Síða 3 af 5

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 14:00
af einarth
Hæ.

Á Íslandi starfa u.þ.b. 100 björgunarsveitir og eru þær allar í Landssambandi björgunarsveita (Slysavarnarfélagið Landsbjörg).

Sumar af þessum sveitum eiga rót sína að rekja til Skátastarfs (u.þ.b. 7 sveitir) og draga nafn sitt af þeirri fortíð.

Allar Björgunarsveitir á Íslandi starfa þó eftir svipuðum línum - styðjast við sama þjálfunarprogram og vinna við svipuð verkefni - óháð forsögu.

Hægt er að kynna sér starf björgunarsveita á vef SL: http://landsbjorg.is

Kv, Einar.

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Þri 27. Des 2011 14:57
af braudrist
Robertas Denton skrifaði:Ég held að þú sért búinn að horfa á aðeins of mikið af Disney myndum því þú ert greinilega með brenglaða hugmynd í kollinum um það að skátarnir snúist bara um að haldast í hendur og syngja kumbaya á meðan þeir grilla sykurpúða og orna sér við opinn eld.
Hvernig dirfistu að dissa Disney myndir?! :hnuss

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 15:50
af ManiO
Gaman þegar að það koma glæ nýjir notendur og viðra skoðun sína eins og hún sé sú eina sanna skoðun. Verð alltaf jafn svekktur þegar að notandinn fór úr sinni leið til að IP talan á notandanum stemmir ekki við annan notanda. En þá að öllum líkindum hafa sumir verið í glasi að gúgla flugeldasölu og ákveðið að tjá sig :roll:

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 15:54
af htdoc
Góðan daginn.

Langar að koma með smá athugasemdir fyrir þá sem halda að það þurfi aldrei að bjarga þeim:

- Já þetta er frjáls markaður
- Þó þú búir í 101 þá þýðir það ekki að þú þurfir aldrei á hjálp að halda
- Björgunarsveitirnar fá tugi útkalla í 101 á ári ef ekki hundruði útkalla
- Fariði aldrei í ferðalög? Aldrei uppí bústað? Aldrei í útilegur? Aldrei á bæjarhátíðir?
- Eigið þið enga ættinga, vini eða kunninga sem gætu þurft á hjálp björgunarsveitarinnar?
= ERUÐ ÞIÐ VIRKILEGA SVONA SJÓNSKERTIR AÐ ÞIÐ SJÁIÐ BARA SJÁLFA YKKUR!!: Þetta snýst ekki bara um hvort björgunarsveitin þarf að hjálpa ykkur, þetta snýst ekki alltaf um ykkur. Hefur ykkur aldrei dottið í hug að það væri ekki hægt að bjarga fólk af jöklum, útlendingum og íslendingum ef meiri hluti þjóðarinnar styðji ekki björguanrsveitina, samt er það ekki meirihluti þjóðarinnar sem þekkir þessa einstaklinga sem lenda á villugötum uppá jökli.
-> Var það ekki hagur allra Íslendinga að hreinsa öskuna eftir eldgosin (og þar með hagur ÞINN)
-> Var það ekki hagur allra Íslendinga að hjálpa til með hreinsun á olíu úr sjónum í gegnum árin (og þar með hagur ÞINN)
-> Var það ekki hagur allra Íslendinga að að björgunarsveitin hjálpaði með fólksflutninga í kjölfar eldgosanna (og þar með hagur ÞINN)
-> það er hægt að telja svona endalaust áfram

/// Kannski mun Björgunarsveitin ekki aðstoða ykkur beint en hún mun gera það óbeint og hefur þegar gert það! Og það skuluð þið muna!


Lokaorð:
Ekki misskilja orðin mín, ég er sár að sjá aðra kaupa flugelda annars staðar en hjá björgunarsveitunum en ég mótmæli því ekki og ætla ekki að vera með þann áróður að það á ekki að versla annars staðar en hjá björgunarsveitunum (þó ég hvetji fólks til þess að versla hjá björgunarsveitunum)
Orð mín eiga til þeirra sem hafa ekki vit á starfi björgunarsveitanna og halda að þeir þurfa aldrei hjálp þeirra

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 15:56
af tdog
Ég: Hæ, Siggi frændi er týndur, það þarf að leita af honum.
112: Já sæll. Hvað verslaði Siggi mikið af flugeldum af Björgunarsveitinum í ár?
Ég: Ekki neitt, hann verzlaði við einkaaðila.
112: *skellá*

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 15:59
af ManiO
htdoc skrifaði:Góðan daginn.

Langar að koma með smá athugasemdir fyrir þá sem halda að það þurfi aldrei að bjarga þeim:

- Já þetta er frjáls markaður
- Þó þú búir í 101 þá þýðir það ekki að þú þurfir aldrei á hjálp að halda
- Björgunarsveitirnar fá tugi útkalla í 101 á ári ef ekki hundruði útkalla
- Fariði aldrei í ferðalög? Aldrei uppí bústað? Aldrei í útilegur? Aldrei á bæjarhátíðir?
- Eigið þið enga ættinga, vini eða kunninga sem gætu þurft á hjálp björgunarsveitarinnar?
= ERUÐ ÞIÐ VIRKILEGA SVONA SJÓNSKERTIR AÐ ÞIÐ SJÁIÐ BARA SJÁLFA YKKUR!!: Þetta snýst ekki bara um hvort björgunarsveitin þarf að hjálpa ykkur, þetta snýst ekki alltaf um ykkur. Hefur ykkur aldrei dottið í hug að það væri ekki hægt að bjarga fólk af jöklum, útlendingum og íslendingum ef meiri hluti þjóðarinnar styðji ekki björguanrsveitina, samt er það ekki meirihluti þjóðarinnar sem þekkir þessa einstaklinga sem lenda á villugötum uppá jökli.
-> Var það ekki hagur allra Íslendinga að hreinsa öskuna eftir eldgosin (og þar með hagur ÞINN)
-> Var það ekki hagur allra Íslendinga að hjálpa til með hreinsun á olíu úr sjónum í gegnum árin (og þar með hagur ÞINN)
-> Var það ekki hagur allra Íslendinga að að björgunarsveitin hjálpaði með fólksflutninga í kjölfar eldgosanna (og þar með hagur ÞINN)
-> það er hægt að telja svona endalaust áfram

/// Kannski mun Björgunarsveitin ekki aðstoða ykkur beint en hún mun gera það óbeint og hefur þegar gert það! Og það skuluð þið muna!


Lokaorð:
Ekki misskilja orðin mín, ég er sár að sjá aðra kaupa flugelda annars staðar en hjá björgunarsveitunum en ég mótmæli því ekki og ætla ekki að vera með þann áróður að það á ekki að versla annars staðar en hjá björgunarsveitunum (þó ég hvetji fólks til þess að versla hjá björgunarsveitunum)
Orð mín eiga til þeirra sem hafa ekki vit á starfi björgunarsveitanna og halda að þeir þurfa aldrei hjálp þeirra

Væri samt gaman að sjá tölur um fólk sem bæði hefur þegið hjálp frá björgunarsveitum landsins og þeirra sem hafa aldrei haft þörf á því. Einnig væri gaman að sjá tölur um þá sem hafa þegið hjálp oftar en einu sinni.


Eru gögn um útköll gerð opinber?


Varðandi flugeldasöluna, þá versla ég ekki sjálfur (þ.e.a.s. kaupi ekki flugelda), en foreldrar mínir versla nánast einungis frá björgunarsveitunum.

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 16:29
af Robertas Denton
Ég var eigi í glasi í gær og ég stend við mín orð. Ég var aðeins í heimsókn í gær hjá unnustu frænku minnar og hún benti mér á þessa umræðu og þegar ég las það sem hér stóð þá einfaldlega blöskraði mér sjá þessa markvissu aðför sem stunduð er hér gagnvart þeim fórfúsu aðilum sem skátarnir eru. Þessar hvunndagshetjur okkar eiga ekki skilið þennan rógburð sem hér fer fram og ég mæli til þess að stjórnandi þessarar síðu taki til hendinni og aðvari þessa svokölluðu anti-skáta sem tröllríða þessu spjalli.

Einu sinni skáti, ávallt skáti!

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 16:32
af biturk
Robertas Denton skrifaði:Ég var eigi í glasi í gær og ég stend við mín orð. Ég var aðeins í heimsókn í gær hjá unnustu frænku minnar og hún benti mér á þessa umræðu og þegar ég las það sem hér stóð þá einfaldlega blöskraði mér sjá þessa markvissu aðför sem stunduð er hér gagnvart þeim fórfúsu aðilum sem skátarnir eru. Þessar hvunndagshetjur okkar eiga ekki skilið þennan rógburð sem hér fer fram og ég mæli til þess að stjórnandi þessarar síðu taki til hendinni og aðvari þessa svokölluðu anti-skáta sem tröllríða þessu spjalli.

Einu sinni skáti, ávallt skáti!
#-o


:lol: :lol:

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 16:41
af lifeformes
http://mbl.is/frettir/innlent/2011/12/2 ... vedurofsa/
sá nú einginn íþróttafélög eða Örn Árna við að aðstoða þarna, svo að manni finnst nú alltí lagi að styrkja þá í þessu.

En ég held að Robertas Denton sé farinn að rífa niður veggfóðrið heima hjá sér af reiði,
Kanntu annan, væni? Ég læt ekki einhverja netdólga eins og þig koma mér úr jafnvægi.

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 16:59
af lifeformes
bwaha :snobbylaugh

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 17:06
af Magneto
Robertas Denton
þú ert nú eiginlega bara að bjóða upp á að menn fari að drulla yfir skátana núna....

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 17:13
af FuriousJoe
Hahaha þetta er frábært, kominn skáti á netið og ætlar að skamma okkur fyrir að vilja versla ódýrt.


:wipped

Ég mun ekki versla af björgunarsveitinni í ár vegna þess að þeir voru að opinbera það í dag að allar vörur hækka um 10% í dag, opnun er á morgun.

Týpískt, hækkuðu þeir ekki um 10-15% í fyrra líka?

Ein miðlungs terta kostar í dag 30.000kr það er bara ekki hægt að sætta sig við þetta.

Þetta er bara glæpaskapur að stunda svona og heilaþvo menn og spila inná samvisku annara sem bara hafa ekki efni á þessu hryllilega háa verði hjá þeim, þetta ætti að vera bannað.
Það ætti að vera bannað að auglýsa rakettur og segja svo "hver bjargar mömmu þinni þegar hún er týnd og við það að drepast?".

Sorry, bara stunda ekki viðskipti við svona menn, EN ég styrki björgunarsveitina reglulega með greiðslum og hjálparkallinum (má ekki gleyma honum, einhverjar millur þar á ári líka).

En ég versla ekki við aðila sem hækkar vöruna fyrir hverja opnun árlega.

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 17:22
af tdog
Ef að Landsbjörg myndi bara lækka verðin sín, þá myndi ég kaupa af þeim.

Líka skemmtilegt að heyra að það eru engin rök til staðar hjá ykkur sem eruð svo á móti því að einhverjir versli annarsstaðar, önnur en hræðsluáróður sem á sér enga stoð í raunveruleikanum, eruð þið kannski allir Vinstri Grænir?

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 17:33
af GuðjónR
Það er krepppa í landinu og fyrir suma er það valið að kaupa ódýrt eða hreinlega að sleppa því að kaupa.
Það er ekki landráð að spara.

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 17:35
af tdog
Landsbjörg ætti að fá prósentu af Lottópottum sem ganga út, en ekki að reiða sig á ósamkeppnishæft viðskiptamódel sem snýst um hræðsluáróður, samviskuþjófnað sem flugeldasalan er.

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 20:21
af Gúrú
htdoc skrifaði:= ERUÐ ÞIÐ VIRKILEGA SVONA SJÓNSKERTIR AÐ ÞIÐ SJÁIÐ BARA SJÁLFA YKKUR!!
Nei, ég sé fullt af sjúkdómshrjáðu fólki og fólki sem að deyr úr hungri ef að enginn gefur þeim neitt að borða þegar að ég Googla "charities",
góðgerðarsamtökin þín eru ekki þau einu í heiminum og þau eru heldur betur ekki þau sem að þurfa fjármagnið mitt mest.

Má ég þá ekki kaupa flugelda?

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 21:00
af tdog
Gúrú skrifaði:
htdoc skrifaði:= ERUÐ ÞIÐ VIRKILEGA SVONA SJÓNSKERTIR AÐ ÞIÐ SJÁIÐ BARA SJÁLFA YKKUR!!
Nei, ég sé fullt af sjúkdómshrjáðu fólki og fólki sem að deyr úr hungri ef að enginn gefur þeim neitt að borða þegar að ég Googla "charities",
góðgerðarsamtökin þín eru ekki þau einu í heiminum og þau eru heldur betur ekki þau sem að þurfa fjármagnið mitt mest.

Má ég þá ekki kaupa flugelda?
Góður punktur, ég gef mikið til góðgerðarmála, styrki Blindrafélagið og Félag heyrnarlausra, gef reglulega til Krabbameinsfélagsins, kaupi alltaf bleiku slaufuna. Það snýst ekki allt um Landsbjörgu. Ég held að það sért þú htdoc, sem sjáir ekkert nema sjálfan þig og þínar skoðanir.

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 21:10
af GuðjónR
Strákar verið góðir :)
Það á hverjum að vera frjálst að kaupa eða styrkja það sem menn vilja.
Held að allir geti líka verið sammála um að áróðurinn er orðinn doldið þreyttur, sama hvort það er hér eða á FB eða í fréttunum allstaðar er áróður.

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 21:48
af Ulli
Robertas Denton skrifaði:Ég var eigi í glasi í gær og ég stend við mín orð. Ég var aðeins í heimsókn í gær hjá unnustu frænku minnar og hún benti mér á þessa umræðu og þegar ég las það sem hér stóð þá einfaldlega blöskraði mér sjá þessa markvissu aðför sem stunduð er hér gagnvart þeim fórfúsu aðilum sem skátarnir eru. Þessar hvunndagshetjur okkar eiga ekki skilið þennan rógburð sem hér fer fram og ég mæli til þess að stjórnandi þessarar síðu taki til hendinni og aðvari þessa svokölluðu anti-skáta sem tröllríða þessu spjalli.

Einu sinni skáti, ávallt skáti!

Bara hvernig þú Hagar þér er Mannorðsmorð fyrir Björgunarsveitirnar.
Sénsin að ég myndi versla við þá eftir að Lesa annað eins Frekju og yfirgáng.
Djöfulsins Ræfill.

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 22:25
af ZiRiuS
tdog skrifaði:Landsbjörg ætti að fá prósentu af Lottópottum sem ganga út, en ekki að reiða sig á ósamkeppnishæft viðskiptamódel sem snýst um hræðsluáróður, samviskuþjófnað sem flugeldasalan er.
Einhvernmegin held ég að björgunarsveitarnar fái meira fjármagn heldur en öryrkjabandalagið og íþróttasamtök fatlaðra sem þurfa á lottópeningnum að halda þar sem þau fá lítið sem ekkert opinbert fjármagn til að halda sinni starfsemi opinni...

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 22:28
af playman
Annað sem alveg gleymist að nefna er líka það að margir einkaaðilar eru að styrkja verðug málefni, í fyrra þá verslaði ég
hjá einkaaðila og komst að því að hann var að styrkja mæðrastyrksnefnd með % af söluhagnaði, sem mér fanst bara frábært málefni.
Og það er akkúrat mæðró/hertex/fjölskylduhjálpin sem veitti ekki af styrkjum eins og landið er orðið núna.

Ég er eingann veiginn að standa með frekar með einkaaðilum/íþróttafélögum eða hjálparsveitum,
en ef að þetta er orðið svo slæmt að hjálparveitirnar geti ekki starfað vegna þess að flugelda salan hefur minkað hjá þeim vegna einkaaðila/íþróttafélögum
er þá ekki kominn tími til að þeir fari að hugsa aðeins, það er ekki hægt að ætlast til þess að eitt félag fái bara einkarétt á einhverjum hlut
til þess að tryggja sínar tekjur.
Þeir hafa nú 359 daga til þess að afla aðra tekna. Það er fullt af tekjumöguleikum þarna úti.

Svo væri nú líka gamann að vita hvað þeir eru að fá fyrir sína sölu, og hvert allir þessir peningar eru að fara,
eins og einn hérna sagði þá hefur hann þurft að versla allan sinn búnað sjálfur, ásamt því að sjá um viðhald á tækjum og tólum.
Og ekki eru þeir að borga fólkinu laun ;)

Hættiði svo þessu þrusi með, "hver bjargar mömmu þinni sem er að deyja uppá jökli? essa sú?"

just my 5 cent

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 22:44
af Glazier
playman skrifaði:Svo væri nú líka gamann að vita hvað þeir eru að fá fyrir sína sölu, og hvert allir þessir peningar eru að fara,
eins og einn hérna sagði þá hefur hann þurft að versla allan sinn búnað sjálfur, ásamt því að sjá um viðhald á tækjum og tólum.
Og ekki eru þeir að borga fólkinu laun ;)
Þessi peningur fer í tækjakaup og viðhald á tækjum sem sveitin á (Bílar, bátar, gps tæki, dekk á bílana og vara/aukahlutir í þá).

Það sem hann er að tala um hér að ofan er búnaður svosem broddar, skór, axir og annar álíka búnaður sem björgunarsveitamenn þurfa að eiga sjálfir.
Björgunarsveitamenn fá í besta falli smá afslátt þegar þeir kaupa sinn fatnað og er 700.000 kr. fyrir svona búnað í raun ekki svo mikið.
T.d. kosta klifur axir á bilinu 50-150 þús. og fullstífir skór eru á um 50-100 þús. broddar á skóna eru 20-40 þús.

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 23:04
af lifeformes
Djöfulsins Ræfill.
eru menn bara að missa sig í gleðini :-"

passið ykkur að springa ekki upp í loft \:D/

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 23:17
af GuðjónR
playman skrifaði:"hver bjargar mömmu þinni sem er að deyja uppá jökli? essa sú?"
hahahahahahahahahaha Gullkorn dagsins"!!!!
Svo flott að ég stal því og setti í Facebook status!


:happy

Re: Fyrir þá sem versla flugelda af björgunarsveitunum

Sent: Þri 27. Des 2011 23:32
af Robertas Denton
Ulli skrifaði:Bara hvernig þú Hagar þér er Mannorðsmorð fyrir Björgunarsveitirnar.
Sénsin að ég myndi versla við þá eftir að Lesa annað eins Frekju og yfirgáng.
Djöfulsins Ræfill.
Hvaða grjónapungur ert þú nú eiginlega? Þó svo að þú hafir eitthvað horn í síðu mín þá á nú ekki að láta það bitna á skátunum.
Það mætti halda að þú héldir að ég væri einhver opinber talsmaður skátana á Íslandi, en það er nú af og frá.
Ég er bara einn af þessum fáu sem kann að meta og er annt um það starf sem skátarnir láta af hendi allan ársins hring á meðan svona aumingjar með hor eins og þú viðra sína fordóma og andfélagslegu skoðanir eins og þeim væri borgað fyrir það.