Re: Maríjúana
Sent: Lau 02. Mar 2013 01:10
stutta svarið, já.Gúrú skrifaði:Er ég í ruglinu með það að einn gaur gæti séð um ræktunina ef hann fengi bara húsnæðið/n sitt/sín látin í friði?urban skrifaði:ég á nú alveg eftir að sjá það að einn bóndi sé að fara að rækta eitthvað á annað tonn af þurrkuðu kannabis einn
Veit það væri of stórt verk fyrir einn mann að klippa/þurrka/vigta/poka samt.
langa svarið, þú mátt gera ráð fyrir því að ná úr ræktun innandyra svona ca 50 - 120 grömmum(þurrkuðu) úr plöntu (miðað við það sem að ég hef lesið mér til, ekki bögga mig á því, það er alveg pottþétt fullt af fólki hérna sem að á frænda sem að heitir Einar sem að hefur náð 400 grömmum útúr plöntu)
segjum þá bara 80 grömmum úr plöntu að meðaltali
Það er talað um að plantan eigi að skila sínu besta á ca 3 - 7 mánuðum (eftir ræktunarmögurleikum)
sem að þýðir að þú getur náð úr hverjum potti ca 2 sinnum á ári.
þá eru það 160 grömm á ári á hvern pott (pott as in blómapott)
1 tonn eru milljón grömm, sem að þýðir að þú þarft miðað við það rúmlega 3000 plöntur sem að blómstra 2 sinnum á ári hver til þess að fá 1 tonn af þurrkuðu grasi.
nú eru allar þessar tölur með rosalega miklum skekkju mörkum þannig að segjum að plönturnar séu bara 2000
1 maður er ekki að fara að rækta, klippa, þurrka, og vigta það á einu ári, alveg sama hversu aktívur hann er.
aftur á móti gætu ca 5 manns það líklegast
svo að maður tali nú ekki um það að þeir geri þetta skipulega eða bæti við sig mannskap í að klippa það (rosalega takmarkaður tími í að klippa ef að þetta er rækað rétt)
og inní þetta vantar auðvitað að ef að þetta yrði löglegt að þá kæmi neysla til með að aukast líklegast fyrstu 2 - 5 árin (á meðan að tískan væri að klárast) og síðan væri mjög líklegt að það myndi aukast hérna ferðamannastraumur útaf kannabis.
þannig að líklegast (að mínu mati) kæmi talan 1 tonn meðað aukast um ca helming fyrstu árin.
ég yrði ekki hiss, að ef að þetta yrði lögleitt og ríkið myndi taka að sér að rækta þetta (eða hafa umsjón með ræktun og bjóða hana út) þá kæmu ca 20 - 50 mans til með að vinna við það.