Síða 3 af 5

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 16:47
af axyne
Smá dæmi:

Bý í DK og átti áður heima í RVK, Konan vinnur sömu vinnu, hjá sömu keðju hér í DK og hún var hjá á ÍSL

Miða við verðskrá frá OR og síðasta rafmangsreiking sem ég fékk, og miða við 1000 KW ársnotkun og allt með VSK. 25% vsk í DK 25,5 á ísl.

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 17:24
af cure
Er allveg sammála þér þetta er algjör viðbjóður, þetta skammdegi þessi bleita og horbjóður.. enda er ég farinn af þessu landi í febrúar :happy

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 17:34
af mundivalur
Dæmi úr sveitinni,við erum ekki með hitaveitu og tengdó eru með stórt eldra hús og rafmagns reikningurinn á mánuði errr 100.000kr. nice !
Enda eru ekki eftir nema max 2ár eftir af þessu þorpi !

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 17:41
af halli7
mundivalur skrifaði:Dæmi úr sveitinni,við erum ekki með hitaveitu og tengdó eru með stórt eldra hús og rafmagns reikningurinn á mánuði errr 100.000kr. nice !
Enda eru ekki eftir nema max 2ár eftir af þessu þorpi !
100 þús í rafmagn á mánuði á íslandi ?!?

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 17:54
af mundivalur
Já 20þ fyrir 60 fermetra kofa, en eins og ég segi þá er eingin hitaveita en auðvitað er þetta niðurgreytt :-" en það er inní þessum tölum :face

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 18:08
af GuðjónR
axyne skrifaði:Smá dæmi:

Bý í DK og átti áður heima í RVK, Konan vinnur sömu vinnu, hjá sömu keðju hér í DK og hún var hjá á ÍSL

Miða við verðskrá frá OR og síðasta rafmangsreiking sem ég fékk, og miða við 1000 KW ársnotkun og allt með VSK. 25% vsk í DK 25,5 á ísl.
Takk fyrir þetta, virkilega gaman að sjá samanburð svona svart á hvítu :)
Systir mín bjó í mörg ár í DK, henni fannst orkan þar mjög dýr. Minnir að hún hafi kynnt með olíu og keypt áfyllingu fyrir tugi þúsunda á þriggja mánaða fresti.

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 18:33
af appel
Ég held að fólk þurfi bara að setja það upp svart á hvítu, kosti og ókosti við að búa á þessu landi. Það er einstaklega persónubundið hve mikið vægi hver kostur/ókostur fær hjá fólki.

Ef maður getur komist í gott starf erlendis þar sem veðurfar er gott, í góðu umhverfi, og farið með fjölskyldu sína, hví ekki að gera það?

Bróðir pabba míns gerði það fyrir 20 árum, fór með fjölskyldu sína til Ástralíu. Ætluðu að vera fyrst í 5 ár, en þau verða þarna bara um aldur og ævi núna, enda líkar greinilega rosalega vel við Ástralíu. Stundum held ég að þegar þau heimsækja þá vorkenni þau okkur doldið fyrir að þurfa hírast hérna á þessum einangraða kletti í norður rassgati.

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 18:37
af rapport
Pöddur = ég fer aldrei frá Íslandi...

Ég er með risapöddufóbíu...

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 18:47
af Gizzly
rapport skrifaði:Pöddur = ég fer aldrei frá Íslandi...

Ég er með risapöddufóbíu...
Þetta :C

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 18:56
af Akumo
rapport skrifaði:Pöddur = ég fer aldrei frá Íslandi...

Ég er með risapöddufóbíu...
Hahaha ég hef einmitt verið að hugsa eins :megasmile

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 18:59
af Daz
appel skrifaði:Ég held að fólk þurfi bara að setja það upp svart á hvítu, kosti og ókosti við að búa á þessu landi. Það er einstaklega persónubundið hve mikið vægi hver kostur/ókostur fær hjá fólki.

Ef maður getur komist í gott starf erlendis þar sem veðurfar er gott, í góðu umhverfi, og farið með fjölskyldu sína, hví ekki að gera það?

Bróðir pabba míns gerði það fyrir 20 árum, fór með fjölskyldu sína til Ástralíu. Ætluðu að vera fyrst í 5 ár, en þau verða þarna bara um aldur og ævi núna, enda líkar greinilega rosalega vel við Ástralíu. Stundum held ég að þegar þau heimsækja þá vorkenni þau okkur doldið fyrir að þurfa hírast hérna á þessum einangraða kletti í norður rassgati.
Ættartengslin eru missterk hjá fólki, ekki væri ég sérstaklega hrifinn af því að rífa upp mína fjölskyldu og takmarka okkur við í mesta lagi eina viku á ári þar sem ég gæti hitt fjölskyldu/börnin gætu hitta afa sína og ömmur. Að sjálfsögðu er þetta alltaf spurning um kosti og galla, en fyrir mig er "hærri laun, meiri hiti" ekki nóg til að rífa upp fjölskylduna, sérstaklega þar sem þessi snjór sem hefur verið undanfarið hefur bara ekkert verið að pirra mig, finnst hann bara skemmtilegur. (Ég er hvorki jeppadellingur eða skíðamaður samt :popeyed )

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 19:14
af bulldog
blitz skrifaði:Appel, þú grenjar yfir öllu á Íslandi og hefur gert lengi.

Hvað er að stoppa þig að flytja burt þar sem allt er betra?
Appel er búinn að grenja yfir öllu síðan við vorum skólabræður í Iðnskólanum .... væri fínt að losna við hann af skerinu :hillarius

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 19:19
af lukkuláki
bulldog skrifaði:
blitz skrifaði:Appel, þú grenjar yfir öllu á Íslandi og hefur gert lengi.

Hvað er að stoppa þig að flytja burt þar sem allt er betra?
Appel er búinn að grenja yfir öllu síðan við vorum skólabræður í Iðnskólanum .... væri fínt að losna við hann af skerinu :hillarius
góður :hillarius

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 19:21
af GuðjónR
appel skrifaði:Ég held að fólk þurfi bara að setja það upp svart á hvítu, kosti og ókosti við að búa á þessu landi. Það er einstaklega persónubundið hve mikið vægi hver kostur/ókostur fær hjá fólki.

Ef maður getur komist í gott starf erlendis þar sem veðurfar er gott, í góðu umhverfi, og farið með fjölskyldu sína, hví ekki að gera það?

Bróðir pabba míns gerði það fyrir 20 árum, fór með fjölskyldu sína til Ástralíu. Ætluðu að vera fyrst í 5 ár, en þau verða þarna bara um aldur og ævi núna, enda líkar greinilega rosalega vel við Ástralíu. Stundum held ég að þegar þau heimsækja þá vorkenni þau okkur doldið fyrir að þurfa hírast hérna á þessum einangraða kletti í norður rassgati.
Akkúrat, en þá komum við aftur af fjölskyldu-issue-inu. Frændi minn flutti fyrir löngu síðan til Perth í Ástralíu, hann hafði það voðalega fínt átti bakarí einbýlishús með sundlaug og alles.
Hann endaði samt með því að flytja heim og það var bara fjölskyldan sem togaði.
rapport skrifaði:Pöddur = ég fer aldrei frá Íslandi...

Ég er með risapöddufóbíu...
hahahahaha....alltaf þegar ég byrja á þessari umræðu við konuna mína þá kemur hún með þetta "pöddurnar" ... hún má ekki sjá könguló eða járnsmið þá fer hún á límingunum.

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 19:24
af bulldog

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 19:32
af Glazier
Þessi þráður fékk mig til að byrja að skipuleggja ferð til Alicante í sumar með vinum mínum.. :roll:

Eeeða amk. kom mér af stað í það sem ér búinn að vera að spá í að gera í svoldinn tíma :D

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 19:33
af bulldog
væri ekki betra að uppfæra tölvuna .... þetta er bara tímabundið veður :fullur

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 19:57
af tomasjonss
Plúsar við að flytja er:

Engin verðtrygging :happy
Engin króna.
Laus við pólitíkusa sem eru ekki í neinni tengingu við almenning og eyða tíma sínum í að rífast. (Reyndar ekki þeirra sök - þarf að stokka upp kerfið og kjósa inn einstaklinga sem vinna saman - allir.)

Skattpíning.
Líú.
VERðsamráp allstaðar.
Þjóðremba og útlendingahatur.
Ónýtt heilbrigðiskerfi.
ETC.

Það sem maður saknar þegar maður fer,
Fólkið, sumarnætur, vatn, mjólk og skyr :happy

Ísland. Best í heimi ..... ..... .....
Á sumrin

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 20:16
af bulldog
skatturinn er hærri í sumum öðrum löndum.

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 20:19
af Daz
tomasjonss skrifaði: Laus við pólitíkusa sem eru ekki í neinni tengingu við almenning og eyða tíma sínum í að rífast. (Reyndar ekki þeirra sök - þarf að stokka upp kerfið og kjósa inn einstaklinga sem vinna saman - allir.)
Þjóðremba og útlendingahatur.
Ónýtt heilbrigðiskerfi.
Welcome to everywhere, population: everyone.

Fyrir svo utan að allstaðar annarstaðar finnurðu spillta lobbíistahópa (LÍÚ), ónýta hagstjórn (Krónan/verðtrygging, sem er að sumra mati sami hluturinn) og verðsamráð (í flestum löndum eru örfára keðjur með gríðarlega yfirhönd á smásölumarkaði, alveg eins og á Íslandi). Skattprósenta, bæði launatengd og neyslutengd er svipuð eða hærri í mörgum löndum. Það hefur enginn að mér vitandi nennt að gera almenninlegan samanburð á skattkerfinu hérna, það er alltaf hagsmunategnd rannsókn (með eða á móti sitjandi ríkisstjórn).

Ég er enginn sérstakur aðdáandi aðstæðna hérna heima, en það er ekki bara nóg að HALDA að grasið sé grænna hinu megin, betra að kíkja fyrst.

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 20:30
af tomasjonss
UUU, heyrðu, ég hef prófað að búa í útlöndum, 5 ár og sá töluvert öðruvísi landslag
Þar sem ég var munaði t.d. allt að 10 krónum á bensíni.
Heilbrigðiskerfið var ókeypis
Ekkert borgar fyrir krakka hjá tannlækni.
Það var afar virk samkeppni á matvælamarkaði.
Lánið mitt LÆKKAÐI en hækkaði ekki

Málið er að þetta er virkilega slæmt hér á landi. Spillingin er svakaleg og með ólíkindum að fyrirtæki komist um með verðsamráð og fái aðeins nokkrar krónum í sekt saman ber olíufélög og kreditkortafyrirtæki.

Það er ótrúleg spilling í stjórnkerfi og víðar

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 20:31
af Magneto
eitt sem mér finnst samt hentugt við Ísland er að það er stutt í nánast allt :)

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 21:05
af urban
Glazier skrifaði:Þessi þráður fékk mig til að byrja að skipuleggja ferð til Alicante í sumar með vinum mínum.. :roll:

Eeeða amk. kom mér af stað í það sem ér búinn að vera að spá í að gera í svoldinn tíma :D

þarna kemuru reyndar inná alveg æðislegan punkt að mínu mati.

það kvarta allir yfir veðri hérna á klakanum (fyrir utan allt annað sem að er búið að röfla yfir)
síðan fara allir í frí yfir þá örfáu mánuði sem að veðrið hérna er bærilegt.

afhverju fer fólk svona rosalega sjaldan í vetrarfrí hérna og svona rosalega oft í sumarfrí ?

það eru orðin vetrarfrí í flestöllum ef ekki öllum skólum, vinnuveitendur eru oftar en ekki sáttir við það að fólk taki út orlofið sitt í annan tíma en júní og júlí og menn losna við kuldann og myrkrið hérna á klakanum og geta komið sér erlendis þar sem að veðrið er oftar en ekki alveg helvíti gott.

(reyndar er ég sjálfur að fara út í sumar, en það er nú bara í sumar vegna þess að ég skipti um vinnu, annars væri ég líklegast úti núna.)
tomasjonss skrifaði:Like á þessa skilgreiningu Guðjóns.

Ég bjó í fimm ár á Spáni. Eina sem ég saknaði voru ættingjar og vinir. Ég saknaði reyndar líka sumarsins, hvergi fallegra en hér á landi á þeim árstíma.
Magneto skrifaði: einmitt ástæðan fyrir því að ég ætla að flytja aftur til Nýja Sjálands í náinni framtíð... :happy
þið tveir (allaveganna) virðast hafa búið úti, en (miðað við það sem að ég les útúr orðum ykkar) búið hérna á klakanum núna.
hver er svona ástæðan fyrir því að þið komuð heim ?

það er nefnilega alveg ótrúlega algengt fynnst mér, með fólk sem að flytur erlendis, að það kemur heim aftur nokkrum mánuðum - nokkrum árum seinna
einhver er ástæðan fyrir því að fólk kemur aftur.
spurning hvort að það sé fyrst og fremst familían eða eitthvað annað.
rapport skrifaði:Pöddur = ég fer aldrei frá Íslandi...

Ég er með risapöddufóbíu...
ég einmitt stríði við sama vandamál :)

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 21:22
af tomasjonss
Ástæðan fyrir því að ég flutti var ævintýramenska. Hafði það fínt, ágæt laun o.s.f. Mig langaði einfaldlega að búa annarstaðar og kynnast öðrum siðum og börnin mín fengju tækifæri til að læra annað tungumál.

Eg kunni afar vel við mig úti og lærði margt og öðlaðist um leið nýtt sjónarhorn á föðurlandið. Þegar maður er kominn burt kemur maður betur auga á kosti og það sem má betur fara.

Ástæðan að ég kom heim var að ég vildi að krakkarnir næðu síðustu árunum í íslenskum skóla og svo eru allir ættingjarnir hér og margir vinir. Saknaði þeirra.

En það er þroskandi að búa erlendis og var gott fyrir alla. Krakkarnir náðu fullkomnum tökum á tveimur nýjum tungumálum og skólinn úti var langt á undan því sem er hér. Plús að aginn var miklu meiri. Ég mundi ekki vilja kenna hér á íslandi :megasmile

Re: Óendanlegt ógeð á þessu landi..

Sent: Sun 29. Jan 2012 22:19
af braudrist
Ekki gleyma frábæra dómsmálakerfinu okkar. Nauðgarar og barnaperrar fá skilorðsbundinn dóm eða mjög litla fangelsisvist og svo er þeim hent aftur út í samfélagið. Þetta á að vera eins og á Kúbu - nauðgarar fá 40 ára dóm þar og barnaperrar eru aflífaðir.