Síða 3 af 3
Re: Hin eina sanna esb umræða
Sent: Mán 30. Ágú 2010 00:00
af hsm
rapport skrifaði:
2) Ál - Ísland framleiðir 1/3 ef ekki meira af öllu áli í heiminum og að geta nálgast það án tolla og vörugjalda er draumur fyrir iðnað innan ESB (er í raun sala á hreinni orku til ESB)
Er það bara sjálfgefið að aðildaríki ESB geti fengið ál frá Alcoa og Norðurál ef við göngum í ESB ??????
Hafa eigendur álfyrirtækja hér á landi ekkert um það að segja
Notar til dæmis ekki Norðurál allt sitt ál í sín eigin framleiðslufyrirtæki erlendis. ????
Og hvað varðar kvótan hér á landi þá er hræðsluáróðurinn að mestu kominn frá þeim sem telja sig eiga kvótan og eru hræddir um að missa hann.
Ég veit nú ekki betur en að Íslenskir kvótaeigendur eru búnir að taka landan í þurt síðan kvótinn kom á.
Kanski best að taka það fram að ég vinn á sjó.
Og það er bara fáránlegt að halda því fram að ESB vilji leggja ákveðin aðildaríki í rúst og skilja eftir sviðna jörð.
Ég vill viðræður til að sjá hvað kosti við höfum í þessu. Og hvað er verið að æsa sig yfir því þótt að þetta kosti nokkur hundruð milljónir.
Ég veit ekki betur en að gjaldskrár hækkuninn hjá OR hafi kostað Íslenska skuldara með verðtryggð lán 5 milljarða á einu bretti.
Re: Hin eina sanna esb umræða
Sent: Mán 30. Ágú 2010 01:36
af g0tlife
Evrópusambandið breytist mjög hratt, og eftir 20 ár þá mun þá vanta fisk og þá munu þeir taka af okkur fiskinn. Og eftir 30 ár þá mun þá vanta orku og þá munu þeir taka af okkur orkuna. Ekki spurning!"
Björn Bjarnason tók í svipaðan streng:
"[...] og ég tel að ef við ætlum að fella okkur undir þau skilyrði sem Evrópusambandið setur í þeim efnum þá séum við að afsala okkur yfirráðum yfir okkar fiskveiðiauðlindum og kippa stoðum undan íslenskum landbúnaði."
Var virkilega gaman að lesa þessa grein:
http://rabelai.blog.is/blog/europa/entry/923058/" onclick="window.open(this.href);return false;
Svo er gaman að sjá hvað fólkið hefur kosið um þetta og séð gang mála hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Iceland_eu" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Hin eina sanna esb umræða
Sent: Mán 30. Ágú 2010 02:26
af Black
Well LED og Neon þá er maður góður
Re: Hin eina sanna esb umræða
Sent: Mán 30. Ágú 2010 09:00
af ManiO
nessinn skrifaði:
Ég held samt að allavega einn ljós punktur við að fara í ESB sé að við losnum við alla spillinguna sem er hér á landi. Tek nákvæmlega núll mark á þessari könnun þarna um spillingu í heiminum, nokkuð auðvelt að sjá hvernig vina- og frændahyggja er allsráðandi á Íslandi. Ef við færum í ESB þyrftum við sennilega að taka upp standarda sem þeir hafa til að sporna gegn þessu.
Þú hlýtur að vera að grínast? ESB laust við spillingu? Gat ekki hamið mig við að svara þessu strax án þess að lesa restina af þræðinum þar sem þetta er svo mikið rugl.
Edit: Nú er ég létt búinn að renna í gegnum þetta og hef þetta að segja. Ljósaperumálið er gott dæmi um hvað sé að ESB. Eitt orð: miðstýring. Vissulega hentar þessi breyting mörgum innan Evrópu, en eins og fyrir okkur er þetta kjaftæði. Einhver benti á að glóperur eru á leiðinni út, því er ég sammála, en það mun ekki gerast næstu 10 ár (Afríka, S-Ameríka og flest Asíu ríki munu sjá til þess) og er efins að það gerist eftir 20 ár.
Re: Hin eina sanna esb umræða
Sent: Mán 30. Ágú 2010 09:37
af beatmaster
gotlife skrifaði:Evrópusambandið breytist mjög hratt, og eftir 20 ár þá mun þá vanta fisk og þá munu þeir taka af okkur fiskinn. Og eftir 30 ár þá mun þá vanta orku og þá munu þeir taka af okkur orkuna. Ekki spurning!"
Björn Bjarnason tók í svipaðan streng:
"[...] og ég tel að ef við ætlum að fella okkur undir þau skilyrði sem Evrópusambandið setur í þeim efnum þá séum við að afsala okkur yfirráðum yfir okkar fiskveiðiauðlindum og kippa stoðum undan íslenskum landbúnaði."
Var virkilega gaman að lesa þessa grein:
http://rabelai.blog.is/blog/europa/entry/923058/" onclick="window.open(this.href);return false;
Svo er gaman að sjá hvað fólkið hefur kosið um þetta og séð gang mála hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Iceland_eu" onclick="window.open(this.href);return false;
Ekki gleyma því að eftir 10 ár er klóninn sem að ESB gerði úr frosnu líki Hitlers fullvaxinn og tekur við sem réttborinn erfingi ESB krúnunar
Auk þess sem að eftir 15 ár mun stór hópur af grænum smádvergum ferðast yfir öll ríki sambandsins og nauðga konum og börnum...
Re: Hin eina sanna esb umræða
Sent: Mán 30. Ágú 2010 09:52
af GuðjónR
beatmaster skrifaði:Ekki gleyma því að eftir 10 ár er klóninn sem að ESB gerði úr frosnu líki Hitlers fullvaxinn og tekur við sem réttborinn erfingi ESB krúnunar
Auk þess sem að eftir 15 ár mun stór hópur af grænum smádvergum ferðast yfir öll ríki sambandsins og nauðga konum og börnum...
Þetta er akkúrat það sem mun gerast, og kannski fáum við líka stöðugt verðlag? það væri alveg hræðilegt...myndum losna við verðtrygginguna góðu...ennþá verra...
Hryllileg tilhugsun.
Eitt varðandi "fiskinn okkar" eða "fiskimiðin okkar" eins og maður heyrir gjarnan eldri kynslóðir tala um, fólk fætt 1950 og eldra, þá er ekkert sem heitir fiskimiðin okkar.
Það eru 10 fjölskyldur í þessu landi sem eiga 90% af fiskinum og þær leecha þetta allt, það skiptir mig engu máli hvort einhverjir Samherja Frændur á Akureyri eða málhaltur forstjóri Brims eigi hafið í kringum ísland eða einhverjir útlendingar.
Ekki ætla ég í vörn fyrir íslenska sjóræningja. Pointið er...við íslendingar eigum ekkert í fiskinum hvort sem er...bara nokkrir kvótakóngar, og hvað gera þeir við kvótagróðann? kaupa t.d. banka? t.d. íslandsbanka?? og setja hann á hausinn?? og fá afskrifað??
Æðislegt....
Re: Hin eina sanna esb umræða
Sent: Mán 30. Ágú 2010 10:19
af FriðrikH
Varðandi að togarar hafi komið og hreinsað upp fiskimiðin hjá Spáni og Portúgal þá er það allt annar handleggur, nágrannaþjóðir Spánar og Portúgal voru með mikla veiðireynslu innan lögsögu Spánverja og Portúgala og fengu því veiðiréttindi þar, þar er líka í flestum tilfellum um að ræða sameiginlega stofna.
Önnur evrópuríki eru hinsvegar ekki með veiðireynslu innan íslenskrar lögsögu og eiga því ekki eftir að fá kvóta innan íslenskrar lögsögu, í þokkabót er ekki heldur um sömu stofna að ræða nema í fáum tilfellum (og ekki þeim verðmætustu), í slíkum tilfellum munu erlendir togarar væntanlega geta veitt þær tegundir innan íslenskrar lögsögu, sem breytir ekki miklu máli þar sem að það er hvort sem er bara sá kvóti sem þeir voru áður með fyrir viðkomandi tegund, eina sem breytist er að þeir geta sótt kvótann inn í okkar lögsögu, og það sama mun eiga við um okkur, þ.e.a.s. við getum sótt okkar kvóta á þessum tegundum inn í lögsögu annarra ríkja.
Svo er það náttúrulega rétt að það er ekkert hægt að fullyrða um hvernig sjávarútvegsmálin verða fyrr en að aðildarsamningurinn liggur fyrir. Mér finnst ekki ólíklegt að við fáum nokkuð góðan aðildarsamning hvað sjávarútvegsmálin varðar þar sem að sjávarútvegur er svo mikilvægur atvinnuvegur á Íslandi og það er eitthvað sem er yfirleitt tekið tillit til í aðildarviðræðum (t.d. Malta fékk vissa undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB).
Evrópusambandið breytist mjög hratt, og eftir 20 ár þá mun þá vanta fisk og þá munu þeir taka af okkur fiskinn. Og eftir 30 ár þá mun þá vanta orku og þá munu þeir taka af okkur orkuna. Ekki spurning!"
Björn Bjarnason tók í svipaðan streng:
þú talar um ESB eins og það sé einhver einn aðili, hver er það sem á að taka svona ákvörðun eftir 20 ár? hvernig heldurðu að ESB virki? Að einhver Darth Vader sitji við eitthvað borð og taki ákvörðum um hvað eigi að gera? Allar breytingar þarf að taka fyrir í þinginu, ráðherraráðinu og/eða leiðtogaráðinu þar sem að ísland mundi hafa aðkomu að málum og hafa neitunarvald í öllum þeim málum sem mundu hafa í för með sér breytingu á aðildarsamningi íslands, þar af leiðandi mundu íslendingar náttúrulega aldrei samþykkja breytingar sem kæmu sér illa fyrir ísland og vörðuðu málefni sem væru í aðildarsamningnum okkar.
Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir því að aðildarsamningur verður hluti að grunnsáttmála ESB. Það er því ekki hægt að gera neinar breytingar á sambandinu sem mundu breyta aðildarsamningi nokkurs ríkis. Allar svona fullyrðingar um að eftir 20 ár breytist hitt og þetta og ESB komi og taki allan fiskinn okkar og allar auðlindirnar okkar eru því alger fjarstæða og ekkert nema tilhæfulaus hræðsluáróður.
Re: Hin eina sanna esb umræða
Sent: Mán 30. Ágú 2010 11:57
af CendenZ
Svona til að leiðrétta hérna, þá er ál ekki framleitt hér heldur unnið.
Einnig er engin álframleiðsla, álið er í höndum erlendra aðila sem siglir með það til Íslands í vinnslu, og svo heldur það áfram á siglingu sinni. Í raun og veru höfum við engar áltekjur, heldur starfsmannatekjur og raforkutekjur. Þessar tekjur eru einu tekjustofn álframleiðslunnar "okkar"
Re: Hin eina sanna esb umræða
Sent: Mán 30. Ágú 2010 12:26
af GuðjónR
CendenZ skrifaði:Svona til að leiðrétta hérna, þá er ál ekki framleitt hér heldur unnið.
Einnig er engin álframleiðsla, álið er í höndum erlendra aðila sem siglir með það til Íslands í vinnslu, og svo heldur það áfram á siglingu sinni. Í raun og veru höfum við engar áltekjur, heldur starfsmannatekjur og raforkutekjur. Þessar tekjur eru einu tekjustofn álframleiðslunnar "okkar"
Rétt, enda hefur mér lengi fundist að það ætti að skilyrða álbræðslu á íslandi við fullvinnslu, þá fyrst færum við að sjá skatttekjur.
Re: Hin eina sanna esb umræða
Sent: Mán 30. Ágú 2010 12:28
af Dazy crazy
Það er leiðinlegt að hlusta/lesa rökræður þegar menn eru varla búnir að kynna sér málið en samt búnir að mynda sér skoðun á því sem verður ekki hnikað.
ljósapera og snus hahaha
Og að verja sykurskatt og áfengisálögur, það er búið að gera könnun á því að þrátt fyrir áfengisálögurnar þá hafi tekjurnar af því í ríkissjóð ekki aukist verulega, vegna þess að fólk fer að brugga í staðinn.
af þessu er enginn ávinningur fyrir samfélagið.... nema jú bíddu, þeir sem brugga kaupa sykur og þar er skattur HAHAHAHAHHAH
Re: Hin eina sanna esb umræða
Sent: Mán 30. Ágú 2010 12:34
af rapport
Hvernig er annars verð á tölvum í ESB?
Re: Hin eina sanna esb umræða
Sent: Mán 30. Ágú 2010 13:00
af FriðrikH
mundi verð á tölvum nokkuð breytast mikið, eru ekki langflestar tölvuvörur tollfrjálsar. Munurinn væri helst fólginn í því að verð á tölvuvörum yrði stöðugra ef við mundum losna við krónugreyið.
Re: Hin eina sanna esb umræða
Sent: Mán 30. Ágú 2010 13:51
af mind
Dazy crazy skrifaði:Það er leiðinlegt að hlusta/lesa rökræður þegar menn eru varla búnir að kynna sér málið en samt búnir að mynda sér skoðun á því sem verður ekki hnikað.
ljósapera og snus hahaha
Og að verja sykurskatt og áfengisálögur, það er búið að gera könnun á því að þrátt fyrir áfengisálögurnar þá hafi tekjurnar af því í ríkissjóð ekki aukist verulega, vegna þess að fólk fer að brugga í staðinn.
af þessu er enginn ávinningur fyrir samfélagið.... nema jú bíddu, þeir sem brugga kaupa sykur og þar er skattur HAHAHAHAHHAH
Veit ekki til þess að einhver hafi sérstaklega verið að verja sykurskatt og áfengisálögur.
En gefum okkur að vandamál íslands og þar með samfélagsins sé erlendar skuldir.
Ef ríkissjóður lætur 1000% álagningu á áfengi þá stórminnkar innflutningur og íslensk framleiðsla (líklega ólögleg) tekur stökk upp.
Niðurstaðan væru sú að verið er að flytja minna inn frá útlöndum og því verið að taka á vandamálinu fyrir hendi sem kemur samfélaginu til góðs.
Hvort ríkissjóður verði sérstaklega af einhverjum tekjum skiptir takmörkuðu máli, ríkissjóður getur fært álagninguna til eða einfaldlega búið peningana sem hann þarf til og tekið á því vandamáli síðar.
Re: Hin eina sanna esb umræða
Sent: Mán 30. Ágú 2010 18:12
af Gúrú
rapport skrifaði:Ég skal alveg játa að ég hafði rangt fyrir mér, Evrópa er ekki allur heimurinn og ég skrifaði þetta eftir minni og þegar ég hugsa um þetta þá var þetta fáránleg fullyrðing.
Það er nóg fyrir mig.
Re: Hin eina sanna esb umræða
Sent: Þri 31. Ágú 2010 00:53
af rapport
Gúrú skrifaði:rapport skrifaði:Ég skal alveg játa að ég hafði rangt fyrir mér, Evrópa er ekki allur heimurinn og ég skrifaði þetta eftir minni og þegar ég hugsa um þetta þá var þetta fáránleg fullyrðing.
Það er nóg fyrir mig.
Það hlaut að koma að því að ég gerði eitthvað rétt...