Síða 13 af 14

Sent: Fim 23. Des 2004 14:00
af natti
"Litlu" þjónustuaðilarnir eru mjög duglegir við að ljúga upp á stærri fyrirtækin, Símann og OgVodafone (aðallega símann þó). Og öllum finnst það bara allt í lagi.
Ég stórefast um að síminn sé að draga það á langinn að tengja e-ð vegna þess að þeir séu fúlir yfir því að einhverjir séu að hætta.
Afhverju efast ég um það? Afþví að ég hef heyrt svona sögur oft og alltaf hafa þær bent beint til baka beint á litla ispann þar sem allt hefur verið í klessu hjá þeim.
Sem dæmi má nefna að fyrir stuttu (2 vikum?) var ADSL kerfið í einhverri steik, slowmo og læti, hjá -öllum- sem voru með ADSL og tengdust í gegnum Símann. Bæði viðskiptavinir Símans og annarra fyrirtækja.
Ég veit til þess að amk EINN af minni þjónustuaðilinum sögðu við alla sýna viðskiptavini sem hringdu "Þetta er í ólagi hjá okkur því að Síminn er að skemma þjónustuna hjá okkur viljandi til þess að láta okkur líta illa út."
Þvílíka samsæriskenningin í gangi.

í 98% tilfella þegar minni þjónustuaðilarnir kenna stærri fyrirtækjunum um, þá er það vandamál hjá sjálfum litlu þjónustuaðilunum. Kannski vegna þess að þeir hafa enga reynslu í þessum málum og eru að prufa sig áfram og hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera?

Svo er samanburðurinn við hvernig þetta var fyrst alveg frábær. Jú við vitum öll að ADSL var algjört drasl til að byrja með (ADSL = Alltaf Deyr Sítenging Landssímans....)
Og fyrirtækin gerðu ekki ráð fyrir svona sprengju og áhuga fyrir þessu eins og raun ber vitni, og áttu því ekki til varhluti etc. Þetta er jú eitthvað sem þeir höfðu átt að huga að, en þetta er ekki vandamálið núna.
Þegar kemur eitthvað nýtt á markaðinn, sama hvað það er, þá er alltaf eitthvað um byrjunarvandamál. Oftar en ekki vegna þess að verið er að drífa eitthvað áfram af fullum krafti án góðs skipulags.
Síminn gefur sér 1-5 virka daga að tengja ADSL. Í langflestum tilfellum er ADSLið samt tengt samdægurs eða á öðrum degi.

mbh: Ef þú ert ósáttur við að þetta taki svona langan tíma hjá Hive, þá áttu að hringja í Hive og kvarta í þeim, á 10 mín fresti. Það er svo þeirra að bögga þá sem þetta stoppar hjá. (Giska á að þetta sé issue hjá þeim sjálfum en ekki Símanum?)
Álíka vitlaust og ef þú værir að bíða eftir vöru í BT og færir að hringja í eimskip að skammast yfir sendingu. (Bara til að komast að því að sendinging er búin að vera hjá BT í 2 vikur, en BT á bara eftir að opna kassann...)


'scuse my rant, er bara orðin leiður á þessu attitute um að það sé í lagi að ljúga upp á fyrirtæki ef þau eru orðin X stór, en ef það er sett eitthvað út á minni fyrirtæki þá er maður sakaður um að vernda stóru fyrirtækin og eitthvað bla bla bla.
(T.d. hafa "stuðningsmenn" hive sett mikið út á og kallað þá lygara sem að bentu á að Hive menn væru skuggalegir vegna þess að síðan væri alltaf að breytast og að Hive gat ekki gefið almennileg svör í tölvupósti.)

Sent: Fim 23. Des 2004 14:01
af natti
Jólaandinn alveg að drepa mig :wink: :8) :lol: :o :D :P

Sent: Fim 23. Des 2004 14:40
af MezzUp
natti skrifaði:"Litlu"......
......í tölvupósti.)

Einsog talað útúr mínu hjarta, alltsaman!

Sent: Fim 23. Des 2004 15:38
af skipio
Já, ég kannast dulítið við þetta frá því ég var að vinna hjá Landssímanum einu sinni - alltaf í lagi að tala illa um stóru fyrirtækin eins og t.d. Símann og Flugleiðir.
Ég man persónlega ekki eftir því að öðrum netveitum hafi verið veitt neitt verri þjónusta en netþjónustu Símans en hinsvegar kemur pínulítið á móti að litlu netveiturnar höfðu og hafa ekki jafn góðan aðgang að lykilstarfsmönnunum hjá Símanum eins og þeir sem vinna líka hjá Símanum.

Svo eru svona stór fyrirtæki eins og Landssíminn oft pínu svifasein í að framkvæma hluti - allavega lenti ég í því með gömlu ADSL tenginguna mína um daginn þegar það þurfti að gera smá breytingar á henni og samt var þetta tenging sem er skráð á Landssímann! (Þ.e. Síminn á hana.)

Í sambandi við ADSL-ið í upphafi þá kom auðvitað pínu á móti því hve þjónustan sökkaði að útlandaniðurhalið var ókeypis (unoffical að sjálfsögðu). Samt urðu margir skiljanlega verulega reiðir út af þessu fjandans veseni með þennan Alcatel bbras eða hvað þetta hét aftur.

Sent: Fim 23. Des 2004 16:43
af mbh
Ég ætla heldur ekki að rífast við símann bara út af því að þeir eru eitthvað x stórir, ef þeir koma til með að segja mér, að boltinn sé hjá Hive mun ég að sjálfsögðu bögga þá :evil: Ég hefi unnið hjá Flugleiðum, og er að vinna hjá einu dóttur fyrirtæki Flugleiða. Og ég veit hvað hlutir geta gerst hægt hjá stóru fyrirtæki. En ég rífst og skammast við hvern sem mér sýnist, finnist mér að það sé verið að svína á manni!! hvort sem það er síminn eða aðrir........stórir eða litlir :roll:

Sent: Fim 23. Des 2004 20:10
af emmi
Ég get alveg staðfest það að Síminn tekur sirka 2-3 daga vanalega að tengja ADSL á línu. Hinsvegar hefur það líka komið fyrir að það hefur tekið 2 vikur, ekki oft en hefur komið fyrir útaf hverju veit ég ekki. Ég er að mörgu leyti mjög ósáttur við Símann, t.d. er það búið að taka þá 2 mánuði að tengja fyrir okkur DSLAM í pósthúsið í Keflavík. Allt hið furðulegasta mál og algjör slugsaháttur. Vonandi að þjónustan skáni þarna eða þetta batterí verði endurskoðað frá a til ö þegar þetta verður selt. Loksins á mánudaginn drifu þeir sig í þetta þegar við hótuðum skaðabóta máli, þetta er jú að kosta okkur 2 mánaða tekjumissi uppá nokkur hundruð þúsund. Svo átti rafvirkinn sem Síminn er með á sínum vegum að tengja 230v á mánudaginn, það hefur ekki gerst ennþá og mun ekki gerast fyrr en á mánudaginn næsta í fyrsta lagi.

Sent: Þri 04. Jan 2005 10:57
af mbh
Jæja!! tvær vikur rúmar liðnar. Ekkert bólar á Hive háhraða tengingu, búinn að hringja, bæði í síman og Hive, EKKI BENDA Á MIG syngja þeir í kór!!! Ég er að velta fyrir mér hver er staða manns í þessu...........Ég skrifaði undir samning sem gildir í ákveðin tíma, og lofa að gera þetta og hitt, og gera ekki hitt og þetta, borga á réttum tíma og svoleiðis, þeir LOFA!! gera ýmislegt, t.d að setja tenginguna upp á 5-10 dögum, en standa svo ekki við það. Myndi þetta ekki teljast til samningsbrots? er ég ekki laus allra mála? maður fer að hugsa???!!

Sent: Þri 04. Jan 2005 16:23
af MezzUp
mbh skrifaði:Jæja!! tvær vikur rúmar liðnar. Ekkert bólar á Hive háhraða tengingu, búinn að hringja, bæði í síman og Hive, EKKI BENDA Á MIG syngja þeir í kór!!!
Vera harður og fá einhver til þess að taka ábyrgðina. Fara í 3-way call og láta þá rífast :)

Sent: Þri 04. Jan 2005 23:48
af gutti
hi mbh Ég lenti svipað vesen líka eitt að prófa að ef þú ert með router að tengja símalínuna inn og kveikja á router tékka hvort þú færð samband. Þarft aðeins að bíða smá stund sirkar 2 mín ps ég hringdi ath hvort væri lagi að tengja router hive.is já ekkert mál ! MezzUp þér velkomið að ritskoða
:wink:

Sent: Mið 05. Jan 2005 01:07
af MezzUp
gutti skrifaði:hi mbh Ég lenti svipað vesen líka eitt að prófa að ef þú ert með router að tengja símalínuna inn og kveikja á router tékka hvort þú færð samband. Þarft aðeins að bíða smá stund sirkar 2 mín ps ég hringdi ath hvort væri lagi að tengja router hive.is já ekkert mál ! MezzUp þér velkomið að ritskoða
:wink:
Fyrir þá sem að ekki nenna að lesa þetta yfir nokkru sinnum til þess að skilja það:

Hæ Mbh. Ég lenti í svipuðu veseni líka. Eitt sem að þú gætir prófað, ef að þú ert með router, er að tengja routerinn við símalínuna og kveikja á honum og athuga hvort að þú færð sync á línuna. Gætir þurft að bíða í smá stund(2 mín. hjá mér)

ps. ég hringdi og athugði hvort að það væri nokkuð mál að tengja router við Hive(skildi þetta ekki alveg) og þeir sögðu að það væri ekkert mál! MezzUp þú þarft ekkert að ritskoða afþví að ég fór vel yfir og vandaði mig ;)

Sent: Mið 05. Jan 2005 10:46
af mbh
Jú prufaði þetta í gær, en það kom ekkert cync á línuna. Ég er bara ennþá tengdur hjá símanum. En ég er hættur að reyna að tala við þetta fólk, búinn að senda mail til þeirra og allt. Mín skoðun er komin á það stig, að þetta sé alfarið Hive að kenna. Þótt Síminn sé hægvirkt og stórt fyrirtæki, þá eru þeir ekki svona lengi að slíta mig úr sambandi og tengja mig við Hive, það er bara ekki svoleiðis.........vill ég trúa að minnstakosti. Held að síminn sé þannig fyrirtæki, að það kemur bara einhver beiðni, frá Hive...eða mér.....eða bara frá Jóni Jónsyni frá Látrum........um að gera eitthvað ákveðið. Og sú beiðni fer í to do box, og síðan er bara unnið eftir fyrirfram ákveðnu kerfi, stundum tekur þetta ekki nema einn dag, stundum 5 daga fer eftir álagi........................En mikið er gott að hafa svona síðu eins og vaktin.is til að gráta aðeins á og finna að manni sé virtualy klappað á bakið, og hvíslað að manni "þetta kemur allt kallinn minn" :wink:

Sent: Mið 05. Jan 2005 12:15
af skipio
Þetta kemur allt, kallinn minn. :-({|=

En svakalega er ég feginn að ríkið (HÍ) skuli redda ókeypis tengingu fyrir mig svo ég þarf ekki að standa í svona veseni eins og „þið“. :evillaugh

Sent: Mið 05. Jan 2005 12:15
af JReykdal
mbh skrifaði:Jú prufaði þetta í gær, en það kom ekkert cync á línuna. Ég er bara ennþá tengdur hjá símanum. En ég er hættur að reyna að tala við þetta fólk, búinn að senda mail til þeirra og allt. Mín skoðun er komin á það stig, að þetta sé alfarið Hive að kenna. Þótt Síminn sé hægvirkt og stórt fyrirtæki, þá eru þeir ekki svona lengi að slíta mig úr sambandi og tengja mig við Hive, það er bara ekki svoleiðis.........vill ég trúa að minnstakosti. Held að síminn sé þannig fyrirtæki, að það kemur bara einhver beiðni, frá Hive...eða mér.....eða bara frá Jóni Jónsyni frá Látrum........um að gera eitthvað ákveðið. Og sú beiðni fer í to do box, og síðan er bara unnið eftir fyrirfram ákveðnu kerfi, stundum tekur þetta ekki nema einn dag, stundum 5 daga fer eftir álagi........................En mikið er gott að hafa svona síðu eins og vaktin.is til að gráta aðeins á og finna að manni sé virtualy klappað á bakið, og hvíslað að manni "þetta kemur allt kallinn minn" :wink:


Alveg satt hjá þér. Fer eftir álagi hjá þeim sem sjá um þessi mál.

Sent: Mið 05. Jan 2005 15:21
af MezzUp
skipio skrifaði:En svakalega er ég feginn að ríkið (HÍ) skuli redda ókeypis tengingu fyrir mig svo ég þarf ekki að standa í svona veseni eins og „þið“. :evillaugh
andsk, þangað fara þá skattpeningarnir okkar....... :)

Sent: Mið 05. Jan 2005 15:37
af skipio
MezzUp skrifaði:
skipio skrifaði:En svakalega er ég feginn að ríkið (HÍ) skuli redda ókeypis tengingu fyrir mig svo ég þarf ekki að standa í svona veseni eins og „þið“. :evillaugh
andsk, þangað fara þá skattpeningarnir okkar....... :)

Hugsa sér, allar milljónirnar sem þú þarft að greiða!
Ég segi bara; takk Mezzup, takk! ;)

Sent: Mið 05. Jan 2005 17:52
af Emizter
mbh skrifaði:Jú prufaði þetta í gær, en það kom ekkert cync á línuna. Ég er bara ennþá tengdur hjá símanum. En ég er hættur að reyna að tala við þetta fólk, búinn að senda mail til þeirra og allt. Mín skoðun er komin á það stig, að þetta sé alfarið Hive að kenna. Þótt Síminn sé hægvirkt og stórt fyrirtæki, þá eru þeir ekki svona lengi að slíta mig úr sambandi og tengja mig við Hive, það er bara ekki svoleiðis.........vill ég trúa að minnstakosti. Held að síminn sé þannig fyrirtæki, að það kemur bara einhver beiðni, frá Hive...eða mér.....eða bara frá Jóni Jónsyni frá Látrum........um að gera eitthvað ákveðið. Og sú beiðni fer í to do box, og síðan er bara unnið eftir fyrirfram ákveðnu kerfi, stundum tekur þetta ekki nema einn dag, stundum 5 daga fer eftir álagi........................En mikið er gott að hafa svona síðu eins og vaktin.is til að gráta aðeins á og finna að manni sé virtualy klappað á bakið, og hvíslað að manni "þetta kemur allt kallinn minn" :wink:


Samt sko.. ef að Síminn væri búinn að tengja línuna í DSLAM'ið hjá Hive.. þá myndi það bara taka Hive 1-2min að koma tengingunni þinni upp, því þá þyrftu þeir bara að logga sig inn á DSLAM'ið og activa portið þitt og stilla það :)

Sent: Mið 05. Jan 2005 22:20
af Icarus
Emizter skrifaði:
mbh skrifaði:Jú prufaði þetta í gær, en það kom ekkert cync á línuna. Ég er bara ennþá tengdur hjá símanum. En ég er hættur að reyna að tala við þetta fólk, búinn að senda mail til þeirra og allt. Mín skoðun er komin á það stig, að þetta sé alfarið Hive að kenna. Þótt Síminn sé hægvirkt og stórt fyrirtæki, þá eru þeir ekki svona lengi að slíta mig úr sambandi og tengja mig við Hive, það er bara ekki svoleiðis.........vill ég trúa að minnstakosti. Held að síminn sé þannig fyrirtæki, að það kemur bara einhver beiðni, frá Hive...eða mér.....eða bara frá Jóni Jónsyni frá Látrum........um að gera eitthvað ákveðið. Og sú beiðni fer í to do box, og síðan er bara unnið eftir fyrirfram ákveðnu kerfi, stundum tekur þetta ekki nema einn dag, stundum 5 daga fer eftir álagi........................En mikið er gott að hafa svona síðu eins og vaktin.is til að gráta aðeins á og finna að manni sé virtualy klappað á bakið, og hvíslað að manni "þetta kemur allt kallinn minn" :wink:


Samt sko.. ef að Síminn væri búinn að tengja línuna í DSLAM'ið hjá Hive.. þá myndi það bara taka Hive 1-2min að koma tengingunni þinni upp, því þá þyrftu þeir bara að logga sig inn á DSLAM'ið og activa portið þitt og stilla það :)



nema að þetta "súper" kerfi þeirra virki voða takmarkað og þeir bara ráði ekki við þetta ...

Sent: Mið 05. Jan 2005 22:33
af Emizter
jújú, ég veit alveg hvernig kerfi þetta er sko.. og það er mjög gott :) svo lengi sem maður heldur upplýsingar yfir um í hvaða module og hvað porti aðilin er í :)

Sent: Þri 11. Jan 2005 20:26
af KinD^
benda ykkur líka á eitt þegar þið hringjið í "þjónustu verið" þá eruði actually að hringja í 3rd party símafyrirtæki sem svarar fyrir hive og vita ekki rass... um leið og einhver svarar spyrjið þá hvort þetta sé "skúlasson" eða hvað það heitir og biðjið um samband við þá þarna niðrí hive :) .... lenti í því um daginn að ég fekk bilaðan router eftir að minn fór í viðgerð hjá þeim, og fekk annan á meðan og hann kveikti ekki á sér og ég hringi í 4141616 og bið um hjálp og hv ort það sé ennþá opið og allt það, og svo lýsi ég vandamálinu "routerinn kveikir ekki á sér" og kellingin hjá þessum skúlassini eða hvað það heitir hlær að mér og spyr hvort ég hafi ekki stungið honum í samband !!! djöfull varð ég brjálaður enda hringdi ég aftur um leið og ég skellti á og talaði við vakstjóra og fekk nafnið á dömunni sem hló svona skemmtilega að mér og ég held að það verði einhver rekinn á næstu dögum :), svo er oft mjög gott að fá samband við einhvern sem hefur hjálpað manni áður, allavega þá er þetta eithvað fööbar hjá mér dettur út 4-7 sinnum á dag og hef ég verið í mikklu sambandið við þá og sérstaklega einn mann þarna niðurfrá og hjálpað mér ótrulega mikið og búinn að biðja mig um að gera allavega æfingar á símalínuni ;P og ætlar meirasegja að senda tæknimann heimtil mín á föstudaginn til að mæla símalínuna og eithvað sniðugt :)


edit: las smá yfir þetta, skal þýða þetta á morgun or sum ef einhver skilur ekki. (er veikur og þreittur :D)

Sent: Þri 11. Jan 2005 21:54
af gutti
Mínn reynsla með routerinn hann dó á sunnudaginn. Ég fór með routerinn í gær (og fékk nýja í staðinn) Sagði hann virkaði ekkert það kom ekki ljós eða neitt. Plús líka ég þurfti að slökkva. 'A routerinn af og til og bíða í 2 mín síðan ég fékk netið sem á ekki að þurfa gera það ?!!! :roll:

Sent: Mið 12. Jan 2005 17:49
af mbh
Jæja ég fékk tenginguna loks á sautjánda degi. Hefi ekki yfir neinu að kvarta nema að sjálfsögðu utanlands hraðanum, en það stendur til bóta hjá þeim. Mótemið hefur ekkert klikkað, er bara online. Aftur á móti finnst mér dálítið óþægilegt að hafa ekki yfirráð yfir routernum, og hef verið að spá hvort ekki sé hægt að tengja bara annan router við Hive routerinn og stjórna öllu með honum, og opna Hive routerinn alveg og slökkva á þráðlausu sendinguni....................hefur einhver gert þetta?

Var að fá þetta í pósti

Sent: Mið 12. Jan 2005 19:04
af mbh
Var að fá þetta í e-mail


"Kæri viðskiptavinur

Hér eru nokkrar tilkynningar um bætta þjónustu við Hive notendur:

Sjónvarp í gegnum ADSL

Undanfarið hefur Hive staðið í tilraunaútsendingum á sjónvarpi í gegnum netið. Til að veita viðskiptavinum sínum nasasjón af því sem koma skal, hafa útsendingar á tónlistar- og afþreyingarstöðinni Popptíví hafist fyrir Hive notendur. Ólíkt öðrum straumum sem hafa gengið um netið er útsendingin fyrir Hive notendur í frábærum mynd- og hljóðgæðum.

Við hvetjum alla Hive notendur til þess að skoða Popptíví í gegnum Hive.

Kvikmyndir með Hive

Ásamt því að geta horft á sjónvarp í gegnum netið munum við bjóða notendum okkar að horfa á ýmsar kvikmyndir á hive.is. Fyrsta myndin sem boðið er upp á er stuttmyndin Á blindflugi sem skartar Hilmi Snæ í aðalhlutverki. Myndin er aðeins 12 mínútur á lengd en ætti að gefa notendum forsmekk af þeim möguleika að horfa á kvikmyndir í fullum gæðum í gegnum netið.

Stækkun á útlandagátt hafin.

Um miðbik næstu viku mun Hive ljúka fyrsta áfanga á stækkun útlandagáttar Þessi stækkun eykur gagnaflutningsgetu Hive út úr landi um 50%- 100%. Í lok janúar mun Hive taka í notkun sína eigin útlandagátt, óháða öðrum fjarskiptafyrirtækjum, sem mun gera okkur kleift að veita viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu.

Eftir að við fórum í loftið hefur aðsókn í tengingar frá Hive farið fram úr björtustu vonum. Íslendingar kunna greinilega vel að meta það frelsi að geta halað niður gögnum frá útlöndum án þess að hafa áhyggjur af aukakostnaði.


Með bestu kveðju

Hive."


Lofar góðu!

Sent: Mið 12. Jan 2005 21:27
af Dagur
hmm hvernig notar maður þetta eiginlega? Ég fékk ekki svona póst :(

Sent: Mið 12. Jan 2005 22:13
af ParaNoiD
ég fékk hann

Re: Var að fá þetta í pósti

Sent: Fim 13. Jan 2005 08:01
af gnarr
Um miðbik næstu viku mun Hive ljúka fyrsta áfanga á stækkun útlandagáttar Þessi stækkun eykur gagnaflutningsgetu Hive út úr landi um 50%- 100%. Í lok janúar mun Hive taka í notkun sína eigin útlandagátt, óháða öðrum fjarskiptafyrirtækjum, sem mun gera okkur kleift að veita viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu.


átti þetta ekki að vera 600% ?