Síða 3 af 39
Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 29. Nóv 2010 20:10
af DabbiGj
Svona aðeins til að leiðrétta menn.
Það eru til frekar ódýrar vélar einsog t.d. Red One sem að taka upp í 4k upplausn þótt þær gefi í raun ekki nema 3.2k upplausn, á meðan að Red one kostar tæpar 3 milljónir að þá eru menn samt að nota filmur og mun dýrari digital vélar og t.d. að þá getur 35mm filma og framköllun á auglýsingu kostað meira en Red one kostar ný, afhverju eru menn að skjóta á filmu ? Þetta er spurning um hluti einsog litadýpt og hvernig myndflögurnar á t.d. red one á móti genesis, f23 og f35.
Svona til að gefa hugmynd um hvaða gagnamagn 4k vélar einsog red one taka upp gagnvart 2k vélum einsog Genesis að þá tekur Red one upp 1,2-1,5MB á ramma á meðan að Genesis sem að er 2k vél tekur upp 7,9MB á ramma. Red One hefur einn 12 bita photosite(ljósnæma svæðið á pixlunum) gegn þremur 14 bita photosites á Genesis.
En svona í stuttu máli að þá skiptir rammafjöldi meira máli heldur en upplausn í dag og menn ættu að byrja að skjóta á 60 römmum frekar en að reyna ða keyra upp í 4k upplausnir sem að nýtist aldrei neinum og auka litadýpt.
Ef að menn fara að sýna 4k myndir í bíóum eru bara fyrstu 4-5 raðirnar að sjá muninn á 4k og 2k myndum.
Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 29. Nóv 2010 20:22
af DabbiGj
AntiTrust skrifaði:gardar skrifaði:Það sem ég er að tala um er hvort við séum að fara að sjá myndir frá 1980 í hærri upplausn en 1080p?
Jájájájá. Flestar myndir sem hafa verið teknar upp síðustu áratugi hafa verið teknar upp að lágmarki á 35mm filmu, sem með réttri vinnu og tækni er hægt að vinna út í 4K í flestum tilfellum. Flestar stórar seríur, James Bond, Star Wars etc. eru til að lágmarki á 35mm filmum, svo það verður hægt að gefa þær enn einu sinni út á 4K formatti þegar það verður standardinn. Svo eru til myndir eins og Baraka sem voru teknar upp á 65mm filmu, sem hægt var að að vinna út í 8K upplausn.
Ég á þessa mynd í UHD, og er án efa tærasta og skýrasta myndefni sem ég á. Frekar leiðinlegt að 1080p varpinn minn sem ég er svo stoltur af getur ekki einu sinni varpað þessari mynd af sanngirni.
Fullt af myndum sem að hafa verið skotnar á 16mm og það er algjörglega tilgangslaust að gefa myndir út á 4k formati, og það að mynd sé tekin upp á 70mm gerir hana ekki sjálfkrafa að 8k mynd í stafrænni útgáfu.
Annars voru t.d. 2001, lawrance of arabia, greatest story ever told, ben hur, patton, sound of music, cleopatra og hlutar af nýju batman myndunum og inception eru skotnar á 70mm.
Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 29. Nóv 2010 20:28
af AntiTrust
DabbiGj skrifaði:Fullt af myndum sem að hafa verið skotnar á 16mm og það er algjörglega tilgangslaust að gefa myndir út á 4k formati, og það að mynd sé tekin upp á 70mm gerir hana ekki sjálfkrafa að 8k mynd í stafrænni útgáfu.
Annars voru t.d. 2001, lawrance of arabia, greatest story ever told, ben hur, patton, sound of music, cleopatra og hlutar af nýju batman myndunum og inception eru skotnar á 70mm.
Afhverju segiru að það sé tilgangslaust að gefa myndir út á 4K? Er þetta ekki bara svipuð rök og að segja til hvers að gefa út í 1080p, afhverju ekki að láta 720p duga? Snýst þetta ekki bara um þróun, markaðinn og eftirspurn?
Öll helstu raftækjafyrirtæki í dag eru farin að framleiða 4K sjónvörp, skjávarpa og bíósýningarvélar.
Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 29. Nóv 2010 21:37
af DabbiGj
Afþví að kalla hluti 4k jafngildir ekki myndgæðum, ég get búið til 8k mynd sem að hefur aðeins 1 bita og þá fæ ég bara virkilega nákvæma mynd sem að er með svarta og hvíta pixla, panavision t.d. eru ekki að framleiða vélar í dag sem að eru 4k þótt að þær séu á leiðinni.
Það er hægt að fá skarpari mynd með fleirri römmum frekar en hærri upplausn og er phantom 65 t.d. frábært dæmi um það.
Flestir vilja miklu frekar skjóta á filmu í dag en 4k vélar og meiraðsegja s16mm frekar en 4k digital vélar.
Hærri upplausn getur þýtt verri myndgæði, afhverju eru menn annars að versla slr vélar frekar en point&shot vélar sem að bjóða uppá hærri upplausn.
En 2k getur þýtt ansi margt en það er margt sem að er hægt að gera til að bæta myndgæði miklu frekar en að fara í 4k upplausn einsog litadýpt, skerpa og rammafjöldi. Bayer filter o.s.f. spilar stórt hlutverk í þessu.
En svona í grunninn að þá er ég að reyna ða koma því fram að upplausn er ekki það eina sem að skiptir máli í myndgæðum og það eru aðrir hlutir sem að ætti að huga að áður en að það er farið útí 4k.
Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 29. Nóv 2010 21:57
af Black
http://www.youtube.com/watch?v=nC0NFyr7 ... re=related" onclick="window.open(this.href);return false;
er þetta einhvað sérstakt lag eða ?? er þetta bara einhvað sem gæjinn bjó til.. déskotans catchy

Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 29. Nóv 2010 21:59
af Gúrú
Þetta er úr síðasta Evróvisjón
http://www.youtube.com/watch?v=9-seDrv1eQo#t=0m40s" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 13. Des 2010 00:48
af Jim
Hvernig get ég komið gögnum úr símanum mínum yfir í tölvuna? Ég er ekki með bluetooth í tölvunni og ég á ekki snúru.
Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 13. Des 2010 00:49
af intenz
3.14KA skrifaði:Hvernig get ég komið gögnum úr símanum mínum yfir í tölvuna? Ég er ekki með bluetooth í tölvunni og ég á ekki snúru.
WiFi
Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 13. Des 2010 00:52
af Jim
intenz skrifaði:3.14KA skrifaði:Hvernig get ég komið gögnum úr símanum mínum yfir í tölvuna? Ég er ekki með bluetooth í tölvunni og ég á ekki snúru.
WiFi
Er ekki með WiFi í símanum :\
Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 13. Des 2010 00:58
af Klemmi
Notað minniskortið úr símanum eða hætt þessu rugli og keypt þér Bluetooth Dongle eða snúru

Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 13. Des 2010 01:02
af Jim
Klemmi skrifaði:Notað minniskortið úr símanum eða hætt þessu rugli og keypt þér Bluetooth Dongle eða snúru

Ég er með Sony Ericsson síma :\ FML
Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 13. Des 2010 01:03
af intenz
Að vera ekki með Bluetooth né WiFi á símanum sínum ætti að varða við lög.
Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 13. Des 2010 01:17
af gardar
Þetta hlýtur að vera þokkalega gamall sonyericsson sími ef það er ekki bluetooth á honum
Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 13. Des 2010 06:50
af Saber
3.14KA skrifaði:Klemmi skrifaði:Notað minniskortið úr símanum eða hætt þessu rugli og keypt þér Bluetooth Dongle eða snúru

Ég er með Sony Ericsson síma :\ FML
Settu upp email í gegnum gprs á símanum og sendu sjálfum þér það
Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 13. Des 2010 16:42
af Jim
Það er bluetooth á símanum en ekki tölvunni...
Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 13. Des 2010 16:50
af g0tlife
3.14KA skrifaði:Það er bluetooth á símanum en ekki tölvunni...
þá ferðu í næstu tölvubúð og kaupir þér bluetooth. Ekki vera glær
Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 13. Des 2010 17:16
af Daz
Taktu ljósmynd af skjánum, skannaðu ljósmyndina inn og notaðu OCR til að koma gögnunum yfir í tölvuna. Nota tæknina maður!
Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 13. Des 2010 19:42
af Black
var harðfiskur upprunanlega gerður sem skraut á jólatré

?
Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 13. Des 2010 19:45
af Gúrú
Black skrifaði:var harðfiskur upprunanlega gerður sem skraut á jólatré

?
Ómögulegt að segja til um en líklega tæknilega séð nei og tæknilega séð já en samt ekki.
(Nei, fiskur var geymdur svona löngu áður en þetta tímabil var einu sinni hátíðlegt, hvað þá áður en að jólin urðu siður og hvað þá grenitré sem jólatré :-({|= )
Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 13. Des 2010 19:50
af Daz
Gúrú skrifaði:Black skrifaði:var harðfiskur upprunanlega gerður sem skraut á jólatré

?
Ómögulegt að segja til um en líklega tæknilega séð nei og tæknilega séð já en samt ekki.
(Nei, fiskur var geymdur svona
löngu áður en þetta tímabil var einu sinni hátíðlegt, hvað þá áður en að jólin urðu siður og hvað þá grenitré sem jólatré :-({|= )
Ertu viss? Hefurðu heimildir? Ég hef svona "gut feeling" að þetta sé líklega rétt hjá þér, en það er ekki eins og fólk hafi byrjað að halda upp á jól fyrir ári síðan (taktu eftir, jól, ekki kristsmessa).
Ætli fiskþurrkun hafi verið algeng við miðjarðarhafið? Ætli það séu bara norrænar þjóðir sem hafa fagnað vetrarsólstöðum?
Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 13. Des 2010 20:01
af Glazier
Hvað er hægt að gera til að láta batterý á iPhone endast lengur en einn og hálfann dag ? (án þess að slökkva á 3g)
Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 13. Des 2010 20:12
af kobbi keppz
mun einhvern tímann koma myndir/leikir út í 4D?

Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Mán 13. Des 2010 20:21
af Gúrú
Glazier skrifaði:Hvað er hægt að gera til að láta batterý á iPhone endast lengur en einn og hálfann dag ? (án þess að slökkva á 3g)
Get ekki lofað þér neinum endingartíma en slökktu á öllum apps sem sækja eða gefa upplýsingar í realtime (kort, email, msn, WiFi yfirhöfuð ef tengdur, bluetooth, airplane mode ef þú þarft ekki hringimöguleikann)
Kobbi: Vektorar, en nei það mun líklega ekki koma út neitt í 4D í bíósali vegna þess að það lookar fáránlega fyrir okkur sökum þess að við getum ekki skynjað þá fjórðu.

Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Þri 14. Des 2010 13:13
af kobbi keppz
Gúrú skrifaði:Glazier skrifaði:Hvað er hægt að gera til að láta batterý á iPhone endast lengur en einn og hálfann dag ? (án þess að slökkva á 3g)
Get ekki lofað þér neinum endingartíma en slökktu á öllum apps sem sækja eða gefa upplýsingar í realtime (kort, email, msn, WiFi yfirhöfuð ef tengdur, bluetooth, airplane mode ef þú þarft ekki hringimöguleikann)
Kobbi: Vektorar, en nei það mun líklega ekki koma út neitt í 4D í bíósali vegna þess að það lookar fáránlega fyrir okkur sökum þess að við getum ekki skynjað þá fjórðu.

það væri samt svo cool ef það væri til leikur eða e.h í 4D

Re: Spurninga Þráðurinn
Sent: Þri 14. Des 2010 13:28
af intenz
kobbi keppz skrifaði:það væri samt svo cool ef það væri til leikur eða e.h í 4D

Samt ekki.
