Síða 20 af 27

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Mið 26. Mar 2014 22:43
af MuGGz
Ég veit að ég er alltof seinn í mining "fjörið" enn langar að leika mér

Ég sótti cudaminer þar sem ég er með nvidia kort og er búinn að vera brasa við að koma þessu af stað enn það gengur bara 0 ...

Einhver góðhjartaður sem getur aðstoðað mig, í PM eða hér [-o<

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Mið 26. Mar 2014 22:53
af GuðjónR
Jæja, gegnið er aðeins á uppleið ($7.64). Tek undir það sem sumir hafa sagt að úr þessu er líklegast best að bíða og eiga þessa aura.
En þetta Facebook staðfestingar dæmi, býður það ekki upp á mistnotkun?
Þ.e. að menn búi til fake FB aðgangt og sæki sér svo kennitölur hjá eldri borgurum í þjóðskrá og hirði svo aurinn?
Eru þessar adressur kannski rekjanlegar?

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Mið 26. Mar 2014 22:55
af KermitTheFrog
GuðjónR skrifaði:Jæja, gegnið er aðeins á uppleið ($7.64). Tek undir það sem sumir hafa sagt að úr þessu er líklegast best að bíða og eiga þessa aura.
En þetta Facebook staðfestingar dæmi, býður það ekki upp á mistnotkun?
Þ.e. að menn búi til fake FB aðgangt og sæki sér svo kennitölur hjá eldri borgurum í þjóðskrá og hirði svo aurinn?
Eru þessar adressur kannski rekjanlegar?
Félgi minn viðurkenndi að hafa reynt það í gærnótt. Það gekk ekki. Eitthvað um að aðgangurinn þyrfti að vera ákveðið gamall og einhver fleiri skilyrði.

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Mið 26. Mar 2014 22:56
af FuriousJoe
GuðjónR skrifaði:Jæja, gegnið er aðeins á uppleið ($7.64). Tek undir það sem sumir hafa sagt að úr þessu er líklegast best að bíða og eiga þessa aura.
En þetta Facebook staðfestingar dæmi, býður það ekki upp á mistnotkun?
Þ.e. að menn búi til fake FB aðgangt og sæki sér svo kennitölur hjá eldri borgurum í þjóðskrá og hirði svo aurinn?
Eru þessar adressur kannski rekjanlegar?

Seldi mitt í 8.25 áðan, það er á niðurleið atm held ég

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Mið 26. Mar 2014 22:57
af vikingbay
Ætli þetta þurfi ekki að vera aðgangar búnir til áður en þetta fór af stað, og hugsanlega að hafa einhverja vini..
Mér sýnist appið hafa sótt upplýsingar um afmælisdaga vina minna ofl

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Mið 26. Mar 2014 22:58
af Sidious
Lít bara á þetta sem leik. Selja hátt og kaupa lágt. Get alveg eins dundað mér í þessu í frítímanum eins og hvað annað. Tapi maður þessu þá var þetta hvort eð er aldrei alvöru.

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Mið 26. Mar 2014 23:08
af rapport
https://bland.is/classified/default.aspx?q=aur" onclick="window.open(this.href);return false;

:crazy

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Mið 26. Mar 2014 23:09
af vikingbay
Tapar ekki nema þú eyðir, græðir ekki nema þú seljir ;)

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Mið 26. Mar 2014 23:20
af GönguHrólfur
Þetta er rosalega spennandi fyrir mér, hver veit hvað þessi gjaldmiðill getur borið í skauti sér?

Mjög áhugaverð atburðarás sem við erum að verða vitni að hér.

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Mið 26. Mar 2014 23:21
af KermitTheFrog
GönguHrólfur skrifaði:Þetta er rosalega spennandi fyrir mér, hver veit hvað þessi gjaldmiðill getur borið í skauti sér?

Mjög áhugaverð atburðarás sem við erum að verða vitni að hér.
Mér sýnist góður meirihluti bara casha þessu airdropi fyrir ca 30kall. Spurning hvað gerist þegar það róast.

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Mið 26. Mar 2014 23:24
af MuGGz
Hvað mynduð þið segja ásættanlegur hiti á skjákorti til að vera keyra í langan tíma ?

Fékk þetta drasl til að fara í gang og er að fá 312.54 khash/s og kortið er í svona 77°

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Mið 26. Mar 2014 23:30
af Revenant
Það eru nokkrir hlutir sem hafa verið turn-off að mínu viti varðandi auroracoin.

1) Kennitala + facebook aðgangur: Really? Telst facebook vera auðkenning í dag? Kennitala og símanúmer er betra en samt vafasamt. SpainCoin fer t.d. þá leið að nota eingöngu DNI-e rafræn skilríki fyrir auðkenningu (sem eru gefin út á alla spænska þegna). Það hefði verið hægt að notast við rafræn skilríki til að auðkenna notendur (sjá t.d. leiðbeiningar á skilriki.is hvernig á að gera það)
2) Ekkert capacity planning fyrir online fyrirspurnir (en cloudflare fyrir statísk gögn) sem veldur því að síðan fór/fer upp og niður. Minnir mig því miður á 13-ára-guttar-að-reka-torrent-síðu.
3) Ekkert sjáanlegt betatest á þessu airdrop. Þegar á að útdeila á 300.000 manns þá verður að prófa svona hluti.
4) Breytingar frá litecoin codebase-num yfir í auroracoin codebase-inn eru ekki til og þar með ekki rýndar.
5) Engar upplýsingar hvaða gögn eru geymd áður en fólk skráir sig inn (kennitala, upplýsingar frá facebook o.s.frm.).

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Mið 26. Mar 2014 23:33
af eeh
Hef heit af því, mæli með að fólk sem er að lenda í vandræðum bíði bara aðeins á meðan þetta gengur yfir :)
Það eru margi að mæla með að við róum okkur aðeins í að selja því það lækar verðið !

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Mið 26. Mar 2014 23:42
af Haxdal
Revenant skrifaði:Það eru nokkrir hlutir sem hafa verið turn-off að mínu viti varðandi auroracoin.

1) Kennitala + facebook aðgangur: Really? Telst facebook vera auðkenning í dag? Kennitala og símanúmer er betra en samt vafasamt. SpainCoin fer t.d. þá leið að nota eingöngu DNI-e rafræn skilríki fyrir auðkenningu (sem eru gefin út á alla spænska þegna). Það hefði verið hægt að notast við rafræn skilríki til að auðkenna notendur (sjá t.d. leiðbeiningar á skilriki.is hvernig á að gera það)
2) Ekkert capacity planning fyrir online fyrirspurnir (en cloudflare fyrir statísk gögn) sem veldur því að síðan fór/fer upp og niður. Minnir mig því miður á 13-ára-guttar-að-reka-torrent-síðu.
3) Ekkert sjáanlegt betatest á þessu airdrop. Þegar á að útdeila á 300.000 manns þá verður að prófa svona hluti.
4) Breytingar frá litecoin codebase-num yfir í auroracoin codebase-inn eru ekki til og þar með ekki rýndar.
5) Engar upplýsingar hvaða gögn eru geymd áður en fólk skráir sig inn (kennitala, upplýsingar frá facebook o.s.frm.).
1) Samkvæmt því sem ég hef heyrt þá reyndu þeir að hafa samband við Íslykil og Auðkenni og þessa aðila hérlendis og fengu engin svör frá þeim, sem er alveg í samræmi við skoðanir yfirvalda á þessu cryptodóti.
5) Þú sást heimildirnar á Facebook Appinu þegar þú samþykktir það (eða þú veist, þegar approval draslið poppaði upp). Man ekki hvað það var, public profile, birthday date og eitthvað meira. Gera bara ráð fyrir að allt þetta sem appið tekur verði geymt forever (og svo selt á opnum info markaði eftir að þetta Auroracoin dæmi fellur saman).

Svo er ekki hægt að búa til facebook account og claima í gegnum það, prófaði að stofna Facebook aðgang fyrir ömmu mína :-" en það fór ekki í gegn. Sá svo þetta á Foruminu hjá þeim : "To prevent abuse with the Facebook registration a database of registered FB accounts has been setup before airdrop. No FB account that has been created after the creation of this database is useable to collect the 31.8 AUR. This is also the reason the developers could not disclose the system before airdrop." sel þetta ekki dýrara en ég keypti það.

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Mið 26. Mar 2014 23:59
af Revenant
Haxdal skrifaði:1) Samkvæmt því sem ég hef heyrt þá reyndu þeir að hafa samband við Íslykil og Auðkenni og þessa aðila hérlendis og fengu engin svör frá þeim, sem er alveg í samræmi við skoðanir yfirvalda á þessu cryptodóti.
Þú þarf ekki leyfi frá auðkenni til að nota rafræn skilríki. Aðeins ef þú vilt nota OCSP (þ.e. online athugun hvort að skilríki sé virkt) þá þarftu að borga. Sjá t.d. gögn á skilríki.is hvernig á að setja upp og lesa valid skilríki.

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Fim 27. Mar 2014 00:07
af dori
Óháð því hvort "yfirvöld" (auðkenni er reyndar fyrirtæki að miklu leyti í eigu bankanna og Símans) hafi ekki sýnt samstarfsvilja þá er betri leið til að leysa þetta en með því að tengja þetta við facebook/símanúmer.

Ég hef ekkert kynnt mér það sérstaklega en ég held að kennitala sé geymd á rafrænum skilríkjum og að hver sem er geti búið eitthvað til sem vinnur á móti því. Er það kannski rangt hjá mér?

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Fim 27. Mar 2014 00:14
af Haxdal
Revenant skrifaði:
Haxdal skrifaði:1) Samkvæmt því sem ég hef heyrt þá reyndu þeir að hafa samband við Íslykil og Auðkenni og þessa aðila hérlendis og fengu engin svör frá þeim, sem er alveg í samræmi við skoðanir yfirvalda á þessu cryptodóti.
Þú þarf ekki leyfi frá auðkenni til að nota rafræn skilríki. Aðeins ef þú vilt nota OCSP (þ.e. online athugun hvort að skilríki sé virkt) þá þarftu að borga. Sjá t.d. gögn á skilríki.is hvernig á að setja upp og lesa valid skilríki.
hm, þá hefðu þeir nú allavega getað notað þetta frá Skilriki.is fyrst þetta er ekkert annað en venjulegur CTL listi. Er þeirra dót samt orðið eitthvað útbreitt?, ég vissi ekki einu sinni af þeim fyrr en núna :)

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Fim 27. Mar 2014 00:18
af Tiger
Samkvæmt Facebook síðu þeirra verður kynnt ný auðkennileið á morgun að öllum líkindum.

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Fim 27. Mar 2014 00:23
af dori
Haxdal skrifaði:
Revenant skrifaði:
Haxdal skrifaði:1) Samkvæmt því sem ég hef heyrt þá reyndu þeir að hafa samband við Íslykil og Auðkenni og þessa aðila hérlendis og fengu engin svör frá þeim, sem er alveg í samræmi við skoðanir yfirvalda á þessu cryptodóti.
Þú þarf ekki leyfi frá auðkenni til að nota rafræn skilríki. Aðeins ef þú vilt nota OCSP (þ.e. online athugun hvort að skilríki sé virkt) þá þarftu að borga. Sjá t.d. gögn á skilríki.is hvernig á að setja upp og lesa valid skilríki.
hm, þá hefðu þeir nú allavega getað notað þetta frá Skilriki.is fyrst þetta er ekkert annað en venjulegur CTL listi. Er þeirra dót samt orðið eitthvað útbreitt?, ég vissi ekki einu sinni af þeim fyrr en núna :)
Þetta er búið að vera í gangi í 5+ ár held ég. Uglan hjá HÍ var að nota þetta (og svo auðvitað bankarnir). Ég man að ég skoðaði þetta eitthvað fyrir nokkrum árum síðan þegar ég fékk svona en nennti ekki að fá þetta kortalesaradæmi til að virka með linux þannig að ég henti þessu dóti bara upp í hillu (þannig að það hefði svosem ekkert verið fullkomin leið heldur - en öruggari og þegar þú ert að tala um peninga er öruggt gott).

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Fim 27. Mar 2014 00:30
af tdog
ég ætlaði á tímapuntki að nota þetta til þess að auðkenna mig við tölvuna mína (smart-card authentication), en svo var enginn stuðningur fyrir makkafólk frá Auðkenni.

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Fim 27. Mar 2014 00:49
af Garri
Á að láta þjófahyskið komast upp með að stela þessu beint fyrir framan nefið á öllum?

Þá er ég að tala um þá sem notuðu kennitölur annara án þeirra samþykkist og þannig stolið þessum "peningum"

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Fim 27. Mar 2014 01:01
af JohnnyRingo
Garri skrifaði:Á að láta þjófahyskið komast upp með að stela þessu beint fyrir framan nefið á öllum?

Þá er ég að tala um þá sem notuðu kennitölur annara án þeirra samþykkist og þannig stolið þessum "peningum"
Og hvernig eiga þeir að stela?

Ef þú veist kennitöluna hjá einhverjum, flott.

Þarft símann til að fá smsið

Þarft að vera loggaður inn á facebook til að nota það.

Það sem er eftir er þá fólk sem er nálægt þér, þar að segja vinir og fjölskylda.

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Fim 27. Mar 2014 01:09
af Garri
JohnnyRingo skrifaði:
Garri skrifaði:Á að láta þjófahyskið komast upp með að stela þessu beint fyrir framan nefið á öllum?

Þá er ég að tala um þá sem notuðu kennitölur annara án þeirra samþykkist og þannig stolið þessum "peningum"
Og hvernig eiga þeir að stela?

Ef þú veist kennitöluna hjá einhverjum, flott.

Þarft símann til að fá smsið

Þarft að vera loggaður inn á facebook til að nota það.

Það sem er eftir er þá fólk sem er nálægt þér, þar að segja vinir og fjölskylda.
Prófaði kennitölu sonar míns og hann hefur ekki nýtt sér þetta.. kann það ekki. Skilaboðin sem komu var að búið væri að sækja fyrir þessa kennitölu.. hef svo sem ekki prófað fyrir aðra fjölskyldumeðlimi, tókst ekki einu sinni að sækja fyrir mig. Tómt veski!

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Fim 27. Mar 2014 01:15
af FuriousJoe
Garri skrifaði:
JohnnyRingo skrifaði:
Garri skrifaði:Á að láta þjófahyskið komast upp með að stela þessu beint fyrir framan nefið á öllum?

Þá er ég að tala um þá sem notuðu kennitölur annara án þeirra samþykkist og þannig stolið þessum "peningum"
Og hvernig eiga þeir að stela?

Ef þú veist kennitöluna hjá einhverjum, flott.

Þarft símann til að fá smsið

Þarft að vera loggaður inn á facebook til að nota það.

Það sem er eftir er þá fólk sem er nálægt þér, þar að segja vinir og fjölskylda.
Prófaði kennitölu sonar míns og hann hefur ekki nýtt sér þetta.. kann það ekki. Skilaboðin sem komu var að búið væri að sækja fyrir þessa kennitölu.. hef svo sem ekki prófað fyrir aðra fjölskyldumeðlimi, tókst ekki einu sinni að sækja fyrir mig. Tómt veski!
Er strákurinn með aldur fyrir facebook ? Lenti í þannig dæmi með frænda minn. Þetta kerfi hjá auroracoin er vissulega meingallað að því leitinu til að börn undir 13 eða 16 ára aldri meiga ekki nota facebook.

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Fim 27. Mar 2014 01:54
af himminn
Er einhver elskulegur sem kann eitthvað á mining bransann til í að senda mér pm og trouble shoota?