Síða 19 af 19

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fös 17. Apr 2020 18:40
af rapport
DK var vikum á eftir okkur í viðbrögðum og eru bara að prófa þá sem veikjast, heilbrigðisstarfsfólk fær ekki test þó það veikist ef veikindin verða ekki alvarleg.

En þessi vírus fer ekkert, það þarf hugsanlega að skoða/meta að fletja kúrvuna og halda smitunum gangandi í heilbrigðum einstaklingum í von um að bóluefni verði komið tímanlega áður þeir sem eru veikir fyrir fá þetta.

Hversu langt þarf heimurinn að vera kominn áður allir fara að ferðast aftur?

Næsta utanlandsferð 2022 líklega...

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Sun 26. Apr 2020 10:13
af jonsig
Mér sýnist þessi covid vera bara læknað núna, allar rollurnar í matvörubúðunum eru farnar að vera ofaní rassinum á hvorri annari.

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Sun 26. Apr 2020 20:55
af HilmarHar
Miðað við það sem ég held, þá eru þetta batnandi núna vegna þess að það er að hlýna og allir a- losna við nefrennsli...En svo á sama tíma eru Íslendingar að slaka aðeins of mikið á finnst mér, er að skjóta á að þetta mun breiðast aftur út í sumar.

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Mið 29. Apr 2020 23:54
af rapport
Hvað finnst fólki um þetta?

https://www.ruv.is/frett/2020/04/29/seg ... ramtidinni

Finnst ykkur að það hafi verið gengið of hart í aðgerðir hér á Íslandi t.d ?

Það er enginn ferðamannaiðnaður, hvergi í heiminum = við erum á pari við Svía þar.

Þeirra kaffihús og skólar eru opin... ekki okkar.

Þessi vírus geysar um hjá þeim og það virðast vera ótal kenningar og tilgátur um að vírusinn valdi meiri langtímaskaða en bara Covid19 sjúkdómnum.

Er eitthvað gott í þessu sem Svíar eru eð gera eða ekki gera sem ég átta mig ekki á?

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fim 30. Apr 2020 09:18
af zetor
rapport skrifaði: það virðast vera ótal kenningar og tilgátur
þetta er einmitt staðan í dag og ég held að tíminn muni leiða það í ljós hvað virkaði best.

En er hægt að segja að einhver ein aðferð virki best á öll lönd varðandi lokanir?

þá einmitt þetta að þvo hendurnar, spritta sig og tveggja metra fjarlægð.

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Lau 30. Maí 2020 18:19
af rapport
Jæja, hvernig finnst ykkur vera að rætast úr þessu öllusaman?

Hvort er að skaða okkur meira, að hafa burgðist of harkalega við í smitvörnum eða efnahagsaðgerðum?

Persónulega þá skil ég ekki af hverju það er verið að lengja í hengingaról margra fyrirtækja og ég skil ekki af hverju greiðslur til fyrirtækja eru ekki hafðar í samhengi við hversu mikinn skatt þau hafa greitt, rétt eins og gert er með atvinnuleysisbætur.


Víðir og Alma fannst mér standa sig 99,99% það er ekkert sem mér fannst þau klúðra þó eitthvað hafi mátt betur fara og það er þeim að þakka að önnur lönd treysta Íslandi/Íslendingum til að koma og að hægt sé að ferðast og vera öruggur á Íslandi.

Ég hélt að markmiðið hefði verið að drepa vírusinn ekki alveg niður, heldur leyfa honum að malla á viðráðanlegu stigi, en það er bara ég.

Það er besta og flottasta auglýsing ever fyrir landið hversu vel stjórnvöld hafa staðið sig.

Og núna gerir maður bara eins og Nasarus syngur

https://www.youtube.com/watch?v=ISKsQhMinBI

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Sun 31. Maí 2020 13:13
af kizi86
mér finnst ekkert of harkalega tekið á þessu í smitvörnum, og er bara mjög sáttur með að drepa þetta alveg niður (er reyndar bias, þar sem ég er í miiiiiklum áhættuhópi, ónýtt ónæmiskerfi + lungna og hjartavandamál, svo hef verið í fyrirbyggjandi sóttkví alveg frá endan á febrúar) þannig maður ætti bráðlega að þora að láta sjá sig utandyra :P en já, fokk efnahag ef það bjargar mannslífum, hver einasta manneskja er ekki hægt að leggja verðmiða á, en við munum alveg léttilega ganga í gegnum þennan þrengingatíma, ríkissjóður standandi vel eftir að hafa borgað miiiikið af skuldum ríkisins.





rapport skrifaði:Jæja, hvernig finnst ykkur vera að rætast úr þessu öllusaman?

Hvort er að skaða okkur meira, að hafa burgðist of harkalega við í smitvörnum eða efnahagsaðgerðum?

Persónulega þá skil ég ekki af hverju það er verið að lengja í hengingaról margra fyrirtækja og ég skil ekki af hverju greiðslur til fyrirtækja eru ekki hafðar í samhengi við hversu mikinn skatt þau hafa greitt, rétt eins og gert er með atvinnuleysisbætur.


Víðir og Alma fannst mér standa sig 99,99% það er ekkert sem mér fannst þau klúðra þó eitthvað hafi mátt betur fara og það er þeim að þakka að önnur lönd treysta Íslandi/Íslendingum til að koma og að hægt sé að ferðast og vera öruggur á Íslandi.

Ég hélt að markmiðið hefði verið að drepa vírusinn ekki alveg niður, heldur leyfa honum að malla á viðráðanlegu stigi, en það er bara ég.

Það er besta og flottasta auglýsing ever fyrir landið hversu vel stjórnvöld hafa staðið sig.

Og núna gerir maður bara eins og Nasarus syngur

https://www.youtube.com/watch?v=ISKsQhMinBI

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fim 30. Júl 2020 12:10
af Hjaltiatla

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fim 30. Júl 2020 12:31
af Mossi__
Jæja..

Þarf maðut ekki bara að fara að slá í matjurtargarð?

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fim 30. Júl 2020 12:33
af GuðjónR
Þetta var nú frekar fyrirsjáanlegt.
Eirðarleysi fólks á sér engin takmörk og nú þurfa allir að gjalda fyrir það því miður.

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fim 30. Júl 2020 12:44
af Hjaltiatla
GuðjónR skrifaði:Þetta var nú frekar fyrirsjáanlegt.
Eirðarleysi fólks á sér engin takmörk og nú þurfa allir að gjalda fyrir það því miður.
Fótboltaforeldranir í fréttunum um daginn sem hlustuðu ekki á fyrirmæli lögreglu eru gott dæmi um rasshausa sem ætti að setja girðingu í kringum.

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fim 30. Júl 2020 14:08
af GuðjónR
Hjaltiatla skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þetta var nú frekar fyrirsjáanlegt.
Eirðarleysi fólks á sér engin takmörk og nú þurfa allir að gjalda fyrir það því miður.
Fótboltaforeldranir í fréttunum um daginn sem hlustuðu ekki á fyrirmæli lögreglu eru gott dæmi um rasshausa sem ætti að setja girðingu í kringum.
Fyrir utan smitin á þessu Ray móti þá voru 10 beinbrot, það jafgildir einu beinbroti á hverja 100 keppendur.
Maður spyr sig hvaða rugl er í gang? Er fólk alveg sturlað af gleði og keppnisskapi?

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fim 30. Júl 2020 15:16
af kunglao
Var að koma úr klippingu. Íslendingar í röðum á stofunni. Allir hræddir um að það sé að fara loka þar aftur. Ég þurfti að bíða töluvert eftir að fá klippinguna :)

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fim 30. Júl 2020 19:13
af urban
kunglao skrifaði:Var að koma úr klippingu. Íslendingar í röðum á stofunni. Allir hræddir um að það sé að fara loka þar aftur. Ég þurfti að bíða töluvert eftir að fá klippinguna :)
við eyjamenn erum greinilega rólegri í því (eða hinir það er að segja) ég fór einmitt í klippingu áðan og þurfti bara að bíða eftir að klipparinn kláraði kaffibollann :)

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fim 30. Júl 2020 21:27
af vesi
GuðjónR skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þetta var nú frekar fyrirsjáanlegt.
Eirðarleysi fólks á sér engin takmörk og nú þurfa allir að gjalda fyrir það því miður.
Fótboltaforeldranir í fréttunum um daginn sem hlustuðu ekki á fyrirmæli lögreglu eru gott dæmi um rasshausa sem ætti að setja girðingu í kringum.
Fyrir utan smitin á þessu Ray móti þá voru 10 beinbrot, það jafgildir einu beinbroti á hverja 100 keppendur.
Maður spyr sig hvaða rugl er í gang? Er fólk alveg sturlað af gleði og keppnisskapi?
þau voru víst 15 brotin.

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Fös 31. Júl 2020 10:09
af GuðjónR

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Mið 14. Okt 2020 13:31
af Mossi__
Jæja.

Er ekki bara komið gott af þessu Covid.

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Mið 14. Okt 2020 13:40
af DaRKSTaR
Mossi__ skrifaði:Jæja.

Er ekki bara komið gott af þessu Covid.
nei, þetta endar ekki fyrren mótefni er komið og það er töluvert í það, þángað til verður ástandið eins og það er núna í heiminum.

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Mið 14. Okt 2020 13:51
af Mossi__
DaRKSTaR skrifaði:
Mossi__ skrifaði:Jæja.

Er ekki bara komið gott af þessu Covid.
nei, þetta endar ekki fyrren mótefni er komið og það er töluvert í það, þángað til verður ástandið eins og það er núna í heiminum.
Jamm, ég veit :)

Þetta er bara orðið þreytt.

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Mið 14. Okt 2020 15:53
af ColdIce
What?! Er hún komin hingað??

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Sent: Mið 14. Okt 2020 18:06
af ZiRiuS
Mossi__ skrifaði:Jæja.

Er ekki bara komið gott af þessu Covid.
Flestir á þessu skeri virðast vera á þessari skoðun ef marka má tölurnar síðustu viku :)