Klemmi skrifaði:Blackened skrifaði:geri mér auðvitað grein fyrir því að það þarf að borga laun fyrir barþjóna og dyraverði og svona.. en miðað við traffíkina sem er yfirleitt á barnum frá svona 12 og fram að lokun þá getur það varla verið svo lélegur bissness að eiga bar..
endilega correct me if I'm wrong
Húsnæði á laugarveginum eða nálægt er líka mjög ódýrt og auðvelt að komast í það. Þú gerir þér kannski ekki grein fyrir fastakostnaðnum við það eytt að reka lítið fyrirtæki, en það er mjög fljótt að safnast saman

Ef við horfum svo á stærri bari/skemmtistaði þar sem eini hagnaðurinn er í áfenginu, þar eru þeir að borga fleiri barþjónum, nokkrum dyravörðum, oftar en ekki plötusnúð, og svo er það nú ekkert lítið mál að þrífa upp eftir hundruði fyllirafta svo að þó að búið sé að loka staðnum þá er mikið eftir. Inn í þetta fellur svo einnig kostnaður við glös og fleira, ekki mikil verðmæti kannski í þeim stökum, en fólk er voðalega lunkið við að brjóta þau eða taka þau með sér út af staðnum.
Skarplega athugað reyndar þetta með húsnæðisverðið.. var ekki alveg að hugsa þetta útfrá reykjavík

við erum svo sveitó hérna á akureyri

En ég geri mér svosem alveg grein fyrir kostnaðinum við að reka lítið fyrirtæki þarsem að ég hef séð um bókhald og þessháttar undanfarna mánuði á einu slíku.. þó að það sé reyndar ekki í skemmtana og veitingahúsabransanum og það er eins og þú segir fljótt að safnast saman
Sé það svona þegar þú segir það að það er kannski ekki alveg jafn gróðavænlegt að reka svona stað við laugaveginn eins og bara hérna í miðbæ akureyris.. en samt erum við jú í flestum tilfellum að díla við sama verð á áfengi..
Bah! mér finnst bara að þeir mættu alveg lækka álögur á bjór og léttvín amk hjá ríkinu svo að við fáum nú bjórinn á einhverju svipuðu verði og í tildæmis danmörku..
Bjór sem að er bruggaður hérna á akureyri.. Víking gylltur tildæmis kostar 245krónur dósin.. og það er enginn flutningskostnaður á þeim bjór.. hann er keyrður úr brugginu og inní ÁTVR.. sem er í mestalagi 1km (þó að hann hafi reyndar einusinni verið keyrður suður í heiðrúnu, stimlpaður inn í kerfið og settur svo aftur á bíl og keyrt norður)
allavega.. 5880kr kassinn finnst mér full mikið.. ég fór á Roskilde 2006 og þar borguðum við rúmar 2þúsund krónur fyrir 30bjóra í gleri.. og það gat ég fengið í næstu sjoppu meiraðsegja
..Enda skilur maður alveg útlendingana sem að nánast falla í yfirlið þegar þeir koma á barina hérna
...heyrði það nú einhverstaðar að þetta ætti að hafa eitthvað "forvarnargildi" að hafa áfengið svona dýrt.. en ég er bara ekki að sjá að fólk drekki nokkuð minna þó að það kosti svona mikið.. og ég persónulega held ekki að annar hver íslendingur verði alkóhólisti og börn fari að drekka áfengi ef að bjór og léttvín verði selt í matvöruverslunum
Svo að bottom line er: ég persónulega myndi vilja sjá minnkaðar álögur á bjór og léttvín frá ríkinu og leyfa sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum. það er hlutur sem að mér finnst að ætti að vera löngu búið að breyta..
..ásamt reyndar mjög mjög mörgu öðru í þessu þjóðfélagi sem ég nenni enganveginn að fara útí núna
