Síða 3 af 4

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Lau 02. Júl 2011 12:15
af HelgzeN
Gott Peperoni er stór plús,
Nóg af Brezzer líka (Y)

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Lau 02. Júl 2011 12:31
af hauksinick
Tek þessu sem breezer en já það gæti verið sniðugt..Til að trekkja að stelpur..

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Lau 02. Júl 2011 12:31
af HelgzeN
og líka banna Atla Grétar frá þessum stað.

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Lau 02. Júl 2011 12:32
af hauksinick
Já hann er kominn á svarta listann...Ertu frá Gillzstöðum?

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Lau 02. Júl 2011 12:44
af valdij
intenz skrifaði:
valdij skrifaði:Smá off-topic enn fann mig knúinn að svara til með Hamborgarabúlluna, og að staðir séu að reyna vera eitthvað sem þeir eru ekki. En allt útlit sem þið sjáið á Búllunni, þar með talið handskrifuð tilboð, gömul blöð, margar sósur í hillum, hvernig hamborgararnir líta út, hvernig brauðið er í raun öll umgjörð á staðnum inn og út er direct copy/paste frá stað í New York sem heitir Burger Joint. Ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrren ég prófaði Burger Joint í New York, labba þangað inn og missti andlitið, þetta var gjörsamlega eins og að vera kominn aftur heim að labba inn á Tomma og þegar ég fékk hamborgarann þá hló ég nánast því þetta var svo fáránlega absúrt að sjá meira segja hamborgarnir litu eins út.

Ekki það að skipti miklu máli, fannst þetta bara ótrúlegt og hafði aldrei heyrt um þetta en þegar ég kom aftur heim þá fór ég að spyrjast fyrir um þetta og þeir játuðu því alveg að þessi staður væri fyrirmyndin :)
Hverjum er ekki drullusama? Það eru til fleiri milljónir hamborgarastaða í heiminum og það að íslenskur staður eigi sína fyrirmynd úti í heimi - bara gott mál. Flest allir staðir eiga sínar fyrirmyndir.
Mér er alveg drullusama líka, fannst þetta bara intersting fact fyrir þá sem ekki vita, enda er ég ekkert að setja út á Tomma með því að segja þetta enda fer ég þangað mjög reglulega :)
valdij skrifaði:En með pizzurnar,

Ég ét pizzur sennilega mun meira en the average joe og mér finnst ekki endilega aðaltriðið að pizzurnar þurfi að vera eldbakaðar, enda komnir ansi margir þannig staðir en
- þjónustan
- verðið
- hraði
- fá mistök
- staðsetning

Þetta er fyrir öllu hjá mér allavega. [...]
Gott að vita að gæði pizzunnar séu ekki á lista hjá þér.[/quote]

Hélt það segði sig sjálft að maturinn þyrfti að bragðast vel.

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Lau 02. Júl 2011 12:45
af HelgzeN
hauksinick skrifaði:Já hann er kominn á svarta listann...Ertu frá Gillzstöðum?
Egilsstöðum ;)

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Lau 02. Júl 2011 15:20
af ViktorS
HelgzeN skrifaði:og líka banna Atla Grétar frá þessum stað.
:happy

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Fim 07. Júl 2011 20:08
af bulldog
Gæði á hráefni er nr 1,2 og 3 ef þú ert með góða vöru þá kemur fólk og verslar.

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Fim 07. Júl 2011 20:30
af rapport
bulldog skrifaði:Gæði á hráefni er nr 1,2 og 3 ef þú ert með góða vöru þá kemur fólk og verslar.
Uhh... nei...

En þetta er mjög algengur misskilningur.

Ef þetta væri satt þá mundu margar veitingahúsakeðjur ekki vera til...

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Fim 07. Júl 2011 20:49
af bulldog
Allavega hvað mig varðar er þetta það sem máli skiptir.

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Fim 07. Júl 2011 22:11
af rapport
bulldog skrifaði:Allavega hvað mig varðar er þetta það sem máli skiptir.
Mundir þú borga 2.000 kr. aukalega við venjulegt verð fyrir pizzu með miklu betra hráefni en sama bragð?

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Fim 07. Júl 2011 22:39
af bulldog
hvað kallarðu venjulegt verð ?

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Fim 07. Júl 2011 22:49
af Tesli
Fór þarna í dag og fékk mér 16 tommu með 3 áleggstegundum og 12 tommu hvítlauksbrauði plús hvítlauksolía, þetta kostaði 3500kr sem er bara rugl, það var ekki einusinni kók með... :thumbsd

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Fim 07. Júl 2011 22:55
af Plushy
laemingi skrifaði:Fór þarna í dag og fékk mér 16 tommu með 3 áleggstegundum og 12 tommu hvítlauksbrauði plús hvítlauksolía, þetta kostaði 3500kr sem er bara rugl, það var ekki einusinni kók með... :thumbsd
Fórstu hvert?

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Fim 07. Júl 2011 22:55
af Nariur
laemingi skrifaði:Fór þarna í dag og fékk mér 16 tommu með 3 áleggstegundum og 12 tommu hvítlauksbrauði plús hvítlauksolía, þetta kostaði 3500kr sem er bara rugl, það var ekki einusinni kók með... :thumbsd
hvert?

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Fös 08. Júl 2011 00:11
af appel
Pizza er bara pizza. Bjór er bara bjór. Svipað allsstaðar. Sure, sjálfgefið að þetta sé eldbakað og þess háttar. En fólk getur fengið sér pizzu á hverju götuhorni nánast. Það verður að vera mjög sérstök pizza ef maður á að nenna að fá sér hana. RISA pepperóni, skinka sem er allt öðruvísi og bragð af, almennilega sveppi, nýjung í áleggum, fullt af grænmeti og ávöxtum til, skoðaðu bara.

Einnig að gott að bjóða upp á heilsusamlega pizzu, ekki allir sem meika þetta hvíta hveiti, fullt af ost, þýðir bara magaverki fyrir marga. Saffran er með fínar pizzur. En mjög margir sem bara "meika" ekki pizzur útaf því hvað þetta fer illa í þá.

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Fös 08. Júl 2011 00:26
af AntiTrust
Ég meika alveg pizzur - en samviskan ekki. Alveg sammála því sem appel er að tala um, það vantar hollar pizzur. Spelt brauð, fituminni ostur, og þegar maður pantar sér pizzu með kjúkling, að fá meira en e-rn helvítis barnaskammt. Ég myndi án umhugsunar borga extra fyrir pizzu með réttari næringargildum en það sem gengur og gerist.

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Fös 08. Júl 2011 00:53
af Tesli
Plushy skrifaði:
laemingi skrifaði:Fór þarna í dag og fékk mér 16 tommu með 3 áleggstegundum og 12 tommu hvítlauksbrauði plús hvítlauksolía, þetta kostaði 3500kr sem er bara rugl, það var ekki einusinni kók með... :thumbsd
Fórstu hvert?
Ætla að vona að ég hafi ekki misskilið hann, en ég hélt að þetta væri nýopnaður pítsastaður í Þorlákshöfn sem hann er að spá í hvernig hann eigi að trékkja fólk að, ég er ekki úr Þorlákshöfn en mér datt ekki í hug að það væri annar pítsastaður á svona fámennum stað. Fór á þann eina sem ég sá og fékk mína reynslu þar, ef það er ekki sami staður þá tek ég þetta á mig :)

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Fös 08. Júl 2011 00:56
af Plushy
Hef fengið mér pítsu á Saffran. Hún var með mökk af salati, humar og úr spelt brauði. Var með frænda mínum hann gat ekki étið sína en ég kláraði minn skammt til að sýna ekki óvirðingu. Eitt er víst að þetta er ekki mín týpa af pítsu þó það sé eflaust til fólk sem fílar þetta :)

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Fös 08. Júl 2011 07:00
af dori
Ef þú ert að reyna að búa til stað þar sem fólk nennir að tjilla lengur en það tekur að borða matinn sinn þá er í rauninni bara eitt sem skiptir máli og það er andrúmsloftið. Þú þarft að koma þjónunum í gír og sjá um að þeir séu skemmtilegir og alltaf að selja.

Hluti af andrúmslofti er líka tónlist. Það er merkilegt hvað það eru margir sem klúðra því dæmi. Virkilega eins og fólk skilji það almennt ekki. Tónlistin þarf að vera þannig að hún sé ekki fyrir þér en samt þannig að hún búi til stemmningu og að þú heyrir almennilega í henni... Það er líka ömurlegt að vera á stað í 2 tíma og þú heyrir einhvern lista lúppa og sömu lögin 2x.

En já, mér finnst þessi Hamborgarafabrikka ná þessu ágætlega með að búa til stemmningu með þjónum og vesen. Þeir falla samt algjörlega á tónlistarpartinum, sjúklega schizo og leiðinlegt. Óskalög eru líka vond hugmynd.

Annars er það að vera með trúbadora eins og einhver stakk uppá ágætt til að ná í fólk en það er kannski bara nokkrir vinir gæjans sem er að spila. Sérstaklega á svona litlum stað. Ég myndi labba útaf veitingastað sem væri með þannig stemmningu.

Eitt annað sem er líka mikilvægt, verð á drykkjum. Ég veit að það þarf margin þar. En reyndu samt að vera með það sanngjörn verð. Annars er fólk bara með verk í veskinu allan tímann.

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Fös 08. Júl 2011 09:10
af kubbur
væri feitt til í að getað lagst í sófa og horft á sjónvarpið eftir að vera búinn að borða stóra máltíð á veitingarstað

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Fös 08. Júl 2011 10:09
af vesley
dori skrifaði:Ef þú ert að reyna að búa til stað þar sem fólk nennir að tjilla lengur en það tekur að borða matinn sinn þá er í rauninni bara eitt sem skiptir máli og það er andrúmsloftið. Þú þarft að koma þjónunum í gír og sjá um að þeir séu skemmtilegir og alltaf að selja.

Hluti af andrúmslofti er líka tónlist. Það er merkilegt hvað það eru margir sem klúðra því dæmi. Virkilega eins og fólk skilji það almennt ekki. Tónlistin þarf að vera þannig að hún sé ekki fyrir þér en samt þannig að hún búi til stemmningu og að þú heyrir almennilega í henni... Það er líka ömurlegt að vera á stað í 2 tíma og þú heyrir einhvern lista lúppa og sömu lögin 2x.

En já, mér finnst þessi Hamborgarafabrikka ná þessu ágætlega með að búa til stemmningu með þjónum og vesen. Þeir falla samt algjörlega á tónlistarpartinum, sjúklega schizo og leiðinlegt. Óskalög eru líka vond hugmynd.

Annars er það að vera með trúbadora eins og einhver stakk uppá ágætt til að ná í fólk en það er kannski bara nokkrir vinir gæjans sem er að spila. Sérstaklega á svona litlum stað. Ég myndi labba útaf veitingastað sem væri með þannig stemmningu.

Eitt annað sem er líka mikilvægt, verð á drykkjum. Ég veit að það þarf margin þar. En reyndu samt að vera með það sanngjörn verð. Annars er fólk bara með verk í veskinu allan tímann.
Sammála, líka mjög mikilvægt að umhverfið sé hlýlegt. Veitingastaðurinn má ekki vera of kuldalegur s.s. ekki of björt lýsing og björt húsgögn . mikið þæginlegra að vera í hlýlegu umhverfi.

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Fös 08. Júl 2011 14:45
af Nariur
AntiTrust skrifaði:Ég meika alveg pizzur - en samviskan ekki. Alveg sammála því sem appel er að tala um, það vantar hollar pizzur. Spelt brauð, fituminni ostur, og þegar maður pantar sér pizzu með kjúkling, að fá meira en e-rn helvítis barnaskammt. Ég myndi án umhugsunar borga extra fyrir pizzu með réttari næringargildum en það sem gengur og gerist.
Þú villt taka burt það sem gerir pizzur góðar, án almennilegs magns af góðum osti hefurðu bara speltbrauð með áleggi

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Fös 08. Júl 2011 16:08
af braudrist
Það er nú varla hægt að kalla þetta pizzu á Saffran; Þvílíkur viðbjóður. Það var eins og einhver hafi ælt ofan á pizzuna og hún bragðaðist líka þannig.

Re: Pizzastaðarekstur

Sent: Fös 08. Júl 2011 16:23
af hauksinick
laemingi skrifaði:Fór þarna í dag og fékk mér 16 tommu með 3 áleggstegundum og 12 tommu hvítlauksbrauði plús hvítlauksolía, þetta kostaði 3500kr sem er bara rugl, það var ekki einusinni kók með... :thumbsd
Fórstu s.s á Viking Pizza?