Helmingurinn af playlistanum mínum s.s. sem ég hluta á á meðan ég er að vinna er í dag kóresk lög úr þáttum eða annað asískst... lol
En ég fór líka í tokyo treat pakkann fyrir covid, að fá sent nammi frá japan. (fattaði svo Istanbul markaðinn á Grensásveginum og Súpermarkaðinn í Álfheimum)
P.s. það er hægt að kaupa Soju (kóreska áfengið sem er drukkið íöllum þáttum á kore.is, Kringlunni og mathöll útá Granda)
Re: Squid Games og kdrama?
Sent: Mið 13. Okt 2021 21:56
af appel
Held að það sé ákveðin gullöld í gangi hvað kóreskt "pop culture" varðar. Í raun veit maður ekki hvar þetta gæti endað, sérstaklega ekki ef fólk alþjóðlega fer að horfa á meira af svona kdrama. Ég gæti alveg ímyndað mér að kóreskar þáttaraðir gæti orðið mjög útbreiddar og vinsælar, við hlið enskumælandi efnis, og það þyki ekkert tiltökumál að horfa á svona til jafns kóreskt efni og enskt/amerískt efni.
Það er ekki að ástæðulausu að það er búið að gera það að dauðasök að horfa á efni frá s-kóreu í Norður Kóreu. Þessi pop culture er of yfirþyrmandi mikið propaganda fyrir suður kóreu í augum norður kóreubúa. Þú sem norður kóreubúi ert að sjá eitthvað sem þú sérð bara í einhverjum draumum. Norður kórea á ekki til neitt svar við þessu, nema jú taka þig af lífi fyrir að hafa séð þetta.
Þáttaraðir eru vinsælar alþjóðlega, einsog Squid Games.
Kvikmyndir einsog Parasite vinna óskarsverðlaunin.
Hljómsveitir einsog strákabandið BTS, og önnur tónlist, vinsæl alþjóðlega (þið hafið líklega hlustað á BTS lög án þess að vita það).
Tónlistakona og leikari einsog IU er svona jafn stór í asíu og Michael Jackson var kannski upp á sitt besta á vesturlöndum.
Vesturlönd hafa misst menningu sína niður í ruslið finnst mér.
Endurgerðir ofan á endurgerð í kvikmyndaheiminum, allt snýst annaðhvort um ofurhetjur eða eitthvað endurgerðarrusl.
Algjörlega óáhugaverðar þáttaraðir, allt svo dimmt, ofbeldisfullt, sálarlaust.
Algjör pólitískur rétttrúnaður og WOKE í gangi í allri framleiðslu. Núna á víst að cancella Dave Chapello á Netflix útaf einhverjum bröndurum.
Það eru engin bönd í gangi í tónlist í dag, þetta snýst allt um næstu Taylor Swift, næsta Justin Bieber, etc. Eða þá að einhverjir gamlingjar eru troða upp á tónleikum, einsog Rolling Stones og svona. Bítlarnir enn í umræðunni víst. Vesturlandabúar lifa of mikið í einhverri fortíðarþrá.
Allar stórstjörnur á vesturlöndum keppast einsog rjúpan við staurin að sjálfsdá sig og monta sig af sínu woke-nessi, sést greinilega á öllum svona tónlistahátíðum eða kvikmyndahátíðum. Var ekki golden globe cancellað?
Það er allt annar taktur í gangi í S-Kóreu hvað þetta varðar.
- Originality er lykilatriði
- Allir listamenn (leikarar og tónlistamenn) ganga í gegnum ákveðinn "idol skóla", læra þessa list, performance, og svona. Enda eru rosa margir leikarar í Kdrama sem koma úr einskonar KPop böndum.
- Alltaf nýr og glæsilegur talent að koma fram
- Stórstjörnur tjá sig aldrei um pólitík, bara koma fram, performa, gera aðdáendum sínum til geðs, og styðja við góðgerðarmál.
Ég er allavega alveg búinn að kúpla mig útúr þessu vestræna bulli. Hlusta bara á kóreska tónlist (og eitthvað smá frá kína og japan) og svo bara kdrama og eitthvað smá frá kína og japan. Það er frelsandi að geta cancellað þessum cancel culture sem hefur grasserast á vesturlöndum. Asía er óhrædd við að segja brandara, vera klúrt og móðgandi, að sýna stereótýpur og skondnar aðstæður kynja og þvíumlíkt. Slíkt er búið að banna á vesturlöndum.
Re: Squid Games og kdrama?
Sent: Fim 28. Okt 2021 19:51
af appel
Kláraði þessa seríu síðustu helgi. Hún er alveg allsvakaleg. Eiginlega meistaraverk finnst mér. Vissulega umdeilanleg, en hvaða alvöru list er ekki umdeilanleg?
Ég á eftir að horfa á þessa seríu margoft.
Re: Squid Games og kdrama?
Sent: Fös 29. Okt 2021 13:48
af falcon1
Er að horfa á Sweet Home núna. Finnst þetta fínir þættir (á eftir 2 þætti) og svona öðruvísi "take" á zombie hugmyndina.
Ég var ekki alveg sáttur með endirinn á Squid Game en mjög góðir þættir að öðru leyti.
Re: Squid Games og kdrama?
Sent: Lau 30. Okt 2021 19:25
af rapport
falcon1 skrifaði:Er að horfa á Sweet Home núna. Finnst þetta fínir þættir (á eftir 2 þætti) og svona öðruvísi "take" á zombie hugmyndina.
Ég var ekki alveg sáttur með endirinn á Squid Game en mjög góðir þættir að öðru leyti.
Hef aldrei fílað zombies nema einn, sem var notaður sem hálfgert comic relief í Korean Oddisey en var líka með söguþráð út af fyrir sig.
Re: Squid Games og kdrama?
Sent: Lau 30. Okt 2021 19:31
af appel
Kingdom serían er alvöru zombies sería svo auðvitað Train to Busan. Þetta er í raun fyrsta kóreska efnið sem ég horfði á, Train to Busan og svo Kingdom. Zombíarnir drógu mig doldið inn í þetta
Kórea búin að mastera hvernig á að gera zombie myndir/þætti.
Re: Squid Games og kdrama?
Sent: Lau 30. Okt 2021 19:37
af appel
falcon1 skrifaði:Er að horfa á Sweet Home núna. Finnst þetta fínir þættir (á eftir 2 þætti) og svona öðruvísi "take" á zombie hugmyndina.
Ég var ekki alveg sáttur með endirinn á Squid Game en mjög góðir þættir að öðru leyti.
Fannst hún alveg ágæt. Ekki brilliant, en ágætis skemmtun. Þetta er meira svona skrímsla-sería frekar en zombies, doldið í ætt við Resident Evil.
Var að klára StartUp á Netflix, smá grunn sería en fín til hámhorfs en þarna sárvantaði tölvugúrú til að vinna með handritshöfundunum.
p.s. margir sem hafa hlustað á ráðleggingar og horft á My Mister, hafa hrósað seríunni og fundist hún gera eitthvað fyrir sig. Mæli með henni fyrir fólk sem hefur þol og jafnvel ánægju af sjónvarpsefni sem er örlítið öðruvísi.