Síða 2 af 2
Re: TÖLVUTEK!!! arg!!!!
Sent: Fim 22. Júl 2021 15:44
af Magas
Hjaltiatla skrifaði:Magas skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:Ég á Acer Nitro leikjafartölvu ( 6 mánuði) og hún stendur sig þrusu vel. Pabbi átti Acer vél í mörg ár og aldrei neitt vesen (entist í 6-7 ár ef ég man rétt). Ég er Ánægður með verðið og var búinn að lesa mig til inná r/GamingLaptops hvort það væri eitthvað vit í þessum Nitro vélum.
Sjálfur skoða ég aldrei eitthvað tiltekið merki þó svo það hafi á einhverjum tímapunkti verið frábært eða þá að ég forðast merki því það var hræðilegt á einhverjum tímapunkti (maður skoðar bara reviews og metur stöðuna í hvert skipti).
Einmitt, hélt ég gæti treyst þeim. Átti þrusu fína Acer vél fyrir mörgum árum sem entist mér í 4 ár eða þar til ég þurfti meira minni og afl enda nota ég mikið myndvinnsluforrit í vinnunni. Aldrei neitt að henni nema þurfti að lóða jacktengið á 3ja ári. Hún gengur enn.
En já þetta er Acer nitro vél sem ég á núna.
Bara forvitni , hvaða týpu ert þú með ?
Mín er: Acer Nitro 5 17,3" leikjafartölva
Full HD IPS skjár; Nvidia GeForce GTX 1650, 4 GB; 8 GB RAM, 512 GB M.2 SSD; Intel Core i5-10300H örgjörvi.
edit: uppfærði að sjálfsögðu RAM strax og ég var búinn að versla hjá Elko:)
Heyrðu Acer Nitro 5 AN515-52-56Z0 15.6"
Alveg tími til kominn að upgreida
Re: TÖLVUTEK!!! arg!!!!
Sent: Fim 22. Júl 2021 20:30
af gotit23
Magas skrifaði:Tölvan er keypt á fyrirtækja kt svo ég veit ekki alveg hvort það heyri undir ns. Hvað segið þið?
Fæ mér bráðum nýja vél. En þangað til.. splæsi ég nýjar viftur.
ábyrgð til neytenda er 2 ár nema annað sé tekið fram við kaup,
til fyrirtækja er það alltaf 1 ár.
Re: TÖLVUTEK!!! arg!!!!
Sent: Fim 22. Júl 2021 23:07
af kizi86
Dropi skrifaði:Magas skrifaði:Mun allavega ekki kaupa Acer aftur.
Því miður tek ég 100% undir þetta, þó ég hafi aldrei átt Acer fartölvu. Ég hef forðast Acer frá því ég byrjaði í menntaskóla 2006 og sá hvað samnemendur mínir voru að kaupa. Svo sem tækniviðgerðargaurinn í fjölskyldunni, þá er einum of oft sem ég er að gera við einhverja 1-2 ára druslu sem á sér engan rétt á að vera framleidd og seld fyrir pening - lang oftast eru verstu eintökin Acer.
Edit: svo átti konan mín Dell XPS 13 2017 (i7 / 16GB / 512) model sem ég ráðlagði henni á sínum tíma. Úff. Mæli ekki með Dell lengur.
https://www.youtube.com/watch?v=8ulhFi5N2hc
https://www.youtube.com/watch?v=5N7aYtkzKJc
https://www.youtube.com/watch?v=4DMg6hUudHE
dell er sorp
Re: TÖLVUTEK!!! arg!!!!
Sent: Fös 23. Júl 2021 08:39
af Dropi
kizi86 skrifaði:Dropi skrifaði:Magas skrifaði:Mun allavega ekki kaupa Acer aftur.
Því miður tek ég 100% undir þetta, þó ég hafi aldrei átt Acer fartölvu. Ég hef forðast Acer frá því ég byrjaði í menntaskóla 2006 og sá hvað samnemendur mínir voru að kaupa. Svo sem tækniviðgerðargaurinn í fjölskyldunni, þá er einum of oft sem ég er að gera við einhverja 1-2 ára druslu sem á sér engan rétt á að vera framleidd og seld fyrir pening - lang oftast eru verstu eintökin Acer.
Edit: svo átti konan mín Dell XPS 13 2017 (i7 / 16GB / 512) model sem ég ráðlagði henni á sínum tíma. Úff. Mæli ekki með Dell lengur.
https://www.youtube.com/watch?v=8ulhFi5N2hc
https://www.youtube.com/watch?v=5N7aYtkzKJc
https://www.youtube.com/watch?v=4DMg6hUudHE
dell er sorp
Ég er ekki ósammála en þessar desktop vélar eru ekki alveg sambærilegar fartölvunum þeirra. En þær eiga það sameiginlegt að helvítis kælingin er alltaf ALLT of lítil. Örgjörva auminginn sem er bara 2 kjarna keyrir í 90c og það langt undir base clock. Skipti um kælikrem, vélin var tandurhrein og ég setti hana á low power profile. Þá róuðu vifturnar sig en tölvan var orðin svo hæg að það var varla hægt að nota hana í þessum profile. Núna nota ég þessa tölvu eingöngu fyrir innihjólið mitt og hún er alltaf ár og öld að ræsa sig út af því að TPM módullinn er bilaður og BIOSinn hendir alltaf upp villum.
Þegar konan var úti í Króatíu að klára doktors ritgerðina sína þá hætti þessi TPM að virka, og viti menn tölvan kom frá DELL með BitLocker virkan. Hvar er lykillinn til að unlocka bitlocker? hver veit - ekki hjá DELL. Endaði með að fyrir heppni fór TPM að virka og þá gat hún slökkt á bitlocker. Núna er TPM endanlega steiktur og ef hún hefði ekki slökkt á BitLocker hefði þurft að formatta diskinn.
En á meðan þessu stóð gat hún ekki unnið á vélina, gat ekki sótt neitt af disknum, backupið af ritgerðinni var nokkra daga gamalt en þó til staðar.
Hef ekki lent í öðru eins rugli. TPM og BitLocker er EKKI sniðugt.
Re: TÖLVUTEK!!! arg!!!!
Sent: Fös 23. Júl 2021 11:37
af Sydney
Dropi skrifaði:
Hef ekki lent í öðru eins rugli. TPM og BitLocker er EKKI sniðugt.
TPM og bitlocker er æðislegt fyrir fyrirtæki og power usera sem kveikja á því handvirkt og backa upp recovery lykilinn á góðan stað, eða tengt við domain/AD.
Þetta er algjör martröð fyrir end user þegar Windows ákveður að bitlocka vélina for no reason.
Re: TÖLVUTEK!!! arg!!!!
Sent: Fös 23. Júl 2021 12:26
af Hjaltiatla
Ég held að lausnin við þessu TPM vandamáli sé að nota cloud storage fyrir skjöl sem þú ert að vinna í (meira að segja þó svo að þú sért ekki að nota Bitlocker). Mér líður betur að flakka um með fartölvuna mína og vita að gögnin mín eru dulkóðuð ef ég af einhverjum ástæðum glata vélinni eða vélin endar niðrí geymslu og einhver kæmist í harða diskinn á einhverjum tímapunkti þá myndi það ekki skipta máli.
Re: TÖLVUTEK!!! arg!!!!
Sent: Fös 23. Júl 2021 14:23
af Dropi
Hjaltiatla skrifaði:Ég held að lausnin við þessu TPM vandamáli sé að nota cloud storage fyrir skjöl sem þú ert að vinna í (meira að segja þó svo að þú sért ekki að nota Bitlocker). Mér líður betur að flakka um með fartölvuna mína og vita að gögnin mín eru dulkóðuð ef ég af einhverjum ástæðum glata vélinni eða vélin endar niðrí geymslu og einhver kæmist í harða diskinn á einhverjum tímapunkti þá myndi það ekki skipta máli.
PopOS! fartölvan mín er dulkóðuð með löngu lykilorði sem ég slæ inn þegar ég ræsi hana. Var ekkert sérstaklega að spá í því þegar ég setti hana upp - þetta er valkostur í installinu, er bara með tvö password þegar ég ræsi hana.
En vandamálið í þessu tilfelli er að hún kom með BitLocker úr kassanum frá Dell. Það var engin leið að recovera því við Dell heldur ekki utan um recovery key. Eina leiðin hefði verið að vera þegar búinn að tengja Microsoft aðgang við vélina og láta hann virka sem recovery, en maður veit það ekkert þegar þú tekur vélina upp og byrjar að nota hana.
Notum annars cloud storage og NAS storage, þetta var bara þannig að hún var með tölvuna í útlöndum og backaði ekki upp daglega.
Re: TÖLVUTEK!!! arg!!!!
Sent: Sun 25. Júl 2021 10:10
af Revenant
Dropi skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:Ég held að lausnin við þessu TPM vandamáli sé að nota cloud storage fyrir skjöl sem þú ert að vinna í (meira að segja þó svo að þú sért ekki að nota Bitlocker). Mér líður betur að flakka um með fartölvuna mína og vita að gögnin mín eru dulkóðuð ef ég af einhverjum ástæðum glata vélinni eða vélin endar niðrí geymslu og einhver kæmist í harða diskinn á einhverjum tímapunkti þá myndi það ekki skipta máli.
PopOS! fartölvan mín er dulkóðuð með löngu lykilorði sem ég slæ inn þegar ég ræsi hana. Var ekkert sérstaklega að spá í því þegar ég setti hana upp - þetta er valkostur í installinu, er bara með tvö password þegar ég ræsi hana.
En vandamálið í þessu tilfelli er að hún kom með BitLocker úr kassanum frá Dell. Það var engin leið að recovera því við Dell heldur ekki utan um recovery key. Eina leiðin hefði verið að vera þegar búinn að tengja Microsoft aðgang við vélina og láta hann virka sem recovery, en maður veit það ekkert þegar þú tekur vélina upp og byrjar að nota hana.
Notum annars cloud storage og NAS storage, þetta var bara þannig að hún var með tölvuna í útlöndum og backaði ekki upp daglega.
Microsoft / Windows 10 kveikir á BitLocker sjálfkrafa ef þú skráir þig inn með Microsoft Account eða Azure AD aðgangi.
Fyrir Microsoft aðgang (heimanotendur) er hægt að nálgast recovery lykilinn fyrir viðkomandi tæki á
https://account.microsoft.com/devices/.
Sjá:
https://docs.microsoft.com/en-us/window ... -bitlocker
BitLocker automatic device encryption starts during Out-of-box (OOBE) experience. However, protection is enabled (armed) only after users sign in with a Microsoft Account or an Azure Active Directory account. Until that, protection is suspended and data is not protected. BitLocker automatic device encryption is not enabled with local accounts, in which case BitLocker can be manually enabled using the BitLocker Control Panel.
Re: TÖLVUTEK!!! arg!!!!
Sent: Mán 26. Júl 2021 08:57
af Dropi
Revenant skrifaði:Microsoft / Windows 10 kveikir á BitLocker sjálfkrafa ef þú skráir þig inn með Microsoft Account eða Azure AD aðgangi.
Fyrir Microsoft aðgang (heimanotendur) er hægt að nálgast recovery lykilinn fyrir viðkomandi tæki á
https://account.microsoft.com/devices/.
Sjá:
https://docs.microsoft.com/en-us/window ... -bitlocker
BitLocker automatic device encryption starts during Out-of-box (OOBE) experience. However, protection is enabled (armed) only after users sign in with a Microsoft Account or an Azure Active Directory account. Until that, protection is suspended and data is not protected. BitLocker automatic device encryption is not enabled with local accounts, in which case BitLocker can be manually enabled using the BitLocker Control Panel.
Þessi vél var aldrei notuð með Microsoft aðgang, það var aðal vandamálið fyrir okkur - ég reyndi að logga inn á accountinn hennar að sækja BitLocker recovery key og fékk þau skilaboð að aðgangurinn væri ekki með neinn recovery key. Hún kom frá Dell með BitLocker virkjað án þess að við höfðum hugmynd um.
Ég hef ekki straujað vélina, hún er enn heima, hún er bara með local account og búið.
Re: TÖLVUTEK!!! arg!!!!
Sent: Þri 27. Júl 2021 09:01
af AntiTrust
Dropi skrifaði:Hef ekki lent í öðru eins rugli. TPM og BitLocker er EKKI sniðugt.
Ætla að vera stórkostlega ósammála - TPM er guðsgjöf fyrir alla sem hafa áhuga á því að dulkóða og tryggja gögnin sín fyrir stuld, þ.e., flest öll fyrirtæki í heiminum og ansi margir einstaklingar.
Re: TÖLVUTEK!!! arg!!!!
Sent: Þri 27. Júl 2021 09:11
af Dropi
AntiTrust skrifaði:Dropi skrifaði:Hef ekki lent í öðru eins rugli. TPM og BitLocker er EKKI sniðugt.
Ætla að vera stórkostlega ósammála - TPM er guðsgjöf fyrir alla sem hafa áhuga á því að dulkóða og tryggja gögnin sín fyrir stuld, þ.e., flest öll fyrirtæki í heiminum og ansi margir einstaklingar.
Rétt, þegar þú vilt nota TPM og BitLocker er það eflaust algjör snilld. En enabled by default fyrir fólk sem veit ekkert hvað þetta er? Þessir TPM modules eru frægir fyrir að vera með leiðindi og ákveðin windows update geta líka fokkað BitLocker. Ég treysti ekki Microsoft til að gefa ekki út update einn daginn sem brickar BitLocker - alveg eins og BIOS updates hafa brickað TPM hjá Dell.
Ótengt: um daginn var ég að eiga við Windows Update á gamalli Win7 vél - í skipi - sem gat ekki lengur bootað með Secure Boot því að updateið hafði klúðrað einhverju. Móðurborðið er frá ASUS og þeirra heimasíða var bara með 1 ráð: slökkva á Secure Boot.
https://appuals.com/fix-secure-boot-vio ... s-systems/
Microsoft rolled out the KB3133977 for Windows 7 in order to fix an issue preventing BitLocker from successfully encrypting drives on Windows 7 computers because of constant service crashes in svchost.exe. While the KB3133977 does successfully resolve this problem, it creates a new one for ASUS computers running on Windows 7 and renders them unable to boot into their Operating Systems. If your computer is running on Windows 7 and has an ASUS motherboard, downloading and installing the KB3133977 update will lead to your computer being unable to boot up and you seeing a Secure Boot Violation error message in your computer’s UEFI whenever you try to boot it up.
Ég treysti þessu því miður ekki eftir mínar reynslur.
https://www.reddit.com/r/Dell/comments/ ... os_update/
https://www.reddit.com/r/Dell/comments/ ... pm_cannot/
https://www.reddit.com/r/sysadmin/comme ... r_updates/
https://www.reddit.com/r/Dell/comments/ ... _detected/
Re: TÖLVUTEK!!! arg!!!!
Sent: Þri 27. Júl 2021 15:34
af gRIMwORLD
Neytendalögin eru byggð á lögum um lausafjárkaup (sem gilda fyrir fyrirtæki) Helsti munurinn er einmitt þessi lögbundni 2 ára ábyrgðartími. Mögulega eitthvað annað. Minnir einmitt líka að þessi ákvæði um endurtekinn galla og rétt kaupanda um aðrar úrbætur en viðgerð sé inn í lögum um lausafjárkaup (*lesið þau samt yfir).
Að gefast upp er sama og að viðurkenna að þú samþykkir tölvuna eins og hún er.