Síða 3 af 5

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Sun 24. Apr 2011 19:59
af REX
SolidFeather skrifaði:
minuZ skrifaði:Við erum ekki ein við getum líklega ekki séð þær ennþá eða þær okkur, því mögulega er önnur hvort vetrarbrautin of ung þannig að ljósið frá henni er ekki komið til okkar eða þeirra.

Þá er það komið á hreint, loka þræði.
hahah

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Sun 24. Apr 2011 20:55
af TechHead

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Þri 26. Apr 2011 15:57
af wICE_man
Skemmtilegar pælingar en við erum ein, sorry about that :)

Í hinum þekkta alheimi eru ca. 10^80 rafeindir. Það er tími frá upphafi fyrir innan við 10^120 efnahvörf milli tveggja frumeinda/sameinda síðan big bang á að hafa gerst. Einföldustu prótein (t.d. próteinið sem er í eggjahvítu) eru um eða yfir 400 ammínósýrur að lengd. Þessar ammínósýrur eru allar "left-handed", líkurnar á að þær raði sér i rétta röð er vel yfir 10^500 (í raun miklu hærri, því ég er að gefa conservative nálgun). Það er ef að allar ammínósýrurnar væru til staðar á sama stað í veröldinni á réttum tíma en líkurnar á því eru óheyrilega lítið brot af þessu! Þá erum við komin með eitt einfaldasta próteinið af öllum þeim hundruðum sem þarf fyrir einföldustu lífveru til að verða til.

Ef menn trúa því að heimurinn sé svo stór að það hljóti að finnast líf annars staðar þá er það misskilningur. Eini möguleikinn til þess að það sé líf annars staðar er ef að til eru óendanlega margir heimar eða ef að þær lífverur bjuggu til lífið hér á jörðinni (af því að ekki erum við orðin nógu klár til að búa til líf). Þannig að allir sem hafa snefils vit á líffræði og stærðfræði sjá það í hendi sér að ef að líf varð til af sjálfu sér þá hefur það gerst nákvæmlega einu sinni og jafnvel sá atburður er jafn ótrúlegur og það að ég kæmi til þín og segðist hafa brute-force hakkað mig í gegnum 512-bita hardware encryption með Commandore 64 tölvunni minni á 2 sekúndum sléttum!

En það er eins og með efnahagshrunið og tölurnar í kringum það, þegar þær eru orðnar það háar að maður getur ekki borið þær saman við nett þá missa þær merkingu sína og þá er hægt að ljúga hverju sem er í fólk. Einu sinni fyrir billjónum árum síðan, langt, langt í burtu...

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Þri 26. Apr 2011 16:37
af Pandemic
wICE_man skrifaði: Ef menn trúa því að heimurinn sé svo stór að það hljóti að finnast líf annars staðar þá er það misskilningur. Eini möguleikinn til þess að það sé líf annars staðar er ef að til eru óendanlega margir heimar eða ef að þær lífverur bjuggu til lífið hér á jörðinni (af því að ekki erum við orðin nógu klár til að búa til líf). Þannig að allir sem hafa snefils vit á líffræði og stærðfræði sjá það í hendi sér að ef að líf varð til af sjálfu sér þá hefur það gerst nákvæmlega einu sinni og jafnvel sá atburður er jafn ótrúlegur og það að ég kæmi til þín og segðist hafa brute-force hakkað mig í gegnum 512-bita hardware encryption með Commandore 64 tölvunni minni á 2 sekúndum sléttum!
J. Craig Venter Institute hefur búið til líf þ.e.a.s búið til DNA keðju og látið lífveru fjölga sér með henni. Þetta er samkæmt mjög þröngri skilgreiningu "tilbúið líf".
Við höfum náð þeim árangri að búa til lífræn efnasambönd og amínósýrur úr efnum sem eru öll til á öðrum plánetum http://en.wikipedia.org/wiki/Miller%E2% ... experiment

Allflestir stærðfræðingar og stjarneðlisfræðingar telja að það séu nánast 100% líkur á því að það séu til lífverur einhverstaðar í hinum gríðarstóra alheimi. En hvort þær eigi einhverntímann eftir að hafa samband við okkur og hvort það sé físlilegt er allt annað mál.

Svo má ekki gleyma að líf þarf ekki endilega að byggjast upp á sömu lögmálum og við þekkjum í dag, spurningu sem var flaggað af Nasa í sumar með GFAJ-1.

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Þri 26. Apr 2011 17:13
af chaplin
Mér finnst símtalið í video-inu hjá OP vera bara Hollywoodslegt, leikið og kjánalegt eða maður á ofskynjunarlyfjum með paranoiu.

Ég trúi á líf annars staðar en bara á jörðu, en eins og Stephen W. Hawking sagði, það er best að hætt að leita af þeim.

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Þri 26. Apr 2011 17:38
af Nothing
Ég er viss um það að það er líf annarstaðar en á jörðinni.

Ég held að fólk sé hrætt við það sem er ÓVITAÐ og þess vegna vill það ekki trúa því að það sé til líf annarstaðar.

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Þri 26. Apr 2011 17:44
af biturk
mér....................


er eiginlega bara alveg sama :oops:

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Þri 26. Apr 2011 18:15
af rapport
Ég er farinn að efast um að það sé vitsmunalegt líf annarstaðar á Jörðinni...

Efast samt ekki um að það sé séu til geimverur.

Manneskjur eru sjálfar geimverur og það er virkilega vitlaust að halda að við séum það sérstök að vera eina viti borna lífið í alheiminum.

Það eru örfáar kynslóðir síðan jörðin var flöt og það segir bara helling um hversu blind við erum á umheiminn.

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Þri 26. Apr 2011 18:19
af biturk
rapport skrifaði:Ég er farinn að efast um að það sé vitsmunalegt líf annarstaðar á Jörðinni...

Efast samt ekki um að það sé séu til geimverur.

Manneskjur eru sjálfar geimverur og það er virkilega vitlaust að halda að við séum það sérstök að vera eina viti borna lífið í alheiminum.

Það eru örfáar kynslóðir síðan jörðin var flöt og það segir bara helling um hversu blind við erum á umheiminn.

ég er reindar farinn að efast um að það sé vitsmunalegt líf á jörðinni líka :-"

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Þri 26. Apr 2011 19:14
af wICE_man
Pandemic skrifaði:J. Craig Venter Institute hefur búið til líf þ.e.a.s búið til DNA keðju og látið lífveru fjölga sér með henni. Þetta er samkæmt mjög þröngri skilgreiningu "tilbúið líf".
Við höfum náð þeim árangri að búa til lífræn efnasambönd og amínósýrur úr efnum sem eru öll til á öðrum plánetum http://en.wikipedia.org/wiki/Miller%E2% ... experiment" onclick="window.open(this.href);return false;

Allflestir stærðfræðingar og stjarneðlisfræðingar telja að það séu nánast 100% líkur á því að það séu til lífverur einhverstaðar í hinum gríðarstóra alheimi. En hvort þær eigi einhverntímann eftir að hafa samband við okkur og hvort það sé físlilegt er allt annað mál.

Svo má ekki gleyma að líf þarf ekki endilega að byggjast upp á sömu lögmálum og við þekkjum í dag, spurningu sem var flaggað af Nasa í sumar með GFAJ-1.
Menn hafa tekið DNA keðju úr einni lífveru, breytt henni smávægilega og skeytt inn í plasmíð á bakteríu (eiginleiki sem þær hafa og nota óspart) og leyft þeim að fjölga sér (eins og þær gera óspart). Nú ætla ég alls ekki að taka það frá þessum ágætu mönnum að þetta er mikilfenglegt afrek en svo óheyrilega langt frá því að búa til eitthvað frá grunni sem líkist lífi.

Og já ég veit líka af Miller-Urey tilrauninni sem er ennþá 30 árum eftir að hún var framkvæmd besta tilraun okkar til að búa til ammínósýrur á einfaldan máta sem gæti hugsanlega átt sér stað í náttúrunni. Það hafa verið gerðar fjölmargar tilraunir í seinni tíð til að endurgera þessa tilraun en misjafnlega sem það hefur gengið og engum tekist jafn vel til að ég muni. Þetta voru samt tilbúnar aðstæður sem eru ekki í samræmi við ætlaðar aðstæður á jörðinni á þeim tíma sem lífi var ætlað að hafa orðið til heldur voru þættir hennar miðaðir við að framleiða ammínósýrur. Hún framleiddi hægri og vinstri handar ammínósýrur til jafns en þar sem allt líf er byggt úr vinstri handar ammínósýrum þá vakna margar spurningar um ágæti hennar.

Varðandi GFAJ-1 þá er nær samróma álit vísindamanna að þar hafi menn hlaupið fram úr sjálfum sér og að ekki hafi verið sýnt fram á að Arsenik hafi raunverulega komið í stað Fosfórs í erfðaefni bakteríunnar heldur einungis verið til staðar í frumunni vegna osmósuáhrifa. Nokkuð sem var vel þekkt fyrir þessa uppgötvun. Það að Arsenik geti komið í stað osfórs er svo sem afar svalt en það breytir grundvallaruppbyggingu erfarefnisins ekki neitt einmitt vegna þess að efnabindingar þeirra eru sambærilegar.

I hate to me the party-pooper en vísindablaðamennska í dag er á svo lágu plani að það nær ekki nokkurri átt. Það er stöðuglega verið að slengja fram illa rannsökuðum fullyrðingum með stórkallalegum yfirlýsingum (GFAJ-1 er gott dæmi um það) sem síðan reynast síðar á ótraustum grunni en lifa áfram sem síendurteknar mýtur af því að vísindasamfélagið getur ekki keppt við fjölmiðlana í upplýsingaflæði til almennings.

Það að fullyrða að flestir stærðfræðingar telji nánast 100% líkur á að líf sé að finnast annars staðar er merkingarlaus staðhæfing. Geturðu bent á rannsóknir að því lútandi? Ég get leift mér að fullyrða með jafn litlum sönnunum um að meirihluti þeirra telji nánast 100% líkur á að líf sé hvergi annars staðar að finna :)

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Þri 26. Apr 2011 19:22
af Haxdal
http://www.youtube.com/watch?v=fgg2tpUVbXQ
Finnst þetta video betra af Ultra Deep Field :)

Og nei, við erum ekki ein. Væri ansi mikil sóun á plássi ef við værum bara ein hérna.

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Þri 26. Apr 2011 20:11
af dragonis
Skemmtileg grein.

http://science.nasa.gov/science-news/sc ... _monolake/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Þri 26. Apr 2011 20:46
af rapport
wICE_man skrifaði::)
Meginmarkgildissetning tölfræðinnar (e. central limit theorem)

Er grunnurfræði að öllum félagsvísindum, sálfræði og flestum greiningum og staðhæfingum sem mannskeppnan kallar sannleika.

Ef þú vilt halda því fram að fólk fjölgi sér, þá kemur þú með tilgátu "tveir einstaklingar, karl og kona geta búið til barn með samförum"

Raunveruleikinn er samt sá að það geta ekki allir karlar eignast börn með öllum konum en tölfræðilega er þetta rétt fullyrðing.

Segjum t.d. að þú þekkir til 1.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000 pör sem hafa getið barn með þessari aðferð en bara 1.000 sem hafa ekki getað það.

Líkurnar á að þessi fullyrðing þín sé sönn eru því 1/1.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000

Það má því segja að þetta sé vísindalega sannað.

Með sama hætti er hægt að fullyrða að líf sé til á öðrum hnöttum.

Hnettirnir í heiminum eru mun fleiri en þær manneskjur sem hafa fæðst frá upphafi og því töluverðar líkur, jafnvel meiri líkur en í þinni tilgátu að líf finnist á öðrum hnöttum.

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Þri 26. Apr 2011 21:06
af ingisnær
Frost skrifaði:Vá hvað þetta er freaky :woozy
true..

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Þri 26. Apr 2011 21:51
af Pandemic
wICE_man skrifaði: Menn hafa tekið DNA keðju úr einni lífveru, breytt henni smávægilega og skeytt inn í plasmíð á bakteríu (eiginleiki sem þær hafa og nota óspart) og leyft þeim að fjölga sér (eins og þær gera óspart). Nú ætla ég alls ekki að taka það frá þessum ágætu mönnum að þetta er mikilfenglegt afrek en svo óheyrilega langt frá því að búa til eitthvað frá grunni sem líkist lífi.
DNA keðjan var 100% manngerð en er með sama sequence og lifandi baktería. Henni var s.s ekki breytt heldur búinn til og svo skeytt inní plasmíð á lifandi bakteríu sem svo breytti hlutverki sínu.
wICE_man skrifaði: Og já ég veit líka af Miller-Urey tilrauninni sem er ennþá 30 árum eftir að hún var framkvæmd besta tilraun okkar til að búa til ammínósýrur á einfaldan máta sem gæti hugsanlega átt sér stað í náttúrunni. Það hafa verið gerðar fjölmargar tilraunir í seinni tíð til að endurgera þessa tilraun en misjafnlega sem það hefur gengið og engum tekist jafn vel til að ég muni. Þetta voru samt tilbúnar aðstæður sem eru ekki í samræmi við ætlaðar aðstæður á jörðinni á þeim tíma sem lífi var ætlað að hafa orðið til heldur voru þættir hennar miðaðir við að framleiða ammínósýrur. Hún framleiddi hægri og vinstri handar ammínósýrur til jafns en þar sem allt líf er byggt úr vinstri handar ammínósýrum þá vakna margar spurningar um ágæti hennar.
Eins og þú segir við mig þá geturu ekki bara hent fram þeirri fullyrðingu að endurgerð þessara tilraunar hafi gengið illa. Miller-Urey tilrauninn er mjög vel per-reviewed og hefur verið endurtekinn í hinum ýmsu háskólum um allan heim. Gallinn er að ákveðin gös voru ekki til í svona miklu magni á jörðinni eins og þeir héldu. Tilrauninn var endurtekinn með leiðréttingum og niðurstöður hennar voru ekki jafn góðar en sýndu þó að aminósýrur mynduðust en ekki í eins miklu magni og þeir höfðu gert ráð fyrir með fyrri tilraunum. Eftir það hefur Miller-Urey tilrauninn verið endurtekinn og "endurbætt" til að líkja enn frekar eftir jörðinni án lífs. http://www.scientificamerican.com/artic ... t-repeated
wICE_man skrifaði: Varðandi GFAJ-1 þá er nær samróma álit vísindamanna að þar hafi menn hlaupið fram úr sjálfum sér og að ekki hafi verið sýnt fram á að Arsenik hafi raunverulega komið í stað Fosfórs í erfðaefni bakteríunnar heldur einungis verið til staðar í frumunni vegna osmósuáhrifa. Nokkuð sem var vel þekkt fyrir þessa uppgötvun. Það að Arsenik geti komið í stað osfórs er svo sem afar svalt en það breytir grundvallaruppbyggingu erfarefnisins ekki neitt einmitt vegna þess að efnabindingar þeirra eru sambærilegar.
Eins og ég ritaði þá varpaði þessi uppgötvun sem enn er verið að meta og finna ágalla á fram þeirri spurningu sem hefur oft verið til staðar hvort líf þurfi endilega að byggjast grundvallar reglum lífs hér á jörðinni.
wICE_man skrifaði: Það að fullyrða að flestir stærðfræðingar telji nánast 100% líkur á að líf sé að finnast annars staðar er merkingarlaus staðhæfing. Geturðu bent á rannsóknir að því lútandi? Ég get leift mér að fullyrða með jafn litlum sönnunum um að meirihluti þeirra telji nánast 100% líkur á að líf sé hvergi annars staðar að finna :)
Ég get nefnt vísindamenn eins og Stephen Hawkings sem telja góðar líkur á lífi á annarstaðar í alheiminum svo það er allavegana einn influential vísindamaður. Er ekki svo viss um að það hafi verið gerð einhver sérstök könnun um það hjá vísindamönnum hvort þeir halda að það sé líf annarstaðar.
wICE_man skrifaði: Þannig að allir sem hafa snefils vit á líffræði og stærðfræði sjá það í hendi sér að ef að líf varð til af sjálfu sér þá hefur það gerst nákvæmlega einu sinni og jafnvel sá atburður er jafn ótrúlegur og það að ég kæmi til þín og segðist hafa brute-force hakkað mig í gegnum 512-bita hardware encryption með Commandore 64 tölvunni minni á 2 sekúndum sléttum!
Ég er í raun að dissa þessa setningu hjá þér þar sem þetta er alveg mjög stórt debate hjá þeim sem vita meira en ég og þú um þessa hluti. Svo það eru ekki 100% líkur á neinu í þessum efnum.

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Mið 27. Apr 2011 01:29
af wICE_man
[quote="Pandemic]
DNA keðjan var 100% manngerð en er með sama sequence og lifandi baktería. Henni var s.s ekki breytt heldur búinn til og svo skeytt inní plasmíð á lifandi bakteríu sem svo breytti hlutverki sínu.[/quote]

Takk fyrir leiðréttinguna ég hef ekki verið að fylgjast alveg nógu vel á þessu sviði undanfarin ár og nennti ekki að tékk nýjasta slúðrið. Ég sé samt ekki hvernig það að við kunnum að raða saman DNA bútum hefur eitthvað með upprunalega fullyrðingu mína að gera. Við erum ekki búin að búa til líf sjálf svo að eina leiðin til að líf fynnist annars staðar er ef þær lífverur sköpuðu okkur.

Hvað varðar Miller-Urey tilraunina þá kasta ég fram fuyllyrðingu um minni mitt (sú fullyrðing er rétt) og ef þú mannst eitthvað betur þá er það þitt að leggja fram þá vitneskju ekki bara órökstudda fullyðingu á móti. Í raun hafa menn ekki ennþá leift sér með almennu móti að líkja eftir áætluðum aðstæðum af því að þær eru alls ekki taldar henta. Þess í stað fókusera menn á sérstæðar aðstæður sem gætu hafa verið til staðar á afmörkuðum svæðum eins og við eldfjallasprungur eða í járn og karbonat ríkum svæðum. Þetta minnkar reyndar verulega þann fjölda efnahvarfa sem við höfum úr að spila.

Eftir stendur að við erum aðeins búnir að þrengja enn frekar um möguleika á sjálfsprotnu upphafi lífs þó að menn ríghaldi enn í trúnna ;)
Ég get nefnt vísindamenn eins og Stephen Hawkings sem telja góðar líkur á lífi á annarstaðar í alheiminum svo það er allavegana einn influential vísindamaður. Er ekki svo viss um að það hafi verið gerð einhver sérstök könnun um það hjá vísindamönnum hvort þeir halda að það sé líf annarstaðar.

Ég er í raun að dissa þessa setningu hjá þér þar sem þetta er alveg mjög stórt debate hjá þeim sem vita meira en ég og þú um þessa hluti. Svo það eru ekki 100% líkur á neinu í þessum efnum.
Ég held reyndar að flestir vísindamenn (allavega raunverulegir vísindamenn séu nær aldrei 100% vissir um neitt. En ég er 99.99999999........bætið við nokkrum tugþúsundum "9" við.........99999% viss, í stað þess að vísa á einhver nöfn (þó ég gæti) þá kýs ég að móta mín eigin rök og setja fram enda aldrei verið mikill aðdáandi "appeal to authority" rökleysunnar :)

Að endingu Rapport þá vil ég biðja þig um að fara yfir tölfræðina þína betur. Ég setti fram líkindi (10^500) og ég setti fram sýnisstærð (10^120), við höfum aðeins 1 staðfest tilfelli um lífkerfi og að ætla því að hafa orðið til fyrir tóma tilviljun er á mörkum tölfræðilegra ólíkinda (reyndar langt yfir þeim eftir flestum skilgreiningum) og það að ætla þessum ólíklega atburð að gerast oft er vitleysa á háu plani. Semsagt: Úrtak <<<< Líkindi. Þetta er þrátt fyrir að ég hafi gert ráð fyrir eins stóru útrtaki og við getum raunverulega gefið okkur.

Í þínu dæmi er þessu aftur öfugt farið, það er úrtakið er nokkrum stærðargráðum stærra en líkurnar og því yfirgnæfandi líkur að þar fynnist umræddur atburður. Stækkaðu úrtakið 10^350 fallt og fullyrtu svo við mig að þú fynnir engann slíkan atburð þar og þá ertu kominn með svipuð ólíkindi og ég er að tala um.

Og þegar þú ert búin að átta þig á því hversu heimskulegt væri að halda fram slíkum ólíkindum sem sjálfsögðum hlut þá er gott að hafa það í huga að ég var bara að tala um eitt einfaldasta prótínið sem við þekkjum, ekki heila lífveru.

Vá hvað þetta er hressandi, langt síðan ég hef fengið að rökræða svo skemmtileg mál. Takk fyrir mig strákar :D

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Mið 27. Apr 2011 02:09
af coldcut
lítið að gera í Kísildalnum Guðbjartur? :D

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Mið 27. Apr 2011 02:35
af dragonis
Nennti engin að lesa greinina sem ég setti inn,,þetta opnar soltið mikið ,þar á meðal hvernig við hugsum um hvernig líf þróast etc. :baby

http://www.huffingtonpost.com/2010/12/0 ... 91094.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Mið 27. Apr 2011 02:45
af coldcut
dragonis skrifaði:Nennti engin að lesa greinina sem ég setti inn,,þetta opnar soltið mikið ,þar á meðal hvernig við hugsum um hvernig líf þróast etc. :baby

http://www.huffingtonpost.com/2010/12/0 ... 91094.html" onclick="window.open(this.href);return false;
lestu það sem menn hafa verið að skrifa...það er löngu byrjað að tala um þetta. Áður en þú sendir inn þennan link allavegana...svo sendirðu ekki inn link af grein heldur link á 3 málsgreina fréttatilkynningu.

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Mið 27. Apr 2011 02:47
af dragonis
Gat ekki séð það ertu til í að linka ? held að þú ættir að scrolla aðeins upp ,,Sigh.

Þannig að það er í lagi að taka youtube sem fréttaveitu ? þetta er bara joke.

cheers.

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Mið 27. Apr 2011 04:11
af Gúrú
wICE_man skrifaði:Í hinum þekkta alheimi eru ca. 10^80 rafeindir. Það er tími frá upphafi fyrir innan við 10^120 efnahvörf milli tveggja frumeinda/sameinda síðan big bang á að hafa gerst. Einföldustu prótein (t.d. próteinið sem er í eggjahvítu) eru um eða yfir 400 ammínósýrur að lengd. Þessar ammínósýrur eru allar "left-handed", líkurnar á að þær raði sér i rétta röð er vel yfir 10^500 (í raun miklu hærri, því ég er að gefa conservative nálgun)
Yayy creatonist stærðfræði, alltaf skemmtileg.

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Mið 27. Apr 2011 09:12
af raRaRa
Ég held að það sé nóg komið á framfæri til að sanna að geimverur eru að fylgjast með okkur.

1. Former Canadian Defense Minister Paul Hellyer
http://www.youtube.com/watch?v=k4YNbhtxFyM" onclick="window.open(this.href);return false;

2. Á FBI vault er að finna margt um UFOs, eitt af því er um Roswell og lítur út fyrir að sagan hafi verið breytt svo við myndum ekki halda að þetta tengist geimverum.
http://vault.fbi.gov/hottel_guy/Guy%20H ... f%201/view" onclick="window.open(this.href);return false;

3. Edgar Mitchell sem var geimfari í Appollo 14 talar um geimverur og UFOs
http://dsc.discovery.com/space/qa/alien ... chell.html" onclick="window.open(this.href);return false;

4. Margir fyrrv. hermenn kvarta undan því að þeir megi ekki tala um það sem þeir sjá, hér er gott dæmi um UFO sem truflar hermenn við prufun á dummy missile.
http://video.google.com/videoplay?docid ... 0642218392#" onclick="window.open(this.href);return false;
Þeir hafa miklar áhyggjur afhverju það er eitthvað þarna úti sem er að trufla missile kerfið þeirra og enginn gerir neitt í því og þeir meiga ekki tala um það.

Svo má bæta við tugi myndbanda frá NASA þar sem óskiljanlegir hlutir gerast. Hvað þá transcripts?

Það er skemmtilegt hvernig NASA svarar þessum spurningum hér:
http://www.nasa.gov/centers/glenn/techn ... aq_prt.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
As a result of experience, investigations, and studies since 1948, the conclusions of Project Blue Book were: (1) no UFO reported, investigated, and evaluated by the Air Force was ever a threat to our national security;
Þarna eru þeir í raun að segja að UFOs eru til og þeir eru ekki ógn.
there was no evidence indicating that sightings categorized as "unidentified" were extraterrestrial vehicles
Auðvitað ekki, fyrir þeim er ekkert unidentified ;-)
During several space missions, NASA astronauts have reported phenomena not immediately explainable; however, in every instance NASA determined that the observations could not be termed "abnormal" in the space environment.
Hvað er svo málið með NSA að dæla inn efnum og æfingum sem tengjast radio signals frá geimverum?
http://www.nsa.gov/public_info/_files/u ... ssages.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;

Anyhow, ég trúi því að alheimurinn sé fullur af lífi, meira en við gerum okkur grein fyrir. Ég trúi því að það hafa verið geimverur að fylgjast með okkur og eru enn að því. Afhverju hafa geimverur ekki samband? Því þá munum við enda sem lítið barn sem þarf stöðugt hjálp, við erum enn Type 0 civilization og eigum langt eftir þar til við getum mögulega hafið samband við þær geimverur sem eru Type 2 eða jafnvel Type 3 civilization.

Type III — a civilization that is able to harness all of the power available from a single galaxy, approximately 4 ×1037 W.[3] This figure is extremely variable, since galaxies vary widely in size; the stated figure is the approximate power output of the Milky Way. Kardashev's original definition was also 4 ×1037 W.[4]

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Mið 27. Apr 2011 09:21
af GullMoli
Mynd

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Mið 27. Apr 2011 09:52
af Daníel
wICE_man Skrifaði:
Í hinum þekkta alheimi eru ca. 10^80 rafeindir. Það er tími frá upphafi fyrir innan við 10^120 efnahvörf milli tveggja frumeinda/sameinda síðan big bang á að hafa gerst. Einföldustu prótein (t.d. próteinið sem er í eggjahvítu) eru um eða yfir 400 ammínósýrur að lengd. Þessar ammínósýrur eru allar "left-handed", líkurnar á að þær raði sér i rétta röð er vel yfir 10^500 (í raun miklu hærri, því ég er að gefa conservative nálgun)
þú ert s.s. að tala um að þróun lífs hafi hafist með 400 ammínósýru löngum próteinum sem röðuðu sér saman fyrir tilviljun? af hverju að byrja þar? Og jafnvel þó að slíkur atburður hefði átt sér stað hefði líka þurft að vera kerfi til að skrá upplýsingarnar (DNA, RNA) og afrita próteinið til að þróun gæti hafist. Það að 400 amínósýrulöng prótein hafi sprottið fyrst fram og síðan afritunar/fjölgunarferli er ómögulegt.

Annars eru margar kenningar um það hvernig líf byrjaði á Jörðinni, enda erfitt að segja nákvæmlega til um það hvernig sameindir hófu þá fjölliðun sem seinna gat af sér RNA, DNA og prótein en ég hef aldrei heyrt um að menn haldi því fram að þróun lífs hafi hafist með 400 amínósýrulöngum próteinum án neins aðdraganda. Auðvitað eru líkurnar á því hverfandi.

Það sem þarf að reikna út er ekki líkurnar á því að sameindir raðist að handahófi rétt saman, heldur líkurnar á því að slík fjölliðun hefjist við ákveðnar aðstæður, t.d. fjölliðun RNA í grennd við neðansjávareldfjöll í ákveðið heitum sjó.

Hérna er dæmi um nokkrar kenningar um aðdragandann:
Replication first: RNA worldMain articles: Last universal ancestor and RNA world
The replicator in virtually all known life is deoxyribonucleic acid. DNA's structure and replication systems are far more complex than those of the original replicator.[36]Even the simplest members of the three modern domains of life use DNA to record their "recipes" and a complex array of RNA and protein molecules to "read" these instructions and use them for growth, maintenance and self-replication. This system is far too complex to have emerged directly from non-living materials.[36] The discovery that some RNA molecules can catalyze both their own replication and the construction of proteins led to the hypothesis of earlier life-forms based entirely on RNA.[48] These ribozymes could have formed an RNA world in which there were individuals but no species, as mutations and horizontal gene transfers would have meant that the offspring in each generation were quite likely to have different genomes from those that their parents started with.[49] RNA would later have been replaced by DNA, which is more stable and therefore can build longer genomes, expanding the range of capabilities a single organism can have.[49][50][51] Ribozymes remain as the main components of ribosomes, modern cells' "protein factories".[52]

Although short self-replicating RNA molecules have been artificially produced in laboratories,[53] doubts have been raised about where natural non-biological synthesis of RNA is possible.[54] The earliest "ribozymes" may have been formed of simpler nucleic acids such as PNA, TNA or GNA, which would have been replaced later by RNA.[55][56]

In 2003 it was proposed that porous metal sulfide precipitates would assist RNA synthesis at about 100 °C (212 °F) and ocean-bottom pressures near hydrothermal vents. In this hypothesis lipid membranes would be the last major cell components to appear and until then the proto-cells would be confined to the pores.[57]

[edit] Metabolism first: Iron-sulfur worldMain article: Iron-sulfur world theory
A series of experiments starting in 1997 showed that early stages in the formation of proteins from inorganic materials including carbon monoxide and hydrogen sulfide could be achieved by using iron sulfide and nickel sulfide as catalysts. Most of the steps required temperatures of about 100 °C (212 °F) and moderate pressures, although one stage required 250 °C (482 °F) and a pressure equivalent to that found under 7 kilometres (4.3 mi) of rock. Hence it was suggested that self-sustaining synthesis of proteins could have occurred near hydrothermal vents.[58]

[edit] Membranes first: Lipid world = water-attracting heads of lipid molecules
= water-repellent tails
Cross-section through a liposome.It has been suggested that double-walled "bubbles" of lipids like those that form the external membranes of cells may have been an essential first step.[59] Experiments that simulated the conditions of the early Earth have reported the formation of lipids, and these can spontaneously form liposomes, double-walled "bubbles", and then reproduce themselves. Although they are not intrinsically information-carriers as nucleic acids are, they would be subject to natural selection for longevity and reproduction. Nucleic acids such as RNA might then have formed more easily within the liposomes than they would have outside.[60]

[edit] The clay theoryMain articles: Graham Cairns-Smith#Clay Theory and RNA world
RNA is complex and there are doubts about whether it can be produced non-biologically in the wild.[54] Some clays, notably montmorillonite, have properties that make them plausible accelerators for the emergence of an RNA world: they grow by self-replication of their crystalline pattern; they are subject to an analog of natural selection, as the clay "species" that grows fastest in a particular environment rapidly becomes dominant; and they can catalyze the formation of RNA molecules.[61] Although this idea has not become the scientific consensus, it still has active supporters.[62]

Research in 2003 reported that montmorillonite could also accelerate the conversion of fatty acids into "bubbles", and that the "bubbles" could encapsulate RNA attached to the clay. These "bubbles" can then grow by absorbing additional lipids and then divide. The formation of the earliest cells may have been aided by similar processes.[63]

A similar hypothesis presents self-replicating iron-rich clays as the progenitors of nucleotides, lipids and amino acids.[64]

Re: Erum við ein í heiminum?

Sent: Mið 27. Apr 2011 10:04
af wICE_man
Gúrú skrifaði:Yayy creatonist stærðfræði, alltaf skemmtileg.
Bíddu er þetta einhver sérstök tegund stærðfræði. Síðast þegar ég vissi var þetta einfaldur líkndareikningur og veldi, eitthvað sem ætti að vera á færi allra. Ekkert sem ég er að setja fram hérna eru sérstaklega ný fræði en þeim er ennþá ósvarað. Við gefum okkur að þetta hafi gerst einu sinni af því að við erum hérna :D

[quote=""coldcut"]lítið að gera í Kísildalnum Guðbjartur? :D[/quote]

I wish, hef ekki einu sinni tíma til að fríska upp á þekkingu mína á málunum áður en ég glopra út úr mér löngu úreldum upplýsingum og opinbera vanþekkingu mína á follow-up rannsóknum í kringum Miller-Urey tilraunina... ...byrjendamistök :oops:

En sumir hlutir verða að eiga forgang... ...og þá sérstaklega að taka þátt í pointless rökræðum á netinu um hitamál sem enginn botn virðist vera í. Ég sleppi því bara að sofa í staðinn :lol: