Síða 2 af 7
Sent: Þri 27. Des 2005 19:44
af ICM
Ég er næstum búin að ákveða að fá mér svona en hvað er þetta stórt?
Sent: Þri 27. Des 2005 19:52
af zream
Þetta er þónokkuð stærra en venjulegt lyklaborð enda með 3 auka röðum vinstra megin.
Veit ekki alveg hvað það er stórt og nenni ekki að mæla

En getur reiknað með þessum 3röðum af venjulegum tökkum.
Sent: Mið 28. Des 2005 12:28
af DoRi-
það er 56x23x8.8cm (LxBxH) hæðin er með LCD skjánum alveg upp réttum
andskoti langur fjári

Sent: Fös 30. Des 2005 02:21
af Icarus
ohh... langar í þetta en ég bara VAR að kaupa mér lyklaborð

Sent: Fös 30. Des 2005 02:56
af Sallarólegur
komið í íslenskar búðir?
Sent: Fös 30. Des 2005 10:05
af DoRi-
nope, þessvegna bjó é til þennan þráð
ég ætla að láta einhvern hluta lyklaborðsins míns bila til að hafa ástæðu til að kaupa nýtt

Sent: Fös 30. Des 2005 11:07
af wICE_man
kemur í miðjum janúar hjá mér
Sent: Fös 30. Des 2005 11:26
af DoRi-
wICE_man skrifaði:kemur í miðjum janúar hjá mér
þetta er það besta sem ég hef heyrt frá því að e´g heyrði að kassi af kóki kostaði 1500 kall í Bónus
(ekki taka þessu of alvarlega)
Elska þig wICE_man
ps zream, er LCD inn með ljósi í bakgrunninum?
Sent: Fös 30. Des 2005 12:35
af DoRi-
halldor skrifaði:Bara svo þú vitir af því er kókið á 89kr. í Krónunni í dag (98kr í Bónus held ég).

En vá, var að skoða myndir af þessu lyklaborði og geðveikt er það magnað. Kannski maður hætti með þetta policy að kaupa lyklaborð ekki á meira en 500-1000kr.

kók í dós kostar 49kr

Sent: Fös 30. Des 2005 12:37
af Veit Ekki
wICE_man skrifaði:kemur í miðjum janúar hjá mér
Eitthvað verð komið á þetta?
Sent: Fös 30. Des 2005 12:48
af DoRi-
hann sagi í fyrri ´posti "6500-7000" jafnvel ódýrara
Sent: Fös 30. Des 2005 12:50
af Veit Ekki
DoRi- skrifaði:hann sagi í fyrri ´posti "6500-7000" jafnvel ódýrara
Já ok, það er spurning hvort þetta sé þess virði að kaupa þetta.

Sent: Fös 30. Des 2005 13:54
af DoRi-
halldor skrifaði:DoRi- skrifaði:halldor skrifaði:Bara svo þú vitir af því er kókið á 89kr. í Krónunni í dag (98kr í Bónus held ég).

En vá, var að skoða myndir af þessu lyklaborði og geðveikt er það magnað. Kannski maður hætti með þetta policy að kaupa lyklaborð ekki á meira en 500-1000kr.

kók í dós kostar 49kr

Iss, ég kaupi nú ekkert minna en 2l flöskur

Það tekur því varla að opna annað

jújú, ef maður kaupir kassa, þá er miklu meira rusl

, síðan er líka hægt að búa til burn með dósonum

Sent: Þri 03. Jan 2006 22:41
af Woods
[quote="zream"]Jæja var að kíkja á LCDinn á lyklaborðinu.
Setti upp LCDStudio og fór að fikta, er núna búinn að gera theme.
Þetta eru 3 hlutar sem skipta um með 20sek millibili.
Fyrsta sýnir nöfnin á hlutunum í tölvunni og klukku.
Annar sýnir IPadressu og hve hratt inn og út ég er að downloada (eða nota)
Þriðja sýnir Hraða í MHZ , CPU Load , RAM Load og Uptime.
Allir þessir hlutar eru með Logoi sem er zream og stórt Z fyrir neðan.
Set eina mynd með sem er tekinn með webcam og úr LCDstu
Er þetta borð ekkert á leiðinni??
Sent: Mið 04. Jan 2006 00:56
af Birkir
Hún kemur um miðjan janúar í Kísildal ef allt gengur að óskum, veit ekki með aðrar verslanir.
Sent: Mið 04. Jan 2006 02:08
af gumol
wICE_man skrifaði:kemur í miðjum janúar hjá mér
Frábært. Það verður samt sárt að þurfa að líma yfir upplýstu takkana.
Sent: Mið 04. Jan 2006 02:37
af urban
gumol skrifaði:wICE_man skrifaði:kemur í miðjum janúar hjá mér
Frábært. Það verður samt sárt að þurfa að líma yfir upplýstu takkana.
hérna.....
á ég að trúa því að þú þurfir þess ?
ég hugsa að ég gæti nú alveg lifað án þess að líma yfir þá og gæti alveg typað eins.... (tæki nokkra daga að venjast því)
Sent: Mið 04. Jan 2006 02:43
af Blackened
það er hægt að slökkva á baklýsingunni.. er held ég í 3 stigum eða eitthvað..
las ég allavega á einhverju Forumi
Sent: Mið 04. Jan 2006 02:56
af ICM
wtf upplýstu takkarnir eru það svalasta við þetta enda er þetta lyklaborð hugsað fyrir leiki og fólk sem notar tölvuna í myrkri

Sent: Mið 04. Jan 2006 03:23
af Birkir
Blackened skrifaði:það er hægt að slökkva á baklýsingunni.. er held ég í 3 stigum eða eitthvað..
las ég allavega á einhverju Forumi
Hann ætlar ekki að líma yfir takkana vegna þess að ljósin myndu bögga hann, heldur vegna þess að hann vill hafa íslenska stafi.
Sent: Mið 04. Jan 2006 08:23
af Blackened
Jahjérna.. mér hefði aldrei dottið svoleiðis vitleysa í hug

enda ekki notað íslenskt lyklaborð lengi..
...Er einmitt að nota danskt lyklaborð núna og er með Å í staðinn fyrir ð og þessháttar.. hætti að bögga mig fyrir löngu löngu síðan þarsem að ég horfi hvorteðer aldrei á lyklaborðið

Sent: Mið 04. Jan 2006 08:27
af Birkir
Í þau fáu skipti sem ég hef þurft að nota erlend lyklaborð hef ég alltaf vanist því fljótt.
Sent: Mið 04. Jan 2006 11:09
af wICE_man
Ég kem sennilega til með að flytja þau inn frá Þýskalandi, og munu þau þá kosta nálægt 6.000kr ég á eftir að kynna mér hvernig þýskt lyklaborðs-layout virkar fyrir Íslenska uppsettningu en ég held að það eigi ekki að verða vandamál. Læt ykkur vita um leið og ég veit meira.