Síða 2 af 3

Sent: Sun 15. Jan 2006 18:48
af bluntman
Geri mér alveg grein fyrir því :)

Vildi bara að þetta væri það lítið að maður gæti haft þetta inní kassanum, myndi aldrei þora að modda eitthvað svona :P

Sent: Sun 15. Jan 2006 18:53
af @Arinn@
Þegar þú kveikir á tölvunni þá heyrist bara alveg eins og í ísskáp...

Sent: Sun 15. Jan 2006 20:02
af mjamja
soldið svona off subject en myndi það ekki bara virka ágætlega að vera með tölvuna sína í frystikistu eða ísskáp, eða yrðu sumir hlutir í tölvunni of kaldir t.d. Hdd og svoleiðis stöff?

Sent: Sun 15. Jan 2006 20:08
af @Arinn@
Nei, þá myndi safnast utan á allt draslið ís ogsvo myndi hann bráðna þegar slöökt væri á henni og þá er tölvan ónýt :)

Sent: Sun 15. Jan 2006 21:38
af DoRi-
gera bara eins og tommi gerði og láta fljótandi gas á örrann

(ef þið eruð það extreme að gera það ALLS EKKI anda guðonum að ykkur, það er ekkert nema óþægilegt, fyrir utan það þá áttu í hætta á að deyja )

Sent: Sun 15. Jan 2006 22:27
af Vilezhout
þið getið fundið kælipressur sem keyra á -100 c°

Ef þið eruð heppnir gætuði fundið einhverja rannsóknastofu eða háskóla sem er að rýma út eða uppfæra sinn búnað og moddað þetta á vélina ykkar

það ætti ekkert að vera miklu háværara enn miðlungs turn

Sent: Sun 15. Jan 2006 22:47
af HemmiR
má ég samt spurja hvað er folk að ná t.d amd 3200 socket 939 i mörg mhz með svona vapochilli eða eikkerju? veit litid um oc :D

Sent: Sun 15. Jan 2006 23:50
af Birkir
Fletch var með sinn 3200+ í 3.2GHz ef ég man rétt.

Sent: Sun 15. Jan 2006 23:53
af bluntman
Væri hægt að oc-a alveg brjálað með þessu, eða er eitthvað limit á örgjörvum ? Kann ekkert á oc :S

Sent: Mán 16. Jan 2006 00:57
af hilmar_jonsson
Það eru takmörk á öllum borðum(held ég)... Á sumum eru þau bara mjög há.

Ég komst með minn 3000+ í 335*9 á Vapochill LS. Tékkaði hins vegar ekki á því hvort það væri stable, en hann hitnaði ekki mikið. Vandamálið var þá minnið, ég komst ekki með divider neðar og ég vissi að minnið keyrði ekki hraðar en 202 Mhz, jafnvel á háum timings.

Edit. Póstur nr 10.000 á Mods / kassar og kæling :).

Sent: Mán 16. Jan 2006 18:13
af bluntman
Póstur nr 10.000 á Mods / kassar og kæling
Awesome :)

Sent: Þri 17. Jan 2006 17:33
af DoRi-
halldor skrifaði:
DoRi- skrifaði:gera bara eins og tommi gerði og láta fljótandi gas á örrann

(ef þið eruð það extreme að gera það ALLS EKKI anda guðonum að ykkur, það er ekkert nema óþægilegt, fyrir utan það þá áttu í hætta á að deyja )
Fer allt eftir tegund gassins, ef þetta er t.d. helíum deyrðu ekki nema þú verðir fyrir súrefnisskorti.
Svo hef ég reyndar heyrt að búnaður fyrir slíka kælingu hlaupi á fleiri hundruðum þúsunda.
mig minnir að þetta hafi verið No2 man það samt ekki

Sent: Þri 17. Jan 2006 17:43
af hilmar_jonsson
Það var nitur (N2). Um 74°K.

Sent: Þri 17. Jan 2006 17:45
af gnarr
það er reyndar skrifað LN², sem stendur fyrir Liquid Nitrogen.

Sent: Þri 17. Jan 2006 17:54
af hilmar_jonsson
Ég er nú enn bara í efnafræði í menntaskóla þar sem þetta er skrifað svona. Ég gæti skrifað N2(l), 74°K 1 atm ef þú ert sáttari við það. :P

Hitt er fyrir utan mína þekkingu.

Sent: Þri 17. Jan 2006 18:09
af CraZy
haha ég vissiþetta, en bara útaf undirskriftinni hanns Gnarrs í gamladaga :) Hvar er Cary annars hef ekki "séð" hana lengi :?

Sent: Þri 17. Jan 2006 20:11
af @Arinn@
Hvenær kemur þessi græja út ?

Sent: Þri 17. Jan 2006 20:46
af mjamja
halldor skrifaði:
DoRi- skrifaði:
halldor skrifaði:
DoRi- skrifaði:gera bara eins og tommi gerði og láta fljótandi gas á örrann

(ef þið eruð það extreme að gera það ALLS EKKI anda guðonum að ykkur, það er ekkert nema óþægilegt, fyrir utan það þá áttu í hætta á að deyja )
Fer allt eftir tegund gassins, ef þetta er t.d. helíum deyrðu ekki nema þú verðir fyrir súrefnisskorti.
Svo hef ég reyndar heyrt að búnaður fyrir slíka kælingu hlaupi á fleiri hundruðum þúsunda.
mig minnir að þetta hafi verið No2 man það samt ekki
Nitur er númer 7 í lotukerfinu og þar með ekki eðallofttegund. Ef gasið er ekki eðallofttegund getur það bundist efnasambandi við eitthvað inní þér og svona og gæti verið hættulegt.
við erum með fullt af nitur í okkur þannig að ég efast um að það geti verið e-ð rosa hættulegt

Sent: Þri 17. Jan 2006 21:06
af Birkir
Það er reyndari skrifað eins og Hilmar skrifaði það í seinna skiptið, ekki LN². :)

Sent: Þri 17. Jan 2006 22:31
af mjamja
halldor skrifaði:
mjamja skrifaði:
halldor skrifaði:(...)
við erum með fullt af nitur í okkur þannig að ég efast um að það geti verið e-ð rosa hættulegt
Já, en þá er alltaf eftir súrefnisskorturinn ;)
Þyrfti maður þá ekki alveg gígantískt magn af könunarefni?

Sent: Þri 17. Jan 2006 22:41
af Birkir
Þetta er kannski svipað og sú staðreynd að þú getur drepið þig með því að drekka of mikið vatn.