biturk skrifaði:en það er heldur ekki ökumanninum að kenna reindar, það er alfarið á ábyrgð þess sem fer í veg fyrir bílinn.
það vill nefnielga svo skemmtilega til að það er banna með lögum að labba yfir götu nema þú sért á gangbraut

http://www.althingi.is/lagas/nuna/1987050.html" onclick="window.open(this.href);return false;
11.gr og 12gr. = Umferðarreglur fyrir gangandi vegfarendur.
11. gr. Gangandi vegfarandi skal nota gangstétt, gangstíg eða þann hluta vegar, sem liggur utan akbrautar (vegaröxl). Ef ekki er gangstétt, gangstígur eða vegaröxl meðfram vegi má nota akbraut. Skal þá að jafnaði gengið við vinstri vegarbrún í gönguátt og ekki fleiri en tveir samhliða. Ef gangandi vegfarandi leiðir reiðhjól eða létt bifhjól skal hann ganga við hægri vegarbrún. Gangandi vegfarandi má þó nota gagnstæða vegarbrún, ef hann væri annars í hættu eða sérstakar aðstæður mæla með því.
-Á gangstétt, gangstíg eða vegaröxl má gangandi vegfarandi hvorki leiða reiðhjól eða létt bifhjól né flytja með sér fyrirferðarmikla hluti, ef það er til verulegra óþæginda fyrir aðra.
12. gr. Gangandi vegfarandi, sem ætlar yfir akbraut, skal hafa sérstaka aðgát gagnvart ökutækjum, sem nálgast. Hann skal fara yfir akbrautina án óþarfrar tafar.
-Þegar farið er yfir akbraut skal nota gangbraut, ef hún er nálæg. Sama á við um göng og brú fyrir gangandi vegfarendur. Að öðrum kosti skal ganga þvert yfir akbraut og að jafnaði sem næst vegamótum.
-Þar sem umferð er stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum má einungis ganga yfir akbraut þegar grænt ljós er fyrir umferð gangandi vegfarenda eða lögreglan gefur til kynna með merkjagjöf að umferð gangandi sé heimil.
26.gr = Sérstakar skyldur gagnvart gangandi vegfarendum.
26. gr. Ökumaður, sem mætir eða ekur fram hjá gangandi vegfaranda,
skal gefa honum tíma til að víkja til hliðar og veita honum nægilegt rými á veginum.
-Ökumaður, sem ætlar að aka yfir gangstétt eða gangstíg eða að aka út á akbraut frá lóð eða svæði við veginn, skal bíða meðan gangandi vegfarandi fer fram hjá. Sama á við um akstur inn á eða yfir göngugötu.
-Við akstur á göngugötu skal ökumaður hafa sérstaka aðgát og tillitssemi gagnvart gangandi vegfaranda.
-Við beygju á vegamótum má ökumaður
ekki valda gangandi vegfaranda, sem fer yfir akbraut þá, sem beygt er inn á, hættu eða óþægindum. Sama á við um akstur yfir akbraut eða af henni, þar sem ekki eru vegamót.
-Við gangbraut, þar sem umferð er stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum, skal ökumaður bíða eftir gangandi vegfaranda, sem er á gangbrautinni á leið yfir akbrautina, þótt umferð sé að öðru leyti heimil í akstursstefnu ökumannsins. Ef gangbrautin er við vegamót og ökumaður kemur að henni úr beygju á vegamótunum, skal hann aka hægt og bíða meðan gangandi vegfarandi, sem er á gangbrautinni eða á leið út á hana, kemst fram hjá.
-Ökumaður, sem nálgast gangbraut, þar sem umferð er ekki stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum, skal aka þannig að ekki valdi gangandi vegfaranda á gangbrautinni eða á leið út á hana hættu eða óþægindum. Skal ökumaður nema staðar, ef nauðsynlegt er, til að veita hinum gangandi færi á að komast yfir akbrautina.
-Ökumaður skal forðast, svo sem unnt er, að stöðva ökutæki á gangbraut.