Síða 3 af 3

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Sent: Þri 08. Mar 2011 19:50
af vesley
Ég skil hvað hann er að reyna að gefa í skin með þessum skrifum, en það er því miður aldrei að fara að virka. Þetta einfaldlega gæti ekki orðið svona fullkomið.

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Sent: Þri 08. Mar 2011 20:12
af Gúrú
mind skrifaði:Gefið að x magn af tveimur hlutum hafi sama markaðsverðmæti akkurat núna, hefur þá gull sama verðmætagildi og peningar í þínum huga ?
Svo lengi sem að gjaldmiðillinn er eitthvað sem að hagkerfi hefur áhuga á þá skiptir það mig ekki máli hver hann er,
ef að þú ætlar að koma hingað og snúa útúr með því að það sé ekki hægt að búa til gull en það sé hægt að prenta peninga þá geturðu allt eins hætt nákvæmlega núna.

x af Gjaldmiðill1 = y af Gjaldmiðill2 ef að báðir gjaldmiðlar eru jafn samþykktir og kaupa jafn mikið af þjónustu eða vörum í mínum augum.

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Sent: Mið 09. Mar 2011 00:27
af rapport
Gúrú skrifaði:
mind skrifaði:Gefið að x magn af tveimur hlutum hafi sama markaðsverðmæti akkurat núna, hefur þá gull sama verðmætagildi og peningar í þínum huga ?
Svo lengi sem að gjaldmiðillinn er eitthvað sem að hagkerfi hefur áhuga á þá skiptir það mig ekki máli hver hann er,
ef að þú ætlar að koma hingað og snúa útúr með því að það sé ekki hægt að búa til gull en það sé hægt að prenta peninga þá geturðu allt eins hætt nákvæmlega núna.

x af Gjaldmiðill1 = y af Gjaldmiðill2 ef að báðir gjaldmiðlar eru jafn samþykktir og kaupa jafn mikið af þjónustu eða vörum í mínum augum.
Hagfræðin bakvið "virði" gjaldmiðla er einföld.

Ef fólki finnst gjaldmiðlar meira virði en aðrar vörur og/eða þjónusta á markaði, þá safnar fólk þeim gjaldmiðli frekar en að kaupa sér virðisrýra vöru eða þjónustu. Vextir og gengi þess gjaldmiðils stjórna þá útkomunni svolítið.

Fólk á Íslandi safnar frekar lítið sjálft, bróðurpartur sparnaðar á Íslandi er skyldusparnaður = lífeyrissjóðirnir.

Fólk í Þýskalandi safnar peningum því að þar er hagstjórnin á þann veg að gengi, vextir og verðlag mynda virði fyrir þá sem safna evrum, en á sama tíma á Írlandi er t.d. ekki gott að safna evrum vegna slakrar hagstjórnar og versnandi verðlags þó svo að gengi og vextir séu þeir sömu.

Að slá því fram að gengisskráður gjaldmiðill sé = gengisskráður gjaldmiðill er bara rangt, virði þeirra er mjög misjafnt og ræðst af mörgum breytum.

Yfir áratuga tímabil geta áhrif vaxta og gengis jafnast út en verðlag er sá þáttur sem skemmir fyrir óstöðugum svæðum sbr. Íslandi, það skiptir nánast ekki máli í hvaða gjaldmiðli þú safnar á Íslandi verðlag í landinu hækkar umfram það sem þú græðir á vöxtunum.

Fiat gjaldmiðlar eru svo í eðli sínu verðlausir. Prófaðu t.d. að finna 5000 kall frá 1978 og gáðu hvað þú færð fyrir hann í dag.

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Sent: Mið 09. Mar 2011 11:25
af Gúrú
Þið vitið vel að það gefur augaleið að það er svo misjafnt hversu góða fjárfestingu maður telur eignina vera,
rapport skrifaði:Að slá því fram að gengisskráður gjaldmiðill sé = gengisskráður gjaldmiðill er bara rangt, virði þeirra er mjög misjafnt og ræðst af mörgum breytum.
En þetta er alveg fáránlegur útúrsnúningur, ég sagði ekki að x magn væri jafngildi y magns svo lengi sem að gengisskráð virði þeirra væri það sama,
ég er ekki að segja að það sé sambærilegt að eiga svissneskan franka með -1% verðbólgu eða að eiga bandaríkjadali með 8% verðbólgu, enda var ég að tala um á
sama augnabliki gefið að ég byggi í hagkerfinu og væri að fara að versla eitthvað akkúrat þá.

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Sent: Mið 09. Mar 2011 11:37
af rapport
Svo lengi sem að gjaldmiðillinn er eitthvað sem að hagkerfi hefur áhuga á þá skiptir það mig ekki máli hver hann er
Þetta er það sem þú sagðir...

En ég ætla ekki að fara bítast um hvað þu meintir, það tvennt fer ekki alltaf saman.

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Sent: Mið 09. Mar 2011 12:01
af mind
rapport skrifaði:
Svo lengi sem að gjaldmiðillinn er eitthvað sem að hagkerfi hefur áhuga á þá skiptir það mig ekki máli hver hann er
Þetta er það sem þú sagðir...

En ég ætla ekki að fara bítast um hvað þu meintir, það tvennt fer ekki alltaf saman.
Hann var bara að svara einfaldaðri spurningu frá mér, með gefnum forsendum í þokkabót, sem hann gerði.
En það er ekki æskilegt að nota svarið í öðru samhengi en það var meint, þá verður að spyrja aftur.

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Sent: Mið 09. Mar 2011 16:20
af Icarus
rapport skrifaði:
Gúrú skrifaði:
mind skrifaði:Gefið að x magn af tveimur hlutum hafi sama markaðsverðmæti akkurat núna, hefur þá gull sama verðmætagildi og peningar í þínum huga ?
Svo lengi sem að gjaldmiðillinn er eitthvað sem að hagkerfi hefur áhuga á þá skiptir það mig ekki máli hver hann er,
ef að þú ætlar að koma hingað og snúa útúr með því að það sé ekki hægt að búa til gull en það sé hægt að prenta peninga þá geturðu allt eins hætt nákvæmlega núna.

x af Gjaldmiðill1 = y af Gjaldmiðill2 ef að báðir gjaldmiðlar eru jafn samþykktir og kaupa jafn mikið af þjónustu eða vörum í mínum augum.
Hagfræðin bakvið "virði" gjaldmiðla er einföld.

Ef fólki finnst gjaldmiðlar meira virði en aðrar vörur og/eða þjónusta á markaði, þá safnar fólk þeim gjaldmiðli frekar en að kaupa sér virðisrýra vöru eða þjónustu. Vextir og gengi þess gjaldmiðils stjórna þá útkomunni svolítið.

Fólk á Íslandi safnar frekar lítið sjálft, bróðurpartur sparnaðar á Íslandi er skyldusparnaður = lífeyrissjóðirnir.

Fólk í Þýskalandi safnar peningum því að þar er hagstjórnin á þann veg að gengi, vextir og verðlag mynda virði fyrir þá sem safna evrum, en á sama tíma á Írlandi er t.d. ekki gott að safna evrum vegna slakrar hagstjórnar og versnandi verðlags þó svo að gengi og vextir séu þeir sömu.

Að slá því fram að gengisskráður gjaldmiðill sé = gengisskráður gjaldmiðill er bara rangt, virði þeirra er mjög misjafnt og ræðst af mörgum breytum.

Yfir áratuga tímabil geta áhrif vaxta og gengis jafnast út en verðlag er sá þáttur sem skemmir fyrir óstöðugum svæðum sbr. Íslandi, það skiptir nánast ekki máli í hvaða gjaldmiðli þú safnar á Íslandi verðlag í landinu hækkar umfram það sem þú græðir á vöxtunum.

Fiat gjaldmiðlar eru svo í eðli sínu verðlausir. Prófaðu t.d. að finna 5000 kall frá 1978 og gáðu hvað þú færð fyrir hann í dag.
Fólk í þýskalandi safnar mikið vegna þess að það er menningin, eru fátæk í anda og eyða þar afleiðandi ekki. Vextir í þýskalandi eru mjög lágir og því borgar sig ekki vaxtarlega séð að vera að spara sérstaklega þar.

Má ekki vanmeta hvernig menning kemur inní þetta.

En þessi grein þessa unga manns frá Akureyri er heimskuleg svo vægast sagt og það er svo augljóst að ég tel enga ástæðu til að fara eitthvað sérstaklega í það, alls staðar þar sem ríkið hefur eignað sér einokun yfir einhverju hefur vöruverð hækkað, framboð minnkað og þjónusta skerst. Það eru smákóngar útum allt.

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Sent: Sun 13. Mar 2011 16:20
af Zethic
Langaði bara koma þessu á framfæri:

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett ... itoluflakk" onclick="window.open(this.href);return false;

Er það bara ég, eða fyllist maður af reiði við svona ógeðslegt fólk ?
Lilja sagði að með því að taka upp nýjar íslenskar krónur, kallaðar íslenskar evrur, þyrfti almenningur að skipta gömlu krónunum í nýar. Með því móti væri hægt að fá fram í dagsljósið fjármuni sem fólk hefur skotið undan og geymt hjá sér eftir hrun. Mögulega væru þeir sérstaklega skattlagðir, sem skiptu fjárhæðum umfram tíu milljónum í nýja gjaldmiðilinn.
Fyrst er stolið af eldri borgurum með bankanum, og núna vill hún taka þessa sem reyndu að bjarga ævi-safnaðinum með þessu...


urrghhhhh... henda svona fólki út úr landi bara

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Sent: Sun 13. Mar 2011 17:24
af toybonzi
ManiO skrifaði:Gleymdi hinu aðalatriðinu sem er út í hött varðandi þessa hugmynd.
Með ríkisreknum matvöruverslunum væri hægt að hafa mikil áhrif á neyslumynstur Íslendinga en mér þykir það frekar óheilbrigt.

Gott og vel, hann má sína skoðun á því máli, en að fara þröngva henni (eða annarra manna) skoðunum upp á almenning er viðbjóður.
Er að þá einvörðungu leyfilegt fyrir forpokaða stjórnmálamenn og spillta viðskiptajöfra að þröngva sínum skoðunum upp á aðra?

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Sent: Sun 13. Mar 2011 17:30
af toybonzi
Zethic skrifaði:Langaði bara koma þessu á framfæri:

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett ... itoluflakk" onclick="window.open(this.href);return false;

Er það bara ég, eða fyllist maður af reiði við svona ógeðslegt fólk ?
Lilja sagði að með því að taka upp nýjar íslenskar krónur, kallaðar íslenskar evrur, þyrfti almenningur að skipta gömlu krónunum í nýar. Með því móti væri hægt að fá fram í dagsljósið fjármuni sem fólk hefur skotið undan og geymt hjá sér eftir hrun. Mögulega væru þeir sérstaklega skattlagðir, sem skiptu fjárhæðum umfram tíu milljónum í nýja gjaldmiðilinn.
Fyrst er stolið af eldri borgurum með bankanum, og núna vill hún taka þessa sem reyndu að bjarga ævi-safnaðinum með þessu...


urrghhhhh... henda svona fólki út úr landi bara
Ég held að enginn mundi þurfa að óttast þessar aðgerðir nema þeir sem hafa verið að stela úr kerfinu...enda er talað um að ná peningum sem skotið var undan. Í orðinu felst sú einfalda merking að ekki hafi verið greitt af þeim eins og 95% af þjóðinni gerir samviskulega.

Útskýrðu nánar þennan þjófnað frá eldri borgurum, og hvernig hann er að eiga sér stað í bankanum?

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Sent: Sun 13. Mar 2011 18:08
af Gúrú
Ég held að enginn mundi þurfa að óttast þessar aðgerðir nema þeir sem hafa verið að stela úr kerfinu...
Nei, ekki óttast lögsókn eða neitt, en vissulega óttast það að þú sért sérstaklega skattlagður fyrir það eitt að eiga pening,
t.d. pening sem að þú hefur safnað þér, af hverju að refsa þér meira en er nú þegar gert með faldna skattinum verðbólgu, fyrir það að hafa sparað?

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Sent: Sun 13. Mar 2011 18:26
af toybonzi
Hvar stendur að að þeir peningar sem að ég á nú þegar í banka og hef greitt skatt af í gegnum kerfið verði skattlagðir aftur.

Það fór eitthvað fram hjá mér?

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Sent: Sun 13. Mar 2011 18:35
af Gúrú
toybonzi skrifaði:Hvar stendur að að þeir peningar sem að ég á nú þegar í banka og hef greitt skatt af í gegnum kerfið verði skattlagðir aftur.
Það fór eitthvað fram hjá mér?
Vegna þess að þetta mun refsa þeim eldri borgurum sem að spara, er það að fara framhjá þér?
Förum yfir þetta.
Ef að eignin er ekki í banka eru engar tekjur af henni, ekki í mynd vaxta, heldur einungis tap vegna verðbólgu,
því á fjármagnstekjuskattur ekki við um hana.

Ef að eignin er sparnaður frá greiðslum sem að þú hefur fengið sem eldri borgari þá eru þær ekki subject to eignaskatt, sjá 1. upptalningu 74. greinar laga nr. 90 frá 2003.

Ef að allir eru látnir taka sparnaðinn sinn og umbreyta honum í nýjar krónur og látnir borga skatt ef þeir hafa sparað sér yfir x margar krónur,
þá er verið að skattleggja nú óskattleggjanlegan sparnað.

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Sent: Sun 13. Mar 2011 21:12
af rapport
Ef Lilja vill gera peningafærslur sýnilegar og að skráð sé betur hvert peningar flytjast, hvernig og afhverju...

Þá er óþarft að ganga svona langt að skipta um gjaldmiðil.

Það væri mun sniðugra að taka upp skattlagningu VSK á virðisaukandi færslur innan bankakerfisins eða færsluskatt á færslur fjárfesta.

Með slíkri skattlagningu yrði kerfið gegnsærra og þetta mundi stuðla að opnari og skilvirkari markaði þar sem erfiðara væri að leyna upplýsingum (frumskilyrði frjáls markaðar er að allir hafi sömu upplýsingar).

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Sent: Sun 13. Mar 2011 21:28
af GuðjónR
Gúrú skrifaði:Ef að eignin er sparnaður frá greiðslum sem að þú hefur fengið sem eldri borgari þá eru þær ekki subject to eignaskatt, sjá 1. upptalningu 74. greinar laga nr. 90 frá 2003.

Ef að allir eru látnir taka sparnaðinn sinn og umbreyta honum í nýjar krónur og látnir borga skatt ef þeir hafa sparað sér yfir x margar krónur,
þá er verið að skattleggja nú óskattleggjanlegan sparnað.
#-o

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Sent: Sun 13. Mar 2011 22:08
af toybonzi
Gúrú skrifaði:
toybonzi skrifaði:Hvar stendur að að þeir peningar sem að ég á nú þegar í banka og hef greitt skatt af í gegnum kerfið verði skattlagðir aftur.
Það fór eitthvað fram hjá mér?
Vegna þess að þetta mun refsa þeim eldri borgurum sem að spara, er það að fara framhjá þér?
Förum yfir þetta.
Ef að eignin er ekki í banka eru engar tekjur af henni, ekki í mynd vaxta, heldur einungis tap vegna verðbólgu,
því á fjármagnstekjuskattur ekki við um hana.

Ef að eignin er sparnaður frá greiðslum sem að þú hefur fengið sem eldri borgari þá eru þær ekki subject to eignaskatt, sjá 1. upptalningu 74. greinar laga nr. 90 frá 2003.

Ef að allir eru látnir taka sparnaðinn sinn og umbreyta honum í nýjar krónur og látnir borga skatt ef þeir hafa sparað sér yfir x margar krónur,
þá er verið að skattleggja nú óskattleggjanlegan sparnað.
Takk fyrir að útskýra þetta fyrir mér, án hroka og leiðinda.

Re: Blautur draumur forræðishyggjumanna?

Sent: Sun 13. Mar 2011 22:45
af ManiO
toybonzi skrifaði:
ManiO skrifaði:Gleymdi hinu aðalatriðinu sem er út í hött varðandi þessa hugmynd.
Með ríkisreknum matvöruverslunum væri hægt að hafa mikil áhrif á neyslumynstur Íslendinga en mér þykir það frekar óheilbrigt.

Gott og vel, hann má sína skoðun á því máli, en að fara þröngva henni (eða annarra manna) skoðunum upp á almenning er viðbjóður.
Er að þá einvörðungu leyfilegt fyrir forpokaða stjórnmálamenn og spillta viðskiptajöfra að þröngva sínum skoðunum upp á aðra?
Sagði ég einhversstaðar að mér þætti það í lagi? Í langflestum tilfellum er ég á móti því að stjórnvöld segi mér eða öðrum hvað og hvað má ekki innbyrða. En það sem hann er að tala um er svo margfalt meir en núverandi stjórnvöld gera.