér á starfsmanni).
Pælingin væri að geta keypt miða í öll bíóin í símanum og fengið miða með strikamerki í "möppu" í appinu. Þá geturðu líka haft sögu yfir fyrri bíóferðir.
Það er rétt með Sambíóin, þessir Motorola símar með Windows Phone 6.5 sem eru notaðir virðast ekki ná að skanna af skjám, amk af minni reynslu.
Þó er mikið um að fólk taki pdf skjölin eða hvað sem það fær frá sambio.is og opni þau í símanum og sýni við innganginn..
Smá tip fyrir þá sem nenna ekki löngum röðum í miðasölunni (amk Álfabakka): Það er hægt að kaupa miða í sjoppunni, raðirnar eru oftast styttri þar þegar mest er að gera í miðasölunni.

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Mið 28. Mar 2012 12:56
af Swooper
PepsiMaxIsti skrifaði:Hvernig væri að vera með app sem að sér um að breyta af 3g wifi, sem sagt þegar að maður er tengdur á wifi net þá fer síminn á 2g netið, svo þegar maður fer af wifi þá fer síminn sjálfkrafa á 3g, veit reyndar ekki allveg hvort að þetta er til, en þetta væri sniðugt og myndi líklega spara einhvað af battery.

Bara hugmynd :D
JuiceDefender.