tdog skrifaði:
Eitthvað held ég að stéttarfélögin yrði klikkuð ef að ófaglært vinnuafl á undirverði myndi streyma inn á markaðinn...
Það þarf ekki endilega að vera ófaglært.
Eins og Guðjón benti á, þá er verið að taka smiði á "námskeið" þar sem þeir eru að vinna á móti markaðnum.
Fyrir stuttu kom faglærður málari í fréttirnar til að vekja athygli á þessu þegar hann var beðinn um að mæta og mála á vegum ríkisins.
Þetta eru allt verk sem að "markaðurinn" er að missa af í staðinn.
Og varðandi stéttarfélögin, þá eru þau svo gjörspillt, valda- og sinnulaus að það hálfa væri hellingur.
(Fyrir utan kannski eitt stéttarfélag á Akranesi sem kemst reglulega í fréttirnar vegna þess að þeir eru að reyna að gera e-ð.)
Formaður ASÍ notar félagið einna helst til að koma sé á framfæri áðuren hann fer í prófkjör fyrir Samfylkinguna, þess á milli notar hann félagið til þess að berjast fyrir ESB aðild. Á sama tíma er annað starfsfólk ASÍ rekið ef upp kemst að það sé í öðrum flokkum.
Stjórn Rafiðnaðarsambandins
NEITAR venjulegum félagsmönnum að sjá efnahagsskýrslu s.l. árs ef þeir missa af aðalfundi.
Svarið er einfalt: Sorry, en þú getur mætt á næsta aðalfund og þá færðu að sjá efnahagsskýrslu fyrir núverandi tímabil.
Félagið fær til sín heila helling af pening á hverju ári frá félagsmönnum (þ.m.t. mér), en eru á sama tíma í feluleik varðandi hvað peningarnir fara í.
Það er pínu dúbíous.
(og nei, ég hef varla tíma/peninga í að "leita réttar míns" hvað þetta varðar...)
Sum stéttarfélögin eru skíthrædd við ákveðna aðila vinnumarkaðsins. (Ég hef lent í að stéttarfélag sagðist eiga erfitt með að aðstoða mig vegna þess að það treysti sér ekki í slag við þáverandi forstjóra fyrirtækisins sem ég vann hjá á þessum tíma. Og ég þurfti að velja á milli þess að halda vinnunni eða sækja þau réttindi sem ég átti að vera með. Ég ákvað þá að halda vinnunni og sleppa réttindunum.)
Stéttarfélögin voru einusinni eitthvað, í dag eru þau ekkert nema klúbbar fyrir formenn sem fá yfir milljón á mánuði + afnot af bíl.
Og þau eru andskotann ekki að vinna fyrir félagsmennina sína.
Það kippir sér enginn upp við það þó að stéttarfélögin "klikkist", það tekur enginn mark á þeim hvort eð er.
Vá, sorry fyrir allan textan, this just gets to me...
En til að vera smá on-topic lika: Þetta er auðvitað vandamál með atvinnuleysisbætur.
Það eru alltaf einhverjir sem misnota þetta kerfi eins og önnur.
Bæturnar eiga auðvitað ekki að vera þannig að það sé letjandi að fara út á vinnumarkaðinn.
Á sama tíma eiga bæturnar heldur ekki að vera þannig að þú getur ekki rekið heimili í smá stund ef þú missir vinnuna og ert að "aðlaga" þig eða finna þér aðra vinnu.
Ath að það er ekki bara ungt fólk eða fólk nýkomið úr skóla sem er á bótum.
Einstæð móðir með 2 börn lendir líka í þessu, og ef hún fær ekki nóg til að greiða "venjulega" reikninga og helstu nauðsynjar (við erum ekki að tala um neinn lúxus hérna eða erlend lán eða neitt) þá byrjar hún fljótt á að sleppa því að borga einhverja reikninga (t.d. húsnæðislánið) til að geta fætt og klætt börnin.
Og um leið og fólk byrjar á þessu "ferli" þá er þetta snjóbolti sem að er ótrúlega fljótur að stækka, og vítahringur (vextir, aðfarar og innheimtugjöld etc bætast við) sem erfitt er að losa sig úr.
En það er á sama tíma ósanngjarnt hvernig sumir "reikna" út atvinnuleysibætur. (ie hverju þeir "tapa" á að fara að vinna)
Þegar þú ert á atvinnuleysisbótum þá "tæknilega séð" ættiru að vera eyða 8klst á dag í að finna þér vinnu.
Þetta er ekki tíminn til að skrá börnin úr leikskólanum eða dagvistinni og hafa þau heima til að spara dagvisturnar/leikskólagjöld.
Enda er aðeins byrjað að sporna við því í dag.