Síða 3 af 4

Sent: Fös 04. Maí 2007 14:32
af ManiO
gnarr skrifaði:miðað við hvernig þú talar hér held ég að stærðfræðin sé ekki það sem þú þarft að hafa áhyggjur af.

Ég veit allavega að ég fékk persónulega mjög góða stærðfræðikennslu í grunnskóla. Það var ekki fyrr en á öðruári í menntaskóla sem ég fékk slæman stærðfræðikennara.

En afhverju helduru að það sé algengara að finna góða stærðfræðikennara í menntaskólum en grunnskólum? Helduru að það sé vegna þess að þeim þótti grunnskólakennaralaunin svo "heillandi" að þeir ákváðu að halda sig frá þeim of fara á svið þar sem að þau eru allavega aðeins skárri?


Ég hef aldrei haldið því fram að ég sé einhver snillingur í íslenskri málfræði né setningarfræði og að sjálfsögðu ekki stafsetningu. Enda bjó ég úti í 4 ár í ensku mælandi landi. Þ.e.a.s ef þú varst að tala um það.

En ég minntist aldrei á það að menntaskólakennarar væru betur að sér í stærðfræði en grunnskólakennarar. Veit lítið um stærðfræðikennslu utan MR en þar var hún mjög góð, fyrir utan reyndar eitt ár sem að ég fékk franskan sveppafræðing sem var ekki alveg að gera sig.

Reyndar er eitt við grunnskólakennslu og svo menntaskólakennslu. Grunnskólakennarar eiga oftast að kenna sínum bekk í nær öllum fögum, en ekki menntaskólakennarar.

Sent: Fös 04. Maí 2007 14:50
af kristjanm
Mér finnst allt í lagi að reyna að bæta kjör aldraðra og öryrkja á kostnað þeirra sem þéna meira, en það verður að vera einhver hvati fyrir fólk til að vinna.

Af hverju á ég að vinna 180 tíma á mánuði fyrir 150þús krónum á mánuði ef ég get bara verið á bótum og fengið 120 á mánuði? Það er ansi mikil vinna fyrir 30þús kall aukalega.

Kannski að herða reglur og eftirlit með öryrkjabótum og atvinnuleysisbótum þannig að fólk sé ekki að svindla á kerfinu. Mér finnst reyndar alveg mjög sorglegt hvernig komið er fyrir öldruðum og öryrkjum sem eru jafnvel með börn.

Sent: Fös 04. Maí 2007 16:15
af Stutturdreki
Það sem þarf að laga með aldraða er tvísköttun, þú borgar skatt af tekjunum þínum og svo aftur af lífeyrisgreiðslum (nema það sé búið að fella það niður.. fylgist ekki alltof vel með þessum málaflokk) og svo allar þessar skerðingar á bótum td. ef aldraðir hafa launatekjur eða fjarmagnstekjur.

Og svo þarf að auka atvinnuþáttöku öryrkja. Það er alveg hellingur af öryrkjum sem geta unnið en það eru bara svo fáir sem gefa þeim séns.

Sent: Fös 04. Maí 2007 16:22
af gnarr
gumol skrifaði:En afþví þú nefndir mikið menntað fólk sem er með lág laun, hvað hefur þetta fólk sameiginlegt? Það er að vinna hjá ríkinu.

Ríkið á ekki að vera með puttana í öllu, það hefur sýnt sig að hlutafélagavæðing og síðan einkavæðing á stofnunum ríkisins er það besta sem getur komið fyrir þær. Þetta á ekki bara að gera með bankana, Símann, Ríkisútvarpið og önnur ríkisfyrritæki í samkeppnisrekstri heldur á að gera það sama með skólana, leikskóla o.s.frv. Líka í heilbrigðiskerfinu og samgöngumálum. Svo gerir ríkið þjónustusamning við fyrirtækin, reksturinn batnar og launin hækka.


Ég veit hreinlega ekki um einn grunnskóla á íslandi sem er rekinn af ríkinu.

Fyrir utan það myndi ég vilja búa í samfélagi þar sem að það þarf að borga fyrir basic skólagöngu. Mér fynnst að allir þegnar samfélagsins eigi sama rétt á menntun.

Skólagjöld í menntaskóla er líka eitthvað sem ætti að heyra fortíðinni til, eða þá að vera borguð til baka í sama hlutfalli og nemandi nær af áföngum.

Sent: Fös 04. Maí 2007 16:26
af Stutturdreki
gnarr skrifaði:Fyrir utan það myndi ég vilja búa í samfélagi þar sem að það þarf að borga fyrir basic skólagöngu. Mér fynnst að allir þegnar samfélagsins eigi sama rétt á menntun.
Vantar ekki eitt stikki 'ekki' þarna einhverstaðar..

Sent: Fös 04. Maí 2007 16:46
af CendenZ
Stutturdreki skrifaði:Það sem þarf að laga með aldraða er tvísköttun, þú borgar skatt af tekjunum þínum og svo aftur af lífeyrisgreiðslum (nema það sé búið að fella það niður.. fylgist ekki alltof vel með þessum málaflokk) og svo allar þessar skerðingar á bótum td. ef aldraðir hafa launatekjur eða fjarmagnstekjur.

Og svo þarf að auka atvinnuþáttöku öryrkja. Það er alveg hellingur af öryrkjum sem geta unnið en það eru bara svo fáir sem gefa þeim séns.


Akkúrat! Burt með þessa skattaglöðu vitleysinga, hvað er eiginlega orðið af eignaréttinum í dag?!!

Djöfulsins Samfylkingargeðsýkissköttun, hvað í andskotanum er verið að skattleggja aldraða, öryrkja og skólafólk undir 18 ?

Réttlætið í þessu er gjörsamlega FUBAR.

Sent: Fös 04. Maí 2007 17:18
af gumol
gnarr skrifaði:Ég veit hreinlega ekki um einn grunnskóla á íslandi sem er rekinn af ríkinu.

Fyrir utan það myndi ég vilja búa í samfélagi þar sem að það þarf að borga fyrir basic skólagöngu. Mér fynnst að allir þegnar samfélagsins eigi sama rétt á menntun.

Skólagjöld í menntaskóla er líka eitthvað sem ætti að heyra fortíðinni til, eða þá að vera borguð til baka í sama hlutfalli og nemandi nær af áföngum.

Þú ert að misskilja.

Ég hef ekki hugmynd um hvort ríkisstjórnin rekur einhvern grunnskóla eða ekki. Þegar ég talaði um ríkið þá átti ég við stjórnvöldin sem tilheyra fasta stjórnskipulagi Íslands. Þótt sveitarfélögin séu kanski ekki hluti af því þá átti ég við um þau líka, var bara að nota vitlaust orð.

Það var enginn að tala um að það ættu að vera einhver há skólagjöld sem nemendur þurfa að borga. Hið opinbera myndi áfram borga en það myndi ekki sjá um rekstur skólanna. Hann yrði væntanlega betri hjá einkaaðilum sem ma. kæmi fram í hærri launum kennara.

Stutturdreki skrifaði:Það sem þarf að laga með aldraða er tvísköttun, þú borgar skatt af tekjunum þínum og svo aftur af lífeyrisgreiðslum (nema það sé búið að fella það niður.. fylgist ekki alltof vel með þessum málaflokk) og svo allar þessar skerðingar á bótum td. ef aldraðir hafa launatekjur eða fjarmagnstekjur.
Ertu viss um að þetta sé rétt? Ég held að þú borgir ekki tekjuskatt af þeim peningum sem þú borgar í lífeyrissjóð, borgar bara þegar þú færð úr honum.

Sent: Fös 04. Maí 2007 18:15
af ICM
kristjanm skrifaði:Mér finnst allt í lagi að reyna að bæta kjör aldraðra og öryrkja á kostnað þeirra sem þéna meira, en það verður að vera einhver hvati fyrir fólk til að vinna.

Af hverju á ég að vinna 180 tíma á mánuði fyrir 150þús krónum á mánuði ef ég get bara verið á bótum og fengið 120 á mánuði? Það er ansi mikil vinna fyrir 30þús kall aukalega.

Kannski að herða reglur og eftirlit með öryrkjabótum og atvinnuleysisbótum þannig að fólk sé ekki að svindla á kerfinu. Mér finnst reyndar alveg mjög sorglegt hvernig komið er fyrir öldruðum og öryrkjum sem eru jafnvel með börn.

kristjanm þú ættir að kynna þér málefni öryrkja betur áður en þú ferð að henda fram svona. Öryrkjar eru ekki að fá nálægt þessari upphæð í bætur, þeir rétt hafa pening fyrir lágmarks þörfum. Þeir hafa enga möguleika á að bæta við sig tekjum -ef þeir gera það eru bæturnar skertar gífurlega! Þetta fólk er ekki fært um að vinna fulla vinnu. Kerfið í dag eins heimskulegt og það er kvetur fólkið til að vinna EKKI, jafnvel þótt það geti það.

Vona að CendenZ sé að grínast, hvernig færðu það út að Samfylkingin hafi komið á þessum fátæktar gildrum? Þeir hafa lengi talað um að það verði að gera breytingar þar á en ríkistjórnin fullyrðir alltaf að það sé ekki til fátækt á landinu.

Finnst alveg ótrúlegt að mönnum sé svona illa við að skattleggja fólk sem er að taka sér fleiri tugi milljóna í glæpsamlega starfsloka samninga frekar en fólk sem veit ekki hvort það á nóg ofan í sig næsta mánuð. Fyrir fátækt fólk geta þúsund krónur skipt gífurlega miklu.

Þið viljið sennilegast að það sé lækkað skattana á skútum og þessháttar lúxus sem ríka fólkið hefur en auka skatta á ódýrustu fólksbílana :roll: Og flokkið það sem göfugt góðgerðarmál að styrkja local golfvöllin ykkar...

Sent: Fös 04. Maí 2007 20:39
af hallihg
Ekki hlusta á CendenZ.

Sent: Fös 04. Maí 2007 20:53
af kristjanm
Kannski kom það ekki fram hjá mér en ég er mjög hlynntur því að hækka skatta á þá sem græða mest til að reyna að bæta kjör þeirra sem eiga minna.

En ég vill samt ekki að bæturnar séu það háar að það sé eitthvað lúxuslíf að vera á bótum, engin vinna og dúndurlaun, það er aðeins of.

Sent: Fös 04. Maí 2007 23:08
af urban
Stutturdreki skrifaði:Það sem þarf að laga með aldraða er tvísköttun, þú borgar skatt af tekjunum þínum og svo aftur af lífeyrisgreiðslum (nema það sé búið að fella það niður.. fylgist ekki alltof vel með þessum málaflokk) og svo allar þessar skerðingar á bótum td. ef aldraðir hafa launatekjur eða fjarmagnstekjur.

Og svo þarf að auka atvinnuþáttöku öryrkja. Það er alveg hellingur af öryrkjum sem geta unnið en það eru bara svo fáir sem gefa þeim séns.


hefuru aldrei skoðað launaseðilinn þinn ?

skattstofn (búum til tölu)
200.000, síðan dregst frá llífeyrisgreiðslur sem að eru 10,000 krónur og verður því skatt stofn 190.000

þannig er það allavega hjá mér,
það er ekki tekinn skattur af lífeyrisgreiðslum

já og þetta er búið að vera svona síðustu 10 árin allavegana

EDIT: lífeyrisgreiðslur yrðu reyndar 8.000 krónur en ekki 10. þús

Sent: Fös 04. Maí 2007 23:37
af gnarr
Stutturdreki skrifaði:
gnarr skrifaði:Fyrir utan það myndi ég vilja búa í samfélagi þar sem að það þarf að borga fyrir basic skólagöngu. Mér fynnst að allir þegnar samfélagsins eigi sama rétt á menntun.
Vantar ekki eitt stikki 'ekki' þarna einhverstaðar..


akkúrat :lol:

gnarr skrifaði:Fyrir utan það myndi ég ekki vilja búa í samfélagi þar sem að það þarf að borga fyrir basic skólagöngu. Mér fynnst að allir þegnar samfélagsins eigi sama rétt á menntun.

Sent: Fös 04. Maí 2007 23:47
af Stutturdreki
urban- skrifaði:hefuru aldrei skoðað launaseðilinn þinn ?
Eh.. nei.. reyndar geri ég það ekki :)

gnarr skrifaði:Fyrir utan það myndi ég ekki vilja búa í samfélagi þar sem að það þarf að borga fyrir basic skólagöngu.
En þú býrð í svoleiðis samfélagi :)

Sent: Lau 05. Maí 2007 00:15
af ICM
Gnarr á við svona eins og er í USA þar sem stelpur borga námskostnaðin með að leika í klámmyndum annars komast þær ekki í sæmilega skóla nema eiga efnaða foreldra :roll:

Það eru svona "jafnir" möguleikar sem margir sjálfstæðismenn vilja éta upp eftir bandaríkjunum.

Sent: Lau 05. Maí 2007 01:43
af gumol
ICM skrifaði:Gnarr á við svona eins og er í USA þar sem stelpur borga námskostnaðin með að leika í klámmyndum annars komast þær ekki í sæmilega skóla nema eiga efnaða foreldra :roll:

Það eru svona "jafnir" möguleikar sem gumol og fleiri vilja apa upp eftir bandaríkjunum.


[Ritskoðað : Ósmekklegra gæti það ekki verið]

(ef að þú ætlar að vera að gera mér upp skoðanir þá geri ég það bara á móti)

Sent: Lau 05. Maí 2007 13:23
af ICM
Bandaríkin er dæmi um land með ójafna möguleika og þið eruð stöðugt að tala um hversu betra ísland væri ef það myndi ójafna möguleikana og auka fátækt í landinu.

Sent: Lau 05. Maí 2007 14:13
af gumol
ICM skrifaði:Bandaríkin er dæmi um land með ójafna möguleika og þið eruð stöðugt að tala um hversu betra ísland væri ef það myndi ójafna möguleikana og auka fátækt í landinu.

Og Stalín var maður jafnra möguleika, við sáum hvernig það var. Þú villt hafa allt eins og það var hjá stalín.

(ég held áfram að gera þér upp skoðanir fyrst þú heldur áfram segja að eitthvað kjaftæði sé mín skoðun)

Sent: Lau 05. Maí 2007 14:49
af gnarr
gumol elskar loðna karlmenn.

ICM elskar loðna ketlinga.

Sent: Lau 05. Maí 2007 15:07
af ICM
Ef þú vilt einkareka allt, borga há gjöld fyrir aðgang, lækka laun fyrir vinnu sem ungt fólk hefur aðgang að (eins og þú varst að vinna hjá MS gumol), lækka laun fyrir flesta þá vinnu sem flest skólafólk stundar, hvað er öðruvísi með því og því sem gerðist í Bandaríkjunum? Í USA eru það valin fyrirtæki sem stjórna ríkistjórninni þar sem hún hefur gefið frá sér öll völd og valin fyrirtæki fengu ýmislegt úthlutað -eins og valdir aðilar fá yfirleitt úthlutað ríkiseigur hér á landi nánast gefins þar sem ríkið má ekki hagnast.

Afhverju ekki að hafa þetta eins og á hinum norðurlöndunum frekar þar sem ríkisjóðir eru að skila inn meiri og meiri hagnaði og fjárfesta í einhverju öðru en fjármögnun á eyðileggingu náttúrunnar.

Sent: Lau 05. Maí 2007 16:11
af CendenZ
ICM skrifaði:Ef þú vilt einkareka allt, borga há gjöld fyrir aðgang, lækka laun fyrir vinnu sem ungt fólk hefur aðgang að (eins og þú varst að vinna hjá MS gumol), lækka laun fyrir flesta þá vinnu sem flest skólafólk stundar, hvað er öðruvísi með því og því sem gerðist í Bandaríkjunum? Í USA eru það valin fyrirtæki sem stjórna ríkistjórninni þar sem hún hefur gefið frá sér öll völd og valin fyrirtæki fengu ýmislegt úthlutað -eins og valdir aðilar fá yfirleitt úthlutað ríkiseigur hér á landi nánast gefins þar sem ríkið má ekki hagnast.

Afhverju ekki að hafa þetta eins og á hinum norðurlöndunum frekar þar sem ríkisjóðir eru að skila inn meiri og meiri hagnaði og fjárfesta í einhverju öðru en fjármögnun á eyðileggingu náttúrunnar.


Hann sagði aldrei að það ætti að einkavæða hvert einasta fyrirtæki.

En þú skilur greinilega ekki ( reynir bara að draga úr áhrifum okkar ) að ríkið hefur enga hagsmuna að gæta hvað varðar skilvirkni og einbeitir sér alls ekki að því.

Hvernig stendur á því að á íslandi er dýrasta heilbrigðiskerfi heims en þrátt fyrir það er það eitt óskilvirkasta á norðurlöndum ?

Einkavæðing í samstarfi við opinbera aðila er framtíðin, síðan vitnar þú alltaf í skandinavíu, en þau eru alls ekki með ókeypis þjónustu, nær allar heilbrigðisþjónustur eru einkareknar í skandinavíu, en þú telur að með einkavæðingu komi einstaklingar til með að greiða 100 % verð ( líkt og samfó er búinn að segja ) en það er bara ekki satt, það er haugalýgi sem þeir eru að dreifa.

Rekstur á aldrei að vera í höndum opinberra aðila, þeir hafa enga hagsmuna að gæta.
Ég held þú áttir þig ekki á því, að þótt nær öll heilbrigðisfyrirtæki td. í noregi og svíþjóð séu einkarekin, þá komi einstaklingar til með að borga einungis komugjald ( 1000-1500 kr eða eitthvað ? ) því ríkið kemur til með að borga restina, hinsvegar er reksturinn alfarið í höndum einkaaðila.

og hver er útkoman hjá þeim ? mikið betri þjónusta, mikið betri aðgengi, engin bið og frammistöðustigið er tugfallt hærra ?

Hættu þessu rugli að við viljum bara flytja inn litað fólk til að vinna skítastörf, launin verða mikið samkeppnishæfari ( ætlar þú virkilega að fara segja mér að ríkið borgi vel ? og fara væla um að einkavæðing lækki laun ? )

Það er nú einu sinni þannig, ég við erum öll reiðubúin að borga í skatta, en að borga í skatta og hvaða lúsifer sem er getur fengið launin mín er alls ekki sanngjarnt.

- síðan kemuru með fatlaða, þú ert svo siðlaus .. afhverju ertu að tala um fatlaða og þroskahefta ? ertu að reyna hækka þín rök með vorkunn á fötluðum ?

Það hefur aldrei verið rætt um að minnka gæði lífs fatlaða, hvurn andskotin ertu að leggja í belg ?

Það er samfó og VG sem vildu halda í tekjutengingu og skerða tekjur þeirra með að hafa sömu skatta og á eðlilegu fólki, það eru hægri menn sem vilja afnema sem mestu skattana, og ég veit ekki betur en þeir hafa reynt að afnema tekjutengingar og auka samsköttun.

Meiri þvælan, að vera blanda fötluðum inn í pólitískt málefnalega umræðu sem skotvopn er gjörsamlega neðanbeltis.

"hugsaðu þér að breytast í fatlaðan, það yrði sko ósla vont líf sko .. engin lífsgæði blablabla.." ... já, sestu hliðiná Ingibjörgu og hræddu fólk til að kjósa þín málefni.

Þoli ekki svona hræðsluáróður í þessu snarbilaða liði, eru þetta rökin sem þú kemur með ? ANNARS BARA GETURU ORÐIÐ FATLAÐUR!

ég vona að XD komist í meirihluta ríkistjórnar, afnemi tekjutengingar aldraða, afnemi öll álögð gjöld á fatlaða einstaklinga yfir 60 % fötlun, og komi af stað einkaframkvæmdum í samstarfi við ríkið.

ICM: hvað ertu eiginlega að fasast yfir einhverjum 10 % af íslendingum, ef menn ná að skapa sér einhverjar grilljónir í starfslokasamning, það er bara fínt, ekki er ég að skapa þetta og ekki ætla ég að vera afbrýðissamur og heimta að þeir borgi meiri skatt svo þessir sem nenntu ekki að læra geti bara valsað útí banka og tekið úr félóbætur og kaupi sér FAXE.

En þú vilt klárlega að þeir flytji úr landi með seðlana, sem er algjörlega óskiljanlegt, hvers vegna viltu flytja mannauðin, þekkinguna og tækna út ?

Menn eru aðsjálfsagt að misnota loopholes í skattalögunum, en það myndi líklegast batna ef einhver myndi aðeins taka til í þeim, ekki satt ?

Tekjuskatturinn er alltof hár, hann væri ideal í kringum 20 % ( ekki 40 einsog vinstri sinnaði félagshyggjumenn ) og loka fyrir allar loopholes.

en ég nenni nú ekki að fara ræða um eitthvað, alltof upptekin í skólanum[/u]

Sent: Lau 05. Maí 2007 17:45
af gumol
ICM skrifaði:Ef þú vilt einkareka allt, borga há gjöld fyrir aðgang, lækka laun fyrir vinnu sem ungt fólk hefur aðgang að (eins og þú varst að vinna hjá MS gumol), lækka laun fyrir flesta þá vinnu sem flest skólafólk stundar, hvað er öðruvísi með því og því sem gerðist í Bandaríkjunum?
Hvenær sagði ég að ég vildi einkareka allt? Aldrei!
Hvenær sagði ég að ég vildi að fólk þurfi að greiða há gjöld fyrir aðgang að þjónustu? Aldrei!
Hvenær sagði ég að ég vildi lækka laun í störfum sem skólafólk stundar? Aldrei!


Ef þú hefur eitthvað við mínar skoðanir að athuga skaltu gagnrýna þær. Ef þú hefur ekkert við þær að athuga, ekki gagnrýna þær. Ekki láta eins og ég hafi sagt eitthvað sem ég hef aldrei sagt bara svo þú getir gagnrýnt eitthvað.

Lestu það sem ég sagði, til að auðvelda þér það þá skal ég setja það hérna fyrir neðan. Annað hef ég ekki sagt á þessum þræði nema þegar ég hef verið að svara þér eftir að þú hefur gert mér upp einhverjar skoðanir:
gumol skrifaði:Gott að sjá, svona á þetta að vera. Sjálfstæðisflokkur með hreinan meirihluta.

gumol skrifaði:Annars skal ég alveg viðurkenna að Sjálfstæðisflokkurinn er með slæma stefnu í mörgum málum, en á Íslandi er flokkakerfi sem þýðir að maður verður að kjósa það sem manni lýst best á.

En ég sá smá vott af umræðu um hugmyndafræði þarna, og langar að segja hvernig þetta lítur út fyrir mér. Vinstri flokkar vilja þjóðnýta stærstan hluta af tekjum fólks, eða reyndar aðallega tekjur hjá hátekjufólki. Þeir vilja hækka persónuafsláttinn, sem virkar í rauninni þannig að fólk sem er með lægri laun borgar ekki bara margfalt minni upphæðir, heldur mun minna hlutfall í tekjuskatt.

Þetta væri vel réttlætanlegt að mínu mati ef fólk hefði ekki sömu möguleika til að afla sér tekna, en á Íslandi hafa allir sömu möguleika, heilbrigt fólk græðir á framtaksemi og dugnaði en tapar ef það nennir ekki að vinna. Þessvegna finnst mér alveg fáránlegt þegar er verið að tala um jöfnuð og að þeir sem eru ríkir eigi að borga hlutfallslega meira en þeir sem eru með lægri laun. (lesist: Gefa þeim sem nenna ekki að vinna pening) Þetta á auðvitað ekki við um fólk sem getur ekki unnið þótt það vilji það. Skattafslátturinn fer til allra, ekki bara þeirra sem geta ekki unnið.

Það þarf að vera hvatning til að til að vinna vel og standa sig, ef fólk sem þénar minna og vinnur minna en aðrir eiga að fá allt nákvæmlega eins og þeir sem þéna meira þá er engin ástæða fyrir fólk að leggja meira á sig. Þessvegna finnst mér alveg fáránlegt þegar er verið að tala um að hækka persónuafsláttinn um einhvern helling, það á frekar að lækka skattprósentuna.

gumol skrifaði:
gnarr skrifaði:gumol: ertu að segja að kennarastéttin eins og hún leggur sig séu aumingjar sem nenna ekki að vinna? Allavega síðast þegar ég tékkaði voru þau með einhver allra lægstu laun sem að bjóðast á íslenskum vinnumarkaði, þrátt fyrir háskólamenntun.

Á meðan launamismunun í þessu þjóðfélagi er svona þykir mér ekki veita af því að hafa margfalt hærri persónuafslátt.

Ég held að launamismunurinn verði alltaf talsverður, það er ekkert óeðlilegt eða slæmt í sjálfu sér.

En afþví þú nefndir mikið menntað fólk sem er með lág laun, hvað hefur þetta fólk sameiginlegt? Það er að vinna hjá ríkinu.

Ríkið á ekki að vera með puttana í öllu, það hefur sýnt sig að hlutafélagavæðing og síðan einkavæðing á stofnunum ríkisins er það besta sem getur komið fyrir þær. Þetta á ekki bara að gera með bankana, Símann, Ríkisútvarpið og önnur ríkisfyrritæki í samkeppnisrekstri heldur á að gera það sama með skólana, leikskóla o.s.frv. Líka í heilbrigðiskerfinu og samgöngumálum. Svo gerir ríkið þjónustusamning við fyrirtækin, reksturinn batnar og launin hækka.

gumol skrifaði:
gnarr skrifaði:Ég veit hreinlega ekki um einn grunnskóla á íslandi sem er rekinn af ríkinu.

Fyrir utan það myndi ég vilja búa í samfélagi þar sem að það þarf að borga fyrir basic skólagöngu. Mér fynnst að allir þegnar samfélagsins eigi sama rétt á menntun.

Skólagjöld í menntaskóla er líka eitthvað sem ætti að heyra fortíðinni til, eða þá að vera borguð til baka í sama hlutfalli og nemandi nær af áföngum.


Þú ert að misskilja.

Ég hef ekki hugmynd um hvort ríkisstjórnin rekur einhvern grunnskóla eða ekki. Þegar ég talaði um ríkið þá átti ég við stjórnvöldin sem tilheyra fasta stjórnskipulagi Íslands. Þótt sveitarfélögin séu kanski ekki hluti af því þá átti ég við um þau líka, var bara að nota vitlaust orð.

Það var enginn að tala um að það ættu að vera einhver há skólagjöld sem nemendur þurfa að borga. Hið opinbera myndi áfram borga en það myndi ekki sjá um rekstur skólanna. Hann yrði væntanlega betri hjá einkaaðilum sem ma. kæmi fram í hærri launum kennara.

Sent: Sun 06. Maí 2007 02:01
af ICM
Í fyrsta lagi var ég að reyna að spila ykkur upp á móti hvor öðrum þar sem þessi þráður var gjörsamlega monochrome. Ég hef gaman að æsa fólk upp í að sýna sína sönnu liti. Það verður að hafa gaman af þessu :wink:

CandeZ maður notar öryrki en ekki fatlaður yfir fólk sem lendir í óhöppum þótt vissulega sé það fötlun -öryrki er víðtækara orð. Afhverju man ég bara eftir að hafa heyrt Vinstri Græna og Samfylkinguna tala um þær fátækra gildrur sem þeir eru í meðan ríkistjórnin hefur verið að afneita því að það sé fátækt á íslandi? Hvernig í ósköpunum er það neðanbeltis að vilja kjósa það sem er best fyrir það fólk?

"Annars geturu orðið fatlaður"? WTF Það geta allir orðið öryrkjar ef þeir lenda í slysum, ég hef laggt áherslu á að það getur komið fyrir ALLA og þetta eru ekki allt "aumingjar sem nenna ekki að vinna" Persónu afslátturinn var lækkaður, það væri ekkert verið að taka úr vasa þínm þótt hann yrði hækkaður aftur og jafnvel enn meira en hann var. Ég vil ekki hækka neinar bætur bara draga úr tekjuskerðingu öryrkja og gamalmenna. Ég var hvergi að segja að það ætti að auka félagslegar bætur, ég vil að það sé ekki afhent hverjum sem er fjármuni, sérstaklega ekki þeir sem "ekki nenntu að læra" og eru bara rónar.


Ríkistjórnin hefur staðið sig nægilega vel í að fæla þekkingu úr landi enda neitað að koma til móts við hátækni fyrirtæki eins og Marel og CCP. Fyrirtæki flytja viðskipti sín meðal annars vegna óstöðugrar fjármálastjórnunar í ladninu meðan stöðugt á að pumpa í þennslu blöðruna. Æðislegt þó að það eigi að koma nýr sæstrengur og opnar það möguleika fyrir meiri alþjóðlega starfsemi á landinu, það á að leggja áherslu á slíka starfsemi (en ekki úrelta stóriðju), hún hefur oft verið íhuguð en lélegt netsamband hefur oft komið í veg fyrir slíkar framkvæmdir. Krónan er gjaldmiðill með enga framtíð og eini kosturinn við hana er að hún hefur gefið bröskurum forskot á hlutabréfamarkaðnum en það hefur sýnt sig að landið er alltof lítið til að standa undir svona óstöðugleika -það þarf ekkert nema smá sögur frá erlendum fjármálafyrirtækjum og þá hrynur allt.

Ég er ekki á móti einkavæðingu per se, ég vil bara að það sé horft til Evrópu hvernig er farið að því í stað þess að apa allt upp eftir Bandaríkjunum. Virkilega hræddur um að fólk muni ekki nægilega eftir því þegar Framsókn úthlutaði fisk kvótan og bankana til "vina og vandamanna". og alltaf þegar það er úthlutað ríkiseigum eða þær eru seldar þá er það á "útsöluverði" Æðislega sniðugt, einkavæðum vatnið og allar þjóðarauðlindir það hlýtur að vera öllum til góða.


Ég var hvergi að kenna einkavæðingu um að laun lækki heldur að gagnrýna öfgafulla kapítalisman í USA og vona að ísland haldi sig við félagslegan kapítalisma eins og Evrópa hefur sýnt að virkar betur enda fólk með miklu betri möguleika til menntunar og góðs árangurs á lífsleiðinni heldur en t.d. USA. Bara ekki einkavæða til þess eins að einkavæða, það þarf langan undirbúning, hræddastur við að þeir "gefi" orkuveiturnar á næstu árum, lofi að verðið hljóti að lækka en síðan muni allt verð hækka eins og allar einkareknu orkuveiturnar úti sem rukka miklu hærra en íslendingar myndu láta bjóða sér uppá. Yfirleitt þegar slík einkavæðing á að lækka verð til neytenda þá hækkar það.

Og gumol þú ert á móti því að hækka persónuafslátt, ég var bara að benda þér á að það kæmi námsmönnum til góðs en ekki bara aumingjum sem nenna ekki að læra, og kosturinn við það væri að það þýðir ekki að það hækki skattar á hátekjufólk.



Vil ég enda á góðri auglýsingu frá Íslandshreifingunni sem sjá má á strætisögnum borgarinnar... Það eru því miður einungis þrír flokkar sem hugsa um framtíðina.

"Við fengum ekki landið í arf frá forfeðrunum, -við erum einugis með það í láni frá afkomendunum."

Sent: Sun 06. Maí 2007 12:29
af elv
Held að þetta sé komið gott, þegar stjórnendur eru farnir í skítkast við hvorn annan

Sent: Sun 06. Maí 2007 13:34
af gumol
elv skrifaði:Held að þetta sé komið gott, þegar stjórnendur eru farnir í skítkast við hvorn annan

Ég sé ekki alveg skítkastið þarna :roll:

Fer nú ekki að vera lítill tilgangur fyrir svona utan efnis spjallþráð ef það má ekki ræða mál sem fólk er ósammála um? Sérstaklega þegar verið er að tala um stefnumál viku fyrir kosningar.

Það að vera ósammála og deila um það hvað er best er ekki það sama og skítkast.

Sent: Sun 06. Maí 2007 13:58
af gnarr
ég er búinn að fylgjast vel með þessum þræði og þetta "skítkast" er nú alveg á vægasta stigi. Sérstaklega þar sem þessir piltar eru góðir vinir utan vaktarinnar líka :)

Svo ég ákvað að aflæsa þessum þræði aftur, skemmtilegar vangaveltur og umræður í gangi hér.