Síða 3 af 4
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Fös 16. Mar 2012 15:10
af gardar
Er Amino boxið að senda frá sér eitthvað footprint þá? Fyrst ekki er nóg að spoofa bara mac addressuna
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Fös 16. Mar 2012 15:24
af tdog
gardar skrifaði:Er Amino boxið að senda frá sér eitthvað footprint þá? Fyrst ekki er nóg að spoofa bara mac addressuna
Það virðist vera nóg að spoofa mac addressuna. Ég náði straum þannig. En amino lykillinn verður hinsvegar að taka á móti sama straum og ég í tölvunni, sem er til baga. Er einhver með lausn á því?
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Fös 16. Mar 2012 16:14
af gardar
tdog skrifaði:gardar skrifaði:Er Amino boxið að senda frá sér eitthvað footprint þá? Fyrst ekki er nóg að spoofa bara mac addressuna
Það virðist vera nóg að spoofa mac addressuna. Ég náði straum þannig. En amino lykillinn verður hinsvegar að taka á móti sama straum og ég í tölvunni, sem er til baga. Er einhver með lausn á því?
Stilla 2 port í routernum fyrir sjónvarpsútgang?
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Fös 16. Mar 2012 16:46
af tdog
Ég er að þessu á GR netinu þannig þetta tengist routernum ekkert. Spurning um að fá aðra mac addressu skráða á áskriftina og nota hana í spoofið.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Lau 17. Mar 2012 14:41
af kjarrig
Ég spoofaði MAC-addressuna á netkortinu hjá mér. Fastsetti IP-töluna á netkortinu, hafði hana þá sömu er á Amino-boxinu. Tengdi beint úr Telsey-boxinu í netkortið. En ég gat ekki séð rugluðu stöðvarnar sem ég er með áskrift að. Þ.a. ég held að það þurfi eitthvað meira heldur en að spoofa MAC-addressu.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Lau 17. Mar 2012 15:52
af tdog
Það er staðfest að Stöð 2, Stöð 2+, Stöð 2 Bíó, Stöð 2 Extra, Stöð 2 Sport, og viðeigandi plúsrásir eru ruglaðar.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Lau 17. Mar 2012 21:25
af kjarrig
Þá er það "bara" að finna leið til þess að fá rugluðu rásirnar.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Lau 17. Mar 2012 21:37
af appel
kjarrig skrifaði:Þá er það "bara" að finna leið til þess að fá rugluðu rásirnar.
Mjög ólíklegt að það takist.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Fös 03. Ágú 2012 00:24
af berkz
Eruði að ná HD straum með þessu móti?
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Fös 03. Ágú 2012 00:57
af svanur08
Hvernig lítur nýjasti myndlykillinn út hjá símanum ?
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Fös 03. Ágú 2012 02:22
af appel
svanur08 skrifaði:Hvernig lítur nýjasti myndlykillinn út hjá símanum ?
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Fös 03. Ágú 2012 13:13
af biturk
þessi neðri er svona 10x hraðari en fyrri lyklar
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Fös 03. Ágú 2012 13:17
af Jimmy
Hvernig grenjar maður út einhvern af þessum nýju lyklum?
Straumbreytirinn í mínum er búinn að brenna yfir tvisvar og lykillinn frýs reglulega og höndlar varla RÚV HD, aldrei að vita nema ég sleppi því að fara yfir til vodafone ef það er eitthvað varið í þessa nýju lykla.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Fös 03. Ágú 2012 13:44
af tlord
Jimmy skrifaði:Hvernig grenjar maður út einhvern af þessum nýju lyklum?
Straumbreytirinn í mínum er búinn að brenna yfir tvisvar og lykillinn frýs reglulega og höndlar varla RÚV HD, aldrei að vita nema ég sleppi því að fara yfir til vodafone ef það er eitthvað varið í þessa nýju lykla.
ertu búinn að fara með þann gamla og segja að þú viljir nýjan?
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Fös 03. Ágú 2012 13:50
af Jimmy
tlord skrifaði:Ertu búinn að fara með þann gamla og segja að þú viljir nýjan?
Spurði gæjann útí það síðast þegar ég fór með straumbreytinn(sem var orðinn krumpaður af hita) og fékk hálf shady og loðið svar um að það tæki sig hreinlega ekki fyrir mig, þetta væri eina sem væri í boði og yaddayadda, jámaðurinn ég kinkaði samviskusamlega kolli og fór heim.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Fös 03. Ágú 2012 15:31
af Trin
Spurði gæjann útí það síðast þegar ég fór með straumbreytinn(sem var orðinn krumpaður af hita) og fékk hálf shady og loðið svar um að það tæki sig hreinlega ekki fyrir mig, þetta væri eina sem væri í boði og yaddayadda, jámaðurinn ég kinkaði samviskusamlega kolli og fór heim.
Það eru komnir nýjir straumbreytar í allar verslanir Símans og ég mæli eindregið með því að skipta út (á eldri myndlyklum), það er frítt
Er starfsmaður Símans og er með nýja AirTies myndlykilinn, búinn að prufa Sagem líka en þeir eru voðalega svipaðir.
Varðandi HD framboð að þá er verið að senda út núna (frítt) nokkrar HD stöðvar: DR1 HD, DRHD, NRK1 HD, SVT1 HD, History Channel HD, BBC HD og Eurosport HD auk þess að Rúv HD er í gangi.
Ef að verslun á HD myndlykla að þá ættir þú að hafa möguleika á að skipta út, ef ekki þá er alltaf hægt að senda okkur póst á td.
8007000@siminn.is eða
nethjalp@siminn.is
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Fös 03. Ágú 2012 16:29
af tdog
Ég mæli eindregið með Sagemcom lyklunum. Af þeim lyklum sem ég hef prófað, sett upp og notað þá eru þeir alveg að meika það!
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Fös 03. Ágú 2012 17:01
af appel
tdog skrifaði:Ég mæli eindregið með Sagemcom lyklunum. Af þeim lyklum sem ég hef prófað, sett upp og notað þá eru þeir alveg að meika það!
Það er svosem ekkert mikill munur á lyklunum, en persónulega er ég með AirTies því mér finnst þeir aðeins meira "snappy" í viðmótinu. Sagemcom er aðeins hraðari og smoothari í að skipta um stöðvar. En venjulegir notendur munu aldrei geta séð neinn marktækan mun annars í hraða eða upplifun, og stundum er upplifunin mjög persónubundin.
Hvað ásókn í þessa nýju myndlykla varðar, þá er það orðið smá vandamál
þeir eru bara svo helv. vinsælir að allur lagerinn rennur út einsog skot. Þannig er ekkert víst að fólk fái nýjan myndlykil þó það biðji um þá. Þessvegna hafa sumir verið að fá gömlu stóru myndlyklana
. Tekur smá tíma að skipta út myndlyklum, enda væri ansi dýrt að kaupa 60-70 þúsund myndlykla í einu lagi og henda hinni fjárfestingunni. Veit ekki hvort þeir hafi ætlað að setja eitthvað skiptigjald á þetta til að tempra eftirspurnina.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Sun 05. Ágú 2012 12:13
af gardar
tdog skrifaði:Ég mæli eindregið með Sagemcom lyklunum. Af þeim lyklum sem ég hef prófað, sett upp og notað þá eru þeir alveg að meika það!
Engin handvirk auðkenning
En þeir eru helvíti lengi að uppfæra sig við fyrstu ræsingu
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Sun 05. Ágú 2012 22:54
af appel
gardar skrifaði:tdog skrifaði:Ég mæli eindregið með Sagemcom lyklunum. Af þeim lyklum sem ég hef prófað, sett upp og notað þá eru þeir alveg að meika það!
Engin handvirk auðkenning
En þeir eru helvíti lengi að uppfæra sig við fyrstu ræsingu
Þeir þurfa að uppfæra sig bara einu sinni í rétt firmware, en það er rétt, það tekur doldinn tíma. Það stafar af því að firmware fyrir þessi nýju box eru líkega 8-10x stærri heldur en firmware fyrir gömlu boxin, þannig að það tekur bæði lengri tíma að downloada og installera.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Mán 06. Ágú 2012 14:22
af Farcry
Smá off topic , Foreldrar mínir eru með sjónvarp símans og ljósnet í kópavogi ,eru með 2 móttakara bara þessa venjulegu geta reyndar tekið við HD stöðvum , móttakarnir frjósa reglulega og þarf þá að taka þá úr sambandi til að fá þá inn aftur, buið að tala við simann ( var skipt um straumbreyti og linan mælt ennþá eins) ætti maður að fara fram á að fá nýjú gerðina af móttökurum. Kannski hringja í hvert einasta sinn sem móttakarnir frjósa.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Mán 06. Ágú 2012 16:07
af tdog
Farcry skrifaði:Smá off topic , Foreldrar mínir eru með sjónvarp símans og ljósnet í kópavogi ,eru með 2 móttakara bara þessa venjulegu geta reyndar tekið við HD stöðvum , móttakarnir frjósa reglulega og þarf þá að taka þá úr sambandi til að fá þá inn aftur, buið að tala við simann ( var skipt um straumbreyti og linan mælt ennþá eins) ætti maður að fara fram á að fá nýjú gerðina af móttökurum. Kannski hringja í hvert einasta sinn sem móttakarnir frjósa.
Hætta þessu veseni og láta hægja á línunni strax, þá hættir þetta vandamál.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Mán 06. Ágú 2012 16:28
af Moldvarpan
Það er frekar kjánalegt að vera bjóða ljósnet og háskerpu útsendingar, en hafa svo ekki búnaðinn til að þjónusta viðskiptavini...
Það er alveg vitað mál að þetta var úreltur búnaður sem þeir keyptu og komu í dreifingu, þessir gráu Sagem myndlyklar.
Og þeir rukka viðskiptavini fyrir leigu á þessum búnaði, svo ég sé á erfitt með að átta mig á afhverju þeir gera þetta svona mikið vandamál.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Mán 06. Ágú 2012 16:51
af tdog
Moldvarpan skrifaði:Það er frekar kjánalegt að vera bjóða ljósnet og háskerpu útsendingar, en hafa svo ekki búnaðinn til að þjónusta viðskiptavini...
Það er alveg vitað mál að þetta var úreltur búnaður sem þeir keyptu og komu í dreifingu, þessir gráu Sagem myndlyklar.
Og þeir rukka viðskiptavini fyrir leigu á þessum búnaði, svo ég sé á erfitt með að átta mig á afhverju þeir gera þetta svona mikið vandamál.
Búnaðurinn er nú ekki beint úreldur, það hefði bara þurft að vanda betur til verka við uppsetningu á honum. Stærri gerðin af gráu lyklunum ræður ágætlega við HD efni. Ástæðan fyrir lélegum myndgæðum til notenda er í flestum þeim tilvika sem ég hef komið að, of hár bitahraði til notenda. Bæði þá lélegar innanhúslagnir og fjarlægð frá símstöð (deyfing, attenuation). Hins vegar eru straumbreytarnir sem fylgja þessum lyklum hið mesta rusl.
Hugsaðu þér hvað þú gætir orðið miklu sáttari við símafélögin, ef þú fengir kunnáttumann í að koma á heimili þitt og lagfæra lagnirnar hjá þér. Það myndi kannski kosta þig 15.000 kr fyrir tveggja tíma vinnu en þú myndir spara þér pirring, ergilegheit og fá virkilega þá vöru sem þú ert að kaupa af símafélaginu.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Mán 06. Ágú 2012 18:08
af slapi
En eru ekki örugglega sömu "snjallkortin" í þessum nýju lyklum?
Það er nefnilega ýmislegt opið hjá mér sem mig langar ekkert endilega að detti út , þessvegna hef ég verið latur að skipta út gamla grána mínum.