Síða 2 af 2

Re: Windows 10 vs 11

Sent: Þri 07. Des 2021 06:38
af Sallarólegur
appel skrifaði:Ég er nú bara enn að læra á windows 10, uppgötvaði nýlega windowskey+v og maður fær lista yfir það sem maður vill peista. Líklega búið að vera í windows síðan windows 98, en stórkostlegt uppgötvun :D kannski svona miðaldra nördar einsog ég þurfi að fara í endurmenntun.
Introduced with the October 2018 Update for Windows 10, it adds a clipboard history of text snippets you copied which can then be retrieved for later use.
Svo er það líka Win + Shift + S til að taka skjáskot, getur valið svæði, teiknað svæði eða valið glugga. Win+PrtSc til að vista mynd af skjánum í Pictures/Screenshots.

Win + . til að opna emojis :)

Svo var ég bara nýlega að læra Win + E til að opna Explorer #-o .

Re: Windows 10 vs 11

Sent: Þri 07. Des 2021 10:08
af elv
Vantar ekki nýjan þráð með þessum Windows tips.
Maður hefur heyrt fæst af þessu áður

Re: Windows 10 vs 11

Sent: Þri 07. Des 2021 11:18
af appel
Sallarólegur skrifaði:
appel skrifaði:Ég er nú bara enn að læra á windows 10, uppgötvaði nýlega windowskey+v og maður fær lista yfir það sem maður vill peista. Líklega búið að vera í windows síðan windows 98, en stórkostlegt uppgötvun :D kannski svona miðaldra nördar einsog ég þurfi að fara í endurmenntun.
Introduced with the October 2018 Update for Windows 10, it adds a clipboard history of text snippets you copied which can then be retrieved for later use.
Svo er það líka Win + Shift + S til að taka skjáskot, getur valið svæði, teiknað svæði eða valið glugga. Win+PrtSc til að vista mynd af skjánum í Pictures/Screenshots.

Win + . til að opna emojis :)

Svo var ég bara nýlega að læra Win + E til að opna Explorer #-o .
Ég var heillengi að byrja að nota þetta screenshot shortcut, winkey+shift+s. Rosalega gagnlegt, ég var alltaf áður að taka fullscreen screenshots og svo klippa með photoshop :D

En svo eru aðrir shortcuttar algjör vanskapnaður, t.d.
magnifying glass
narrator
og verst af öllu þessi sticky keys sem poppar upp ef þú ýtir of lengi á einhvern takka.

Re: Windows 10 vs 11

Sent: Þri 07. Des 2021 14:25
af Cozmic
Setti W11 á lappann til að prufa, lúkkar vel en það er svakalegur munur á batteryendingu..

Re: Windows 10 vs 11

Sent: Þri 07. Des 2021 15:24
af dadik
Sallarólegur skrifaði:
Svo er það líka Win + Shift + S til að taka skjáskot, getur valið svæði, teiknað svæði eða valið glugga. Win+PrtSc til að vista mynd af skjánum í Pictures/Screenshots.

Win + . til að opna emojis :)

Svo var ég bara nýlega að læra Win + E til að opna Explorer #-o .
Þetta er savakalegt.

Jafnast næstum á við Win + X

Re: Windows 10 vs 11

Sent: Þri 07. Des 2021 15:52
af appel
Eina sem mig vantar er shortcut til að geta sett vélina í sleep mode. Ég þarf alltaf að læsa henni með winkey+L, og svo velja með músinni að fara í sleep mode.

Re: Windows 10 vs 11

Sent: Þri 07. Des 2021 16:01
af Hvati
Eitthvað sem er ekki minnst á hingað til en það eru uppfærslur á WSL (Windows Subsystem for Linux) með WSLg, sem leyfir Windows 11 að keyra grafísk linux forrit með X11 og Wayland.
https://devblogs.microsoft.com/commandl ... hitecture/

Það eru líka viðbætur við powershell sem auðvelda lífið. Geymsludrif í windows eru mountuð í /mnt/* í linux VMunum og þú hefur aðgengi að skráarkerfi linux VManna í Windows líka.

Re: Windows 10 vs 11

Sent: Þri 07. Des 2021 16:17
af TheAdder
appel skrifaði:Eina sem mig vantar er shortcut til að geta sett vélina í sleep mode. Ég þarf alltaf að læsa henni með winkey+L, og svo velja með músinni að fara í sleep mode.
Ég svæfi mína daglega, Win+X, svo U svo S (Shutdown, Sleep)

Re: Windows 10 vs 11

Sent: Þri 07. Des 2021 17:46
af Skippo
Og síðan er þessi skemmtilega tvenna Ctrl+Shift sem breytir íslensku lyklaborði í enskt (í mínu tilfelli allavegana)

Re: Windows 10 vs 11

Sent: Lau 11. Des 2021 09:46
af krissdadi
Er búinn að setja upp 11 og það lookar bara nokkuð vel og virkar ágætlega, nema hvað það hendir út öllum torrent forritum eða disablar þau.
Ég er búinn að vera með Utorrent og qtorrent en windows security blockar þau eða hendir út vegna hugsanlegrar virus ógnar
Kannast einhver við þetta og hvernig maður lagar þetta?

Re: Windows 10 vs 11

Sent: Lau 11. Des 2021 12:18
af Hauxon
Vinnutölvan mín er nokkuð öflug Dell XPS15 en með 7th gen i7 sem ekki stutt af Windows 11. Sama með heimilisvélina sem er með AMD Ryzen 7 1800X ..of gamall örgjörvi. Báðar vélarnar samt mjög sprækar og góðar þ.a. ég sé enga ástæðu til að uppfæra út af engu.

Re: Windows 10 vs 11

Sent: Lau 11. Des 2021 13:46
af urban
Ég sé enga ástæðu til að uppfæra úr W10 og í w11

Ætli ég þyrfti ekki frekar einmitt kennsluna á w10 til að nota það almennilega.