Síða 3 af 3

Re: Hvernig fannst ykkur skaupið ?

Sent: Sun 02. Jan 2011 22:21
af Frantic
vesley skrifaði:Fannst skaupið bara vera nokkuð gott.

Hefði samt viljað sjá Jón Gnarr leika sig sjálfann:D

Gunni náði honum nú nokkuð vel en hann var bara ekki nógu líkur honum.
Ég fattaði ekki fyrst hver hann átti að vera :?

Re: Hvernig fannst ykkur skaupið ?

Sent: Sun 02. Jan 2011 22:25
af wICE_man
Mér fannst það detta dálítið niður í sundurleitna smásketcha eftir góða byrjun en svo kom það sterkt inn eftir því sem leið á það. Þegar Sóley Tómasdóttir skaut ísbjörninn þá dó ég úr hlátri :)

Re: Hvernig fannst ykkur skaupið ?

Sent: Sun 02. Jan 2011 22:38
af Pandemic
Virkilega gott skaup, enda búinn að vera að fylgjast með. Ég dó úr hlátri þegar Jón Bjarnason var slá Íran með síldinni

Re: Hvernig fannst ykkur skaupið ?

Sent: Sun 02. Jan 2011 22:47
af Jim
Pandemic skrifaði:Virkilega gott skaup, enda búinn að vera að fylgjast með. Ég dó úr hlátri þegar Jón Bjarnason var slá Írann með síldinni
Skotann*

Re: Hvernig fannst ykkur skaupið ?

Sent: Sun 02. Jan 2011 23:02
af kobbi keppz
er hægt að horfa á það einhverstaðar á netinu ? :-k sá nefnilega ekki mikið úr því.

Re: Hvernig fannst ykkur skaupið ?

Sent: Sun 02. Jan 2011 23:28
af lukkuláki
kobbi keppz skrifaði:er hægt að horfa á það einhverstaðar á netinu ? :-k sá nefnilega ekki mikið úr því.
RÚV

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4569077/2010/12/31/

Re: Hvernig fannst ykkur skaupið ?

Sent: Sun 02. Jan 2011 23:34
af kobbi keppz
lukkuláki skrifaði:
kobbi keppz skrifaði:er hægt að horfa á það einhverstaðar á netinu ? :-k sá nefnilega ekki mikið úr því.
RÚV

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4569077/2010/12/31/
þakk þér :snobbylaugh

Re: Hvernig fannst ykkur skaupið ?

Sent: Mán 03. Jan 2011 00:40
af rapport
kobbi keppz skrifaði:
lukkuláki skrifaði:
kobbi keppz skrifaði:er hægt að horfa á það einhverstaðar á netinu ? :-k sá nefnilega ekki mikið úr því.
RÚV

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4569077/2010/12/31/
þakk þér :snobbylaugh
Var að klára að horfa á það aftur... það er bara meiri snilld ef eitthvað...

Allt þarna nema "tafl/biskupa" brandarinn voru fínir...

Re: Hvernig fannst ykkur skaupið ?

Sent: Mán 03. Jan 2011 01:45
af SIKk
fannst það tær snilld í þetta skipti! :D

það stóðu tvö atriði uppúr hjá mér og það var þegar Vala Grand breytti nafninu sínu í Vala nóló :')
og þegar Jónína Ben var að árita en Gunnar að áreita :'D

Re: Hvernig fannst ykkur skaupið ?

Sent: Mán 03. Jan 2011 01:54
af Kobbmeister
Snilldar skaup, sem betur fer hefur maður verið að fylgjast með fréttum annars þá hefði maður ekki skilið neitt af þessu :sleezyjoe

Re: Hvernig fannst ykkur skaupið ?

Sent: Mán 03. Jan 2011 03:05
af g0tlife
ÉG ÞEKKI NORÐMENN !

á sandi byggði heimskur maður höfn

Re: Hvernig fannst ykkur skaupið ?

Sent: Mán 03. Jan 2011 13:48
af KLyX
Flott skaup, var samt betra í fyrra. En Panorama djókurinn með Ívari Guðmunds og Arnari Grant var góður. Og þegar Sóley var búin að skjóta ísbjörninn og Jón Gnarr kallar "alls konar aumingjar!" var nokkuð gott líka.

Re: Hvernig fannst ykkur skaupið ?

Sent: Mán 03. Jan 2011 14:17
af Dormaster
mér fannst þetta mjög gott skaup.

það sem stóð svona upp úr
þegar gaurinn á leikb-vellinum var að gefa börnunum nammi svo frekuðu mömmurnar úr þá labbaði preturinn framhjá.
þegar björgólfur fellti krónunna.

Re: Hvernig fannst ykkur skaupið ?

Sent: Mán 03. Jan 2011 21:12
af PepsiMaxIsti
Veit einhver hvar er hægt að nálgast það annars staðar en á rúv, missti af því vegna vinnu, en langar mikið að geta horft á það, ekki af ruv.is.

Kv. PepsiMaxIsti

Re: Hvernig fannst ykkur skaupið ?

Sent: Mán 03. Jan 2011 21:19
af snaeji
haha samt... afhverju ekki af rúv ?

Re: Hvernig fannst ykkur skaupið ?

Sent: Mán 03. Jan 2011 21:29
af PepsiMaxIsti
Langar að horfa á það í sjónvarpinu af disk, eða flakkara.

Re: Hvernig fannst ykkur skaupið ?

Sent: Mán 03. Jan 2011 21:34
af bixer
haha þetta var fínasta skaup. ég er með sérstakann húmor en mér fannst "ég er ekki feitur" "ég þekki norðmenn", fávitnn, höfundarnir sem voru að lesa vera fáránlega fyndið. það skiptir samt miklu máli að fylgjast vel með fréttum til að skilja margt sem kom í skaupinu